Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JULI 1978 bað varð ekkert úr ökuferð frönsku Cimmarrobræðranna yfir Þini'holtinu. En hér æfa þeir atriði sitt í Höllinni. Fylgzt með æfingum og undir- búningi í__ fiölleika- húsi Gerry Cottle í Lauqar- dalshöll „ALLT í EINNIBENDU" í Laugardalshöll var allt á öörum endanum. íslenzkir skátastrákar og þaulvanir menn frá fjarlægum lönd- um prfluðu upp og niður veggina, héngu niður úr loftinu og þutu fram og aftur um gólfið. Stundum stigu þeir á blauta málninguna hjá fakírnum A1 Hakim, sem bjástraði við að mála stóra stjörnu í miðjan hringinn með vindling í munninum. Sterkasti maður heims kom hlaupandi niður af sviðinu með tröppur, og undir öllu þessu dundi skrautleg tón- list frá hljómsveitinni á sviðinu. „Það er svakalegt, að ætla sér að koma þessu öllu upp á einum sólarhring," stundi Þorsteinn Sigurðsson frá BÍS, en hann er fram- kvæmdastjóri sýningar- innar. Hann bætti því þó við, að það virtist samt ætla að takast. Þorsteinn sagði að „Hvar eru fossarnir ykkar?” „BENKARMI TROUP“ nefnist eitt loftfimleika- atriðið, en um það sjá nokkrir piltar frá Marokkó. Að sögn fyrirliðans eiga þeir allir rætur sínar að rekja til sirkusfjölskyldna og hafa þeir verið alla ævi í þessu. — Mér líkar þetta starf mjög vel. Stundum er mikil vinna og stundum ekki og þá hvílir maður sig. „Hvar eru fossarnir ykkar?" kallar annar með- limur Benkarmi Troup. „Mig langar til þess að fara þangað og taka myndir." — Forfeður mínir komu hingað til lands fyrir langa löngu og rændu fólki og fóru með það með sér til baka, svo kannski er smáhluti af mér íslenskur! Hver veit? það hefðu aðeins verið ýmsir smáhlutir sem gleymdust í Englandi sem hefðu valdið einhverjum vandræðum. Þó hefði einhver skollinn komizt í bifhjól þeirra Cimarrobræðra sem þeir nota til skotferða uppi í háloftunum, og því hefði orðið að fá viðgerðarmann í skyndi til að fara upp að línunni og gera við hjólið. Sá kvaðst aldrei hafa unnið við aðrar eins aðstæður. Þó að allir legðust á eitt var þó enginn eins önnum kafinn og eigandinn, Gerry Cottle. Hann hljóp fram og aftur um gólf hallarinnar, „Forfedur mínir komu fram fyrir George III” EINNaf trúðunum í sirkusinum er Jimmy Scott. Hann byrjaði 12 ára sam atvinnumaður í sirkus og í ár á hann 50 ára sirkusaf- mæli, og ósk- um við hon- um til ham- ingju með það. Scott er því orðinn 62 ára, þótt ótrúlegt sé. — ÉG er fæddur og uppalinn í sirkus og telst 5. ættliður í gamalli og merkri sirkus- fjölskyldu. Forfeður mínir komu fram fyrir George III konung, en sjálfur hef ég sýntí Buckingham- Buck og var drottningin þá meðal áhorf- enda. — Sirkusvinna er ágæt á meðan maður. getur starfað, en þegar maður eldist eru aðeins ellilaunin til að lifa af, nema tekist hafi að spara eitthvað. Það eru engir líf- eyrissjóðir eða svoleiðis hjá sirkusfólki. — Ég hef lifað prýði- legu lífi og fengið tæki- færi til að ferðast mikið og sjá mig um í heiminum. Einnig gefst manni tæki- færi að um- gangast alls konar fólk í þessu starfi og það hefur alltaf freistað mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.