Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULI 1978 13 Verndarvættur sviösins, — séð innan í hlöðuna. langstökki. Eru svonefnd Salt- víkur-met gjarnan sett á íþróttamótunum. Nýjasti met- hafinn í víðavangshlaupinu er Helgi Eiríksson, en hann er tíu ára. „Ég vann bara af því að Siggi var í stígvélum og nú vona ég að ekki verði hlaupið aftur í dag af því nú er ég í stígvélum," sagði Helgi. „Er Siggi nokkuð í stígvélum?" bætti hann svo við og skimaði í allar áttir. Þegar hann var þess fullviss að Siggi var hvergi nálægur trúði hann okkur fyrir því að hann gæti örugglega unnið Sigga í viða- vangshlaupinu, ef Siggi væri í stígvélum. „Ég kom hingað í hitteðfyrra og ég fór líka á síðasta námskeiðið hér. Mér finnst allt jafn skemmtilegt hér, en auðvitað er lang-skemmti- legast að fara á hestbak. Mér þykir gaman að hestum og svo er líka gaman að snúast í kringum þá, beizla þá, leggja á þá og kemba þeim. Eg hef oft komið á hestbak áður. Ég á heima í Árbænum en þaðan er stutt í hesthús Fáks og hef ég oft farið á bak þar. Ég hef aldrei farið í sveit, en ef ég færi í sveit, þá vildi ég fara á bæ, þar sem mikið er af dýrum. Allt annað er jafn skemmti- legt, það er svaka fjör að fara í bíó hérna, það er alveg eins og að fara í þrjú-bíó í Gamla bíó. Og borðtennis er líka skemmti- leg íþrótt," segir Helgi. Hópurinn sem var að fara í útreiðartúr, er okkur bar að garði, er nú að koma aftur og við drífum okkur út að gömlu réttinni, þar sem krakkarnir eru í óða önn að taka reiðtygin af hestum sínum. Þegar því er lokið tekur matartíminn við, en Garðari fannst útreiðartúrinn skemmtilegur. því næst fer annar hópur í útreiðartúr. Þau eru mörg hand- tökin, sem f ara í að losa hestana við hnakkana og beizlin og ekki kunna öll börnin þau nógu vel, til að geta gert það af eigin rammleik. Þá kemur tij kasta reiðkennarans og hestásveins hennar og sýna þau krökkunum hvernig bera eigi sig að. En að lokum er búið að ganga frá öllum reiðtygjunum og hestun- um er sleppt ú í haga. Er ekki að efa að hestarnir hafa verið frelsinu fegnir, enda eflaust búnir að fá nóg af því að bera börn á bakinu. Fleiri reglur nú en í fyrra Knaparnir halda hins vegar flestir inn í fjós, þar sem setzt er að snæðingi. Ekki eru þó allir sem vilja una því að borða inni og við útvegg áhaldahússins situr ungur maður og drekkur kakó. Greinilegt er að hann hefur orðið við tilmælum starfs- fólksins og komið frekar með heitan drykk, en gosdrykk. „Ég heiti Garðar Ingvason og er 11 ára," sagði Garðar, er við inntum hann eftir nafni. „Já, það var gaman í þessum útreiðartúr, enda fengum við að fara út á nes. Það er miklu skemmtilegra en að fara niður í fjöru, því þá eru hestarnir á miklu minni ferð. Þegar við förum út á nes, þá eru hestarnir oftar á brokki. Þá er líka farið lengra," sagði Garðar og var greinilega hinn ánægðasti með útreiðartúrinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég fer á hestbak, því ég hef verið í sveit í Fljótshlíðinni og svo var ég á námskeiði hér í fyrra. Þegar ég var hér þá, þá mátti miklu meira, það var til dæmis ekki bannað að klif ra upp á fjósþakið eða fara upp á sviðið