Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 J9
Þrennt slas-
aðist í
Suðursveit
ALVARLEGT umíerðarslys varð
um hádegisbil í fyrradag í
Suðursveit. er lítill fólksbfll fór
út af veginum undir Steinafjalli.
rétt hjá Ilala. Skail bfllinn á
stórum steini neðan við veginn.
brennt. sem var í bflnum. slasað-
ist og var flutt með flugvél til
Reykjavíkur og í Borgarspítal-
ann.
Fólkið í bílnum var allt mið-
aldra. Ökumaður skarst og skadd-^
aðist á höfði og kona, sem sat í
aftursaeti, fótbrotnaði illa. Far-
þegi, sem sat frammi í bifreiðinni,
fékk höfuðhögg og skarst talsvert.
Bifreiðin er sem ónýt að sögn
lögreglunnar á Höfn í Hornafirði.
Vængja-flugvél var stödd í
Vestmannaeyjum, er slysið varð.
Fór flugvélin eftir hinum slösuð-
um og lenti á Steinasandi, sem er
varaflugvöllur þarna í sveitinni.
Því þurfti ekki að flytja hina
slösuðu langa vegalengd í bílum,
en fólkið var eins og áður segir
lagt inn í Borgarspítalinn í
Reykjavík.
Milljónatjón
SKEMMDIR hafa verið kannaðar í
húsinu Vesturvangi 28 í Hafnarfirði,
en eldur kom upp í húsinu í
fyrrakvöld, eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær. Liggur ljóst fyrir að
tjón nemur milljónum króna, því
húsgögn og innréttingar skemmdust
meira og minna af eldi, hita og reyk.
Húsið er nýtt einbýlishús og ætluðu
eigendurnir að flytja inn í það í gær.
„ÞAÐ er nokkurn veginn ljóst
að verð á fiski á eftir að hækka
á Bretlandsmarkaði í haust frá
því sem nú er, en ég man ekki
eftir því að verð á fiski hafi
verið jafn hátt yfir sumartíma
áður. ,
Astæðan er einfaldlega
sú. að það er fiskskortur í
landinu og hann á eftir að
verða meiri í haust,“ sagði
Vernon Green framkvæmda-
stjóri hins stóra útgerðar og
fiskvinnslufurirtækis Boston
Dcepsea Fisheries í viðtali við
Morgunblaðið en hann er
staddur á íslandi þessa dagana.
meðal annars til að kynna
íslendingum opnun fisk-
markaðarins í Fleetwood, en
hann var opnaður íslenzkum
hentar það minni bátunum oft á
tíðum betur að selja í Fleet-
wood. Verðið sem fæst fyrir
fiskinn er yfirleitt það sama og
fæst á austurströndinni, enda er
markaðurinn sá sami, það tekur
hinsvegar mun styttri tíma að
sigla frá íslandi til Fleetwood en
til Hull eða Grimsby, þannig að
bátarnir græða samtals tvo
sólarhringa á því að sigla til
Fleetwood."
Morgunblaðið spurði Green
hvort fiskmarkaðurinn í Grims-
by myndi ekki opnast íslenzkum
skipum, úr því að búið bæri að
opna í Fleetwood og Hull.
„Eg tel það víst að löndunar-
menn í Grimsby gefi sig, enda er
þeim ekki stætt á því þegar
Veron Green
að fá. Þegar sumarbátarnir, sem
allir eru við veiðar í Norðursjó,
hætta veiðum, verður fiskskort-
ur í Grimsby, og þá held ég að
íslendingum verði hleypt að.
Boston Deepsea Fisheris á nú
3 frystitogara sem eru að
veiðum, ennfremur á fyrirtækið
3 togara sem liggja bundnir við
bryggju vegna verkefnaleysis,
og 3 af togurum fyrirtækisins
hafa verið seldir í brotajárn. Þá
á fyrirtækið 10 síðutogara og
litla skuttogara, sem gerðir eru
út frá Grimsby og Fleetwood.
