Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 17 Magnús Guðjónsson. Elva Björnsdóttir. einn skólapilt, Ágúst Vernharðs- son að nafni: — Vikan hjá mér í dagvinnunni er rúmlega 35 þúsund krónur, en þegar unnið er t.d. á hverju kvöldi til kl. 11 þá hefur hún komizt uppí 88 þúsund, það er það mesta sem ég hefi fengið á einni viku á þessu sumri, en þá er laugardagurinn einnig tekinn með. Hvernig kæmi það þá við þig ef lítið yrði um aukavinnu í sumar? Kæmi sér illa ef tekjur minnkuðu — Það kæmi sér að mörgu leyti illa, ég þarf og vil gjarnan vinna nokkuð mikið, enda verður kaupið að duga til að halda mér úti þá níu mánuði ársins sem ég er í skóla, þannig að ef aukavinna minnkar að ráði gæti það komið illa niður. Annars er alls ekki víst að vinnan minnki svo mjög í heildina, þar sem meiri áherzla verður lögð á kvöldvinnu í stað helganna en þó getur alltaf munað nokkuð um laugardagana. kkun” Vantar Þegar 15—17% „Þegar vantar 15—17% til að greiða þá kostnaðarliði sem fram- leiðslunni eru samfara þá er ljóst hvert stefnir þó ekki sé gott að segja til um það hversu margir dagar séu eftir enn“, sagði Ólafur B. Ólafsson framkvæmdastjóri Miðness í Sandgerði. „Menn biðu eftir því að Seðlabankinn hækkaði afurðalánin en þegar það varð ekki kom fyrsta reiðarslagið. Og svo bætist 11% verðlækkun við en fyrir þessa lækkun var borðleggj- andi tap. Það er nú liðið tæpt ár síðan við fórum að benda á það að við værum að safna stórtapi og ekki hefur þetta ár losað neitt af skuldahalanum. Auðvitað er raun- Framhald á bls. 20 Veðrið víða um heim Amaterdam 15 rigning Apena 34 léttskýjað BerKn 20 skýjaA Brdssel 18 rigning Chicago 18 skýjað Frankfurt 18 rigning Genf 19 skýjað Helainki 17 skýjaö Jóh.borg. 15 lóttskýjað Kaupm.h. 18 skýjað Líaaabon 23 léttakýjað London 18 skýjaö Loa Angeles 27 bjartviöri Madríd 29 léttskýjaö Malaga 29 heiöskírt Miamí 30 skýjaö Moakva 25 bjartviöri New York 16 skýjaö Ósló 17 skýjaö Palma, Majorca 23 léttskýjaö París 16 skýjaö Reykjavík 12 alskýjað Róm 27 léttskýjaö Stokkh. 19 skýjaö Tel Aviv 30 léttskýjað Tokýó 32 skýjað Vancouver 19 akýjað Vín 28 skýjaö Guðfræðingar hrifn- ir af Solzhenitsyn Dollarinn í lág- marki í Japan Tókýó. 5. júlí. AP. BANDARÍKJADOLLAR mun í dag hafa verið skráður á lægra verði gagnvart japanska yeninu en nokkru sinni eftir stríð. Er þetta þriðji dagurinn í röð að Bandaríkjadollar lónar við lág- markið. Dollarinn mun hafa verið skráð- ur 200.50 yen á miðvikudagsmorg- un. Yfirmaður Japansbanka, Teii- ehiro Morinaga, skýrði fréttamönn- um hins vegar frá því í dag að bankinn myndi grípa til sérstakra aðgerða ef útlit væri fyrir að verðgildi dollars félli niður fyrir tvöhundruð yena markið. Japanska stjórnin mun hafa lagt ríkt á við gjaldeyrisyfirvöld að stöðva frek- ara fall dollarans. New York. 5. júlí. AP. SKRIF sovézka útlagans Alexanders Solzhenitsyns um siðferðislegt hrun hins vestræna heims, njóta nú mikilla vinsælda meðal margra bandarískra trúar- hreyfinga. Hefur bók Solzhenit- syn um þessi efni víða verið gefin út á vegum trúarflokka. auk þess sem birzt hafa áður óbirt skrif útlagans. Hafa skrif Solzhenitsyns verið túlkuð sem orð nútíma spámanns um „spillingu innan Bandaríkj- Ginzburg fyrir rétt þann 10. Moskva 5. júlí. AP. Sovézki andófsmaðurinn Alex- ander Ginzburg kemur fyrir rétt í Kaluga hinn 10. Þessa mánaðar, að því er kona hans skýrði frá í dag. Kaluga er smáborg um 160 kíló- metra suður af Moskvu, en þar hefur Ginzburg verið í haldi frá því í febrúar í fyrra. Ginzburg verður sakaður um „and-sovézkan áróður“ og á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Ginzburg hafði með höndum sérstakan sjóð, sem fjármagnaður var af Solzhenitsyn og hafði það markmið að styrkja fjölskyldur handtekinna andófsmanna. Hann var einnig einn af helztu mönnum „HeÍ8Ínki-mannúðarnefndarinnar.