Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978
7
I-
Tröllvaxiö
loforö —
dvergvaxnar
efndir
Meginloforð AIÞýðu-
bandalagsins fyrir borg-
arstjórnarkosningar var:
Samningana strax í gildi.
Því var heitið að tryggja
öllum fullar veröbætur á
laun frá 1. marz sl. Hjá
Reykjavíkurborg Þýddi
Þetta 1050 m. kr. út-
gjaldaauka 1978. Þetta
Þúsund milljóna kosn-
ingaloforð AlÞýðubanda-
lagsins var ær Þess og
kýr frá upphafi kosninga-
baráttunnar unz kjör-
fundi lauk. Þá féll tjaldið
á leiksviöi látaláta.
Þúsund milljóna króna
kosningaloforöió var
svikíð svo að segja sam-
dægurs og talið haföi
verið upp úr kjörkössun-
um. Enginn Dagsbrúnar-
maður og engin Sóknar-
kona fékk krónu uppbót
á dagkaup eða fasta-
kaup, skv. borgarstjórn-
arsamÞykkt vinstri meiri-
hlutans, umfram Það,
sem fráfarandi ríkisstjórn
hafði áður tryggt með
bráðabirgðalögunum. Hin
nýja samÞykkt náöi að-
eins til rúmlega 100 borg-
arstarfsmanna, hvað
fastakaupi viðvíkur, og
fól í sér um 300 m. kr.
efndir á 1050 m. kr.
loforði. 70% kosningalof-
orðsins var svikið — meö
bros á vör og rós í barmi.
Svikin heima-
tilbúin hjá
Alþýöubanda
lagi
Guörún Helgadóttir,
hinn mjúkmáli loforða-
smiður, gerði tilraun til
að koma Því inn hjá
BSRB-fólki, að efndir
kosningaloforðsins hefðu
strandað á samstarfs-
flokkunum í hinum nýja
meirihluta. Þessi drengi-
lega staðhæfing reyndist
ósönn. Borgarfulltrúar
AlÞýöu- og Framsóknar-
flokks kváðust hafa veriö
fúsir til aö fylgja fram
fullum verðbótum á laun,
ef AlÞýðubandalagið
hefði sýnt minnsta lit á
að standa viö stóru orðin.
Það var í AlÞýðubanda-
laginu sem málið strand-
aði. Sigurjón Pétursson
sagði einfaldlega að
greiðslugeta borgarsjóðs
leyföi ekki Þessi útgjöld,
Þ.e. efndir loforða.
í borgarstjórn sagði
Guðrún Helgadóttir rétt
og slétt, að hefði hún
ráöið ein myndu verð-
bætur greiddar að fullu.
Rúmlega 1000 milljónir af
skattpeningum borgar-
búa kallaði hún
„smápeninga". En hvað
sem Því peningamati líð-
ur færði Þetta stærsta
kosningamál hins nýja
meirihluta fólki heim
sanninn um samstöðuna
hjá glundroðaliðinu og
samhengið milli loforða
Þess og efnda. Sigurjón
Pétursson gerði kröfu til
aö koma fram viö veizlur
og hátíðlegheit, fyrir
hönd borgarinnar, Þótt
einhvern tíma takist að
ráöa nýjan borgarstjóra.
Kröfu um efndir loforða
við launafólk geröi hann
ekki.
AIÞýöubandalagið fékk
1850 færri atkvæði í al-
Þingiskosningunum en
borgarst jórnarkosningun -
um.
Esjan á sínum
staö en ekki
efndir eöa
Guömundur J.
Miklar jarðhræringar
urðu Þegar borgarfulltrú-
ar AlÞýðubandalags
reyndu að bola Guö-
mundi J. Guðmundssyni,
formanni Verkamanna-
sambandsins, úr hafnar-
stjórn Reykjavíkur, par
sem hann hefur átt sæti
um árabil. Guðmundur J.
gerði sér vonir um að
verða formaður hafnar-
stjórnar og mun hafa
rökstutt Þá von sína pann
veg, að höfnin væri
stærsti vinnustaður
verkamanna í borginni.
Þeim rökum var svarað af
borgarfulltrúum Alpýðu-
bandalagsins með Því að
færa Björgvin Guð-
mundssyni, borgarfull-
trúa krata, formennsku í
hafnarstjórninni, óum-
beöið af AlÞýðuflokki.
Borgarfulltrúar Alpýðu-
bandalags töldu sem sé
annað mikilvægara í
samningakrullinu um
skiptingu borgarkerfis-
kökunnar. Fulltrúar
„verkalýðsarmsins" eiga
víst ekki erindi í pað kerfi
fremur en í pingflokk
AlÞýöubandalagsins, Þar
sem 1/14 Þingliösins féll í
hans hlut.
Þaö hefur flest farið á
annan veg hjá hinum nýja
borgarstjórnarmeírihluta
en „vonglaðir" kjósendur
AIÞýðubandalagsins
bjuggust við. Þjóöviljinn
er Þó ekki aldeilis
ólukkulegur yfir árangr-
inum. Sjálfumgleðin svík-
ur sjaldan á peim bæ.
