Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 14
14 Láns fé — nei takk Oft á tíðum hafa ákveðnir aðilar haldið því fram, að ekki sé nauðsynlegt að fyrir- tæki sýni hagnað af rekstri sínum því hann fari einungis til einkaneyslu örfárra eig- enda. En er það svo? Það ei nokkuð sérstakt að skoða sögu þungavinnuvélafyrir- tækisins J.C. Bamford í Eng- landi út frá þessu sjónarmiði því þetta fyrirtæki hefur þá sérstöðu að öll uppbygging þess hefur verið og er grund- völluð á eigin fjármagni fyrirtækisins. Það hefur allt frá stofnun þess 1945 haft það eitt af meginmarkmiðum sínum að taka ekki fjármagn að láni og stafar það frá þeim tíma er fyrirtækið hafði ekki 180° MACHINES MARKET IMPORTANCE markmiði sé náð á öllum framleiðslustigum hefur fyr- irtækinu verið skipt upp í fjögur samtengd fyrirtæki en þau sjá um hönnun nýrra 50000 40000 30000 20000 10000 180° MARKETS WORLDWIDE 1973-1978 49900 1973 1974 1975 1976 1977 1978 FORECAST sem framleidd er, er merkt ákveðnum aðila eða m.ö.o. salan hefur farið fram áður en framleiðslan hefst. Þrátt fyrir þetta er afgreiðslufrest- ur aðeins um 6 vikur. Til að ná þessu markmiði er unnið eftir vaktafyrirkomulagi og hvetjandi launakerfi og einn- ig eru ákveðnir verkþættir boðnir út til undirverktaka á mestu annatímum en með þessu fyrirkomulagi er hægt að breyta afköstum verk- smiðjunnar allt frá þremur til þrjátíu véla á dag í takt við eftirspurnina. Fyrst eftir að eftirspurnin er orðin nægilega stöðug hefur JCB eigin framleiðslu í verksmiðj- um sínum en núverandi gólf- flötur þeirra er 93000 m2. Ein meginforsenda þess að fyrir- tækið getur skilað svo mikl- um afköstum sem raun ber vitni er sú að fjárfesting á hvern starfsmann hefur ávallt verið mikil og nam t.d. árið 1976 rúmum 1000 punda. Forsvarsmenn JCB telja það ekkert vafamál að þessi mikla fjárfesting hafi tryggt samkeppnisaðstöðu fyrirtæk- isins og þar með stöðugri framleiðslu og atvinnu. Fjár- festingin hefur einnig leitt til þess að í stað þess að einn maður stjórni einni vél eins og var fyrir um 5 árum lánstraust fjármálastofnana. Fyrir utan þetta einkenni er fyrirtækið JCB aðallega þekkt fyrir framleiðslu sína og eins það stjórnskipulag sem reksturinn byggist á. I dag er hér um stórfyrirtæki að ræða í sinni grein og sýnir það vel að þegar framsýni og dugnaður er fyrir hendi og ytri aðstæður setja ekki of miklar skorður á athafna- fresli einstaklinga og fyrir- tækja þá er þetta hægt. Meginmarkmiðið í rekstri fyrirtækisins er að sérhver framkvæmd á þess vegum skili hagnað í einu eða öðru formi. Til að tryggja að þessu véla, sölu, þjónustu og áætl- anagerð. Þannig eru arðsem- issjónarmiðin lögð til grund- vallar og einnig tryggir þetta skipulag að breyttar mark- aðsaðstæður hafa fljótt áhrif í rekstri fyrirtækjanna allra. En lítum þá nánar á einstaka innri þætti. Starfsmenn eru um 1600 og eru afköst þeirra um fjórum sinnum meiri en almennt þekkist í Bretlandi og um tvisvar sinnum meiri en meðaltalið í Bandaríkjunum í dag. Laun starfsmanna JCB eru einnig töluvert fyrir ofan það sem almennt þekkist í Bretlandi. Hver einstök vél REMEMKR OUR CUSTOMERS CAK GET ALONG WITHOUT US WE CAN T THE COMRANY S FUTURE IS YOUR FUTURE Nokkur algild sannindi VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAl — ATHAFNALIF. Vinsæll ferða- manna- staður stjórnar nú sami maður 3—4 vélum og í stað 4 V2 árs notkunartíma framleiðslu- tækja að meðaltali er þessi tala komin niður í þrjú ár á þremur árum. Heildarveltan 1977 nam alls £84 millj. og hefur hún aukist um 92% á síðustu þremur