Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 29 fclk í fréttum + Iron Eyes Cody er Cherokee-Indíanni. í mörg ár hefur hann verið í félagi, sem berst gegn mengun amerískrar náttúru. A þessari mynd sést hann með Carter forseta en mengunar- mál höfðu þeir rætt. Til glöggvunar skal þess getið að Carter er til hægri á myndinni!! + Desmond Bagley hinn heims- kunni æsibókahöfundur var í Noregi á dögunum og lét vel af ferð sinni. Taldi sig hafa séð marga staði sem væru kjörin sögusvið fyrir bækur sínar. Kona hans, Joan Margaret, var með honum í förinni og lét Bagley þess getið, að kona sín væri fyrirmynd margra kvenna í bókum sínum. Þessu hafði frúin mótmælt og sagt að fyrirmyndin væri Sophia Loren. + Patricia Hearst, blaðakóngsdóttirin, kemur frá réttarhöldum sem haldin voru vegna hlutdeildar hennar í bankaráni. Á bak við hana sést lífvörður hennar, Bernard Shaw. Sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra að ungfrú Hearst og Shaw hyggi á giftingu. Móðir hennar hefur borið þann orðróm til baka. Engu að síður bíða allir spenntir. + Athyglisverð þóttu þau tilsvör Faildins, sænska forsætisráðherrans, er hann lét þau orð falla á hlaðamannafundi í vor að hann efaðist um að það væri þess virði að fórna einkalífi sínu fyrir störf í opinberri þágu. Hér er forsætisráðherrann á blaðamannafundi í Stokkhólmi með skóg af hljóðnemum og öðrum tækniútbúnaði 20. aldarinnar fyrir framan sig, í baksýn eru „alvopnaðir“ blaðaljósmyndarar. Orðsending frá Verkamannafélaginu Dagsbrún til verkamanna á steypustöðvum á félagssvæði Dagsbrúnar. Samþykkt hefur verið aö banna alla vinnu á steypustöðvum frá kl. 18.30 á föstudagskvöldum til venjulegs byrjunartíma á mánudagsmorgun. Sam- þykkt þessi gildir til 17. sept. n.k. Jafnframt ítrekar félagið fyrri samþykktir Verkamannafélagsins Dags- brúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar um bann á vinnu í fiskvinnslu á laugardögum og sunnudögum. Stjórn Dagsbrúnar. KOMNIR AFTUR Vinsælu trékloss- arnir komnir aftur, VERZLUNIN margar nýjar geröir. Póstsendum. GETsiPP Tísku- sýniog ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðnaðar og Hótels Loftleiða. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir fatnaðar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. ★ Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.