Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 Glæsileg verðlaun á opna G. R. mótinu í golf i GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur gengst íyrir opnu golfmóti íyrir alla kylfinga landsins n.k. laugardag og sunnudag á golf- velli klúbbsins að Grafarholti. Fréttir úr ýmsum áttum DANSKA handboltalandsliðið er nú í keppnisferðalagi um Evrópu, eins konar verðlaunaferð fyrir góða frammistöðu á HM sem fram fór í Danmörku síðastliðinn vetur sællar minningar. Liðið lék m.a. við portú- galska landsiiðið og var það fyrsti opinberi landsleikur Portúgals. Leik- urinn var sögulegur, m.a. fyrir þær sakir, að heimadómarar sáu sjaldan ástæðu til þess að dæma á hetjurnar sínar og leystist leikurinn fljótlega upp í logandi slagsmál. Það mátti vart á milli sjá, hvort liðið hafði betur, bæði í leiknum og áflogunum. En með aðstoð dómaranna hafði portúgalska liðið forystu lengst af, en Dönum tókst að merja sigur, 20—19, alveg í lokin. - 0 - 0 - DAGANA 10.—26. júlí næstkomandi gengst frjálsíþróttadeild KR fyrir byrjendanámskeiði í frjálsum íþrótt- um á Melavelli. Námskeiðið hefst kl. 9 árdegis. Þátttökugjald er kr. 5000. Þátttakendur mæti kl. 8.30 fyrsta daginn til skráningar. - 0 - 0 - BARBARA Krause frá Austur Þýskalandi, setti nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi kvenna á umfangsmiklu sundmóti sem fram fór í Austur Berlín um helgina. Ungfrú Krause synti vegalengdina á 1:59,04 og er það 0,22 sekúndum betri tími heldur en fyrra metið sem landi hennar Kornelia Ender átti og setti fyrir tveimur árum. Hin 17 ára Andrea Pollack frá Póllandi setti nýtt heimsmet í 200 metra flugsundi, en hún synti vegalengdina á 2:09,87. Gamla metið átti hún sjálf og var það 2:11,20. Hún setti einnig met í 100 metra flugsundi, synti á 59,46 sekúndum, en fyrra metið átti Christianne Knacke, einnig frá Póllandi. Tími hennar var 59,78 sekúndur. Keppnisfyrirkomulag er svokall- að stabelford-forgjöf, 7/8 forgjöf, þannig að hæsta forgjöf er gefiri 21 sem þýðir 18 eða eitt högg á hverja holu. Mjög glæsileg verð- laun eru veitt í keppninni, að heildarverðmæti 5 milljónir króna, sem eru hæstu verðlaun er nokk- urn tíma hefur verið keppt um á íslandi til þessa. Bifreið er í verðlaun fyrir þann sem fer holu í teighöggi á 17. braut annan hvorn daginn. Auk aðalverðlauna verða ýmis aukaverðlaun sem koma eiga á óvart fyrir hvern og einn. Keppnin hefst laugardaginn 8. júlí kl. 10. Þátttakendum er boðið til kvöld- fagnaðar föstudaginn 7. júlí kl. 21.00 þar sem keppnisfyrirkomu- lag verður kynnt og nýjustu golfmyndirnar frá Bretlandi verða sýndar. Væntir stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur að sem flestir kylf- ingar mæti til leiks og njóti góðrar keppni og vinni til veglegra verðlauna. . Kaup og sölur í Englandi EJNS OG venjulega eru ýmsir mannaflutningar milli ensku lið- anna, allir eru að gera kjarakaup. Nokkrar markverðar sölur hafa farið fram síðustu vikurnar, t.d. fór John Mitchell frá Fulham til Millwall og Rachid Harkouk fór frá Crystal Palace til QPR. Alan Buckley, mesti markaskorarinn i ensku deildunum síðustu árin, fór til Derby. En kannske eru merkilegasta salan sú, að 1. deildar lið Norwich festi kaup á Martin Chivers sem um nokkura ára skeið hefur leikið í Sviss með Servette. Chivers sem var áður kunnur landsliðsmaður, er kominn töluvert á fjórða áratuginn, en Norwich hefur áður gert stórgóð