Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978
21
Hérer
gottað
dansa
»Gríma« frá Færeyjum
í Félagsheimili Kópavogs
Gríma — færeyskur
leikflokkurs
KVÆÐIÐ UM
KÓPAKONUNA.
Handrit og leikstjórni
Eydun Johannessen.
Leiklistarsaga færeyinga er
ekki ósvipuð okkar. Fyrstu
leikritin voru sett þar á svið um
miðja átjándu öld. Undir lok
nítjándu aldar voru fyrst samin
leikrit á færeysku. Færeyska á
færeysku leiksviði varð liður í
sjálfstæðisbaráttunni. Færey-
ingar búa ekki við neina leik-
listarlöggjöf — dönsk lög þar að
lútandi taka ekki til Færeyja.
Að koma á fót atvinnuleikhúsi í
Færeyjum hefur fyrst og fremst
strandað á mannfæðinni —
færeyingar teljast nú um fjöru-
tíu og fimm þúsund.
Farandleikflokkurinn Gríma
hóf starf í ágúst í fyrra og
byrjaði á þessu heimagerða efni
— þjóðsögunni Selkonan í
Mikladal sem Eydun Johannes-
sen hafði fært í leikbúning.
Leikritið var frumsýnt í smá-
byggð sem heitir Húsavík og
telur hundrað og áttatíu íbúa.
Félagar í Grímu eru fimm og
hafa þeir tekið sér fyrir hendur
að sannprófa hvort og hvernig
unnt sé að viðhalda atvinnuleik-
húsi í Færeyjum.
Gríma kom hingað til lands
vegna menningardaganna í
Vestmannaeyjum en sýnir leik-
ritið víðar um land; á mánu-
dagskvöldið var það t.d. sýnt í
Kópavogi og er það sú sýning
sem hér er gerð að umræðuefni.
Söguþráðurinn er í meginatrið-
um sá að selir ganga á land á
þrettándakvöld, kasta ham,
dansa og skemmta sér. Bónda-
sonur sér til þeirra, nær ham
einnar selkonunnar og felur.
Hún verður síðan kona hans og
fæðir honum börn. Um sinn lifir
hún lífinu sem mennsk mann-
eskja. En fordómar og frelsis-
skerðing í mannheimum reynast
henni ofraun — hún nær sels-
hamnum úr kistu bónda síns og
hverfur aftur til heimkynna
sinna.
Leikgerð sögunnar felst auð-
vitað í að koma söguefninu
sjálfu til skila. En einnig hefur
höfundur gert sér far um að
tengja söguna færeysku þjóðlífi
í nútíð og fortíð — atvinnuhátt-
Lelkllst
eftir ERLEND
JÓNSSON
um og menningu færeysku
þjóðarinnar í aldanna rás. Er
færeyski dansinn þá ekki undan
skilinn — hann er stiginn öðru
hverju undir kunnuglegum
stefjum. Sviðsskiptingar eru
örar og snurðulausar. Og svo
fjölbreytt er sýningin að tveir
klukkutímar án hlés eru ekki
lengi að líða. Leikflokkurinn
hefur sett markið hátt og er
þjálfun og tækni í besta lagi.
Leikmynd er einföld en áhrifa-
mikil. Og með hennar hjálp og
náttúrlegum hljóðeffektum
verður dulmögnun þjóðsögunn-
ar að veruleika á sviðinu.
Framsögn er skýr og óþvinguð
og raddbeiting hæfði vel stærð
sviðs og salar í Kópavogi.
Grímur — þar sem þær eru
notaðar — auka áhrifin og
magna enn þá þjóðsagna-
stemmningu sem er yfir verk-
inu. Talsvert er um dans- og
fimleikaatriði í sýningunni og
þótti mér sá þátturinn miður
æfður en hið taiaða orð og
svipbrigðatjáningin — ef undan
er skilinn færeyski dansinn sem
er runninn í merg og bein
hverjum færeyingi.
Samæfing leikaranna er góð
en mest hvílir sýningin á Biritu
Mohr sem leikur selkonuna.
Biritu er sýnilega ætlað að túlka
hið frumstæða, ósvikna og
óhefta í lífinu og það gerir hún
með tilþrifum og öryggi. Kven-
hlutverkin eru annars tvö, hitt
leikur Rosa á Rógvu Joensen.
Karlhlutverkin eru hins vegar
þrjú: Egi Dam leikur bónda
selkonunnar. Eydun Johannes-
sen vinnumann og Kári 0ster
ungan mann í breytilegu gervi.
Allir skila þessir leikarar hlut-
verkum sínum með ágætum.
Færeyskir listamenn biðja ekki
afsökunar á fámenni þjóðar
sinnar — og þurfa þess ekki!
Áhorfendur voru mestmegnis
leikarar og áhugafólk um leik-
list og var færeyingunum í
leikslok þakkað með hressilegu
og faglegu íslensku klappi.
