Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 33 'i il «! . VELVAKANDI SVARAR I SIMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI 7 u því að við gamla fólkið söknum þess mikið nú í júlímánuði þegar það fer í frí. Sjónvarpið er nú ekki nema tæplega 12 ára gamalt, en það er nú svo að á þessum fáu árum hefur margur ánetjazt því að nokkru, þ.e. þetta er orðinn ávani að kveikja á kvöldin og sjá a.m.k. fréttir ef ekki meira, þannig að þetta er hin ágætasta afþreying þrátt fyrir að oft megi deila um efnið svona í heildina. Það er víst ekki svo sjaldan sem sjónvarpsmennirnir okkar fá hálf- kaldar kveðjur eða nánast skítkast fyrir störf sín, talað er um að myndir séu gamlar og leiðinlegar, mikið sé um endurtekið efni o.s.frv. en hugsar þetta fólk bara nokkuð út í það að það getur ekki gert betra sjálft, og minnir þetta að því leyti á stjórnmál, þ.e. rifist er um úrræði, en þegar þeir sem rifust komast í stjórnaraðstöðu þá eru fyrrum ómögulegu úrræðin það eina rétta. Annars var það nú alls ekki ætlunin að hefja langlokuskrif um þessi málefni, aðeins að vekja athygli sjónvarpsmanna á því að það eru til ýmsir sem sakna þeirra þegar þeir fara í fríið og bezt væri sjálfsagt ef hægt væri að koma því við, þegar sjónvarpið er orðin rótgróin stofnun, að hún þurfi ekki að loka í mánuð. Aldraður “ Þessir hringdu . . . • Misjafnar álögur? Bílaeigandii — Eitt er það féttlætismál, sem mér finnst bílaeigendur ekki hafa barizt nógsamlega fyrir, en það er að jafna út tryggingarið- gjöld yfir allt landið. I dag er það svo, eins og flestir vita sjálfsagt, að Reykvíkingar og nágrannar og t.d. Akureyringar og e.t.v. fleiri þéttbýlisbúar, þurfa að greiða nokkru hærri iðgjöld af bíla- tryggingum en þeir sem búa í dreifbýli. Nú er það líka svo að margir, sem lögheimili eiga úti á landi, búa í Reykjavík um margra mánaða skeið á hverju ári, eða jafnvel árum saman, vegna náms eða starfa og því er bíll þeirra skráður í heimabyggðinni en er mestmegn- is ekið t.d. í Reykjavík. Er því lítið réttlæti í því, að sá, sem þannig er ástatt um, greiði hið minna gjald meðan hann ekur allan tímann á hærra áhættusvæði en hann greið- ir fyrir. Hérna tel ég að þurfi að verða mikil breyting á og mig minnir reyndar að ég hafi heyrt einhverja fulltrúa tryggingarfélaga tjá sig um nauðsyn þess að jafna út þessi tryggingariðgjöld, því að ég tel að í raun og veru sé ekki svo mikill munur á því hvort ekið er um götur smáþorpa eða stærri, alls staðar er mikil umferð og hröð og hættur liggja engu síður úti á landsbyggðinni en á götum Reykjavíkur. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í fjöltefli í Noregi fyrir skömmu kom þessi staða upp í skák þeirra Viktors Korchnoi, sem hafði hvítt og átti leik, og norðmannsins Grasmo 24. Dxc6! - Dxc6, 25. d7+ - Dxd7, 26. Hxd7 - Kxd7, 27. Hdl — Kc6, 28. Hd8 (Hvítur vinnur nú óumflýjanlega lið vegna leppunar svarta biskupsins) Hh8, 29. Bf6 — Hg8, 30. Be7 og svartur gafst upp. Væri ekki hægt að fá einhverja tryggingarmenn og bílaeigendur til að ræða þetta mál og gæti ekki t.d. F.ÍB. tekið þetta að einhverju leyti upp á sína arma? Það eru samtök sem þyrfti að efla og ættu bíleigendur að sjá sér hag í að ganga í þau, — með því móti yrði kannski hægt að ná árangri í því að mótmæla álögum á bíleigendur og jafna rétt þeirra, t.d. þetta varðandi tryggingarmálin. Án efa þykir ýmsum, er úti á landi búa, hér vera vegið að sér, en ég held að verði iðgjöld hin sömu á landinu öllu, þá þurfi þau ekki að hækka svo mjög fyrir dreifbýlis- menn og vonandi myndu menn líta fyrst og fremst á þetta sem réttlætismál, sem þyrfti að ganga og það hið fyrsta. • Á sátts höfði... Kona frá Vestfjörðum vildi benda á í sambandi við orðatiltæk- ið að sitja á sárs höfði, sem ritað var um hjá Velvakánda s.l. föstu- dag, að hún hefði heyrt það notað á Vestfjörðum í örlítið annarri mynd: Að sitja ekki á sátts höfði, sem merki það sama, að vera ekki sáttir. Einnig hringdi kona, sem lengi bjó á Snæfellsnesi, og sagðist hafa heyrt það á sama veg, þ.e. á sátts höfði og í sömu merkingu. HÖGNI HREKKVÍSI „Ilann er að brjóta niður nokkra veggi til þess að stækka klefann sinn!“ Hjartans þakkir sendi ég öllum vinum mínum og vandamönnum, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á áttræðisafmæli mínu þann 30. maí sl. og allt fram á þennan dag. Guö blessi ykkur öll, Herdís Gudmundsdóttir, Ijósmyndari í Hafnarfirói. Stimpilgjaldatöflur o.fl. (sbr. lög nr. 36/1978 sem taka gildi 1. júlí 1978) Hjá Bókabúö Lárusar Blöndal er til sölu heftiö „Stimpilgjöld, aukatekjur ríkissjóðs o.fl.“ ( heftinu eru töflur og sérprentuö lög og reglugeröir um stimpilgjöld, aukatekjur ríkissjóös o.fl. Verö heftisins er 1.200 kr., meö söluskatti. Á sama staö eru einnig til sölu eftirtalin rit: Tollskráin 1978, 8.200 kr., The Customs Tariff of lceland 1978, 8.200 kr. og Starfsmannaskrá ríkisins 1. janúar 1978, 2.000 kr. Söluskattur er innifalinn í tilgreindu veröi. Fjármálaráðuneytiö, 29. júní 1978. Frá International Eigum til afgreiöslu Imernational 2674 10 hjóla bíll, cummins diselvél. Verð 16 millj. Véladeild S.Í.S. Ármúla 3, simi 38900. ARKITEKTAR — VERKFRÆÐINGAR Tréullarplötur Eigum fyrirliggjandi tréullarplötur frá Belgíu í stæröunum 200x50x2,5 cm. denaclite: tréull og sement. Verð kr. 1734- denatherm: tréull, sement og polysteryn einangrun. Verð kr. 1980.- per m* Helstu kostir: Léttar hljóödeyfandi, einangrandi, og samsettar úr fínum viöartrefjum. Sendum yöur sýnishorn og bæklinga ef óskaö er. #Nýborg Ármúla 23 — Sími 86755 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.