Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 15
15 Framkvæmdir hraðfrystihúsa ’ 77-78 Hér fyrir neðan birtast tvær töflur úr nýútkominni skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins en þær sýna framkvæmdir og framkvæmdaáform hraðfrystihúsa 1977—1978 og er augljóst af þeim að framkvæmdaþörfin er mikil í þessari atvinnugrein um þessar mundir. Framkvœmdir og framkvœmdaáform hraðfrystihúsa 1977 Skipting eftir tegundum framkvœmda. Verðlag hvers árs í m.kr. 1978. Framkvœmt 1977 Framkvæmdaáform 1978 Landið allt Byggingar og umhverfi l.548.8 Vélar og tæki 1.154,0 Alls 2.702,8 Byggingar og umhverfi 2.393,9 Vélar og tæki 1.787,4 Alls 4.181,3 Suðurland 89,6 155,5 245,1 203,0 78,0 281,0 Reykjanes 141,8 188,8 330,6 285,8 382,2 668,0 Reykjavík 325,2 149,9 475,1 272,3 222,7 495,0 Vesturland 84,7 90,5 175,2 170,2 173,7 343,9 Vestfirðir 455,8 296,5 752,3 700,7 450,7 1.151,4 Norðurland vestra .. 113,8 52,8 166,6 198,0 220,5 418,5 (Norðurlar.d eystra . 154,8 117,6 272,4 195,5 66,0 261,5 Ai’sturland 183,1 102,4 285,5 368,4 193,6 562,0 Framkvœmdir og framkvæmdaáform hraðfrystihúsa 1977 - 1978. Skipting eftir verkunaraðferðum. Verðlag hvers árs í m.kr. Framkvæmt 1977 Framkvœmdaáform 1978 Söltun Skreiðarv. Alls Frvsting Söltun Skreiðarv. Alls í.andið allt 2.702,8 274,3 44,1 3.021,2 4.181,3 351,0 51,9 4.584,2 Suðurland 245,1 40,9 286,0 281,0 30,0 - 311,0 Reykjanes 330,6 13,5 7,5 351,6 668,0 17,8 1,7 687,5 Reykjavík 475.1 25.3 500,4 495,0 26,0 - - 521,0 Vesturland 175,2 7,0 - 182,2 343,9 17,5 - 361,4 Vestfirðir 752,3 15,2 3,1 770,6 1.151,4 38,7 35,0 1.225,1 Norðurland vestra 166,6 22,7 10,9 200,2 418,5 4,5 0,2 423,2 Norðurland eystra 272,4 126,9 13,5 412,8 261,5 109,0 15,0 385,5 Austurland 285,5 22,8 9,1 ■ 317,4 562,0 107,5 - 669,5 Ágúst Sigurðsson forstjóri, Stykkishólmi. Aukin fjölbreytni eykur at- vinnu öryggið SIGURÐUR Ágústsson h.f. í Stykkishólmi hefur um alllangt skeið framleitt skelfisk sem nær eingöngu fer til útflutnings og þykir þar lostæti á við humar og rækju. Ágúst Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Viðskiptasíðuna að framleiðslan hefði aukist verulega undanfarin ár og væri nú svo komið að 6 bátar lönduðu daglega um 40 tonnum til vinnslu hjá fyrirtækinu. Helztu sölumarkaðarnir eru Bandaríkin og Evrópa, aðallega Frakkland. Siguröur Ágústsson h.f. hefur einnig með höndum saltfiskverkun í Rifi og frystingu bolfiskafla í Stykkishólmi og sagði Ágúst að einn helzti kosturinn við skelfisk- vinnsluna væri hversu stöðug hún væri og yki þar með atvinnuörygg- ið en hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi pr. kr. 100.- miðað við innlausnar- verö Seðla- bankans 1967 2. flokkur. 2660.06 43.4% 1968 1. flokkur 2316.67 27.4% 1968 2. flokkur 2178.81 26.7% 1969 1. flokkur 1623.35 26.7% 1970 1. flokkur 1490.97 65.7% 1970 2. flokkur 1086.59 26.5% 1971 1. flokkur 1022.02 64.0% 1972 1. flokkur 891.01 26.4% 1972 2. flokkur 762.39 64.0% 1973 1. flokkur A 583.17 1973 2. flokkur 539.13 1974 1. flokkur 374.46 1975 1. flokkur 306.15 1975 2. flokkur 233.64 1976 1. flokkur 221.27 1976 2. flokkur 179.68 1977 1. flokkur 166.87 1977 2. flokkur 139.78 1978 1. flokkur 113.91 VEÐSKULDABRÉFX: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- x) Miðað er við auðseljanlega fasteígn. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1974 — D 388.22 (10% afföll) 1974 — E 274.73 (10% afföll) 1974 — F 274.73 (10% afföll) 1975 — G 171.57 (19.3% afföll) PMRPCninCARPClAG ÍllAADf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. Horft hátt og kafað djúpt Menntaskólanemendur láta öðru hverju til sín heyra í menningar- lífinu. Ég minni á bók þeirra, Nýr Grettir, sem kom út fyrir all- nokkrum árum og flutti skáldskap í léttum dúr. Mér er ekki grunlaust um að sú bók hafi haft nokkur áhrif og er slíkt vel af sér vikið af svo ungu fólki. Nú hefur mér borist í hendur lítið rit sem heitir De rerum natura — um náttúrlega hluti, eða bara um náttúruna, skulum við segja. Rit þetta er ekki í strangasta skilningi á sviði undirritaðs. En hvort tveggja er að ég hafði gaman af að lesa það og svo er alltaf skylt að vekja athygli á því sem ung't fólk leggur af mörkum þegar það vandar sig. Nógu margt er þögn og gleymsku undirorpið þó frumgróðri mennta- lífsins sé ekki umsvifalaust varpað í þá