fyrir framan fjósið. En nú er búið að girða þetta af og það má ekki lengur. Það eru líka komn- ar fleiri réglur en áður. Samt er gaman að vera hérna og ég er að hugsa um að koma aftur, þótt það verði ekki endilega í sumar. Fyrir utan að fara á hestbak er skemmtilegast að fara í fótbolta og borðtennis. Nei, nei, ég er ekki í neinu fótboltafélagi, en kannski á ég eftir að ganga í eitthvert félag seinna," sagði Garðar og rauk út á völl til að spila fótbolta við kunningja sína. S.A. Umajón: B&rgljót Ingólfsdóttir Hvaða áhrif hafa Utir og form á barniö? Glatt á hjalla í kvikmyndahúsi Slatvíkur. » «Jnr ¦ ¦ Litir hafa áreiðanlega áhríf a skynjun ungra barna. Sjálf var 6g svo viss um Þetta, að eg hengdi klúta og annað, í sterkum litum í vögguna hjá börnum mínum ungum. Það hefur trúlega ekki fariö fram hjá neinum, sem umgengist hefur börn, að pau velja glaða, sterka liti til að tékna með Það, sem Þeim finnst fallegt. Nægir Þar að benda 6 appelsínugula sólina, sem sannarlega skipar veglegan sess, og er helst ekki látin vanta á hverri peirri teikn- ingu, sem hægt er að koma henni fyrir i. Miklar rannsóknir hafa farið fram áður en form og litir Þroskaleikfanga nútímans voru ákveðin, og ekki að ástæðulausu. í MUnchen lauk nýlega rann- sóknum, sem hófust irið 1970 í stofnuninni „Gesellschaft fflr Rationelle Psychologie" i ihrif- um umhverfisins, par i meöal lita og forma, i andlegan Þroska barnsins. Er skemmst fri Því að segja, að niðurstöður leiddu í Ijós, að litir, sem börnunum Þðtti fallegir, svo sem Ijósblir, gulur, gulgrænn og sppelsínugulur, reyndust örva athygli og ímyndunarafl. En litir, sem börnunum Þðttu Ijótir í híbýlum og húsbúnaði, eins og hvítur, svartur og brúnn, höfðu greinilega neikvæð ihrif i getu barnanna. Ennfremur kom í Ijðs, aö börnin kusu mun stærra athafna- svæði en ilitið var að Þau Þyrftu til leiks og greinilegt er, að litlu barnaherbergin, sem tíðkast í húsum i íslandi, myndu ekki standast kröfur Þeirra. Annað vakti líka athygli, börnin vildu hafa Það ligt undir loft, aö Þegar Þau klifruðu upp i borð og stóia gætu Þau snert loftið. Ef til vill er hér um einhverja blundandi frumÞörf hji mannin- um að ræða. Blúndur ogpífur Hamingjunni sé lof, nú eru blúndur og pífur farnar að skreyta fatnaðinn. Það er ólíkt skemmtilegra að sji dæturnar klæða sig í fallega kjóla og pils, og láta jafnvel blúnduna i millipils- inu gægjast niður undan pilsfaldinum. Það eru til mjög fallegar lérefts- blúndur í mðrgum verslunum í borginni og hér i heimilinu var saumað hiö fal- legasta undirpils meö efnismikilli pífu meö btúndu i og kostaði allt efnið í Það innan við eitt ÞÚsund krónur. Á margan hitt er hægt aö gefa göml- um fatnaði nýtt and- lit, t.d. með Því að setja blúndur eða pífur i. Hér með fylgja myndir af tveimur slíkum hugmyndum. Við dðkkan kjól er heklaður kragi og uppslðg úr Ijðsu garni t.d. (hér) gylltu eða hvítu og kjóllinn verður eins og nýr. Blúnda eða pífa rykkt í miðju og borði t.d. úr flaueli saumaður yfir rykkingarsporið. Þi er kominn fallegur kragi og uppslög til að setja i kjól eöa blússu. Sjá mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.