Fyrirtækið er einnig með mik-
inn flota í Lowestoft, en þaðan
eru greðir út 30 bátar, sem eru
Vernon Green framkvæmdastjóri Boston Deepsea Fisheries:
„Verð á fiski á eftir að
hækka í Bretlandi í haust”
fiskiskipum á ný í gærmorgun,
eins og fram kemur í annarri
frétt í blaðinu.
Vernon Green sagði í upphafi
að hann hefði hitt fulltrúa
Landssambands ísl. útvegs-
manna að máli og einnig nokkra
togaraeigendur, og bent þeim á
möguleikana, sem fylgja því að
selja í Fleetwood. „Annars
fram í sækir að halda íslenzkum
skipum frá höfninni, þegar þau
hafa frjálsan aðgang að öðrum.
Hins vegar á ég ekki von á
löndunarbanni verði aflétt fyrr
en í október-nóvember þar í
borg. Ástæðan er einfaldlega sú,
að svo mikill fiskur berst á land
í Grimsby frá bátum, sem
stunda veiðar yfir sumartímann
að þar er enga aukalöndun hægt
í eigu Boston Deepsea, og eru
þeir að veiðum í Norðursjó. Þar
sækjast bátarnir einkum eftir
kola, þorski og ýsu.
„Það eru mikil vandkvæði á að
gera togara út frá Bretlandi um
þessar mundir," sagði Green,
„nokkrir brezku togaranna eru
að veiðum í Barentshafi, nokkrir
við Noregsströnd, og nokkrir við
Færeyjar. Flestir togaranna eru
að veiðum vestur af Skotlandi,
en aflinn er ekki of mikill.
Við höfum sótt í aðrar fisk-
tegundir á okkar skipum. T.d.
sendum við tvo togara til
kolmunnaveiða, en það gekk
ekki of vel, betur hefur heppnazt
að senda þá á makrílaveiðar
með troll, vestar af Cornwall,
útkoman á þeim veiðiskap hefur
verið bærileg."
SL: Aðaldag-
urinn er í dag
HELDUR viðraði illa í gær fyrir
menningarviku Vestmannaey-
inga. sem ber nafnið „Maðurinn
og hafið“. Það kom þó ekki að
sök þar sem þau atriði, sem
fram fóru í gær, voru aðallega
innanhúss. í dag er hins vegar
aðal hátíðisdagurinn í Eyjum
Jumbo-þot-
an farin
JUMBO-þota Pan Ameriean flug-
félagsins, sem varð að lenda í
fyrrakvöld á Keflavíkurflugvelli
vegna bilunar, fór eftir viðgerð í
gærdag klukkan 13 áleiðis til San
Francisco, en vélin var á áætlun
þangað frá London.
Samkvæmt upplýsingum flug-
umsjónar á Keflavíkurflugvelli
komu í fyrrakvöld viðgerðarmenn
frá London með varahluti. Gekk
vel að gera við bilunina og hélt
þotan eins og áður er sagt vestur
um haf. Áætlaður flugtími hennar
frá Keflavík til San Francisco var
átta klukkustundir og fimm mín-
útur.
Alls voru 363 farþegar með
þotunni og 15 manna áhöfn eða
samtals 378 manns. Fólkinu var
skipt niður á hótel í Reykjavík á
meðan á viðgerð þotunnar stóð.
vegna þessarar menningarviku.
Dagskrá gærdagsins hófst með
ráðstefnu, sem nefndist „réttur
til vinnu — gegn atvinnuleysi —
réttur til menningarlífs" Var
ráðstefnan haldin í Alþýðuhús-
inu og voru þar fulltrúar verka-
lýðs- og sjómannafélaga víðs
vegar að. M.a. voru þar fulltrúar
frá Norðurlöndum og vinabæjum
Vestmannaeyja. Ráðstefnan stóð
fram til hádegis.
