Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978
Að Saltvík á
Kjalarnesi hafa
Æskulýðsráð
Reykjavíkur og
hest amannaf é lagið
Fákur rekið reið-
skóla hin síðustu
ár. Hefur reiðskóla-
haldið mælzt vel
fyrir og aðsókn ver-
ið mikil og góð, það
góð að færri hafa
jafnan komizt að en
vildu. Reiðskólann
er ætlaður fyrir
börn á aldrinum
átta til 13 ára og
stendur hvert nám-
skeið hans í 10
daga. Mbl. brá sér
upp á Kjalarnes í
fyrri viku, er langt
var liðið á eitt nám-
skeiðanna og heils-
aði upp á starfs-
menn og nemendur
skólans.
í Saltvík á Kjalarnesi:
FYRRI GREIN
Er okkur bar að garði var
hópur nemenda að ljúka við að
leggja á hesta sína og að búa sig
undir að halda í útreiðartúr
undir leiðsögn kennara síns,
Aðalheiðar Einarsdóttur. Alls
voru í hópnum 20 börn og er það
fjórðungur þeirra barna, sem er
á hverju námskeiði. Börnin
koma með áætlunarbifreið til
Saltvíkur á hverjum morgni og
eru þau komin þangað klukkan
rúmlega níu að morgni. Leggur
bifreiðin af stað frá húsi Æsku-
lýðsráðs við Fríkirkjuveg um
áttaleytið og er síðan ekið sem
leið liggur vestur í bæ og þaðan
haldið áleiðis til Saltvíkur. A
leiðinni nemur bifreiðin staðar á
nokkrum stöðum og kemur þar
nokkur hópur barna í hana. Er
til Saltvíkur er komið er börn-
unum skipt í fjóra hópa, a-, b-,
c- og d-hóp og fer hver hópur í
einn útreiðartúr á hverjum degi.
Útreiðartúrinn er um fimm
stundarfjórðunga langur og er
' annað hvort riðið út á nes eða
* haldið niður í fjöru og hestunum
hleypt þar.
Meðan einn hópanna er í
útreiðatúr er reynt að hafa ofan
af fyrir hinum og er margt gert
til að stytta þeim stundir. I
Saltvík var áður fyrr rekið bú og
standa gripahúsin frá þeim tíma
enn. Flestum hefur þeim verið
breytt á einn eða annan hátt til
að börnin geti haft not af þeim
og svo er til dæmis farið með
gamla fjósið og hlöðuna.
Hlöðunni hefur verið breytt í
leiksvæði og er þar aðstaða til
iðkunar ýmissa knattleikja svo
sem knattspyrnu, körfubolta,
brennibolta, kíló og fleiri leikja
í svipuðum dúr. Þá hefur hlaðan
verið skreytt og reist hefur verið
svið við annan enda hennar og
er það notað til margvíslegra
hluta. Má nefna að einn daginn
fór fram á sviðinu sýnikennsla
á hesti, en hluti reiðskólans í
Saltvík er að kenna börnunum
að þekkja hina ýmsu líkams-
hluta hestsins með nafni. En
þennan fyrrnefnda dag var
hestur teymdur upp á sviðið og
sýndur krökkunum. Vakti þessi
sýnikennsla mikla hrifningu
meðal barnanna, þótt hestinum
hafi eflaust mislíkað hún. Er
sýningunni var iokið átti að
teyma hestinn niður af sviðinu
sömu leið og áður, en þá brá svo
við að hann neitaði að fara niður
af sviðinu. Tókst ekki með
nokkrum ráðum að fá hestinn til
að ganga niður tröppurnar og
ekki vildi klárinn stökkva niður
af sviðinu. Fóru málin á þann
veg að smíðaður var fleki sem
lagður var upp að sviðinu og
niður hann var hesturinn loks
teymdur. Varð af þessu mikið
umstang og þótti starfsmönnum
nóg um dynti hestsins, en
blessuðum klárnum þótti þetta
aðeins sjálfsögð þjónusta.
Saltvík, — lengst til vinstri er áhaldahúsið, Þar sem kvikmyndirnar eru sýndar, Þá kemur hlaðan, en fjósiö
er bak við hana. Súrheysturninn og sviðið eru bannsvæði í Saltvík.
„Þegar við förum út
ánes, þá eruhestarn-
ir oftar á brokki..."
Setið að snæöingi í fjósinu.
Fjósinu breytt
í matsal
Sambyggt hlöðunni er fjósið
og því hefur einnig verið breytt
til betri vegar. Ekki það að
básarnir séu þar ekki enn,
heldur hafa þeir nú öðlazt meira
gildi en áður. Nú matast börnin
í básum fjóssins, en flórinn er
horfinn og raunverulega er fátt,
sem minnir á fyrra hlutverk
fjóssins, nema nafnið. Nesti
koma börnin með með sér og
hefur verið brýnt fyrir þeim að
koma með gott og næringarmik-
ið nesti og að koma heldur með
heitt kakó en gosdrykki. Fer
meginþorri krakkanna eftir
þessum ráðleggingum, enda er
það svo að veður geta verið
leiðinleg í Saltvík og þá er gott
að hafa eitthvað heitt að dreypa
á.
En það er ekki aðeins að
hlaðan og fjósið séu notuð fyrir
nemendur reiðskólans heldur
eru húsin einnig leigð út til
dansleikjahalds. Hafa nokkrum
sinnum verið haldin hlöðuböll í
Saltvík og að sögn þeirra sem til
þekkja hafa þau böll tekizt með
ágætum og mikið fjör ríkt á
þeim.
Gamla íbúðarhúsið í Saltvík
er nú í niðurníðslu, en nú
stendur til að hressa svolítið
upp á það. Nýverið var komið
fyrir sturtum í kjallara þess, en
baðaðstaða hefur ekki fyrr verið
í Saltvík. Efsta hæð hússins, eða
háaloftið, er eini hluti þess, sem
eitthvað er notaður að marki, en
þar eru haldnar „dagvökur"
þegar illa viðrar. Safnast
krakkarnir þá þar saman og
syngja við undirleik starfs-
mannanna, sem leika á gítara og
flautu. Hefur sérstök söngbók
verið gefin út fyrir reiðskólann
í Saltvík, svo allir ættu að geta
sungið með. Þá eru sagðar sögur
og farið í leiki á „dagvökunni“,
en þær eru svo kallaðar vegna
þess að þær eru með sniði
kvöldvöku, en eru haldnar á
daginn.
Kvikmyndahús er starfrækt í
Saltvík og er það til húsa í
gamalli áhaldageymzlu staðar-
ins. Kvikmyndirnar, sem þar
eru sýndar, fjalla um margvís-
leg efni og kennir þar margra
grasa. En Roy gamli Rogers og
Stjáni blái eru þó sennilega
vinsælustu kvikmyndastjörn-
urnar í Saltvík og taka krakk-
arnir þátt í baráttu þeirra við
illþýði heimsins af lífi og sál. En
kvikmyndasalurinn er til ann-
arra hluta nýtilegur, en að sýna
kvikmyndir, þar eru einnig
borðtennisborð, sem njóta mik-
illa vinsælda meðal barnanna.
A Saltvíkur-met
í víðavangshlaupi
íþróttamót eru haldin af og til
í Saltvík og er þar keppt í
ýmsum íþróttagreinum svo sem
kúluvarpi, víðavangshlaupi og