kaup á „útbrunnum gamlingja" þegar liðið keypti Martin Peters frá Tottenham, en einmitt þar lék Chivers áður. Englendingar leyfa auglýsingar HITAMAL í Englandi hefur nú verið til lykta leitt. Frá og með næsta keppnistímabili, mega félög þar í landi leika með auglýsingar á búningunum sín- um, skilyrði er þó að þær séu ekki stærri cn 20x10 sentimetrar. Mikil fátækt ríkir og hefur ríkt um langt skeið meðal flestra félaga í ensku deildunum, einkum meðal þeirra f 3. og 4. deild. Hefur mál þetta verið í deiglunni um langt skeið vegna þeirra tekna sem félögin eiga kost á á þennan hátt, en lftt hafði miðað f samkomulagsátt vegna f halds- semi knattspyrnusambandsins þar í landi. Nú fékk hugmyndin skyndilega grænt ljós og getur því margur smælinginn farið að rétta úr kútnum. Verða Haukar Is- landsmeistarar? AÐ SÖGN formanns mótanefndar HSÍ, Ólafs Á. Jónssonar hefur Hljóp maraþonhlaup fimm ára gamall VISSULEGA er ég þreyttur og finn fyrir þreytu í fótleggjunum en að öðru leyti líður mér vcl, sagði fimm ára gamall snáði frá Bandarfkjunum, Bucky Cox að nafni, eftir að hann hafði nýlokið keppni í maraþonhlaupi, ti'mi Cox var fimm klukkustundir, tuttugu og fimm mínútur og níu sekúnd- ur. Eitt hundrað keppendur tóku þátt í maraþonhlaupinu sem fram fór í' Kansasrfki. 68 luku keppn- inní. þar á meðal Cox. Ekki mun þetta þó vera met hjá Cox í sfnum aldursfíokki, áður hafa tveir fimm ára snáðar hlaupið og betri tíminn var 4.56.36 klst. aðeins eitt 1. deildar lið tilkynnt þátttöku í íslandsmótið í hand- knattleik innanhúss. Frestur til að skila þátttökutilkynningum rann út 1. júlí. Eina liðið sem sendi inn þátttökutilkynningu var Haukar. Nú hefur fresturinn verið fram- lengdur til 10. júlí n.k. og eru það vinsamleg tilmæli formanns móta- nefndar að liðin sendi inn þátt- tökutilkynningar hið fyrsta. • Hart barist um boltann f landsleiknum gegn Færeyjum, en landinn hafði betur og vann verðskuldað 3—0. (Ljósm. Kristján). ídenskur s'gur á móti Færeyingum Jón Guðlaugsson ítrekar áskorun sína:_________________ Telur að Rono hafi tekið upp hjólastílinn HINN kunni hlaupari Jón Guð- laugsson úr HSK leit inn á Morgunbl. fyrir skömmu og undirstrikaði, að hann væri ákveðinn í að hlaupa landhelgis- hlaup sitt í haust. Eins og skýrt hcfur verið frá hyggst Jón hlaupa 200 mílur svo til í cinum áfanga í tilefni útfærslu landhelginnar. Hefur Jón skorað á alla íslenska hlaupara að mæta sér, þá mun erlendum hlaupurum einnig vera velkomið að taka þátt í hlaupinu. Jón, sem telur sig hafa fundið upp nýjan hlaupastíl, svokallaðan hjólastíl, er sannfærður um að hlauparinn heimsfrægi, Henrý Rono frá Kenýa, sem sett hefur hvert heimsmetið að undanförnu, hafi tekið upp þennan nýja hlaupastíl, og nái því svo góðum árangri sem raun ber vitni. Jón heldur því fram að Rono hafi lesið um stíl sinn í Morgunbl. er sagt var frá honum- á sínum tíma, eða jafnvel heyrt fjallað um hann í Ríkisútvarpinu. Jón hefur ákveðið að hlaupa landhelgis- hlaupið í september, svo framar- lega sem einhverjir keppi við hann. ÍSLENDINGAR sigruðu Færey- inga 3—0 í knattspyrnulandsleik í flokki drengja 14—16 ára sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkveldi. Voru öll mörk fslenska liðsins skoruð í si'ðari hálfleiknum. Þetta var þriðji landsleikur þjóðanna í þessum flokki. Hafa Islendingar sigrað tvisvar en Færeyingar einu sinni. Færeyingar voru öllu skárri aðilinn í