Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1978 27 Stórmerk fær- eysk bókagjöf Jacob Lindenskov landstjórn- armaður í Færeyjum tilkynnti ríkisstjórn íslands í júlí 1974, að Foroya Landsstýri hefði í tilefni af ellefu alda afmæli íslands- byggðar ákveðið að gefa íslend- ingum bókagjöf, er afhent yrði síðar, þegar nánari ákvörðun hefði verið tekin um innihand hennar. Samkvæmt tillögu færeyska landsbókavarðarins, Sverris Eg- holms, skyldu íslendingar sjálf- ir segja til um, hverjar bækur þeir kysu sér, og varð að ráði, að Landsbókasafn íslands fengi í sinn hlut ýmis rit, er það vantaði í hinn færeyska bóka- kost safnsins, en til Háskóla- bókasafnsins, er ætti minna fyrir, gengi gott úrval færeyskra rita, einkum frá síðari árum. Þegar Sverri Egholm lands- bókavörður sótti um daginn þing norrænna rannsóknar- bókavarða í Reykjavík í boði forráðamanna þess, hafði hann meðferðis færeysku bókagjöf- ina, en í henni eru alls um 450 bindi, er skiptast á milli Lands- bókasafns og Háskólabókasafns. Gefendur hafa látið gera sérstaka skrá um gjöfina: Bóka- gavan frá Föroya Landsstýri, og er hér að ofan stuðzt við greinargerð á kápu bókarinnar, en þar segir svo að lokum: „Hetta fjölbreytta úrval sam- an við teim bókum, sum Á miðri myndinni eru Sverri Egholm landshókavörður í Þórshöfn og Lona hans frú Anna, en með þeim eru Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður (t.v.) og Einar Sigurðsson háskólabókavörður. Myndin var tekin á norrænu bókavarðaþingi í Reykjavík fyrir skömmu. en þar flutti Sverri Egholm erindi um Foroya Landshókasavn. Sýndar voru á þinginu m.a. myndir af nýrri Landsbókasafnsbyggingu í Þórshöfn. sem áætlað er að ljúka 1979. Kápumynd á skránni um færeysku bókagjöfina. frammanundan eru í íslendsku sövnunum, gevur rættiliga góða lýsing av Föroyum — landinum og fólkinum, sögu og mentan — og fer vónandi at gera sitt til fruktargott samstarv millim bröðratjóðirnar." Rithöfundurinn og listamað- urinn Wiliiam Heinesen hefur gert afarskemmtilegt bókmerki, sem límt hefur verið í hverja bók. En Sverri Egholm hefur í bréfi 16. maí sl. gert svofellda grein fyrir bókmerkinu: „Ég kann siga tær, at William Heinesen hevur teknað eitt búmerki (exlibris) til bókagáv- una. Evnið er kendu foroysku drangarnir Risin og Kellingin, ið sum tú veit, vóru fyrstu Islendingar sum (í sagnold) vitjaðu Foroyar og ætluðu at toga oyggjarnar við sær til Islands. Hetta eydnaðist ikki, tí beint sum var reis sólin og hesi bæði heidnu vórðu at steini og standa har enn sum tá og líta norðurvestur í hav. Fyrstu og helst einastu íslendsku imper- ialistarnir." Söfnunum báðum. Lands- bókasafni og Háskólabókasafni, er hinn mesti fengur að þessari merku bókagjöf, en með tilkomu hennar hefur mjög eflzt hinn færeyski bókakostur þeirra. Ætlunin er að efna í vetrar- byrjun til sýningar bæði í Landsbókasafni og Háskóla- bókasafni á færeysku bókagjöf- inni, og verður þá væntanlega tækifæri til að skýra nánara frá henni. (Frétt frá Landsbókasafni og Háskólabókasafni). Fiskdauði vegna loftmeng- unar veldur áhyggjmn Breskir vísindamenn vinna nú að því með aðstoð bandarískra aðila að rann- saka upptök sérstakrar loft- mengunar sem kölluð er súrt regn og er talin eitra fiskstofna um allan heim. í þeim tilgangi verða