Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 6 skip komin til kolmunnaveida SEX skip eru nú komin til kolmunnaveiða út af Austfjörð- um, en þegar Morgunblaðið hafði samband við Þorstein Kristjáns- son skiptjóra á Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði í gærkvöidi var lítið að fá hjá skipunum, sökum þess hve kolmunninn var dreifður á svæðinu, en hann virðist hafa dreifzt í brælunni um helgina. Höfðu skipin lítinn afla fcngið um kl. 22 nema hvað Jón Kjartansson var kominn meö 110 tonn í tveimur hölum. Skipin, sem nú eru komin til kolmunnaveiða, eru auk Jóns Kjartanssonar, Börkur NK, Albert GK og Örn KE sem eru með tvílembingstroll, Sigurður RE og Grindvíkingur GK. Þá hefur Morgunblaðið fregnað að Víkingur AK og Bjarni Ólafsson AK séu í r Arangurslaus sáttafundur SÁTTAFUNDUR milli samninga- nefndar vinnuvcitenda og samn- inganefndar Verkamannasam- bands íslands, sem haldinn var hjá Torfa Hjartarsyni, sáttasemj- ara rikisins, í gær stóð í hálfa aðra klukkustund og varð árang- urslaus. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður, en sáttafundurinn í gær var haldinn að beiðni stjórnar Verkamannasambandsins. Samninganefnd VMSÍ ítrekaði kröfur sínar og lagði á það sérstaka áherzlu, að stærsti vinnuveitandinn í Reykjavík, Reykjavíkurborg, hefði nú þegar viðurkennt samningana í reynd gagnvart Verkamannafélag- inu Dagsbrún. Kristján Ragnarsson, formaður samninganefndar vinnuveitenda, sagði að vinnuveitendur hefðu gert grein fyrir stöðu framleiðsluat- vinnuveganna, sjávarútvegsins og iðnaðar. Lögðu þeir fram mat Þjóðhagsstofnunar á stöðu þessara greina, sem sýnir að atvinnurekstur- inn geti ekki verið til viðræðu um neinar launabreytingar — enda sé vandamálið ekki leysanlegt, nema þeir aðilar, sem nú eru að fjalla um lausn þessara mála, hafi til þess aðstöðu og tíma. Sagði Kristján, að vinnuveitendur gætu ekki haft af- skipti af málunum með þeim hætti. Vinnuveitendur og fulltrúar VMSI sendu tvo fulltrúa hvor á viðræðu- fund. Af hálfu vinnuveitenda voru þar Kristján Ragnarsson og Júlíus Kr. Valdimarsson, en af hálfu VMSÍ voru þar Guðmundur J. Guðmunds- son og Karl Steinar Guðmundsson. þann veginn að fara til kolmunna- veiða úti fyrir Austurlandi. Þorsteinn Kristjánsson skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að gott veður væri komið á miðunum og gerðu menn sér vonir um að kolmunninn myndi hlaupa saman á ný. I fyrstu veiðiferðinni fékk Jón Kjartansson 1115 tonn og fékkst aflinn að Framhald á bls. 20 Verkfæra- geymsla brenn- ur á Möðru- völlum y\kureyri. 5. júlí. ELDUR kom upp í verkfæra- geymslu á Möðruvöllum í Hörgárdal kl. 19.30 í kvöld. Fjórir brunaverðir írá Slökkviliði Akureyrar fóru á staðinn til slökkvistarfa og þegar þeir komu til Möðru- valla var geymslan alelda. Slökkvistarf tók um það bil klukkustund. Einn maður var í verkfæra- geymslunni þegar eldurinn kviknaði og var hann að raf- sjóða og logsjóða. Hann gat forðað sér út áður en húsið var alelda, svo að hann sakaði ekki. I verkfærageymslunni var mik- ið af smærri áhöldum og tækjum, en þarna brunnu margir hjólbarðar, sem geymd- ir voru í húsinu. Húsið og það sem í því var var eign tilrauna- stöðvarinnar á Möðruvöllum og tókst engu að bjarga nema rafsuðutæki og súrflösku. - Sv.P. Sprenging í Surts- Ljósm.: H.H. Á þessari mynd sést hvernig glerið umhveríis ljóshúsið hefur hreinzazt burt og lítil hurð utan á ljóshúsinu hefur rifnað af. í FYRRADAG þegar skipta átti um gas á vitanum í Surtsey, kom í ljós að eitthvað alvarlegt hafði gerzt þar. Hurð vitans virðist hafa sprungið út, og enníremur gluggar og gler vitans og gler ljóshússins. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Aðalsteinn Júlíusson vitamálastjóri að engin viðhlítandi skýring væri fengin á þessu atviki og enn væri ekki ljóst hvort sprenging hefði orðið í vitanum, segja mætti að það scm hefði gerzt væri enn óútskýranlegt. Vitinn í Surtsey var byggður á síðasta ári og þegar vitinn var síðast athugaður virtist allt með vera með felldu. Samið um smíði á 3 skuttogurum í Póllandi Beðið eftir heimild stjórnvalda Jeppi veltur Akureyri 5. júlí. LAND Rover jeppi valt út af vegi skammt frá Fagrabæ í Svalbarðs- strandarhreppi um kl. 19.30 í kvöld. Hátt var fram af veginum þar sem jeppinn valt og hann stöðvaðist á stórum steini. Einn maður var í jeppanum og meiddist hann nokkuð á höfði og á hand- legg, en meiðsli hans