— frítt um borð
Svari við athugasemd
Guðmundar Árnasonar, stór-
kaupmanns. í Morgunblaðinu 15.
júní s.l. vegna greinar undirrit-
aðs í Fréttabréfi H.F. Einskipa-
félags íslands, 2. tölublaði 1978,
um FOB-skilmála og „Inconterms
1953“.
Þegar menn leggja á sig fyr-
irhöfn við að rita greinar, sem
ætlaðar eru náunganum til gagns,
er það að sjálfsögðu gleðiefni, ef
einhver tekur eftir þeim. Undirrit-
uðum er það kunnugt, að
Guðmundur Árnason, stórkaup-
maður, hefur alltaf verið áhuga-
maður um viðskiptamál, eins og
kemur greinilega fram í því, er
hann segir í sambandi við greinar-
stúf undirritaðs, í Fréttabréfi
Eimskipafélagsins, 2. tölublaði
1978, um FOB-skilmála og
„Incomterms 1953“.
Þótt Guðmundur, ef marka má
af orðalagi í athugasemd hans,
hafi ekki mikla trú á áhuga
annarra manna í verzlunarstétt,
varðandi hagsmunamál af því tagi,
er hér er um að ræða, vegna
dræmra undirtekta undir fyrri
athugasemdir hans, þá virðist
reynsla undirritaðs sýna, að senni-
lega sé frekar hægt að rekja slíkt
til skorts annarra á framtaki, —
eins og kemur fram hjá Guðmundi
Árnasyni sjálfum, — fremur en til
áhugaleysis. Telur undirritaður
rétt að koma fram með svör (þótt
síðbúið sé vegna fjarveru) við
athugasemdum hans, bæði af
kurteisisástæðum og með tilliti til
þessa, einkum og sér í lagi ef það
gæti orðið til að skýra málin
nánar, en hægt er að gera í mjög
stuttri og takmarkaðri grein um
svo víðtækt mál, sem hér er um að
ræða.
Guðmundur bendir einkum á
eftirfarandi: Hann álítur að til-
gangur greinar minnar hafi verið
að taka af öll tvímæli um það,
hvað FOB (frítt um borð) sé og
hvað ekki. Þetta er fullkomlega
rétt ályktað, því einmitt þessi
skammstöfun FOB eða „Free on
Board" hefir ruglað margan.
Mergurinn málsins er sá, að
samkvæmt þeim skilgreiningum,
sem fjallað er um í greininni,
merkir „frítt um borð“ raunveru-
lega ekki það sem orðin segja, þess
vegna er skilgreiningar þörf. Hér
koma hins vegar til aðstæður, sem
mörgum er torvelt að skilja,
einkum vegna þess að svo margar
hliðar eru á þessu máli. Hin
glöggskyggna athugasemd
Guðmundar um að merkingin sé
í rauninni „Hér um bil frítt um
borð“ á þannig vissulega nokkurn
rétt á sér, því skilgreiningar
„Incoterms 1953“ eru einmitt
sumpart til þess gerðar að gera
þessu skil, meðal margs annars.
Sem dæmi má nefna, að „frítt um
borð“ þegar um stykkjavöru-
flutning á „liner" skilmálum er að
ræða merkir þannig annað eða
hefir annað gildi heldur en „frítt
um borð“ þegar um stórflutning er
að ræða á „Charter" skilmálum,
þar sem einn eigandi er að farmi
í skipi á móti því, að þegar um
stykkjavöruflutning er að ræða,
eru stundum hundruð ef ekki
þúsundir sendinga og móttakenda.
— Ef vara væri keypt það sem
kallað er FOB og ekkert annað
tekið fram, þá er almennur
skilningur sá víðast erlendis, m.a.
vegna tilveru „Intconterms" skil-
greininganna, að afgreiðslupunkt-
ur vörunnar sé „FOB Incoterms",
en það þýðir í raun og veru aðeins
það, að varan sé afhent niður að
skipshlið, þar sem Linterterms
flutningsgjaldið raunverulega
tekur við og innifelur lestunar-
kostnað í skipinu. Þarna kæmi því
ekki til að kostnaðurinn við lestun
þyrfti að borgast af vörukaupanda.
Þegar hins vegar um stórflutning
er að ræða, þar sem oft er samið
við farmflytjandann um flutnings-
gjald fyrir vöruna, án lestunar og
losunarkostnaðar, þá gæti vöru-
eigandinn, ef hann ekki þekkir
mismuninn á flutningsgjaldsskil-
málunum og í hvaða sambandi
þeir standa við almenna skil-
greiningu samkvæmt „incoterms",
orðið fyrir verulegum skaða. Hann
þarf þannig að þekkja skilmála
alla út í æsar, ef hann ætlar að
vinna með mismunandi skilmála í
flutningi og vörukaupum. Skaðinn
gæti falizt í því, að án þess að hafa
reiknað með því, þegar hann
kaupir vöruna FOB, að til nokkurs
aukakostnaðar komi umfram
flutningsgjaldið, þá verði hann að
borga til viðbótar kostnaðinn við
að koma vörunni af bryggjunni og
um borð í skipið og fyrir í skipinu
að auki. Þannig er Ijóst, að orðið
FOB er ekki nothæft í sama
skilningi í báðum þessum tilvik-
um, án sérstakra auka-skil-
greininga. I Liner-skilmálunum er
lestunarkostnaðurinn um borð í
skipið innifalinn í flutningsgjald-
inu, en í Charter-skilmálum ekki,
nema það sé sérstaklega tekið
fram.
