Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 122 hvalir ALLS höfðu veiðzt í gær 122 hvalir, 17 búrhveli og 105 lang- reyðar. í gær voru tvö hvalveiði- skip á leið inn með fjóra hvali, sem þau höfðu veitt. Veiðin er nú mjög góð og betri en oft áður. Skipverjar á Rainbow Warrior hafa þrisvar sinnum frá því er þeir komu hingað á miðin reynt að trufla veiðar hvalveiðiskipanna. Tvisvar hafa aðgerðirnar beinzt að Hval 9 og einu sinni að Hval 6. I baeði skiptin fékk Hvalur 9 einn hval, en Hvalur 6 lét hið erlenda skip elta sig út að miðlínu, sneri þá við og stakk það af. Veiddi skipið þrjá hvali á heimleiðinni. Vilja togara frá Portúgal í VIÐRÆÐUM íslenzkra stjórn- • valda og portúgalskrar sendi- nefndar sem kom til íslands í vor til að ræða viðskipti landanna, var meðal annars rætt um hugsanleg skipakaup Islendinga í Portúgal. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá munu nokkrir aðilar hafa áhuga á að láta Portúgali smíða fyrir sig skip, og þá fyrst og fremst togara. Var Morgunblaðinu tjáð, að eitt útgerðarfyrirtæki hefði fengið vilyrði fyrir að láta smíða togara þar í landi, með því skilyrði þó, að það selji togara sem það á úr landi, en það hefur ekki gengið vel. Þar sem eftirspurn eftir skuttogurum mun nú ekki mikil erlendis. Þegar starfsmenn Búnaðarsambands Austur-Ilúnavatnssýslu voru að flytja skurðgröfu, sem er í eigu sambandsins, eftir veginum hjá Króksbjargi á Skagaströnd f fyrradag vildi það óhapp til að grafan fór útaf veginum. Rann grafan niður hallann að bjargbrúninni en stöðvaðist í lausagrjóti aðeins örfáa metra frá brúninni. Króksbjarg er þarna milli 50 og 60 metra hátt og þótti það hin mesta mildi að ekki fór verr en ökumaður gröfunnar hafði sofnað undir stýri. Meðfylgjandi mynd tók Unnar Agnarsson, er verið var að ná gröfunni upp. 11% hsekkun Verðlagsyfirvöld hafa heimilað efnalaugum að hækka taxta sína um 11%. Hinir nýju taxtar hafa þegar tekið gildi. Nýr rit- stjóri Tímans DAGBLAÐIÐ Tíminn skýrir frá því í gær að Jón Sigurðsson, sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi blaðsins undanfarna mánuði, hafi tekið við ritstjórn þess í stað Jóns Helgasonar, sem fer í leyfi vegna ritstarfa. Jón Sigurðsson verður ábyrgðarmaður blaðsins ásamt meðritstjóra sínum Þórarni Þór- arinssyni, en undanfarin ár hefur Þórarinn einn verið ábyrgðarmað- ur blaðsins. Grasspretta víðast hvar tveimur vikum seinni en í meðalári Reitingsafli REITINGSAFLI hefur verið hjá íslenzku togurunum í vor, og meðalafli í maí mun hafa verið nokkuð góður, eftir þeim skýrslum að dæma, sem borizt hafa frá útgerðarfélögunum. Nokkrir togaranna hafa aflað mikið af karfa upp á síðkastið djúpt suður af Reykjanesi og þakka menn það því Þjóðverjar eru nú farnir af þeim slóðum. Meirihluti myndaður í Grindavík MEIRIHLUTI hefur verið mynd- aður í bæjarstjórn Grindavíkur og standa að honum 2 fulltrúar Alþýðubandalags og 2 fulltrúar Alþýðuflokks. Hefur meirihlutinn gert með sér málefnasamning, sem enn hefur ekki verið birtur að sögn Guðfinns Bergssonar, fréttaritara Morgunblaðsins í Grindavík. Forseti bæjarstjórnar verður Svavar Árnason frá Alþýðuflokki. í minnihluta í bæjarstjórn Grindavíkur eru þá 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og einn full- trúi Framsóknarflokks'iis. SLÁTTUR er nú hafinn eða er íj)ann veginn að hefjast á einstaka bæjum í Eyjafirði, í lágsveitum Arnessýslu og undir Eyjafjöllum. í nær öilum tilvikum er þarna eingöngu um að raiða tún, sem ekki hafa verið beitt í vor og sumar en að eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, cr grasspretta almennt um land allt tveimur vikum seinni en í venjulegum árum. Óttar Geirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, sagði í gær, að grasvöxtur hefði að mestu stöðvast í nokkurn tíma en að visu tekið nokkurn kipp góðviðrisdagana tvo í þessari viku. Nú væri aftur spáð kólnandi veðri og því væri útlitið ckki alltof gott. stað í Eyjafirði en að undanförnu hefði hreinlega ekkert