árum sem verður að teljast allgóður árangur þegar það er haft í huga að nokkur stöðnun hefur verið á heimsmarkað- inum á sama tímabili í þeirra aðalframleiðsluvöru, trakt- orsgröfunni. í ár hefur mark- miðið verið sett á 105 millj. punda eða 25% aukning frá síðasta ári. Útflutningsfram- leiðslan hefur verið ein megintekjulindin og er nú t.d. verið að hefja mikla mark- aðssókn í Bandaríkjunum en þar eru seldar um 52% allra traktorsgrafna í heiminum í dag. Til að minna á mikilvægi þessa þáttar í rekstri fyrir- tækisins hefur árið 1978 verið gert að sérstökö útflutnings- ári. I útflutningsstarfseminni er annars staðar stuðst við dótturfyrirtæki, svæðaskrif- stofur og umboðsmenn allt eftir stærð og samsetningu markaðssvæða. Það er nokk- uð skemmtileg tilviljun að umboðsaðili JCB hérlendis, Glóbus h.f., er elzti starfandi umboðsaðili þeirra á útflutn- ingsmörkuðum en þeir eru í yfir 100 löndum og er fyrir- tækið leiðandi markaðsaðili í meira en helmingi þeirra landa sem það flytur vörur sínar til. Ekki er hægt að segja að þeir hjá JCB trúi á það að hver og einn eigi að hafa sína eigin skrifstofu því þar vinn- ur allt skrifstofufólkið í stórum salarkynnum en samt sem áður er starfsaðstaða öll með besta móti. Starfsfólkið virðist ekki telja hag sínum betur borgið með milligöngu verkalýðsfélags enda hafnaði það fyrir tveimur árum að gerast aðilar í einu slíku. Saga JCB-fyrirtækisins sýnir betur en margt annað gildi þess að arðsemissjónar- miðin séu lögð til grundvallar og eins að þegar fyrirtækjum eru sköpuð góð rekstrarskil- yrði jafnt af aðilum innan þess sem utan og langtíma- sjónarmiðin tekin fram yfir þau skammtíma skilar fyrir- tækið betur hlutverki sínu sem mikilvægur hlekkur í þjóðfélagskeðjunni. Fram- leiðni eykst, framleiðslan .eykst, samkeppnisaðstaðan batnar og allt skilar þetta sér aftur í formi aukinna gjald- eyristekna, hærri launa stárfsmanna og í auknu atvinnuöryggi til hagsbóta fyrir fjöldann en ekki fáa útvalda. STÖÐUGT eykst fjöldi þeirra ferðamanna sem leggur leið sína til staða við Breiðafjörð. Til að mæta sem bezt þessari aukningu hafa Stykkishólmsbúar reist myndarlegt hótel sem opnað var fyrir tæpu ári. I viðtali við Viðskiptasíðuna sagði Guðrún Þorsteinsdóttir hótelstjóri, að hún vænti mikils fjölda ferðamanna í sumar og þá jafnt einstaklinga sem ráðstefnugesta innlendra sem erlendra. Til að freista þess að lengja aðalferðamannatímabilið hefur verið samið um móttöku ferðamanna frá Sviss í september og einnig mun verða boðið upp á sérstakt tilboðsverð fyrir íslend- inga í sama mánuði. Auk náttúru- skoðunar gefst fólki kostur á því að stunda hestamennsku, sjó- stangaveiði og sund í Stykkishólmi svo nokkuð sé nefnt en einnig fer flóabáturinn Baldur reglubundnar ferðir um Breiðafjörð. Gott útlit hjá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hafa nú þegar nægar pantanir til að halda megi núverandi framleiðslustigi óbreyttu þar til í júní 1980. Á næstunni er áætlað að auka framleiðslu 727-vélanna úr 10 í 12 á mánuði og einnig er gert ráð fyrir að fjórfalda framleiðsluna á 737- og 747-(Jumbo) vélunum og verða þá framleiddar 7 vélar á hverjum mánuði af þessum flug- vélum. 74% olíuhækkun? í HEIMSÓKN sinni til Jap- ans nýlega lýsti fjármálaráð- herra Venezúela því yfir að ráðgjafar hans í olíumálum gerðu ráð fyrir að tunnan af olíu sem nú kostar $ 11.50 yrði komin í 20 dollara innan 5 ára en það þýðir um 74% hækkun á þessum árum. Venezúela er einn stærsti olíuframleiðandi í heiminum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.