Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 Mynd af harninu tekin cftir að aukahöfuðið var fjarlæ>ft. Aukahöfuð numið brott afungbarni í ÍSRAELSKA hlaðinu Jerusal- em Post segir frá því fyrir örfáum dögum að þar hafi verið gerður uppskurður á nýfa ddu harni á Ramhasjúkra- húsinu í Ilaifa og fjarlæKt af harninu aukahöfuð sem það var fætt með. Að flestu öðru lcyti var barnið heilbrigðt. Læknar telja að líkur séu á því að barnið lifi <>g hafðist það eðlilesa við þe>?ar síðast frétt- ist. Einnig fjarlægðu skurðlækn- ar aukahönd og fingur sem var á brjósti barnsins. En auka- höfuðið var einnig áfast við brjóst barnsins. Þetta er mjög sérstætt mál en læknar segja að þetta eigi ekkert skylt við Símastvíburamál sem iðulega koma upp. Barnið hefur eitt hjarta, einn maga og öll líffæri eru aðeins fyrir einn einstakl- ing. Þessir líkamshlutar hljóta því að hafa verið af fóstri, sem hefur stöðvazt í þroska á meðgöngutímanum. Barnið vegur sem stendur um 3.8 kg. Móðir þess er 25 ára og er þetta annað barn hennar. Líðan móður er mjög eðlileg. Fréttaritarar koma fyrir rétt í Moskvu Moskvu 30. júní — AP. TVEIR bandarískir fréttaritarar, scm hafa verið ákærðir fyrir rógskrif, Craig R. Whitney frá New York Timcs og Ilarold D. Piper frá Iialtimore Sun, lýstu því yfir í dag að þeir stæðu við þær fréttir sem þeir hefðu skrifað og kváðust íhuga þann möguleika að taka ekki þátt í réttarhöldunum gegn þeim vegna þess að þau væru af pólitískum toga. Fréttamennirnir mættu fyrir borgarréttinum í Moskvu eins og þeim hafði verið skipað og afhentu dómsforseta sína yfirlýsinguna hvor. Þær voru na^stum því samhljóða og i þeim sagðii „Ég starfaði samkvæmt þeirri sovézku venju að fréttaskeyti sem eru send úr landi séu ekki ritskoðuð og held því fram að ég hafi starfað innan ramma starsskyldna minna og sýnt sanngirni bæði heimildarmönnum mínum og yfirvöldunum.“ Jafnframt sakaði sovézkt blað fréttaritara sjónvarpsfyrirtækis- ins ABC, Charles Bierbauer, um að reyna að trufla nýlega ferð hnefa- leikakappans Muhameðs Alis til Sovétríkjanna með því að spyrja „ögrandi spurninga." Margar spurningar, sem Bierbauer lagði fyrir Ali, fjölluðu um það hvort múhameðstrúarmenn í sovézku Mið-Asíu, þar sem Ali heimsótti margar moskur og talaði við marga múhameðsleiðtoga, hefðu rétt til trúariðkana. Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Malcolm Toon, sagði bandarískum fréttamönnum að ráðstafanir sovézkra yfirvalda virtust beinast gegn skrifum þeirra um andófsmenn fyrr og síðar. „Þeir eru greinilega að reyna að koma ykkur í skilning um að þið eigið það á hættu að verða Framhald á bls. 20 Stjórn S-Yemens formlega sökuð um morðið á Ghasmi Beirut, 30. júní, AP. NORÐUR-Yemenar haía nú formlega ásakað kommúníska nágranna sína í Suður-Yemen um að hafa staðið á bak við morð forseta Jieirra Ahemd al Ghasmi á laugardag, að sögn suður-yemenska ríkisútvarpsins. Asökunin kom að lokinni rannsókn yfirvalda á atburðinum og fylgdu henni þau orð að morðið hafi verið framið af „dæmalausum ruddaskap14. í frétt útvarpsins sagði að dómsmálaráðherra landsins hefði sjálfur staðið fyrir rannsókninni og myndi hann leggja skýrslu sína fyrir skyndifund Arababandalags- þjóðanna, sem kallaður hefur verið saman í Kairó á laugardag. Sautján Arabaþjóðir hafa fallizt á að sækja fundinn, sem kallaður er saman að beiðni Norður-Yemena. Það kom fram í frétt út- varpsins að þetta væri senni- lega í fyrsta skipti í sögunni að ríkisstjórn nokkurs lands gerði út sérstakan sendimann með sprengju í kofforti sínu til að myrða forseta annars ríkis. Útvarpið rakti síðan rás atburða nokkuð í sambandi við morðið. Þar kom fram að á föstudagskvöld hefði verið hringt í forsetahöll Ghasmis forseta í Sanaa frá Aden og skýrt frá því að 20 manna sendinefnd Norður-Yemena myndi koma til Sanaa daginn eftir og æskti sérstakur erind- reki að fá að ganga á fund forsetans með lista yfir nöfn og „mikilvæg skilaboð". Erind- reki þessi fór frá Aden á laugardagsmorgun í flugvél og fylgdi innanríkismálaráðherra landsins, Mohammed Mosleh, honum til flugvallarins. Við komuna til Sanaa tóku tveir aðstoðarmenn Ghasmis við sendimanninum og óku með honum beint til forsetans í yfirstöðvum hersins. Ekki voru liðnar nema tvær mínútur er sprenging gall við. Embættis- menn og hermenn þustu inn í skrifstofuna og komu að for- setanum helsærðum í blóði sínu. Lézt hann skömmu síðar á