Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 fn*fgmtli(ftfeftí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreidsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuAmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalatræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 100 kr. eintakiA. Hagkvæmara lána- kerfi fyrir hús- byggjendur Asíðustu árum hefur verið unnið að einu mesta réttlætismáli í fjármálakerfi þjóðarinnar, þ.e. að félagsmenn í almennum lífeyrissjóðum fái verðtryggðan lífeyri ekki síður en opinberir starfsmenn. Nokkur árangur hefur náðst eins og glögglega kom fram í viðtali, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir nokkru við Guðmund H. Garðarsson en hann skýrði frá því, að lífeyrir hefði sjöfaldazt á síðustu tveimur og hálfu ári. Annað stórmál í fjármálakerfi þjóðarinnar bíður hins vegar úrlausnar en það eru lánamál húsbyggjenda. Það má heita föst regla, að ungt fólk, sem er að hefja búskap, reyni þegar í upphafi að koma sér upp eigin húsnæði. Eign fyrir alla hefur verið kjörorð stærsta og öflugasta stjórnmálaflokks þjóðárinnar og í samræmi við það kjörorð hefur verið leitazt við að greiða fyrir húsbyggingum ungs fólks. Þetta er mikið átak enda þótt lánamöguleikar hafi aukizt með eflingu lífeyrissjóða og nýjum sparnaðar- og lánaformum viðskiptabanka og sparisjóða. í flestum tilvikum tekst ungu fólki að koma þaki yfir höfuðið og eignast fasteign á nokkru árabili. En þess eru líka mörg dæmi, að þetta mikla átak leiðir til sundrungar og upplausnar í sambúð vegna þess hve erfiðleikarnir eru miklir. Forstöðumenn lánastofnana ekki sízt, þekkja fjölmörg dæmi þess, að tilraunin til þess að eignast húsnæði hefur leitt til hjónaskilnaðar og upplausnar fjölskyldulífs. Þess vegna eru bætt lánakjör húsbyggjenda ekki aðeins fjárhagslegt atriði fyrir þá, sem í því standa hverju sinni, *ð byggja yfir sig, heldur félagslegt málefni, sem varðar hag og heill stórs hóps ungs fólks. Við íslendingar erum orðnir svo auðug þjóð, að peningarnir eru til staðar til þess að byggja upp hagkvæmara lánakerfi fyrir húsbyggjendur en nú er við lýði. En það þarf að leggja mikla vinnu í að skipuleggja lánakerfi, sem virkjar þá lánamöguleika, sem nú eru til staðar að því marki, að ungir húsbyggjendur, sem eru að byggja yfir sig í fyrsta sinn íbúðir af hóflegri stærð, geti almennt átt kost á 80% láni til langs tíma með hæfilegum afborgunum. Við núverandi aðstæður í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar er auðvitað útilokað að byggja upp slíkt lánakerfi án þess að um einhvers konar verðtryggingu fjármuna sé að ræða. En það er ekkert að því fyrir ungt fólk að borga lán til baka í sama verðgildi og þau eru fengin, ef greiðslutíminn er nægilega langur og vaxtabyrðin hæfileg. Húsnæðislánakerfið hefur þróazt á undanförnum árum án þess að veruleg tilraun hafi verið gerð til þess að endurskipuleggja það með þau markmið fyrir augum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Byggingasjóður ríkisins hefur reynt að hækka sín lán til samræmis við hækkun byggingar- kostnaðar. Lífeyrissjóðir hafa einnig reynt að fylgja í kjölfarið og nokkrar lánastofnanir hafa reynt að koma aðstoð sinni við húsbyggjendur í fast form. Hér þarf að gera nýtt átak. Það þarf að greiða fyrir því, að ungt fólk, sem er að hefja lífsferil sinn, geti eignazt húsnæði án þess að byrðarnar verði svo þungar, að undir þeim verði ekki staðið og fjölskyldur leysist upp. Hagkvæmara lánakerfi fyrir húsbyggjendur getur einnig orðið til þess að draga úr verðbólgunni vegna þess, að nú ýtir þung greiðslubyrði undir kröfugerð ungs fólks í launamálum og þeir sem starfa í verkalýðsfélögum vita mæta vel, að þaðan ekki sízt koma krófurnar um stöðugt hærri laun, sem atvinnureksturinn getur ekki staðið undir og einnig vegna þess, að þá verður verðbólgan ekki lengur í augum ungs fólks, sú hjálparhella, sem það telur hana vera í dag við að eignast húsnæði. Framundan eru erfiðar viðræður milli stjórnmálaflokka um stjórnarmyndun. Fari svo, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi aðild að þeim viðræðum er eðlilegt, að sá flokkur, sem mest hefur barizt fyrir eign fyrir alla, taki upp baráttu fyrir því að koma hér á fót hagkvæmara lánakerfi fyrir húsbyggjendur en nú er til. