Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 + Eiginkona mín, STEFANÍA MARTEINSDÓTTIR, Árgilsstððum, Hvolhreppi, lézt að Vífilsstööum 4. júlí. Arngrímur Jónsson, börn, tengdasynir og barnabörn. Minning: + Móöir okkar, lézt 5. júlí. ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIB, Laufskógum 21, Hveragerði, Börnin. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi RUNÓLFUR EIRÍKSSON, hérskerameistari, Njélsgðfu 54 sem lézt 28. júní, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 7. júlí kl. 13.30. Magnúsína Jónsdóttir, Sigurour Runóffsson, Fjóla Ágústsdóttir, Runólfur Runólfsson, Margrét J. Finnbogadðttir, Vilborg Runðlfsdðttir, Guðmundur H. Einarsson, og barnabðrn. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÍÐUR JÓHANNA HAFUÐADÓTTIR, andaöist 25. júní s.l. Jarðarförin hefur fariö fram. Hafsteinn t>. Björnsson, Steinunn Júlíusdóttir, Kristný Björnsdóttir, Kristinn Pétursson, Guðrún A. Björnsdðttir, Einar Guðmundsson og barnabðrn. + JÓN MAGNÚS RUNÓLFSSON, sem lézt aö elliheimilinu Hlévangi, Keflavík 3. þ.m., veröur jarðsettur frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. þ.m. kl. 2. Systkini hins latna. + Maöurinn minn og faöir okkar, JÓN BJARNASON, Garðbæ, Vesturgðtu 105, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 2 e.h. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti sjúkrahús Akraness njóta þess. Þórunn Jðhannesdóttir og dætur hins látna. + Hjartans þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför mannsins míns BJARNA BJARNASONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös viö sjúkrahús Patreksfjarðar fyrir framúrskarandi aöhlynningu í langvarandi veikindum hans. Ennfremur þökkum við kirkjukór Patreksfjaröarkirkju og öllum öörum sem heiðruðu minningu hans. Guö blessi ykkur öll. » Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda María Pélsdóttir, Lindarbrekku, Patrekafirði. Jóhanna Vigdís Jóhannesdóttir Hjartans þakkir i til allra fyrir auösýnda m samúö og vináttu við andlát og útför fööur míns, tengdafööur og afa GUNNLAUGS A. EGILSSONAR Stðragerði 22 • Inga G. Gunnlaugsdðttir, Sigríður Sigurjónsdðttir, Gunnlaugur Sigurjónsson, Rúnar Sigurjonsson. Sigurjðn H. Gestsson Hanna systir er dáin. Svo óvænt og fyrirvaralaust. Við sem lifum stöndum orðvana og harmþrungin, alltaf jafn óviðbúin að mæta því, sem að lokum hlýtur að verða. Hanna hét fullu nafni Jóhanna Vigdís Jóhannesdóttir, fædd 2. ágúst 1907. Nokkra áður en hún fæðist deyr faðir hennar og ekkjan móðir okkar, Kristín Benedikts- dóttir, stendur ein eftir með tvö börn og væntir hins þriðja. Þó að nú þyki ekki auðvelt fyrir ekkju að sjá 3 börnum farborða, þá myndi það verða að teljast leikur einn samanborið við árið 1907. Úrræðin voru þá helst að leita til góðra granna og þess vegna var Hönnu komið í fóstur til hjónanna Sigríðar Jóhannesdóttur og Guðmundar Gestssonar í Arnar- dal, þar sem hún dvaldi til 8 ára aldurs. Eins og fyrir flesta á þeim árum var ekki langri skólagöngu fyrir að fara, þó svo að hún hefði bæði getu og lóngun til. Jafnvel áður en aldur leyfði var ekki um annað að ræða en vinna sér fyrir lífsviðurværi. Skólagangan varð því ekki meir en barnaskólinn og einn vetur á hússtjórnarskóla á ísafirði. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir erfið kjör á uppvaxtar- árum, dugði henni vel á fullorðnis- árum það veganesti, sem hún fékk úr skóla lífsins. Hún naut þess líka að hún hafði góða greind og gat þess vegna búið það veganesti við allra hæfi. Árið 1933 skiptir sköpum í lífi Hönnu. Þá giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Albert Þor- geirssyni vélstjóra. Þau eignast 5 börn. Fyrsta barnið, drengur, dó í fæðingu og var það þungt áfall. Hin bórnin: Kristín, Gerður, Sveinn og Ester, öll vel af guði gerð og sannkölluð prýði sam- félagsins. Þau Hanna og Albert settust að í Reykjavík og hafa búið þar síðan. Það má segja að heimili þeirra frá upphafi verið eins konar haldreipi allra systkina hennar 6 að tölu um langt árabil. Því miður kynntist ég ekki Hönnu systur fyrr en hún og Albert buðu mér að vera í fæði heilan vetur meðan ég dvaldi við nám. Eitt af mörgu, sem ég hef aldrei fullþakkað. Allt frá fyrstu hjúskaparárum þeirra Hönnu og Alberts bar heimilið vott um mikla smekkvísi og myndarskap, þó efni til þess hafi aukist með árum. Þau voru samhent í því að allt væri snyrtilegt. Oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum, ekki aðeins skyld- menni heldur einnig vinir og kunningjar úr Súgandafirði og Reykjavík. Það voru góð og skemmtileg hjón að heimsækja, húsbóndinn glettinn og gaman- samur og húsmóðirin snögg og ákveðin í tilsvörum en góða skapið smitaði alla