Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 17 ADVERTISIMDfT I HELP STOP THE WHALE KILLERS! Come to Whale Day ’78 Tomorrow, Sunday, June 25th, lpm to 5pm Jubilee Gardens, South Bank, Near Westminster Bridge (Waterloo Tube) A d»y lo celebratc ihe beleaguered whalcs and protesl ugainsl Iheir killing. fcaiunng performance> b> Mike Oldfield. in his firsl public appeurance in three years: Spikc Milliean. and Richard Qum. who will sing 'Thc Lasl LevialhanAlso other performances. theatre. displáys, aeriaUexhibilions and a children's fair. For furiher informaiion call Malcolm Stcrn at Friends of the Earth, 01-434 1684. The International Whaling Commission meets in London for a weck beginnmg Monday. 36th June at the Mount Royal Hotcl. Marble Arch. Commissioners from 17 nations will be prcsent to \ote on propo>als for a moratorium on commercial whaling. Come to show >oi support for the moratorium at 9 am Monday in front of the Mount Royal Hotel. Rcad this exposé bv Brian Jnckman of Thc Sunday Times of June 18th. 1978. Only a moratorium on whaling can prevent the cxtinction of the Graat W hales. RUSSIAN WHALERS hav« ilauchiercd nwly 2.000 more whales ihis year ihan ihetr iaiernaboul quou allowa accordmn Russian accuses Soviet whalers whalct. The killt daimed by the Japanetc tupervited Ruttiane and ihe i<u»ian-tupcrvited Japanete aoul only 10,102 whalet. ,3T;„ animel. and femalet. youna Scienii.it r m Mav 2 3 on ihe way horoe io Japan—hoih |\VC mcmbert—and ihe only VioUuont o( ihe kind which tl k Sea'bate »1 Odevu way a clieckii: kept on iheir .hipt it by unknown Ruuian allefet would pui y •‘nr- rmharra.t Ihc e.thanca o( .h«»- tiiant on n,nr* presture on ihe » Hvalvemdarmenn skora á almenning ÁÐUR en alþjóðlega hvalveiði- ráðstef nan hófst í London þann 26. júní virtist heldur hlása í hclg hvalverndarmanna um heim allan og mátti minnsta kosti ráða af brezkum blöðum að nú ætti að láta til skarar skríða. Sem dæmi um þetta má benda á þrjár auglýsingar verndunar- manna, sem birtust í brezka blaðinu „The Times“ í vikunni áður en ráðstefnan hófst. I einni þeirra, sem birtist hér og spannar hálfa síðu í „The Times“, er t.d. skorað á menn að leggja sitt af mörkum til að stöðva hvaldráparana. I annarri kemur fram að af þeim 17 þjóðum, sem enn eiga aðild að Alþjóðlega hvalveiðiráðinu, stundi sjö ennþá hvalveiðar í auðgunarskyni. Eru Islendingar nefndir í hóp þessara þjóða auk Ástralíumanna, Dana, Japana, Norðmanna, Sovétmanna og Brasilíumanna. Hvers vegna er verið að drepa þessar vesalings skepnur? er spurt. Til að gera minkafæðu, áburð, varalit, smjörlíki og smurolíu. Jafnvel í Japan, þar sem hvalir eru notaðir til fæðu, fær þjóðin minna en 1% af eggjahvítuefnum sínum úr hval- kjöti. Menn eru síðan hvattir til að leggjast á eitt og senda fjárframlög til samtaka, sem nefna sig „Friend of the Earth“ eða „Vini jarðarinnar". „Hvalir geta ekki talað" segir í einni auglýsingunni. „En við getum talað fyrir þá. Aðeins stór og vel skipulagður hópur áhugamanna getur knúið Álþjóðlega hval- veiðiráðið til að gefa hagsmun- um hvalanna meiri gaum en hvalafangaranna". Myrti kona Aldo Moro? Róm 30. júní — AP. ÍTÖLSK dagblöð skýrðu frá því í dag að við rannsóknir heíði komið fram að sennilega hefði koná skotið Aldo Moro til bana og að þessi sama kona hafi haft fremur óstyrka hönd. J>á eiga rannsóknir að hafa leitt í ljós að tíu sinnum hafi verið skotið í Moro úr tékk- neskri skammbyssu af Skorpion gerð og einu sinni úr annarri skammbyssu. Er leitt líkum að því að það- skot hafi verið náðarskotið. Þá skýra dagblöð frá þvi að það sé skoðun lögreglunnar að Moro hafi verið myrtur í Renault 4 bifreiðinni, sem lík hans fannst í 9. maí. Afvopnunarmál í nýjum farvegi? S.