eru ekki enn fullkönnuð. Jeppinn er mjög mikið skemmdur. Sv.P. FYRIR nokkru voru undir- ritaðir samningar um smíði þriggja skuttogara í Póllandi fyrir íslenzka að- ila með því fororði að íslenzk stjórnvöld heimil- iðu smíði og innflutning togaranna. Það eru útgerð- arfyrirtækin Klakkur h.f. í Vestmannaeyjum, Miðnes og Keflavík h.f. í Sand- gerði og Keflavík og Hrað- frystihús Stokkseyrar, sem hafa gert þessa samninga, en áðurgreind fyrirtæki eiga öll eða eiga hlut í pólskum togurum af sömu gerð, en það eru Klakkur, Bjarni Herjólfsson og ólafur Jónsson. Afgreiðslutími þessara þriggja togara er nokkuð langur og samkvæmt samn- ingi er gert ráð fyrir að fyrsta skipið komi eftir 2Vfe ár. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að umræddir togarar yrðu mjög ódýrir miðað við það sem nýir skuttogarar kosta almennt um þessar mundir. Var samið um fast verð í dollurum og eiga skipin að kosta 900 millj. ísl. kr. miðað við núverandi gengi dollarans. Fjallað um sum- arloðnuverðið 99 Var fljótur að svara játandi þegar andstæð- ingurinn bauð jafntefli „ANDSTÆÐINGURINN bauð mér jafntefli eftir aðeins 12 leiki og ég var fljótur að svara játandi því ég sá fram á það að ég myndi ekki fá fleiri tækifæri á lifsleiðinni til að vinna alþjóðlegt skákmót,“ sagði Ingvar Ásmundsson skákmaður í samtali við Mbl. í gær en öllum á óvart varð Ingvar í efsta sæti skákmótsins World Open í Philadelphia í Bandaríkjunum ásamt 6 öðrum skákmönnum. 199 Tefldar voru níu umferðir í mótinu samkvæmt Monradkerfi en þátttakendur í opna flokkn- um voru um 450 tajsins. Ingvar vann fyrstu skákina, tapaði þeirri næstu og vann síðan sex skákir í röð, þannig að hann var efstur fyrir síðustu umferðina með 7 vinninga ásamt kana- díska alþjóðameistaranum Biyasis. „Þetta var engin skák, Biyasis bauð strax jafnteflið. Fyrirfram var ég búinn að ákveða að þiggja jafntefli ef hann byði mér það. í fyrsta lagi vildi ég ekki missa af tækifæri til að sigra í mótinu með því að taka einhverja áhættu, í öðru lagi var ég orðinn þreyttur eftir strangt mót og í þriðja lagi var ólíklegt að stríðsgæfan entist mér enda- laust. Eg fékk að vísu mun lægri verðlaun en ég hefði fengið ef ég hefði verið einn efstur, 1600 dollara (416 þúsund krónur) í stað 6500 dollara (1,7 milljón) en sigurinn skipti miklu meira máli en peningarnir í þessu tilviki." Ingvar sagði að það hefði verið mjög gaman að tefla í þessu móti og ný reynsla, því þetta væri fjölmennasta mót, sem hann hefði tekið þátt í. „Ég dreg enga dul á það að ég tefldi nú betur en ég geri venjulega og þakka það fyrst og fremst því að ég er í mjög góðri líkamlegri Framhald á bls. 20 Sumarloðnuveiðarnar byrja þann 15. júlí n.k. og gera má ráð fyrir að fleiri bátar stundi veiðarnar en áður. Verðlagsráð sjávarútvegsins cr byrjað að ræða um sumarloðnuverðið og var annar fundur ráðsins 1' gær, en að sögn þá liggur alls ekki fyrir hvenær verðákvörðun lýkur. Morgunblaðinu var tjáð að verð á fiskimjöli hefði verið nokkuð stöðugt undanfarnar vikur og síðast þegar selt hefði verið mjöl frá Islandi, hefðu fengizt 6.90—6.95 dollarar fyrir prótein- eininguna. Hins vegar virtist eftirspurn eftir mjöli ekki vera tiltakanlega mikil um þessar mundir. Á hinn bóginn hefur verð á fikilýsi lækkað, um tíma í vor komst verð á lýsistonni í 490—500 dollara, en hefur síðan lækkað í sumar og í fyrradag var selt lýsi frá Japan á hinum alþjóðlega markaði á 430 dollara tonnið. Gils hættir hjá Menningarsjóði I fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu barst í gær frá Menntamálaráðuneytinu segir að samkvæmt ósk Gils Guðmunds- sonar alþingismanns hafi honum verið veitt lausn frá störfum sem forstjóri Menningarsjóðs frá 1. júií s.l. að telja. Staðan hefir verið auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 20. júlí n.k. Ætia að hjóla á finu millí Hallgrímskirkju og Iðnskólans á morgun CIMARRO bærðurnir sem nú sýna listir sfnar í Laugardalshöll- inni með sirkusnum sem þar er, ætla að freista þess 1 hádeginu á morgun, föstudag, að hjóla eftir linu milli Hallgrfmskirkjuturns og turnsins á Iðnskólanum. Hafizt verður handa árdegis í dag að koma fyrir línu á milli turnanna og var Morgunblaðinu tjáð hjá Bandalagi ísl. skáta í gær, að síðan væntu menn þess aðeins að hagstætt veður yrði á morgun. Ef bræðurnir geta ekki hjólað á morgun, verður reynt á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.