Blaðið færir lesendum
sínum Þær gleðifréttir í
leiðarafyrirsögn í gær að
„Esjan sé enn á sínum
stað“. Segi menn svo að
hinum nýja vinstri meiri-
hluta sé alls varnaðl
Esjan á sínum stað.
Hverju máli skiptir pá
Guðmundur J. og kosn-
ingaloforðin?
1 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fostudagur J0. júnl 1078 .
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Berg-
mann Ritstjórar. Kjartan ölafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Esjan er enn
á sínum stað
Nú er liðinn réttur mánuður siðan ihaldið missti meiri-
hluta sinn í Reykjavik. Ösigur íhaldsaflanna var naum-
jFieöáur
á inorgun
DÓMKRIKJAN,
Messa kl. 11 árd. Einsöngvara-
kórinn syngur, organisti Ólafur
Finnsson. Einnig syngur við
messuna Arhus Studiekor,
organisti Erik Haumann, söng-
stjóri Hans Chr. Magaard. Séra
Þórir Stephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL,
Guðsþjónusta í safnðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
BÚSTAÐAKIRKJA,
Messa kl. 11 árd. í umsjá séra
Sigurðar Hauks Guðjónssonar.
Organisti Guðni Þ. Guðmunds-
son. Safnaðarstjórnin.
FELLA OG HÓLAPRESTA-
KALL,
Guðsþjónusta í kapellunni að
Keilufelli 1 kl. 11 árd. Séra
Hreinn Hjartarson.
HÁTEIGSKIRKJA,
Messa kl. 11. Séra Arngrímur
Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA.
Messa kl. 11. Lesmessa n.k.
þriðjudag kl. 10:30 árd. Beðið
fyrir sjúkum. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson.
KÓPAVOGSKIRKJA,
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Árni Pálsson.
LANDSPÍTALINN,
Messa kl. 10 árd. Séra Karl
Sigurbjörnsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL,
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Árelíus
Níelsson. Vekjum athygli á því
að vegna mikilla framkvæmda
við kirkju og safnaðarheimili
falla messur niður fram í ágúst.
Þennan tíma sér sr. Sig. Haukur
Guðjónsson um guðsþjónustur í
Bústaðakirkju. Safnaðarstjórn-
in.
LAUGARNESKIRKJA,
Messa kl. 11. Séra Kristján
Valur Ingólfsson predikar.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA,
Engin guðsþjónusta n.k. sunnu-
dag vegna sumarferðar safnað-
arins. Safnaðarstjórnin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík,
Messa kl. 11 árd. Organisti
Sigurður ísólfsson. Séra Þor-
steinn Björnsson.
IIJÁLPRÆÐISHERINN,
Almenn samkoma kl. 20.30.
GUÐSPJALL DAGSINS. Matt. 5, Réttlæti Fariseanna.
LITUR DAGSINS, Grænn. — Litur vaxtar og þroska.
Dalla Þórðardóttir talar. Óskar
Jónsson brigadier.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti,
Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa
kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2
síðd. Alla virka daga er lág-
messa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síðd.
GRUND- elli og hjúkrunar-
heimili,
Messa kl. 10 árd. Séra Lárus
Halldórsson prédikar.
KAPELLA St. Jóseíssystra í
Garðabæ,
Hámessa kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði,
Messa kl. 2 síðd. Kristinn J.
Magnússon meðhjálpari lætur
af störfum. Síðasta messa fyrir
sumarleyfi. Séra Magnús Guð-
jónsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA,
Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA.
Messa kl. 10.30 árd. Síðasta
messa fyrir sumarleyfi sóknar-
prests. Séra Björn Jónsson.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
l»t Al'GLVSIR l'M AIJ.T I.AND ÞF.GAR
Þl’ Al'GI.VSIR I MORCl NRI.ADIM
UTIVISTARFERÐIR
w
Vestfirðingar - ferðafólk
Fagranesiö fer frá ísafiröi til Aöalvíkur og Hornvíkur
föstudagana 7. og 14. júlí kl. 15 og laugardag 22. júlí kl.
8.
Einsdagsferðir — vikudvalir — hálfur mánuður.
Á eigin vegum eöa í hópferöum meö fararstjóra.
Þátttakendur skrái sig hjá afgreiöslu Djúpbátsins ísafiröi eöa
Útivist, Reykjavík. Útivist.
Aóalfundur
Hallgrímssafnaðar í Reykjavík veröur í Hallgríms-
krikju fimmtudaginn 6. júlí n.k. kl. 20:30.
Dagskrá: venjuleg aöalfundarstörf.
Sóknarnefndin
KRAIN
v/Hlemmtorg
í dag
er réttur
dagsins
Westra
Pottur"
Pottþéttur pott-
réttur meö
steiktum kart-
öfl-
um og hrásalati.
Verö aöeins kr.
1.250.
Gróóurhúsió v/Sigtún simi 36770
Nýtt grænmeti dagiega,
tómatar, agúrkur, salat, steinselja, gul-
rætur, hvítkál o.fl. o.fl.
Ath. breyttan opnunartíma.
Opið kl. 9—21.
' V