Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Ræða Carters Bandaríkjaforseta í Annapolis Samkeppni ánstiKngar eykir spennuna Ra'Aan. scm Cartrr Bandarikjafursrti flutti þegar sjúðliftslorinKÍar útskrifuúust í Annapolis í Mary- land. 7. júní (lausieKa þýdd). „Ég óska árfjaníji ’78 til hamingju. Þrátt fvrir það að menntun ykkar sé rétt að byrja, hafið þið lagt grundvöll að framtíð ykkar og stöðu, sem bæði getur verið heillavænleg og áhættusöm, eins og hvert annað starf. Þið munuð sem foringjar í bandaríska sjóhernum taka þátt í veraldarharmleik, bæði stjórnmálalegum og hernaðarlegum. Það verður ekki aðeins hlutverk ykkar að sjá um tæknina í hernaðarvísindunum eða hafa stjórn á hlutunum, heldur er til þess ætlazt af ykkur að þið hafið skilning á því alþjóðlega samfélagi sem sjóherinn starfar í. Mig langar á þessari stundu til að ræða tvö veigamestu atriðin í heimsmálunum nú: — Sambandið á milli tveggja mestu stórvelda heims, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Við verðum að gera okkur ljóst að um ókomna framtíð munu Sovétríkin veita okkur samkeppni. Sú samkeppni á að vera jákvæð og má ekki vera hættuleg og hafa hörmungar í för með sér. Sambúð ríkjanna verður að byggjast á samvinnu. Við verðum að koma í veg fyrir öfgafullar sveiflur í almenningsálitinu, frá þeirri sæluvímu sem fyllir okkur þegar allt gengur í haginn, til þeirrar örvæntingar sem grípur okkur þegar allt fer á verri veg; frá þeirri ýktu tilfinningu að við getum staðið saman til opinskárra fjandskaparyfirlýsinga. Detente-stefnan á milli þessara tveggja stórvelda færir okkur næst heimsfriði. Því er það mikilvægt að fólk allra þjóða, almenningur í Bandaríkjunum og þið, verðandi sjóliðsforingjar, skiljið hvað detente-stefnan merkir í raun og veru. Einföld útskýring á orðinu detente er „slökun spennu milli þjóða“. í notkun öðlast detente hins vegar nýja merkingu, byggða á reynslu þessara þjóða, þannig að þær geti lifað í sátt og samlyndi. Ef detente á að standa traustum fótum og njóta stuðnings bandarísku þjóðarinn- ar og vera grundvöllur æ víðtækari samvinnu, þá verður skilgreiningin að vera víðtæk og í raun og veru gagnkvæm. Báðar þjóðir verða að gæta stillingar á ófriðarsvæðum og óróatimum. Báðar verða að hafa að öllu leyti í heiðri þá samninga, sem þegar hafa verið gerðir til að gera samstarfið víðtækara, til að takmarka framleiðslu kjarnorkuvopna, le.vfa frjálsar ferðir fólks, tjáningarfrelsi og til að vernda mannréttindi. Hvorugt ríkið skyldi gæla við þá hugmynd að hægt sé að ná hernaðaryfir- burðum né halda að unnt sé að hagnýta hernaðarlega stundaryfirburði í pólitísk- um tilgangi. Meginmarkmið okkar er að stuðla að því að móta heim, sem kemur meira til móts við óskir fólks um allan heim um efnalaga velsæld, félagslegt réttlæti, stjórnmálalegan sjálfsákvörðunarrétt og grundvallarmannréttindi. Við stefnum að heimi friðar. En slíkur heimur verður að rúma margbreytileika, þjóðfélagslegan, stjórnmálalegan og hug- myndafræðilegan. Aðeins þá næst sönn samvinna milli ólíkra þjóða og menning- arsvæða. Víð viljum ekki drottna yfir öðrum. Við munum halda áfram að auka samvinnuna við hin nýju og jákvæðu öfl í heiminum. Við viljum auka samvinnuna við Sovétríkin, einnig við þróunarlöndin, löndin í Austur-Evrópu og við alþýðulýð- veldið Kína. Við styðjum einkum og sér í lagi raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt og meirihlutastjórn í þeim hlutum heims, þar sem þessum markmiðum hefur ekki verið náð. Langtímamarkmið okkar er áð sann- færa Sovétríkin um kosti samvinnu ríkjanna og sýna þeim fram á hvaða afleiðingar geti hlotizt af truflandi hegðan. Við munum það að Bandaríkjamenn og Sovétmenn voru bandamenn í síðari heimsstyrjöldinni. Eitt af sögulegustu afrekum bandaríska sjóhersins þá var að vernda skipalestir þær sem fluttu mikilvæg vopn og birgðir héðan til Murmansk