sprottið. Svipaða sögu er að segja annars staðar af landinu og almennt eins og áður sagði gert ráð fyrir að sláttur verði nú að öllu óbreyttu tveimur vikum seinna á ferðinni en í venjulegum árum. Sjónvarpið farið í frí í DAG er 1. júlí, sem þýðir að starfsfólk sjónvarpsins er kom- ið í sumarleyfi. Útsendingar sjónvarps verða því ekki aftur fyrr en 1. ágúst næstkomandi. Hjá Búnaðarsambandi Suður- lands fékk blaðið þær upplýsingar að einstaka bændur í Flóanum og undir Eyjafjöllum væru í þann veginn að byrja að slá tún, sem ekki hefðu verið beitt. Helst væru menn nú að slá í vothey auk þess, sem bændur í nágrenni Þorvalds- eyrar undir Eyjafjöllum eru byrj- aðir að slá þar fyrir grasköku- verkssmiðju, sem þar er. Þar sem tún hafa verið beitt og í uppsveit- um Árnessýslu er spretta mun seinni en í venjulegum árum. Og er vart talið að sláttur hefjist í uppsveitum Árnessýslu fyrr en um miðjan júlí og þá er einungis gert ráð fyrir að bændur geti byrjað að slá bestu bletti en almennt gæti sláttur dregist eitthvað lengur. Ráðunautar Búnaðarsambands Eyjafjarðar sögðu að einstaka bændur þar um slóðir væru byrjaðir að slá bletti, sem ekki hefðu verið beittir. Sláttur hæfist þó almennt ekki fyrr en í fyrsta lagi undir miðjan júlí og þá einungis eitthvað að ráði ef það færi að hlýna. Guðmundur Stein- þórsson ráðunautur sagði að spretta hefði farið ágætlega af Jón Símonarson bak- arameistari látinn JÓN Símonarson bakarameistari, sem í áratugi rak brauðgerðar hús að Bræðraborgarstíg 16 hér í borg, lézt í fyrradag rúmlega 85 ára að aldri. Jón var einn af stofnendum Bakarameistarafé- Iags Reykjavíkur, en aðeins einn stofnenda þess félags er nú enn á lífi. Ágúst Jóhannsson. Jón Símonarson fæddist í ívars- Er APN að brjóta lögin frá í vor? FRÉTTIR frá Sovétríkjunum koma enn út og nýlega hefur verið dreift 11. til 12. tölublaði, en eins og kunnugt er voru samþykkt á Alþingi í vor lög, sem hanna erlendum sendi- ráðum á íslandi að gefa út blöð og tímarit. Á forsíðu blaðsins segir að útgefandi sé María Þorsteinsdóttir eins og fyrr „í samvinnu við APN á íslandi" eins og segir. Lögin um bann við slíkri blaðaútgáfu voru gefin út í A deild Stjórnar- tíðinda hinn 6. júní síðast- liðinn. Sú nýlunda er á forsíðu blaðsins að þar er þess getið að áskriftarverð er 2.000 krónur á ári og hálft ár kostar 1.000 krónur. I lausasölu kostar blaðið 100 krónur. Textar og myndir eru frá APN-fréttaþjónustunni. Þá segir ennfremur að María Þorsteinsdóttir sé ritstjóri og ábyrgðarmaður — í samræmi við lög um prentrétt — „í samvinnu við Evgéni P. Barbukho". Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, kvað ráðuneytið enn ekki hafa tekið þetta mál upp og kvað hann ástæðuna m.a. vera þá, að dómsmálaráðherra hafi verið upptekinn vegna kosninganna. Hann kvað þó þetta mál verða tekið til athugunar strax eftir helgi. I sambandi við upplýsing- ar um verð blaðsins, kvað ráðuneytisstjórinn þurfa að fara fram könnun á því, hvort blaðið standi undir sér, hvort það selzt í því -magni, að ekki komi til fjárstyrkur frá þeim aðilum, sem getið er að eigi samvinnu við ritstjórann um útgáfu þess. Þá kvð hann ráðuneytið enn eiga eftir að setja reglur fyrir lögreglustjóra til þess að fylgj- ast með því að lögin frá í vor séu haldin. Árið 1921 kvæntist Jón Símon- arson Hannesínu Ágústu Sigurð- ardóttur, en hún lifir mann sinn. WSM- W m rSF &)IN $) vió m wf w vwhw VEHMHN im . w seli, vestast á Vesturgötunni í Reykjavík hinn 7. maí 1893 og var því rétt rúmlega 85 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Símon Ólafsson og kona hans Sesselja Jónsdóttir. Hann var eins og áður segir stofnandi Bakarameistarafé- lags Reykjavíkur, sat þar í stjórn og var heiðursfélagi félagsins. Fyrsta fyrirtæki Jóns var kondi- tori og veitingasala að Laugavegi 5, en 1919 stofnaði Jón ásamt Óskari Thorberg brauðgerð að Bræðraborgarstíg 16. Ráku þeir það um árabil undir nafninu Bakarí Jóns Símonarsonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.