Þ. 30. júní. AP. FULLTRÚAR á þingi Sam- einuðu þjóðanna sam- þykktu á föstudag áætlana- gerð í grófum dráttum um að stuðla að afvopnun í heiminum. Þeir liðir samþykktarinn- ar, sem hæst ber kveða annars vegar á um stækkun afvoðnunarnefndarinnar í Genf og hins vegar um að endi verði bundinn á sam- formennsku Bandaríkja- manna og Sovétmanna, sem hefur leitt til þess að Frakkar hafa neitað að taka þátt í störfum nefndarinnar síðan 1961. Formaður starfshópsins, sem rætt hefur afvopnunar- mál síðan 23. maí, Carlos Ortiz frá Argentínu, sagði lokaskjalið fela í sér „nýja afvopnunarstefnu". Þær breytingar, sem hér virðist hins vegar um að ræða, eru þó öllu frekar formlegar en efnislegar. Þetta gerðist 1977 — Bandaríkin vara Suð- ur-Afríku við afleiðingunum ef blökkumenn fá ekki aukið stjórnmálafrelsi. 1968 — Bandaríkin, Bretland, Sovétríkin og 58 önnur ríki undirrita samning um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. 1%7 — Brottvikning Liu Shao- chi forseta Kína tilkynnt 1966 — Frakkar draga allan herafla sinn úr NATO. 1960 — Rússar skjóta niður flugvél yfir Barentshafi. 1911 — Þýzki fallbyssubáturinn „Panther" kemur til Agadir Marokkó og ófriðarhorfur auk- ast. 1890 — Bretar afhenda Þjóð- verjum Helgoland og fá Zanzibar í staðinn. 1867 — Kanada verður sam- veldisríki. 1853 — Höfðanýlenda fser sjálfstjórn. 1810 — Loðvík Bonapayte, konungur Hollands, leggur nið- ur völd. 1543 — Styrjöldum Englend- inga og Skota lýkur með Greenwichsamningnum. 1535 — Sir Thomas More leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir landráð. Afmæli dagsinsi George Sand franskur rithöfundur (1804-1876) - Charles Laughton brezkfæddur leikari (1899—1965) — Leslie Caron frönsk fædd leikkona — dansmær (1921— ) — Oiivia de Havilland bandarísk leikkona 1916- ). Tveir handteknir vegna Versala- sprengingarinnar Rennes, Frakklandi, 30. júní. Reuter. AP. LÖGREGLA handtók í dag tvo menn, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sprengingu í Versala-höll fyrr í vikunni. Áð sögn lögreglu er talið líklegt að mennirnir, Lionel Cheneviere og Patrick Montauzier, séu félagar í Veðrið Amsterdam 16 rigning Apena 28 lóHskýjað Berlín 24 lóttakýjað BrUssel 18 skýjað Chícago 31 skýjað Frankfurt 19 rigning Genf 22 skýjað Helsinki 19 téttskýjað Jóhannesarb. 16 léHskýjaö Kaupmannah. 18 rigning Lissabon 27 léHskýjað London 16skýjað Los Angeles 25 léHskýjað Madríd 23 skýjað Malaga 21 léttskýjað Miami 30 rigning Moskva 22 bjartviðri New York 32 bjarviðri Osló 16 skýjað Palma, Majorca 21 skýjað París 19 bjartviðri Reykjavík 8 akýjað Róm 24 léttskýjað Stokkhólmur 21 skýjað Tal Aviv 27 léttskýjað Tokýo 29 léHskýjað Vancouver 20 léttskýjað Vín 23 léHskýjaö hryðjuverkasamtökum, sem berjast fyrir sjálfstæði Bretagne-skaga í Frakk- landi. Þeir eru báðir frá borginni Rennes sem er stærsta borgin á skaganum. Sprengingin í Versölum skemmdi hluta af höllinni og einnig dýrmæta list- munl. Engar skemmdir urðu þó á þeim hlutum hallarinnar sem ferðamenn skoða mest, speglasalnum þar sem friðarsamningar heimsstyrjaldarinnar fyrri voru undirritaðir, hinum konunglegu vistarverum, óperusalnum og kapellunni. Sendiherra kallaður heim París. 