eitrað- ar lofttegundir blandaðar geislavirkum efnum svo hægt verði að fylgjast með þeim úr flugvélum frá orku- stöðvum í Bretlandi yfir Evrópu og Norðursjó. Orsök og afleiðingar þess- arar tilteknu loftmengunar hafa verið mikið alþjóðlegt deilumál á undanförnum árum. Nýlegar kannanir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós, að sýruinnihald regn- vatns þar hefur aukizt töluvert síðustu 15 ár, sér- staklea í austurfylkjunum, svo að enginn fiskur er nú í mörgum fjallvötnum í nágrenni New York og vötn og ár norðar og austur eru í hættu. Með áðurnefndum rannsókn- um gefst Bretum meðal annars kostur á að sanna sakleysi sitt varðandi slíka mengun í Evrópu, Fyrir u.þ.b. ári benti könnun Efnahags- og framfarastofnun- ar Evrópu, OECD, til þess, að loftmengun af brenni- steins-díoxíði gæti borizt hundr- uð kílómetra með vindum og rnyndað stóreflis ský yfir Evr- ópu. Samkvæmt þessari könnun virtust Bretar vera aðalskað- valdurinn, þar sem þeir fram- leiddu mest af umræddum loft- tegundum, og þar sem þeir tækju aðeins við hluta þess magns sjálfir, bærist hlutfalls- lega mest af brennisteins-díox- íði frá Bretlandi. Samkvæmt könnuninrii kemur einnig mikið af því frá V-Þýzkalandi, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi og Dan- mörku. Noregur verður hins vegar verst úti, fekur við hlutfallslega mestri mengun, en hún er líka mikil í Finnlandi, Svíþjóð, Austurríki og Sviss. En áðurnefnd könnun OECD var aðeins lausleg, og síðan hún var gerð hefur þetta mikla deilumál snúizt eilítið Bretum í hag. Þannig virðast Norðmenn nú hallast meira að því að ástæður fiskdauðans séu flókn- ari en brennisteins-díoxíðið eitt, en silungur og lax eru nú alveg horfnir úr mörgum vötnum í Suður-Noregi. Norskir vísinda- menn fallast að nokkru leyti á þá kenningu breskra starfs- bræðra sinna, að „súra regnið" sé flókin efnasamsetning, og þar af leiðandi sé erfitt að sjá fyrir árangurinn af takmörkun á brennisteins-díoxíði eingöngu. Sameiginleg rannsókn Breta og Norðmanna hefur leitt í ljós, að magn sýra, sem myndast á eðlilegan hátt í vatninu sjálfu, getur orðið meira en þeirra sem koma með regninu. Og breskar visindastofnanir hafa leitt get- um að því, að fiskdauðinn í Noregi eigi sér að hluta eðlileg- ar orsakir. Engu að síður reyna Bretar nú að rekja slóð brenni- steins-díoxíðs um háloftin. Til- raunin er studd af bandarískri vísindastofnun, sem fyrr sagði, en áætlaður kostnaður hennar er frá 500 þúsund og upp í eina milljón Bandaríkjadala. Og það er ekki nóg að finna meinsemdina, það veröur líka að uppræta hana. Það yrði kostn- aðarsamt að stöðva dreifingu brennisteins-díoxíðs í andrúms- loftinu. OECD gerir ráð fyrir að kostnaður við að koma andrúmsloftinu aftur í það horf sem var á miðjum 6. áratugnum geti orðið 5.500 milljónir Banda- ríkjadala á ári. Tap NorðnTanna vegna fiskdauðans nerna hins vegar um einni milljón Banda- ríkjadala á ári. Ýmsir hafa bent á, að aðrar leiðir ga>tu reynzt hagkvæmari. Það rnegi láta nægja að minnka brennisteins- mengunina aðeins þegar veður- útlitið boði sérstaka hættu. Einnig rnegi korna kalksteini fyrir í norskum vötnum, og loks er nefndur sá möguleiki að rækta upp fisktegundir, sem séu ónæmar fyrir sýruáhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.