Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1978 19 jeirsson sýnir verk frá tveimur ólíkum tímabilumt eldri teikningar og ný samsett Sverrir Haraldsson við sjálfsmynd. Hann sýnir einkum teikninRar í Norræna húsinu. gum hvor í sína áttina" þessum nýjustu myndum Braga að dæma, erum við alltaf að fjar- lægjast." Nú kom Þóra að og sagði að þau Erik hefðu fundið út, að þetta væri landslagssýning. Myndirnar sýndu bæði íslenzkt landslag og landslag íslenzkra kvenna. Hún vildi ekki segja, hvort þeirra hefði komizt að þessari niðurstöðu. „Ritstjóri ykkar, hann Styrmir, kom til mín um daginn og sagðist vanta afmælisgjöf," sagði Bragi. „Hann fór að grúska í gömlum myndum hjá mér og þegar hann var farinn greip mig mikill áhugi á að fullgera gamlar hugmyndir. Þessar teikningar voru allar í möppu hjá mér, svart-hvítar, en ég dreif þær í litabað og vann eins og hestur dag og nótt. Betra er seint en aldrei," og Bragi hló. „Ég er viss um að Styrmir verður montinn þegar hann fréttir þetta." En Sverrir var ekki alveg sáttur við klukkurnar hans Braga. „Þegar ég var að hegja upp í nótt var ég ekki með úr, og þegar ég ætlaði að styðjast við þessar þrjár klukkur og þar að auki barómeter, voru þær alveg ósammála og þar að auki allar vitlausar." Úr þessu varð að fá skorið. Næst þegar Bragi komst í kallfæri, var hann krafinn sagna um það, af hverju klukkurnar hans væru allar vitlausar. Hann svaraði því til, að við værum allir vitlausir. Sem fyrr segir, verður sumar- sýning Norræna hússins opnuð á laugardaginn kemur, 8. júlí. Hún verður síðan opin til 30. júlí, frá kl. 14 til 19 daglega, nema á fimmtudögum, þá verður hún opin til kl. 22 jafnhliða „opnu húsi“ fyrir erlenda ferðamenn með fyrirlestrum, tónleikum og kvik- myndum í samkomusalnum. Þá verða bókasafnið og kaffistofan einnig opin fram eftir kvöldi. Eitt verka Ásgríms Jónssonar á sumarsýjingunni. Myndin Keitir „Ur Njálu. Gunnar og Kolskeggur“ og er máluð 1918—’20. Mynd af Sigríði Tómasdóttur sett upp við Gullfoss MYND af Sigríði Tómasdóttur, í Brattholti, hefur verið sett upp við Gullfoss og sáu Menntamálaráðu- neytið, Árnesingafélagið og Samband sunnlenskra kvenna um það. Myndin stendur í steindrangi skammt frá götuslóðanum niður fossbrekkuna. Sigrún Guðmundsdóttir myndhöggvari réð umbúnaði mynd- arinnar en myndina gerði Ríkarður Jónsson. Menntamálaráðuneytið hafði fyrst samband við sýslunefnd Árnessýslu 1958 og lét í ljós áhuga á að minnast baráttu Sigríðar gegn því að Gullfoss yrði seldur útlendingum og fegurð fossins spillt. Þá var rætt um að láta gera vangamynd úr eir eftir teikningu Ríkharðs Jónssonar af Sigríði og fella hana í bergið við Gullfoss. Sýslunefnd var hlynnt þessari hugmynd og ráðuneytið fól Ríkarði að gera myndina. Ríkarður lauk við gerð vanga- myndar og var hún steypt í eir. Sigríður var ekki hrifin af að láta teikna af sér mynd og eyðilagði hún mynd þá er Ríkarður gerði fyrst. Ríkarður teiknaði strax aðra mynd af Sigríi meðan útlit hennar var honum ferskt í minni. Þá mynd sá Sigríður aldrei og eftir þeirri mynd er eirsteypan gerð. Varð af þessum sökum og öðrum löng töf því að koma myndinni á sinn stað, en ráðuneytið fól Þjóðminjasafninu að varðveita hana. Horfið var frá því að fella myndina í bergið við fossinn, en í þess stað mun hún verða í steindrangi eins áður hefur komið fram. íslenzka ríkið hefur verið eigandi Gullfoss síðan 1945 en þá keypti það fossinn af fyrri eigend- um fyrir 15 þúsund krónur. Eftirlíking af húsi Jónas- ar Hallgrímssonar smíðuð Menntamálaráðuneytið hefur farið þess á leit við Þjóðminja- safnið að það láti gera eftirlík- ingu af húsi þvf er Jónas Hallgrímsson bjó síðast í, hús- inu nr. 22 við Skt. Peders Stræde, í Kaupmannahöfn. Eft- irlíkingin yrði af stærðinni 1.50 og sýndi útlit þess og næstu húsa við götuna svo og hluta af húsinu hið innra (anddyri, stiga og herbergi, sem skáldið bjó í). Á húsinu er tafla úr eir, sem frú Ingeborg Stemann cand. mag. hlutaðist til um að komið yrði þar fyrir, en Arne Finsen húsasmíða- meistari gerði uppdrátt að töfl- unni. Á töflunni stendur „Den islandske digter Jónas Hallgríms- son, födt pá gaarden Hraun í dönsku arkitektafélagi, sem unnið hefur verkefni fyrir safnið áður, að semja við módelsmið um að taka líkanasmíðina að sér. Ekki hefur hann haft frekari fréttir af þeim samningaumleitunum. Hann taldi að verkið gæti tekið þó nokkuð langan tíma þar sem afla verður fyrst upplýsinga um upp- haflegt útlit húss Jónasar Hall- grímssonar. Öxnadal 16. November 1807, död í Köbenhavn 26. mai 1845 havde der sin sidste Bolig." Húsinu mun hafa verið allmikið breytt en talið er unnt að fá upplýsingar um hvernig húsið hafi litið út á þeim tíma, er Jónas bjó þar. Ráðuneytið telur ástæðu til að hafa sama hátt á um fleiri hús, svo sem hús Jóns Sigurðssonar, Öster- voldgade 12. Það telur einnig æskilegt að setja minningar- og upplýsingatöfiu á ýmis önnur hús í Kaupmannahöfn og á staði sem á einn eða annan hátt eru sérstaklega tengdir sögu íslands. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur tjáði blaðinu að hann hefði falið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.