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur, semjiefur lagt áherzlu á, að ungt fólk eignist húsnæði. Aðrir flokkar, ekki sízt Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, hafa lagt mesta áherzlu á 'eiguhúsnæði. Vafalaust er stefna Sjálfstæðisflokksins í meira amræmi við vilja almennings og æskunnar en leiguhúsnæðis- tefna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. En þessari stefnu þarf ýjálfstæðisflokkurinn að fylgja eftir á þann veg, sem hér hefur verið lýst. „Við Bragi göni Myndir Braga Ásgeirssonar, Sverris Haralds sonar og Asgríms Jónssonar á sumarsýningu Norræna hússins, sem hefst á laugardag Bragi Ásgeirsí myndverk. • Sumarsýning Norræna hússins 1978 verður opnuð á laugardaginn kemur, 8. júlíkl. 15.00. Þettaerí þriðja sinn, sem Norræna húsið gengst fyrir slíkri sumarsýningu, og að þessu smni sýna þar verk Bragi Asgeirsson og Sverrir Haraldsson í boði hússins, og auk þess eru sýndar myndir eftir Ásgrím Jóns- son, fengnar að láni úr Ásgrímssafni. „Þessar sumarsýningar eru kannski aðallega hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn." sagði Þóra Kristjánsdóttir, forstöðumaður safnsins er Morgunblaðsmenn litu við i kjallara Norræna hússins í gær. „Gestir Norræna hússins á sumrin eru flestir erlendir, en á þeim tíma er einmitt lítið um málverkasýningar. Því buðum við tveimur nútímamálurum að sýna hér, auk þess sem gefið er sýnishorn af list Ásgríms. En engar af myndum Braga og Sverris hafa verið á sýningu áður." Þeim Þóru og Erik Sönderholm bar saman um, að viðtökur er- lendra ferðamanna við þessum sýningum hefðu verið góðar og til dæmis hefðu margar myndir selzt á sl. ári. Myndirnar úr Ásgrímssafni völdu Hjörleifur Sigurðsson og Bjarnveig Bjarnadóttir forstöðu- maður safnsins. Bjarnveig sagði að þau hefðu fyrst og fremst valið myndir sem fóru vel saman, en þetta eru vatnslitamyndir og sýna íslenzkt landslag og ýmsar kynja- verur úr fornum sögnum að hætti Ásgríms. Sverrir Haraldsson sýnir aðal- lega teikningar, portrett og nekt- armyndir, en auk þess fáein olíumálverk úr náttúrunni. „Þegar ég heyrði að Ásgrímssafn væri með vatnslitamyndir, fannst mér tilvalið að koma með eitthvað létt sjálfur," sagði Sverrir. „Annars vakti það einkum fyrir mér, að ég hef ekki sýnt teikningar svo lengi og auk þess langt síðan ég tók þátt í samsýningu síðast. Ég var ekkert í sýningarhugleiðingum þegar ég fékk boðið frá Norræna húsinu og teikningarnar eru flestar frá því í fyrra, en ein olíumyndin er hins vegar varla þornuð enn." Bragi Ásgeirsson var í óða önn að merkja myndir sínar. Hann sýnir aðallega teikningar, en auk þess eru á sýningunni tvö stór samsett verk, sem í fljótu bragði virtust vera hugleiðing um tím- ann, renaissance-málverk í nokk- urs konar spútnikumgerð og auk þess í myndfletinum tifandi klukk- ur og barometer. Sverrir virti um stund fyrir sér aðra klukkumynd- ina. „Við Bragi göngum svolítið hvor sína áttina," sagði hann. „Það er ekki þar með sagt, að vegur annars sé meiri en hins. En eftir Friðað svæði í Reykjafjarð- arál stækkað /66-59'N\ (nerw v / Á þessari mynd sést hvernig friðaða svæðið í Reykjaf jarðarál lítur út. FRIÐAÐA svæðið í Reykja- fjarðarál hefur nú verið stækkað til vesturs og var það gert með reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins í gær, samkvæmt tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar. í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir, að stækkunin sé til komin vegna þess, að allt frá því að veiðieftirlit var tekið upp í núverandi mynd hafi skyndilokanir verið tíðar á tilteknum svæðum við vest- ur- og norðurjaðar friðunar- svæðisins í Reykjafjarðarál. Einnig séu þess mörg dæmi, að togarar hafi hætt veiðum á þessum slóðum vegna smáfisks án þess að til skyndilokana hafi komið. Þvf sé augljóst að hér sé um mikilsverðar uppeldisstöðv- ar þorsks að ræða. Reglugerðin um stækkun svæðisins tekur gildi 10. júlí n.k. og markast svæðið eftir það að vestan af línu, sem dregin er frá Horni í 66° 55' n. br. og 21° 50' v. lengd., að austan markast svæðið af 20° 40' v. lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.