Síðdegis í gær voru kvik-
myndasýningar og ýmis
skemmtiatriði voru í kaffitímum
starfsfólks á vinnustöðum í
Eyjum. Var farið í ísfélagið og
Fiskiðjuna. Myndir voru sýndar
úr Listasafni alþýðu og vinnu-
staðir voru opnir almenningi til
skoðunar. í gærkveldi var fyrir-
hugað að sýna brúðuleikrit á
vegum Leikbrúðulands og í gær-'
kveldi áttu einnig að fara fram
tónleikar í íþróttahöllinni, þar
sem Samkór Vestmannaeyja
söng undir stjórn Sigursveins D.
Kristinssonar. Þá ætlaði leikfé-
lagið Gríma frá Færeyjum að
sýna leikrit í Bæjarleikhúsinu.
Um kvöldið var síðan ráðgert
diskótek fyrir yngri og eldri og
loks átti að vera dansleikur í
Alþýðuhúsinu.
Dagskrá dagsins í dag, sem er
aðaldagur menningarvikunnar,
hefst strax um klukkan 09.
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS:
Rekstrarafkoman í samræmi
við þá þróun, sem verið hef-
ur í þjóðfélaginu almennt
„REKSTRARAFKOMA Samhandsins er alls ekki svo slæm, miðað við allar aðstæður.“ sagði Erlendur
Einarsson. forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. í samtali við Morgunblaðið í gær. „Miðað við
verðbólgu og allar aðstæður í þjóðfélaginu. því að í raun er hagnaður um 200 milljónir króna. þegar
búið er að afskrifa og fjármunamyndunin er á milli 600 og 700 milljónir króna. Ég held að rekstarafkoman
sé í samræmi við þá þróun, sem hefur orðið vegna þess að kostnaðarhækkanirnar hafa orðið mjög miklar
og tekjuhækkun heíur ekki komið á móti að sama skapi.“
Frá hljómleikum í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum.
— Ljósm.: Sigurgeir.
Erlendur kvaðst telja að þetta
væri sú þróun, sem menn sæju í
íslenzkum atvinnurekstri á árunum
1977. „Ég er sæmilega ánægður með
það að eigið fé Sambandsins er orðið
um 5,5 milljarðar króna, þannig að
fjárhagur þess er traustur, en á
þessu ári hafa vandamálin vaxið.
Kostnaðarhækkanir þessa árs hafa
verið miklar og útflutningsbannið
hefur valdið vissum erfiðleikum, þótt
Verkamannasambandið hafi sýnt
velvilja, þar sem verst hefur staðið
á. Engu að síður höfum við orðið
fyrir verulegu tjóni af því að
afskipanir hafa dregizt og birgða-
söfnun hefur verið meiri.“
Þá kvað Erlendur iðnaðinn eiga
við sérstakt vandamál og var um það
samþykkt sérstök ályktun á aðal-
fundinum. Þá fór fram stjórnarkjör
og var Valur Arnþórsson kjörinn
formaður i stað Eysteins Jónssonar,
sem ekki gaf kost á sér til endur-
kjörs. I stað Vals kom inn i stjórnina
Ingólfur Olafsson kaupfélagsstjóri
og síðan var Ólafur Sverrisson
kaupfélagsstjóri endurkjörinn og
ennfremur var kjörinn Jónas Jóns-
son bóndi á Melunv í Hrútafirði.
Fyrir í stjórn voru: Ragnar Ólafsson,
Þórarinn Sigurjónsson, Guðröður
Jónsson, Finnur Kristjánsson og
Hörður Zóphóníasson.
I lok aðalfundarins var Eysteinn
Jónsson kosinn heiðursfélagi Sam-
bandsins um leið og honum voru
þökkuð gifturík störf í þágu sam-
vinnuhreyfingarinnar.
Morgunblaðið fékk í gær fréttatil-
kynningu um aðalfund Sambandsins,
sem er svohljóðandi:
Aðalfundi Sambands ísl. sam-
vinnufélaga var framhaldið síðdegis
í gær oa lauk honum um hádegi í
dag.
Síðdegis í gær voru almennar
umræður um skýrslu stjórnar og
forstjóra. Margir tóku til máls og
umræður urðu fjörugar. Að þeim
Framhald á bls. 21