Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 Olafur Friðriksson bóndi á Jaðri - Minning Við, sem fylgzt höfum með dauðastríði Olafs frá Jaðri, getum nú fagnað því að hin langa þraut er liðin og allt er orðið hljótt. Dauðinn er ekki alltaf harmsefni, allra sízt er aldurhniginn á í hlut og löng sjúkdómsþraut að baki. Allt frá því um þetta leyti fyrir ári lá Ólafur rúmfastur á Selfossspít- ala og gat sig hvergi hrært. Þeir sem til þekktu bjuggust við umskiptunum löngu fyrr. En hjarta hins 85 ára manns var ótrúlega sterkt. Hann kvaddi þetta jarðlíf er sól rís hæst á norður- hveli. Nóttina eftir 21. júní hætti hjartað að slá, hjartað sem slegið hafði í brjósti hans frá því nokkru fyrir síðustu aldamót. Það er nokkuð langur tími. Og vitanlega hafa skipzt á skin og skúrir. En mér er nær að halda að birtan hafi verið dimmunni ríkari í lífi hans, það gerði skapið sem engin styrj- öld fylgdi. Ólafur Friðriksson var fæddur 17. nóvember 1892 í Hávarðarkoti í Þykkvabæ. Voru foreldrar hans Málfríður Ólafsdóttir (d. 1943) og Friðrik Egilsson. Bjuggu þau lengst af sínum búskap í Miðkoti. Urðu bæði öldruð, sérstaklega Friðrik, sem varð tæplega 99 ára, d. 1960. Minnist ég gamla manns- ins vel. Hann hafði fótavist fram undir það síðasta. Lézt af afleið- ingum slyss. Auk Ólafs, sem hér er minnzt, eignuðust þau Friðrik og Málfríð- ur eftirtalin börn er komust tíl fullorðinsára: Friðrik kaupmann í Miðkoti, er andaðist í marz 1970, tæpl. 76 ára, Egil bónda í Skarði í Þykkvabæ, f. 1901, Margréti fyrrum hús- freyju í Seli í Holtum, nú vistkonu í Hátúni í Reykjavík, f. 1898, Friðsemd frú í Miðkoti, f. 1909. Hinn 2. júlí 1916 kvæntist Ólafur Guðríði Þórðardóttur frá Jaðri. Hún var fædd árið 1891 og + Eigínkona mín og móöir okkar, SESSELJA SÍMONARDÓTTIR, Smáratúni 12, Saltosai, ansaöist á sjúkrahúsi Selfoss 29. júní. Siguröur Grímason og bömin. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jaöarfarar, AOALHEIDAR SIGURÐARDÓTTUR, Snorrabraut 40. Jóhanna Siguröardóttir, Svanhildur Árnadóttir. + bökkum innilega samúö og hlýhug vegna fráfalls eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR TEITSDÓTTUR, fyrrverandi Ijóamóöur, frá Kringlu. andaöist á sjúkrahúsi Selfoss 29. júní. s Árni Krietóferaeon og fjölakylda. Alúöar pakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, ÞORSTEINS AXELS TRYGGVASONAR Dagmar Sveinsdóttir, Siguröur Tryggvaaon, Unnur Jóhannsdóttir, Svavar Tryggvaaon, Sveinbjörg Tryggvason, Valdimar Tryggvaaon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Vilborg Tryggvadóttir, Pátur Þorateinsaon, Kriatbjörg Tryggvadóttir, Sæmundur Jónsson. + Innilegar þakkir færum viö öllum, er sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jaöarfarar móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR, SnaateHi, Reyöarfíröi. Blómey Stetánadóttir, Óskar Magnússon, Guórióur Stefánadóttir, Gíali Blómkvist, Bjarni Jón Stefánsaon, Pálína Stefánsdóttir, Sígurjón Scheving, Ragna Þ. Stefánadóttir, Vigfús Siguröason, Gunnar Stefánaaon, Áaa Jóhannsdóttir, Helga V. Frana, Kristín Stetánadóttir, Gústal Sigurjónsaon, Guöný Stefánadóttir, Ólafur Þorateinaaon, barnabörn og barnabarnabörn. lézt sumarið 1965 eftir langa vanheilsu. Þeim varð fjögurra barna auðið. Skulu þau hér talin: Lára, f. 1916, andaðist aðeins fjögurra mánaða gömul. Isafold, f. 1918. Vann á heimili foreldra sinna og annaðist um föður sinn eftir lát móður sinnar og bróður af fórnarlund og kær- leika heima, eða allt fram undir það að hann varð að fara á sjúkrahús. Þóra, f. 1922, ekkja eftir Ölver Fannberg. Hann andaðist í nóv. 1976 og var hanns minnzt þá bæði í Morgunblaðinu, Tímanum og Sjómannablaðinu Víkingi. Hún tók föður sinn um skeið heim til sín í Reykjavík og hlúði að honum af mikilli umhyggjusemi. Kristinn, f. 1923, lézt af