sjúkrahúsi hersins. Sjálfur erindrekinn sprakk í tætiur. Stjórnvöld í Sanaa sökuðu forseta Suður-Yemen í fyrstu um að hafa sjálfur lagt á ráðin um morðið en eftir að for- setinn, Salem Robaye Ali, var tekinn af lífi að skipun sovét- dindla í stjórn landsins hvarf hún frá því og skellti skuldinni í staðinn á „stjórnarklíkuna í Aden“. Stjórn Suður-Yemen hefur vísað ásökuninni á bug. Brezhnev hlýr vid Ali í Moskvu MUHAMMED Alí fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt var um miðjan júnímánuð á ferð í Sovétríkjunum í boði stjórnarinnar. Alí er fyrsti bandaríski íþróttamaðurinn sem Leonid Brezhnev tekur á móti í eigin persónu, en þegar þeir hittust föðmuðust þeir og Alí smellti kossi á kinn forseta og aðalritara kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna í Kreml 19. júní. tækifæri að „hinn rólegi og að verða friðarsendiherra Bandaríkjunum. „Það er erfitt að trúa því að hann sé stríðsæsingamaður. Hann ræddi einungis um frið og um ást á mannkyninu. Hann gerði mig að óopinberum friðar- sendiherra sínum svo þið skuluð ekki verða undrandi þó þið hittið mig fyrir í Hvíta húsinu", sagði Alí á blaðamannafundi eftir mót sitt við Brezhnev. Hann sagði jafnframt að hann hefði látið þau orð falla við forsetann að sovéska þjóðin væri eins mannleg og elskuleg og aðrar þjóðir hér á jarðríki. Ennfremur að Carter forseti og Muhammed Alí í æfingahlaupi á leið inn á Rauða torgið í Moskvu 13. júní s.l. Alí lét þau orð falla við það mildi forseti hefði boðið sér sinn í heimalandi sínu ríkisstjórn hans vildi ekki að friður þjóðanna yrði rofinn. „Löndin okkar eru of falleg til að eyðileggjast af sj>rengjum og öðrum vítisvélum. Eg hafði áður áhyggjur af því að Rússar myndu ráðast á Bandaríkin, en nú er ég sannfærður um að það verður ekkert stríð því Banda- ríkjamenn eru það vitrir og ég veit það nú að sovéska þjóðin hefur einnig vitrum mönnum á að skipa í þjóðarforystunni.“ Muhammed Alí dvaldi í 12 daga í Rússlandi í boði ríkis- stjórnarinnar og átti 35 mínútna fund með Brezhnev. Áður hefur hann setið boð hjá Carter Bandaríkjaforseta og hjá Elízabetu Englandsdrottningu. Undir hvaða flaggi teflir Korchnoi? VOPNAÐUR fjórum flöggum hygg.st Viktor Korchnoi heyja haráttu sína við Anatoly Karp- ov um heimsmeistaratitilinn í skák, en keppnin hefst 17. þessa mánaðar. Búizt er við að keppnin verði mikið taugastrfð og sá muni vinna, sem betur er á sig kominn á taugum. Að sögn skáksambands Filippseyja, en þar fer heims- meistaraeinvígi þeirra Karpovs og Korchnois fram, hefur Korchnoi komið með fjórar tillögur að flöggum, sem hann hyggst tefla undir í einvíginu. Korchnoi er, eins og kunnugt er, landflótta Sovétmaður og hefur því ekki rétt til að tefla undir fána Sovétríkjanna. Tillögurnar fjórar, sem Korchnoi hefur komið fram með, eru þessar: Svissneski fáninn, hvítt flagg sem orðið landlaus er letrarð á, flagg svissneska bæjarins Wohlen, en þar býr Korchnoi nú og sovézki fáninn, sem á er letrað orðið landlaus. Sovézk yfirvöld hafa enn ekki látið í ljós neina skoðun á fánamálum Korchnois, en fast- lega er búizt við að þau rieiti að leyfa hónum að keppa undir flaggi Sovétríkjanna og undir flaggi Sviss. Er gert ráð fyrir að langar og strangar samninga- viðræður eigi eftir að fara fram áður en fánamálið kemst í höfn. En Korchnoi virðist nú þegar hafa tapað fyrstu orrustunni í viðureign sinni við Karpov og Sovétstjórn. Hann æskti þess að hver skák hæfist klukkan þrjú síðdegis, í stað fimm eins og ákveðið hafði verið. Eftir nokk- urn tíma barst síðan skeyti frá Karpov, þár sem sagði að hann Korchnoi hefði í hyggju að tefla sam- kvæmt fyrir fram ákveðnum reglum, sem þýðir að ekki verður byrjað að tefla fyrr en klukkan fimm síðdegis. Mólúkkar dæmdir Assen, Hollandi 30. maí. AP. IIOLLENZKIR dómstólar kváðu í dag upp dóm yfir Suður Mólúkkunum þremur, sem í marz tóku 70 manns í gíslingu og héldu þeim í tvo daga í héraðsstjórnarhúsinu í Assen. Illutu þrcmenningarnir 15 ára fangelsi hver fyrir morð á cinum gíslanna og fyrir að halda fólki með vopnavaidi í gislingu. Fyrir tveimur vikum krafðist ríkissaksóknari þess að tveir hryðjuverkamannanna, Frans Leatemia og Henk Helaha, hlytu 18 ára dóm og að sá þriðji Eli Kakisina fengi 15 ára fangelsi. Sagði saksóknarinn að Leatemia og Helaha hefðu skipulagt hryðju- verkið og ættu þeir því að fá lengri fangelsisdóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.