Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 11
I MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 11 Lærir tungumál eins og aðrir ráða krossgátur — fann /oks „paradís" sína, ís/enzkuna „Ég er bara svona forvitinn,“ var i rauninni eina ástæðan sem hinn sjiitugi transki verk- fræðingur Léon Leonetti gat gefið fyrir því, að hann hefur á eigin spýtur lært tungumál allra Evrópuþjóða nema tveggja, Ungverja og Finna. Og hann sagði það á ágætri íslenzku. Leonetti er hláturmildur maður og virðist lffsglaður. Hann er nú á íslandi í 3. sinn og ætlar sem fyrr að nota dvöl sína að nokkru til að hendast út og suður og kynnast bæði landi og þjóð. í fyrstu ferð sinni hingað, árið 1972, ók hann til dæmis rúma 3000 kílómetra á þrcmur vikum. Les fyrstu bókina á óþekktu máli án þess að nota orðabók. Aðferð Leonetti við að læra tungumál er býsna sérstæð. Hann byrjar á að útvega sér eitthvert bókmenntaverk á við- komandi máli. Síðan les hann alla bókina án nokkurra hjálp- argagna, og fyrst þegar lestrin- um er lokið, tekur hann fram orðabók og aðgætir, hvort hann hefur gizkað á rétt. Þessari aðferð hefur hann beitt síðan hann var 12 ára og las latínu og grísku í skólanum. Er hann var 25 ára hafði hann þannig lært um 20 mál og mállýzkur. Og þar kom, að hann fékk áhuga á norrænum málum og Norður- löndum. í Noregi kynntist hann fornum mállýzkum, sem leiddu til áhuga á færeysku og síðan íslenzku. Og þar segist hann sjálfur loksins hafa náð paradís sinni; ríkasta máli og flóknustu málfræði í Evrópu. „Ég held að Salka Valka hafi verið fyrsta bókin sem ég las á íslenzku.“ sagði Leonetti. Ég hafði ekki lesið söguna áður, enda les ég helzt ekki þýðingar. Þegar ég hafði svo lokið lestrin- um skrifaði ég til hennar Sissu í Isafold eftir orðabók. Henni fannst svo athyglisvert, að bréfið var á íslenzku, að hún skrifaði mér um hæl og þannig eignaðist ég minn fyrsta vin á íslandi." „Arið eftir kom ég svo í fyrsta sinn til Islands, það var árið 1972. Þá hafði ég lesið íslenzkar bókmenntir og fengið áhuga á landi og þjóð. Mig langaði einnig að bera saman skrifað mál og framburðinn, því að ég hafði enga hugmynd um hann. Og ég neita því ekki, að hann kom mér nokkuð á óvart. Ég var vanur framburði á Norðurlöndunum, og í fyrsta sinn sem ég heyrði íslenzku talaða datt mér einna helzt í hug að þetta væri rússneska." Sá eini í fjölskyldunni sem talar erlent mál Að þessu sinni hefur Sigurður E. Haraldsson framkvæmda- stjóri einkum verið Leonetti innan handar hér á landi. Sigurður leyfði Morgunblaðinu góðfúslega að lesa bréf, sem Leonetti skrifaði honum í marz- byrjun. Þar lýsir Leonetti því, hvernig hann hafi, þrátt fyrir vísindalega menntun, strax í æsku orðið hrifinn af tungumál- um. Sælasta dægrastytting hans hafi verið að finna bók á hvaða Léon Leonettii Neita því ekki. að það kom mér á óvart þegar ég hcyrði íslenzkuna íyrst talaða. evrópsku tungumáli sem væri og reyna að lesa hana án þess að nota orðabók. Skrifar hann, að fyrir sig hafi þetta verið jafn- skemmtilegt og að ráða kross- gátu. Bréf Leonetti er furðulega lýtalaust, og á einum stað kinokar hann sér ekki viðað nota orðið „Frón“ um ísland. í lok bréfsins segir meðal annars: „Þetta var langt bréf, fullt af villum, auðvitað, þrátt fyrir það að ég gerði mitt besta, en íslenska er svo erfið. Fyrirgefið ef ég meiddi fallega málið yðar, en það var af ást til þess, og þetta er einasta afsökun mín ... Leonetti játti því, að þessi tungumálaáhugi væri enn furðulegri en ella sökum þess að hann er franskur. „Frakkar vilja helzt ekki tala annað en frönsku,“ sagði hann „og ég er sá eini í fjölskyldunni sem tala erlent mál.“ Er einn af íslendingunum í París. Leonetti sagðist hafa myndað sér ákveðnar hugmyndir u'm Island og Islendinga áður en hann kom hingað, bæði af þeirri mynd sem dregin var upp í bókum, og eins mætti sjá viss tengsl milli tungumáls og þjóð- arinnar sem notaði það. En hvernig finnst honum svo ís- lendingar fara með tungumál, sem hann hefur lært? „Ég les mikið hér, og gleypi í mig jafnt greinar sem auglýsingar í dag- blöðunum. Ég er vissulega oft hneykslaður á því sem ég les, — en ég veit líka hve erfitt mál íslenzkan er.“ Leonetti hefur eignazt fjölda Framhald á bls. 23 1 ] i Húnavers- gleði um helgina UM NÆSTU helgi, þ.e. 7. og 8. júlí, verður Húnaversgleðin hald- in í sjötta sinn. í fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu heíur borizt segir, að þar verði skemmt- un fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. í Húnaveri eru næg tjald- stæði og góð hreinlætisaðstaða. Hátíðin hefst á föstudagskvöld 7. júlí með dansleik og leika hljómsveitirnar Poker og Vikivaki fyrir dansi og nektardansmærin Susan sýnir sig. Á laugardag verða hljómleikar í samkomuhúsinu, þar sem Poker og Vikivaki skemmta, og töframaður- inn Baldur Brjánsson sýnir listir sínar. Síðar um daginn fer fram knattspyrnukeppni mótsgesta og skemmtikrafta. Norðurleið sér um sætaferðir á Húnaversgleðina frá Reykjavík og Akureyri, ennfremur verða sæta- ferðir frá Siglufirði, Blönduósi og Sauðárkróki. Prestakall auglýst laust til umsóknar BISKUP hefur auglýst Reykholts- prestakall í Borgarfjarðar- prófastsdæmi laust til umsóknar. I prestakallinu eru Reykholts-, Stóra Áss-, Gilsbakka- og Síðu- múlasókn. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst næstkomandi. KKI BARA BUXUR- gANblbo er vorumerki yfir ýmisskonar sportfatnaö, fatnaö sem er ávallt hannaður og framleidd- ur eftir ströngustu kröfum tízkunnar. sportfatnaður fæst í verzlun- um Karnabæjar svo og öllum verzlunum, sem hafa umboö fyrir Karnabæ. mmo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.