afleið- ingum slyss á afmælisdegi föður síns 1963, aðeins fetugur að aldri. Hann var dugnaðarmaður og vildi hvers manns vanda leysa. Var að honum mikill mannskaði. Þau Ólafur og Guðríður hófu búskap í Miðkoti, en fluttust að Bala í sömu sveit 1919. Bjuggu þar í tvö ár. Þaðan var síðan flutt að Húnakoti, sem er næsti bær. Þar er svo búið til ársins 1943, að flutt er að Jaðri í Hábæjarhverfi. Þar er byggðin þéttust í Þykkvabæn- um og myndar nokkurs konar þorp, sem talið er vera hið elzta í þessu landi í sveit, sbr. bók Árna Óla: Þúsund ára sveitaþorp. Að Jaðri búnaðist þeim vel. Isafold og Kristinn unnu að búskapnum með foreldrum sínum. Þóra giftist og bjó í Reykjavík, þar til skömmu eftir lát bróður síns, að hún fluttist austur í Þykkvabæ ásamt manni og ungum syni. Tóku þau við búi á móti Ólafi og ísafold og vegnaði vel. En þegar Ölver missti heilsuna urðu þau að selja sinn hlut og flytjast til Reykjavíkur. Ekki var það sársaukalaust. En lífið er gáta leyst á margan hátt, hlæja og gráta hefur skipzt á þrátt, svo að vitnað sé til spaklegs ljóðmælis. Ólafur á Jaðri var einn þeirra manna sem gott er að minnast. Á seinni árum eftir að lífsönnin var orðin skapleg var hann tíður gestur á heimilum í Þykkvabæ. Liðu sjaldan margir dagar þar til hann birtist á ný, ætíð hýr í skapi og með bros á vör. Gaman hans var ætíð græskulaust. Hygg ég að hann hafi enga óvildarmenn átt. Hann tróð ekki niður skóinn á öðrum. Ólafur bjó miðsvæðis í þéttbýli staðarins. Oft bar það við, er ókunnuga ferðamenn bar að garði þar, að Ólafur vísaði þeim veg um þorpið. Hann var greiðvik- inn og hjálpsamur svo sem bezt má verða. Oft kom Ólafur á heimili okkar hjóna í Þykkvabæ fyrr á tíð. Hann var heimilisvinur. Það var hann reyndar annars staðar, eins og áður var getið. Og þegar nöfn nánustu ættmenna okkar hjóna voru til þurrðar gengin til að tengjast við börn okkar, varð nafn Ólafs fyrir valinu. Það fannst okkur vel við eiga, og sýnir það svo að ekki verður um villzt, hvaða hug við bárum til gamla mannsins. Veit ég og að honum þótti vænt um þetta. Já, oft kom Ólafur. Hann átti sitt fasta sæti við eldhúsborð- ið. Og þó að viðstaðan væri allajafna fremur stutt, skildi hún eftir hlýju og þægilegheit. Margt erindið bjó ég til um Olaf, eins og raunar um fleiri Þykkbæinga, græskulaust gamanmál jafna. Mér finnst eftirfarandi vísa segja nokkuð, þó að málið sé einfalt: Og Óli á Jaðri er einn aldinn heiðursmaður, í öllum eldhúsum og ætíð hress og glaður. Mér þykir vænt um að fá að skrifa þessi minningarorð um Ólaf frá Jaðri. Og það er áreiðanlegt, að kynni við gott fólk eru mesta gæfan á lífsleiðinni, enda vara þau út yfir gröf og dauða. Um leið og Ólafur frá Jaðri er kvaddur hinztu kveðju með þökk fyrir allt, vottast aðstandendum hans einlæg hluttekning okkar hjónanna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. . Auðunn Bragi Sveinsson. Brœðraminning: JÓNAS BJÖRGVIN ANTONSSON OG EGILL ANTONSSON Fæddur 22. des. 1959. Dáinn 28. júlí 1975. Fa'ddur 3. maí, 1962. Dáinn 17. júní. 1978. Varla hefði það hvarflað að okkur, er við stóðum við opna gröf sonarsonar okkar, Jónasar Björg- vins, fyrir tæpum þremur árum og alls ekki órað fyrir laugardags- morguninn 17. júní síðastliðinn er við gengum inn í Akureyrarkirkju rúmlega hálf tíu fyrir hádegi til að vera viðstödd útskrift yngstu dóttur okkar úr Menntaskólanum á Akureyri, að það beið okkar sú frétt að sonarsonar okkar, Egils, bróður Jónasar Björgvins, væri saknað. Það hafði frést, að hann ásamt þremur félögum sínum hefði sést fara á báti frá Dalvík til Hríseyjar. Okkur var það óskiljan- legt að eitthvað hefði komið fyrir í svo góðu veðri, en raunin var nú önnur. Við höfðum mælt okkur mót öll fjölskyldan í kvöldverð á Hótel K.E.A. um kvöldið til að gleðjast með hinni ungu stúdínu, einnig