og annarra sovézkra hafnar- borga, í sameiginlegri barátt.u okkar gegn ógnun nazista. í hrunadansi þeirra hrikalegu átaka létu tuttugu milljónir Sovétmanna lífið. Margar milljónir muna enn hörmungarn- ar og hungrið þá. Ég er sannfærður um það að fölkið í Sovétríkjunum þráir frið. Ég gæti ekki trúað því, að það vildi stríð. Um árabil hefur þjóð okkar reynt að ná samningum við Sovétríkin eins og sjá má af friðarsamningnum við Austurríki, fjórveldasamningnum um Berlín, samn- ingnum um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í gufuhvolfinu, sameigin- legum vísindatilraunum í geimnum, viðskiptasamningum, samningum um kjarnorkueldflaugar sem draga milli heimsálfa, bráðabirgðasamningnum um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar og til- raunabannssamningnum. Nú er þessum tilraunum haldið áfram með samningaviðræðum um annan samn- ing um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar (Salt 11) víðtækan tilraunabannssamn- ing, samning um að draga úr flutningi venjulegra vopna milli landa, samningi um bann við árásum á gervihnetti, samningi um jafnvægi herja á Indlands- hafi og aukin samskipti í viðskiptum, vísindum og menningarmálum. Við verðum að vera þess albúnir að kanna slíka samstarfsmöguleika, þrátt fyrir þann grundvallarágreining sem aðskilur okkur. Hættan á kjarnorkustríði knýr okkur í þessa átt. Kjarnorkuvopnum hefur fjölgað geig- vænlega og jafnframt hefur eyðingar- máttur þeirra stóraukizt. Þess vegna hefur það grundvallarþýðingu að gera nýjan Salt-samning, sem eykur öryggi beggja þjóðanna. Við semjum við Rússa í góðri trú og þeir við okkur, því báðar þjóðirnar vita að ef okkur mistekst, hrindum við af stað nýju og stórfelldu kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupi. Það gleður mig að tilkynna að horfurnar á öðrum Salt samningi (Salt 11) eru góðar. Þar að auki eru aukin samskipti í viðskiptum, tækni og menningarmálum meðal þess sem áunn- izt hefur með samstarfi okkar. Hins vegar þurrka þessar samstarfstilraunir okkar ekki út þann djúpa ágreining sem er á milli okkar. Hver er þessi ágreining- ur? Frá sjónarmiði Sovétríkjanna virðist detente-stefnan þýða áframhaldandi harða baráttu fyrir pólitískum ávinningi og auknum áhrifum á ýmsa vegu. Sovétríkin telja bersýnilega að hernaðar- máttur og hernaðaraðstoð séu beztu ráðin til að þenja út áhrif sín erlendis. Auðsætt er að óróasvæði er freistandi skotmark fyrir tilraunir þeirra og þeir eru alltof oft fúsir til að færa sér í nyt öll slík tækifæri. Eins og greinilega kom í ljós í Kóreu, Angóla og Eþíópíu kjósa þeir alltaf að nota staðgengla til að etja á foraðið. Ungir sjálfstæðismenn á Suðurlandi: Vel heppnað baráttu- þing á Heflu um helgina UNGIR sjálfstæðismenn í Suður- landskjiirda mi efndu til haráttu- þings á Ilellu á Rangárviillum síðast liðinn laugardag. Yfir- skrift þingsins var „Sjálfstæði eða sósíalismi". fíaráttuþingið var fjiilsótt. og þótti takast hið hesta. Framsiiguræður fluttu þeir Jón Magnússon formaður S.U.S.. Baldur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri og Vilhjálmur Egilsson viðskiptafræðingur. Meðal þeirra sem sátu þingið voru frambjóðendurnir Árni Johnsen og Eggert Ilaukdal. Umra'ðum stýrði Ililmar Jónas- son. í lok þingsins voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: Um samiíöngumál Viðreisnarstjórnin gerði átak í varanlegri vegagerð undir forystu Ingólfs Jónssonar. Síðan hafa þau mál nánast verið í kyrrstöðu. Það er löngu orðið tímabært, að gert verði stórátak í varanlegri vegagerð, og við það miðað, að lagt verði varanlegt slitlag á hringveg- inn á næstu 10 árum og tengi- brautir til þéttbýlisstaða. Ungir sjálfstæðismenn á Suður- landi leggja áherzlu á að þetta verkefni hafi forgang á sviði verklegra framkvæmda á næstu árum og fjármögnun verði tryggð með tekjum ríkissjóðs af umferð- inni og framlögum úr