fyrri hálfleiknum í gær, en sköpuðu sér varla umtalsverð marktækifæri. íslenska liðið var hinsvegar afar dauft og lék langt undir getu. Létu þeir hvað eftir annað dæma á sig rangstöðu, en allan leikinn lék færeyska liðjð rangstöðutaktik. Heppnaðist það fullkomlega í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari fundu íslensku drengirnir ráð við henni. I síðari hálfleik lifnaði mjögyfir leiknum og íslenska Iiðið lék oft ljómandi vel saman og náði að pressa stíft á mark færeyska liðsins. Og ef ekki hefði komið til stórgóð markvarsla hjá Per Ström markverði Færeyinga hefðu mörk- in orðið fleiri. Fyrsta mark leiksins kbm á 10. mínútu síðari hálfleiks. Það var Jóhannes Sævarsson Víkingi sem átti allan heíðurinn af því. Náði Jóhannes að einleika í gegn um færeysku vörnina og skjóta föstu skoti á markið, Per markvörður varði skotið en hélt ekki knettinum og Jón Þór Brandsson, sem fylgdi vel á eftir, var ekki í vandræðum með að renna knettinum í netið. Rétt 5 mínútum síðar er Sigurður Gústafsson í dauðafæri og á aðeins markmanninn eftir en skot hans er vel varið. Lárus Guðmundsson skorar annað mark íslands á 21. mínútu eftir að góð sending hafði komið inn í vítateiginn og lyfti Lárus knettinum laglega yfir úthlaupandi markvörðinn og sko- aði af öryggi. Á 30. mínútu leiksins er dæmd vítaspyrna á Færeyinga eftir að hinum eldfljóta leikmanni Helga Bentssyni hafði verið brugðið í góðu marktækifæri innan vítateigsins. Sigurður Grétarsson tók spyrnuna og skor- aði örugglega. Á lokamínútunum áttu svo íslensku drengirnir ágæt tækifæri en tókst ekki að nýta þau. Islenska liðið var afar slakt í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari sóttu þeir í sig veðrið og var þá allur annar bragur á leik þeirra. Bestu menn liðsins voru þeir Lárus Guðmundsson, Benedikt Guðmundsson, og Helgi Bentsson. Þá á íslenska vörnin hrós skilið því að þeir skiluðu hlutverki sínu mjög vel. Færeyska liðið barðist vel, og náði á köflum ágætum samleiks- köflum en þess á milli datt leikur þess niður. Bestu menn liðsins voru markvörðurinn Per Ström og fyrirliðinn Joanes Jacobsen. Þr. Útisigrar í 3. deild TVEIR leikir voru leiknir í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi, á Seyöisfirði léku Huginn og Hðttur og á Brelödalsvík áttust viö Hrafnkell Freysgoöi og Leiknir frá Fáskrúösfiröi. Leikur Huga og Hattar var mjög jafn allan tímann og heföi getaö fariö hvernig sem er, þó voru gestirnir íviö frískari og þeir náöu líka forystunni fljótlega með glæilegu marki Finns Ingólfssonar beint úr aukaspyrnu. Finnur skoraöi síöan aftur eftir aö hafa fengið stungusendingu, en heimamenn svöruðu með sjálfsmarki rétt fyrir hlé. I síöari hálfleik gekk hvorki né rak og lauk leiknum því með sigri Hattar, 2—1. Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann góðan sigur, 2—1 gegn Hrafnkeli Freysgoða, en leikurinn ,fór fram á Breiðdalsvík í gærkvöldi. Helgi - Ingvarson og Baldvin Reynisson skoruöu mörk Leiknis, en Jón Jónasson svaraöi fyrir heimamenn. Jón Guðlaugsson hlaupari. KS og Valur leika í kvöld í KVÖLD fer fram síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ, ef írá er talinn aukaleikur FH og Fram. Á Sigluíirði eigast við hcimamenn, KS, og Valur. Hefst leikurinn klukkan átta. Völlurinn á Siglufirði er að sögn í slæmu ástandi og spá margir Valsmiinnum erfiðum lcik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.