glatkistu. Heimspekingnum Kant þótti mest til um siðgæðisvitundina í brjósti sínu og alstirndan stjörnu- himin. Ef dæma skal af De rerum natura beina menntaskólanem- endur fyrst og fremst sjónum sínum að hinu síðarnefnda. Þeir hugsa hátt í bókstaflegasta skiln- ingi orðanna. Útþensla alheimsins eftir Ágúst Lúðvíksson, Er líf utan sólkerfisins? eftir Steinþór Skúlason, Frumefnin eftir Sæmund Þorsteinsson, Bakgeislun í geimnum eftir Kristin Andersen og Dulstirni eftir Skúla Sigurðsson eru allt ritgerðir um uppruna og eðli alheimsins. Ekki eru þessi fræði aiþýðlega fram sett og fyrir koma orð eins og »rauðvik« og »blávik« sem lítt tjóir að fletta upp í orðabókum. Þetta verður því ekki Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON lesið með neinum þotuhraða, þvert á móti verður sá, sem lítt er inni í þessum vísindum, að feta sig áfram eftir síðunum. Bendir líka hvort tveggja til — nafn rits og útgefanda — að hér sé ekki á ferðinni nein alþýðufræðsla i gömlum skilningi heldur sé hér verið að þjóna nútímavísindum á nútímahátt. Eigi að síður hygg ég að réttur og sléttur áhugamaður geti verið læs á þessar ritgerðir — undirritaður er í þeim hópi (það er að segja áhugamannahópnum) og þykist því geta trútt um talað. Hér er engin mælgi, ekkert þvarg, ekkert fjas, heldur haldið sér við efnið en þannig lít ég svo til að skrifa skuli um vísindaleg efni. Ennfremur geta höfundar um heimildir og hygg ég að ritgerðirn- ar séu heppileg æfing í vísindaleg- um vinnubrögðum. »Ef lögmálið er rangt, verðum við að byrja aftur á byrjuninni,« segir Ágúst Lúð- víksson. Það er víst mikið rétt. Undirstaða raunvísinda er hin sama og hugvísinda, leit að sannleikanum sem er þá jafnframt fólginn í að viðurkenna mistök og yfirsjónir. Já, þeir horfa hátt, ungu lærðu mennirnir, en þeir kafa líka djúpt. Leifturfiskar heitir t.d. forystu- ritgerð bókarinnar, höfundur Olafur Guðmundsson. Ekki mun tjóa að slá upp á því orði í orðabókum fremur en rauðviki og bláviki, enda segir Ólafur að »orðið leifturfiskur er nýyrði, sem var smíðað sérstaklega fyrir þessa grein. Orðið verður notað um þá fiska, sem á ensku nefnast Flashlight fishes, en svo eru þeir fiskar nefndir, sem hafa ljósfæri undir augunum.« Guðrún E. Baldvinsdóttir skrif- ar ritgerð sem hún nefnir Vöðvaorku. Guðrún skýrir vöðva- orkuna út frá efnafræðilegu sjón- armiði, upplýsir meðal annars hvaða efnasambönd koma fram við þjálfun og þreytu og svo framvegis. Jón Atli Benediktsson skrifar um fjarkönnun sem hann telur að nota megi »við að stjórna nýtingu auðlinda jarðarinnar«. Að lokum nefni ég svo ritgerð Jóns Atla Árnasonar, Ágrip af sögu íslenzkrar flóru. Jón Atli kemst næst því að skrifa aiþýðlega um viðfangsefni sitt, enda má segja að efnið sjálft gefi tilefni til þess. »Við landnám er sagt,« segir Jón Atli, »að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Könnun jurtaleifa bendir til þess að svo hafi verið, því að skógarleifar hafa fundizt yzt úti á annnesjum og allt upp í 600 m hæð.« Jón Atli segir að þetta hafi verið birkiskógur sem þegar um landnám hafi verið tekið að hnigna vegna kólnandi loftslags og hafi landnámið síðan hert enn meir á þeirri hnignun. Staðhæfing Jóns Atla er fróðleg með hliðsjón af skoðunum manna fyrr og síðar varðandi þennan fræga skóg »milli fjalls og fjöru«. Á nítjándu öld var þessu trúað bókstaflega eins og öðru sem í fornritunum stendur. Á fyrri hluta þessarar aldar komst í tísku að trúa helst engu sem í þeim stendur og fór skógurinn þá sömu leið og feðranna frægð. Menn bentu meðal annars á að Ari fróði hefði verið uppi aðeins tveim öldum eftir landnám og mætti ótrúlegt heita að skógur, sem klætt hefði landið gervallt við upphaf landnáms, hefði verið svo eyddur í tíð hans sjálfs sem álykta má af orðum hans. En nú eru ungir vísindamenn sem sagt komnir á þá skoðun að Ari fróði hafi farið furðunærri sannleikan- um — haft það heldur er sannara reynist! Ein grein er í ritinu hugvísinda- legs eðlis, þýdd, en þar eð mikið er um grísku í henni og kunnáttuna Framhald á bls. 22. Tónleikar Danskur útvarpskór AARHUS STUDIEKOR ÁSAMT HLJÓMSVEIT, HELDUR TVENNA TÓN- LEIKA í Reykjavík: 1. í Fríkirkjunni sunnud. 2. júlí kl. 20.30. 2. í Norræna húsinu mánud. 3. júlí kl. 20.30. Stjórnandi: Hans Chr. Magaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.