30. júní. AP. FRAKKLAND hefur kallað heim sendiherra sinn í Láos vegna þess að tveir Frakkar voru reknir úr landi í Laos í síðustu viku. að því er franska utanrikismálaráðu- neytið tilkynnti í dag. Sendiherranum, Roger Duzar, var skipað að halda til Frakklands, eftir að stjórn Laos tilkynnti stjórn Frakklands að starfslið franska sendiráðsins í Laos yrði takmarkað við sendiherrann og fimm aðra sendiráðsstarfsmenn. Talið er að ákvörðun Frakk- landsstjórnarinnar að leyfa flótta- fólki frá Laos landvist valdi mestu um ákvörðun þarlendra stjórn- valda. Valdamenn í Laos halda því fram að Frakkar séu að hvetja Laosmenn til að flýja land með ákvörðun sinni. Aldo Moro Sú skoðun að kona hafi skotið tíu skotum í Moro er byggð á þeirri staðreynd að byssunni var haldið þétt upp að líkama Moros, þegar skotum úr henni var hleypt af. Þrátt fyrir nálægð byssunnar voru kúlurnar dreifðar um líkama Moros, sem þykir benda til þess að morðinginn hafi verið með óstyrka hönd. Þá hafa vitni borið að konur í hryðjuverkasamtökun- um Rauða herdeildunum hafi yfirleitt veríð vopnaðar Skorp- ion-skammbyssum. Karólína og Junot í brúðkaupsferðina Mónakó 30. júní — Ap. KARÓLÍNA prinsessa og eiginmaður hennar Philippe Junot héldu í dag í brúðkaupsferð sína, en allt er á huldu hvert brúðhjónin hyggjast fara. Er haft fyrir satt að Karó- lína sjálf hafi ekki einu sinni vitað hvert þau væru að fara, fyrr en þau voru lögð af stað í ferðina. Karólína og Junot flugu frá furstahöllinni í Mónakó í þyrlu, sem mun flytja þau áleiðis. Viðstaddir brottförina voru aðeins foreldrar Karólínu, Rainer III. prins og Grace prinsessa og yngri systir Karólínu, Staphanie. Kunn- ugir telja líklegast að hjónakornin eyði hveitibrauðsdögum sínum annað hvort á frönsku eða ítölsku Rívíerunni, eða þá að þyrlan hafi flogið með þau á annan flugvöll og muni þau fljúga þaðan á áfanga- stað. Innlenti Alþingi endurreist; kemur fyrst saman 1845 — með löggjafarvaldi 1875 — Lands- bankinn opnaður 1886 — Búnaðarbankinn opnaður 1930 — Loftfarið „Graf Zeppelin" kemur hingað með póst 1931 — Hópflug Itala hefst 1933 — Várnarsamingur við Bandaríkin 1941 — Aldarafmælis spíritisma á íslandi minnzt 1948 — „Bókun sex“ tekur gildi 1976. Orð dagsinsi Sannleikurinn sem lifir er einfaldlega lygin sem er þægilegast að trúa — H.L. Mencken, bandarískur rit- stjóri (1880-1956). Hollendingar flytja út úran Haag, 30. núní, Reuter. HOLLENSKA ríkisstjórnin hlaut í dag stuðning þingsins við þá ætlun sína að afhenda Brasilíu- mönnum úran eftir þriggja daga karp. sem fyrst tók enda í morgunsárið. Tilla'ga stjórnarandstöðunnar um að ónýta slíkan samning, sem ollið hefur miklum úlfaþyt í Hollandi, var felld í neðri deild þingsins. Þannig batt atkvæða- greiðslan enda á tveggja ára óvissu um hvort Hollendingar ættu að taka höndum saman við Vestur-Þjóðverja og Breta um að sjá Brasilíumönnum fyrir 2000 tonnum af eldsneyti til að þeir gætu framkvæmt kjarnorkuáætl- un sína fyrir níunda áratuginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.