voru ýmis merkisafmæli í fjölskyldunni á árinu. En á skammri stundu skipast veður í lofti er fréttir bárust svo óblíðar og breyttist gleðistund í ör- væntingarbið, óvissu, en þó von. Það var því dapur hópur á K.E.A. um kvöldið og þrír stólar stóðu auðir við eitt borðið. Það var hringt eftir fréttum með stuttu millibili, en ekkert svar fékkst og kvöldið leið í óvissu. Bræður Antons og tveir systursynir fóru til Dalvíkur til að taka þátt í leitinni, en við hin héldum austur að Illugastöðum þar sem átti að dvelja, sumir yfir helgina og aðrir lengur. Börnunum var komið í ró, en aðrir vöktu og biðu. Er við hjónin, ásamt yngstu dóttur okkar og tengdasyni, komum til Dalvíkur seinnipart sunnudgs var hinn nöturlegi sannleikur orðinn ljós, farið var að reka úr bátnum og þá vissum við að aftur hafði verið höggvið á streng og aftur var næstum aleiga þeirra hjónanna Höllu Jónasdóttur og Antons Angantýssonar tekin, en Guð er þó góður þrátt fyrir allt því að 6. janúar í vetur fæddist þeim hjónum sonur sem ber nú nafn eldri bróður sins og er hann nú eina huggun þeirra í hrikalegum hramleik og sorg ásamt einlægri trú þeirra hjóna. Þeir deyja ungir, sem Guðirnir eiska og við verðum að trúa því að svo sé. Jónas Björgvin var vel af Guði gerður, gæfur í lund, algjört prúðmenni, listrænn svo af bar. Hann hafði um vorið lokið lands- prófi, sem opnaði honum leiðir til allra átta og hefði hann lifað þá hefði margur gengið ríkari um garð, það er okkar trú. Hann var listrænn svo af bar, prýðismálari og músikin átti stóran hluta í lífi hans svo eitthvað sé nefnt. Brosið var svo blítt og svipurinn hreinn, hann var vinur í raun, alger fyrirmynd ungs fólks. Hann gekk hægt um allar dyr, svo hæverskur var hann í allri umgengni að af bar. Á heimili okkar var hann á sínum yngri árum og vissum við aldrei af honum. Glettinn var hann og glaður í lund, spaugsamur en ætíð græskulaus í gamni. Við sjáum mikið eftir þessum elskulega dreng sem svo miklar vonir voru bundnar við, og trúum því að hann lifi á öðru tilverustigi og Egill og vinir hans hafi mætt þar vini í varpa með opinn faðm, sem greiðir götu þeirra í ókunna landinu helga. Egill var fjörmikill drengur, ærslabelgur á stundum. Hann var vel greindur piltur, músikalskur svo af bar og var af mörgum talinn undrabarn á tónlistarsviðinu. Hann var löngu farinn að spila í hljómsveitum, tók reyndar pláss bróður síns í þeirri hljómsveit sem hann var í er hann lést, einnig skemmti hann oft á skemmtunum og það fyrir innan fermingu. Hann var einnig hér hjá okkur lítill hnokki, hýr á brá, glettinn og kær, vinmargur eins og bróðir hans, elskulegur í viðmóti og einlægur öllu. Þeir voru í mörgu líkir bræðurnir, þó ólíkir eins og það á að vera. Sumir vilja fara eigin leiðir, aðrir alfaraveg. Litli bróðir- inn sem eftir lifir myndi sakna Egils ef hann hefði vit á. Oft lyfti hann litlum dreng og var að byrja að lofa honum að spila á orgelið hjá sér og sá litli ræskti sig þegar Egill var inni til að vekja á sér athygli. Þetta gerðu ekki allir 16 ára piltar og þó þá langaði til þess myndu þeir ekki þora að tjá sig þar um, svo mikið átti hann til þessi elskulegi sonarsonur. Ástvinir allar kveðja þá báða með hjartans þökk fyrir samver- una alla tíð og fela þá algóðum Guði og biðja hann að geyma þá, og geyma þá vel, og elsku Halla og Toni — megi góður Guð vernda ykkur og styrkja í þessari miklu reynslu og harmi. Algóðan Guð biðjum við að blessa litla Jónas Björgvin, vernda hann og vaka yfir honum um alla framtíð. Við trúum því að líf sé eftir þetta líf og þar lifi sveinarnir ungu. „Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær aílt, hvað fyrir eri grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt.“ (Il.P.) Amma og afi á Hólmagrund. AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.