I þessu sambandi má geta þess
að til eru töflur, er sýna hvernig
þessir skilmálar standa af sér,
hver gagnvart öðrum, svo að ekki
fari á milli mála. Verður ekki hjá
því komizt að geta þess, í þessu
sambandi, að hér er um talsvert
sérfræðilegt atriði að ræða, sem
útheimtir að menn séu kunnugir
öllum skilgreiningum „Incoterms
1953“ út í hörgul, svo tryggt sé, að
öll viðskipti séu bæði á hreinu og
enginn verði fyrir fjárhagslegum
skakkaföllum að ástæðulausu.
Þá telur Guðmundur, að það,
sem sagt er um þetta í grein
undirritaðs, túlki sjónarmið
erlendra flutningsmiðlara. — Er
leitt að Guðmundur hefur ekki
tekið eftir því að „Incoterms"
samkvæmt því sem sagt er í
greininni, eru samdar á Alþjóða-
verzlunarráðinu í París árið 1953,
til leiðbeiningar um skilning á
skilmálum í almennum samskipt-
um vörumiðlara og vöruseljenda
og vörukaupenda. — Hafa án efa
verið haldin um þetta þing, þar
sem bæði Alþjóðaverzlunarráðið
og áður greindir aðilar hafa átt að
aðild, tii að samræma sjónarmið
sín, sem svo þau koma fram í
þessum skilgreiningum, mönnum
til leiðbeiningar um skilning, en
ekki til að binda neinn. — Til að
geta samið um annað en það sem
þessar almennu skilgreiningar
innifela þurfa menn þannig að vita
hver hinn almenni skilningur er,
og byggja síðan samninga um
frávik á því. Þá virðist svo sem
Guðmundi hafi sézt yfir, að sagt er
einmitt á einum stað í grein
undirritaðs, að reikna megi með,
að hluti þóknunar til vörumiðlara
sé skuldfærður á farmskírteinið,
ef vörukaupandi hefur ekki sam-
ið um það fyrirfram við send-
anda, að hann (sendandinn) skuli
greiða allan FOB-kostnað hverju
nafni sem nefnist. Er leitt til þess
að vita, að þetta skuli hafa farið
fram hjá Guðmundi, þar sem þessi
athugasemd er ekki hvað sízt
byggð á vitneskju um það, að
einmitt Guðmundur sjálfur hafi á
sínum tíma (sennilega einn af
fáum) gert athugasemd af þessu
tagi við seljendur á vörum, með
þeim, með þeim árangri, að hann
fyrir framtak sitt og harðfylgi
losnaði við, þótt fáum öðrum hafi
tekizt það, að greiða þennan
kostnað, sem um er fjallað í
greininni. Skal það tekið fram, að
í umræðum við viðskiptamenn
hafa starfsmenn Eimskipa-
félagsins marg oft bent einmitt á
þetta fordæmi til leiðbeiningar
þeim, sem þurft hafa að fá
upplýsingar í sambandi við þessi
mál, og hefur það verið gert
einmitt til að sýna fram á hverju
megi koma til leiðar, ef menn taki
málið föstum tökum.
Að Eimskipafélagið sé að mæla
fyrir því að samið sé um vörukaup,
endilega á grundvelli skilmála
Incoterms 1953 er mikill mis-
skilningur hjá Guðmundi, því
þegar tækifæri hefur verið til,
hefur verið bent á fordæmi hans
sjálfs og menn, sem óánægðir hafa
verið, ekki vitað um þessa skilmála
og kvartað um kostnaðinn, verið
hvattir einmitt til að gera kröfu
um það til seljanda, að hann taki
allan kostnað á sig, hvað sem líður
skilmálum „Incoterms", einmitt
eins og Guðmundur hafði gert. í
þessu máli þarf Eimskipafélagið
ekki á neinu skálkaskjóli að halda.
Eimskipafélaginu og öðrum skipa-
félögum væri í lófa lagið að neita
að veita þá fyrirgreiðslu að taka
kostnað vörumiðlara í eftirkröfu,
en reynslan hefur sýnt að af slíku
mundi leiða svo víðtæk og marg-
vísleg óþægindi, einkum og sér í
lagi fyrir viðskiptamennina, að
slík lækning væri hrein hrossa-
lækning af verstu tegund, og byði
heim meiri vanda, en hún leysti.
Lækningin er hins vegar frekar og
hreinlega sú, að menn, á grund-
velli þekkingar á skilmálum,
semdu um að þessi kostnaður
kæmi ekki á þeirra bak, — og þar
er einungis við sendandann að
eiga. Allt annað er hreinlega út í
Framhald á bls. 23