viðstadda. Skapgerð Hönnu systur orkaði þægilega á umhverfið. Lundin var létt og viðmótið þægilegt. Ég held að það sé ekki oflof þó ég segi að Hanna hafi reynst systkinum sínum eins og besta móðir. Stoð og stytta boðin og búin, ef á hjálp þurfti að halda. Umhyggjusöm við aldna móðursystur og sjúkan bróður, og alla sem leituðu til hennar með sín vandamál. En nú er lífsskeiðið runnið á enda. Dagsverki er lokið, dagsverk sem stundum var erfitt en fullt af hamlngju. Eftir stendur söknuður og tregi, en einnig minning um góða og ástríka móður, eiginkonu og ömmu. En hvert var þá dagsverkið? Sumum finnst það kannski lítið. En er það lítið að skila til þjóðfélagsins 4 börnum með heilbrigð lífsviðhorf, sem hún án efa átti mestan þátt í að móta, þar sem faðirinn var langtímum fjarverandi yegna sinnar atvinnu. Barnabörnin nutu þess líka í ríkum mæli að þau áttu góða ömmu, sem gott var að leita til. Við systkinin, Guðmundur, Sigurður, Þorvaldur, Benedikt, Guðrún og ég, flytjum börnum, barnabörnum, eiginmanni og öðr- um ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum Hönnu svo með þökk fyrir allt og biðjum henni velfarnaðar á óræð- um brautum eilífðarinnar. ólafur S. ólafsson. Kristjana Pálsdótt- ir - Minningarorð F. 21. maí 1889 D. 28. júní 1978 Kristjana var fædd á Bíldudal 21.5. 1899. Foreldrar hennar voru Jóhanna Árnadóttir og Páll Matt- híasson skipstjóri. Kristjana ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Kristjáni Sigurðssyni fiskmats- manni. Hún var vel gefin og stóð hugur hennar til að læra meira en hægt var að veita í smáþorpi, í þá daga. Varð það að ráði að hún var tekin á heimili föður síns og stjúpu í Reykjavík, og fór hún í Landa- kotsskólann einn vetur, þá 12 ára, og veturinn eftir í Kvennaskólann. Það bar fljott á því hve haga hönd hún hafði, enda ber heimili hennar þess vitni. Þar er mikil handa- vinna, útsaumur allskonar og + Þökkum innilega allar samúöar og vináttukveöjur viö fráfall eiginmanns míns og fööur, MARKÚSAR EDVARDSSONAR. Bryndís Andersen og synir. + 'lnnilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns og föður, BJARNA SIGMUNDSSONAR bílstjðra Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun og aöhlynningu. Guðrún Snorradóttir, Inga Bjarnadóttir, Snorri Bjarnason, Bjðrgvin Bjarnason, Bessi Bjarnason. einnig málverk, sem prýða heimili hennar, allt unnið af henni. Kristjana var þrígift, fyrsti maður hennar hét Sigurður Kristjánsson og var hann ættaður úr Ásahreppi í Húnavatnssýslu. Fluttust þau norður og bjuggu að Holti í Ásahreppi. Fljótlega missti hann heilsuna og andaðist eftir nokkur ár og voru það miklir erfiðleika- tíma fyrir unga konu, en Kristjönu brast ekki kjarkinn, hún tók sig upp og flutti allslaus af veraldar- auði til Reykjavíkur. Komst hún á heimili elzta bróður síns og ágætrar konu hans og dvaldist hjá þeim í eitt ár og vann í fiskvinnu og því sem til féll. Hún unni mjög þessari fjölskyldu alla tíð, enda trygglynd svo af bar, og hefur fjölskyldan haldið vel saman. Þó tvær systur búi í Englandi hefur verið mikið samband þar á milli. Einnig lærði Kristjana kjólasaum og stundaði þá vinnu í mörg ár ásamt fiskvinnunni. Síðar vann hún mörg ár í sælgætis- og efnagerð sem þá var rekin í Laugavegsapóteki. Síðar fór hún ráðskona til Vilhjálms Magnús- sonar verkamanns. Eftir 2 ár giftu þau sig og bjuggu fyrst í leiguhús- næði, en dugnaðurinn og hagsýnin réði ríkjum og var hafizt handa að eignast þak yfir höfuðið. Þau höfðu kálgarð í Kringlumýrinni og þar var kartöflukofi og nú var hafizt handa við að stækka kofann og gera hann svo úr garði að hægt væri að flytja þangað. Það voru meira en orðin, skúrinn var orðinn 2 herbergi og eldhús og geymsla eftir skamman tíma og þar var oft glatt á hjalla þegar við nokkrar vinkonur komum í heimsókn, þar.. I var hvorki hátt til lofts né vítt tii veggja en gestrisni og ánægja réði ríkjum, og allt virtist ganga að óskum. En enginn má sköpum .renna, enn barði sorgin að dyrum, Vilhjálmur veiktist snögglega og andaðist. Enn stóð Kristjana ein í litla húsinu sínu og margur hefði gefizt upp. Nei, enn sýndi hún hvað henni var gefið, óbilandi kjarkur og gott skap sem fylgdi henni fram á síðustu stund. Nú gat hún ekki búið ein um vetur svo langt frá öllum sínum vinum og venzlafólki. Var farið að athuga að fá annað húsnæði, og það tókst. Hún gat selt og keypt 1 herb. og eldhús við Snorrabraut og þar bjó hún. Og enn snerist lukkuhjólið, hún kynntist sínum síðasta lífs- förunaut, Kristjáni Júlíussyni vigtarmanni, sem nú stendur eftir háaldraður sómamaður sem bar hana á höndum sér í 24 ár og nú í veikindum hennar gerði allt sem Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.