“ Ginzburg Miami 5. júlí. AP RICIIARD Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í útvarpi á þriðjudag. að hann hefði engan hug á að snúa sér aftur að stjórnmálum, þótt' hann myndi halda áfram að láta í ljós skoðanir sínar á bandarísk- um stjórnmálum. „Ég hyggst alls ekki taka þátt í stjórnmálabaráttu fyrir neinn ákveðinn flokk, en ef mér finnst það við hæfi, mun ég koma fram opinberlega og segja hvaða stefnu mér finnst að Bandaríkjastjórn eigi að taka upp í hvert einstakt skipti, til að varðveita frelsi einstaklingsins," sagði Nixon. Um bók sína „RN: Endurminn- ingar Richards Nixons" sagði Nixon að hún seldist vel og nú væri hann að velta fyrir sér hvort hann ætti að semja fleiri bækur, en hann á að sögn efni í þrjár í viðbót. „Við höfum vanrækt hið andlega í okkur,... byggt vestræna sið- menningu á hinum hættulega ávana, að dýrka manninn og efnislegar þarfir hans,“ sagði Solzhenitsyn á fundi í Harvard-háskóla í Bandaríkjun- um, en fundinn sóttu 15.000 manns. „Skilningur mannsins á ábyrgðr inni gagnvart Guði og þjóðfélag- inu varð minni og rninni," sagði hann og bætti við að „vegna þess að ekki fyrirfinnst lengur trú- rækni og siðferði í meðvitund mannsins, verða dagar lýðræðisins senn allir.“ Guðfræðingar segja að Solzhenitsyn telji ástæðu sið- ferðishrunsins þá sömu og biblían telur höfuðsynd: „Að skilgreina manninn, sem öllum öðrum æðri.“ Solzhenitsyn Flokkaleiðtogar ræða um eftirmann Leones Nixon snýr sér ekki aftur að stjómmálum Róm. 5. júlí. Routor. AP. LEIÐTOGAR stærstu stjórn- málaílokka Ítalíu ákváðu í dag að koma saman til fundar til að ræða um kjör eftir- manns Leone, Ítalíuforseta. en hann sagði af sér í síðasta mánuði. í gær var 10. at- kvæðagreiðslan um nýjan for- seta og eins og fyrri daginn fékk enginn hreinan meiri- hluta. Ákvörðun leiðtoganna fylgir í kjölfar mikils, almenns þrýst- ings á Ítalíu, en almenningur þar í landi er orðinn þreyttur á þessum eilífu atkvæða- greiðslum. I kvöld verður gengið til atkvæða í 11. sinn, en eftir þá atkvæðagreiðslu koma leiðtogarnir saman og ræða um nýjan forseta. Enn einn maður var í dag skotinn í fæturna á Italíu og hafa Rauðu herdeildirnar lýst sig bera ábyrgð á verknaðin- um. Maðurinn, sem nú var skotinn, heitir Gavino Manca og er forstjóri stærstu hjól- barðaverksmiðju Italíu. Leone Þetta gerðist Nixon 19t2 — Fjármálaráðherra Vest- ur-Þjóðverja segir af sér vegna setningar gjaldeyriseftirlits. — Suður-Víetnamar taka Quang Tri. 1919 — Fyrsta loftskipið, R14 frá Bretlandi, lendir eftir flug yfir Atlantshaf í New York. 1908 — Uppreisn Ung-Tyrkja hefst í Makedóníu. 1827 — Stórveldin samþykkja skv. Lundúna-sáttmálanum að viðurkenna sjálfstjórn Grikkja. 1809 — Napóleon sigrar Aust- urríkismenn við Wagram. — Frakkar taka Pál páfa VII til fanga þar sem hann bannfærði Napóleon. 1699 — Sjóræninginn kapteinn Kidd settur í varðhald í Boston (seinna hengdur í Englandi). 1573 — Fjórða Húgenotta-stríð- inu lýkur með friðun Boulogne. 1560 — Edinborgar-sáttmáli Englendinga og Skota: Lið Frakka flutt burtu og tilkall Maríu Skotadrottningar til ensku krúnunnar ógilt. 1553 — Játvarður VI af Eng- landi deyr og lafði Jane Grey lýst drottning. 1535 — Sir Thámas More tekinn af lífi. ' Afmæli dagsinst Bernardino Baldi ítalskur stærðfræðingur (1535-1617) - John Paul Jones bandarískur flotaforingi' (1747-1792) - Janet Leigh bandarísk leikkona (1927—) — Maximillian Mexíkókeisari (1832-1867). Innlentt „Northern Dawn“ reyn- ir áð kafsigla „Gullborgu" Binna í Gröf 1960 — Eyjólfur Jónsson siglir á 13 klst úr Selsvör til Akraness 1958 — „Flóra" skotin í kaf 1917 — Sr. Ólafur Egilsson kemur heim til Eyja úr ánauð í Algeirsborg 1628— F. Þóra Borg 1907 — Eggert G. Þorsteinsson 1925 Orð dagsinst Að vita það sem allir vita er að vita ekkert — Remy de Gourmont franskur rithöfundur (1858-1915).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.