Byggðasjóði. Stærstu verkefnin í samgöngu- málum Suðurlands er að bvggð verði brú yfir Ölfusá við Óseyrar- nes og að flugsamgöngur Vest- mannaeyja og Suðurlands verði bættar og rekstur Herjólfs verði tryggður. Ungir sjálfstæðismenn á Suður- landi gera þá kröfu, að nú þegar verði lagt varanlegt slitlag á Þorlákshafnarveg og þrengsli enda er um mjög fjölfarna vegi að ræða og ástand þeirra óviðunandi. Vegna hafnleysis frá Þoriáks- höfn til Hafnar í Hornafirði hafa Sunnlendingar sérstöðu í sam- göngumálum. Það er því krafa ungra sjálfstæðismanna að Sunn- lendingar hafi forgang í fjárveit- ingu til vegamála. Um efnahagsmál Ungir sjálfstæðismenn á Suður- landi telja að beita verði öllum tiltækum ráðum til að kveða niður verðbólguna á næstu misserum. Meðal þess sem gera þarf er: 1. Koma samningsgerð á vinnu- markaði í það horf að ekki verði verðbólgusprenging við hverja samninga. Því takmarki verður best náö með samkomulagi verka- lýðs, vinnuveitenda og ríkisvalds. Náist ekki slíkt samkomulag verður að beita aðgerðum í skatta- málum til að hvetja aöila vinnu- markaðarins til raunhæfra vinnu- bragða. Vísitölubindingu launa verður að miða við þjóðhagsvísi- tölu í stað vísitölu framfærslu- kostnaðar svo að tekið sé tillit til raunverulegrar stöðu þjóðarbús- ins. 2. Taka upp virka stjórnun heildareftirspurnar í þjóðfélaginu og nýta markaðsformið á þeim sviðum þar sem það er best fallið til að ráða uppbyggingu þjóð- félagsins. I þessu sambandi má nefna: Virka notkun verðjöfnunar- sjóða, rétta gengisskráningu, frelsi til verðtryggingar fjárskuldbind- inga, jákvæða raunvexti, jafnan aðgang atvinnugreina að fjár- magni. Ennfremur verður að endur- skoða alla starfsemi opinberra aðila með það fyrir augum að hið opinbera gegni sinu hlutverki fyrir fólkið í landinu. Draga þarf úr ríkisumsvifum og beita ríkisfjár- málum til þess að jafna hagsveifl- ur og draga úr verðbólgu. Jafn- framt því verður að stjórna peningamálum þannig, að hætt sé að kynda verðbólgubálið með taumlausri peningaprentun. Ungir sjálfstæðismenn benda á að áform um gjaldmiðilsbreytingu muni ekki draga úr verðbólgunni án þess að öðrum aðgerðum sé jafnframt beitt. Um utanríkismál Baráttuþing ungra sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, haldið á Hellu, laugardaginn 10. júní 1978, minnir á þá frumskyldu hverrar þjóðar að tryggja öryggi sitt, annað hvort af eigin rammleik eða í samvinnu við vinveittar þjóðir. Island hefur vegna legu sinnar mikla hernaðarþýðingu. Mikil og sívaxandi hernaðarumsvif Sovét- Undanþága fyrir út- flutning á osti OSTA- OG snijörsalan hefur fengið undanþágu til að flytja út 280 tonn af osti. Óskar H. ríkjanna í lofti og á hafsvæðunum umhverfis ísland sýna hættuna á að ísland lenti á rússnezku áhrifa- svæði ef íslendingar tækju ekki þátt í varnarsamvinnu vestrænna ríkja og hefðu viðbúnað til varna í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem fylgir skýrri og afdráttarlausri landvarnarstefnu. Hann aðhyllist nána samvinnu við vestrænar vinaþjóðir á sviði stjórnmála og viðskipta og er ekki til viðtals um neinn afslátt frá þeirri stefnu að öryggi og sjálf- stæði þjóðarinnar skuli tryggt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamvinnu við Bandarík- in. Þeir kjósendur, sem vilja að ísland skipi sér í sveit vestrænna lýðræðisríkja og tryggi öryggi landsins með varnarsamvinnu við þessi ríki, kjósa því Sjálfstæðis- flokkinn. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar sagði að þessi undanþága hefði fengist vegna þess að markaður fyrir ost hefði þarna verið í verulegri hættu og hitt að þessi 280 tonn lágu undir skemmduni. „Þessi útflutn- ingur á að bjarga málinu að minnsta kosti fram í júlí og það er því ekki hætta á að ostur skemm- ist hjá okkur vegna útflutnings- bannsins að sinni,“ sagði Óskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.