Morgunblaðið - 12.07.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1978
Heimir Steinsson rektor:
Sérkenni
lýðháskóla
Hvað er „lýð-
háskóli44?
Þótt nú séu liðin nær sex ár frá
þvi að lýðháskólahald var að nýju
til hafið á íslandi með stofnun
Skálholtsskóla, verð ég þess
þrásinnis var, að mönnum er það
tæpast svo ljóst sem skyldi, hvers
konar skólahald hér er á ferð. Ef
til vill liggja orsakirnar í augum
uppi: Þótt nemendur þeir, sem
stundað hafa nám í Skálholts-
skóla, séu nú á þriðja hundraði,
verður ekki sagt, að skólinn sé
ýkja fyrirferðarmikill á lands-
mælikvarða. Aldrei hefur verið
efnt til stórvægilegra auglýsinga-
herferða, þótt hér væri brofið upp
á nokkru nýmæli. Það er því ekki
að undra, þótt ýmsir spyrji: Hvað
er lýðháskóli? Hvaða sérkenni
hefur þess konar stofnun? Og að
hve miklu leyti er unnt að segja,
að Skálholtsskóli standi undir
nafni sem lýðháskóli á Islandi?
Valírelsi
Eitt þýðingarmesta einkenni
lýðháskóla er þetta, aö honum er
ætlað að bjóða nemendum svo
fjölþætt námsefni samkvæmt
frjálsu vali sem framast er kostur
á. Á eiginlegum lýðháskóla eru
ekki aðrar greinar skyldubundnar
en þær, sem allir geta orðið á einu
máli um, að hverjum skóla beri að
sinna. Sá sameiginlegi kjarni er
umfram allt móðurmál og þjóðar-
saga, auk almennrar menningar-
sögu og yfirlits yfir samtímavið-
burði. Aðrar greinar allar eru
valfrjálsar á lýðháskóla, og þannig
er málum háttað í Skálholti á
komandi vetri.
Þegar um það er rætt, hvernig
hagað skuli valfrjálsu námsefni á
lýðháskóla, verður einkum tvennt
ofarlega á baugi: Annars vegar
reynir lýðháskóli að gefa nemend-
um kost á að bæta hlut sinn í
ýmsum hagnýtum greinum, svo
sem tungumálum og raungreinum.
Hins vegar kappkostar skólinn að
láta nemendum í té einhver þau
viðfangsefni, er varða manninn og
veröld hans. Er hér oft og einatt
um að ræða þess konar námsgrein-
ar, sem ekki er unnt að sinna á
skyldunámsstigi og einnig hefur
verið takmarkaður gaumur gefinn
víða innan framhaldsskóla.
Allt er þetta efni valfrjálst sem
fyrr segir. Getur sérhver nemandi
einbeitt sér að þeim hugðarefnum
einum, sem honum eru kærust
ellegar hann telur sig hafa mesta
þörfina fyrir. Með þeim hætti
ganga menn til dagsverksins
fúsari en ella og ná að sama skapi
drýgri árangri.
Engin próf —
nám án streitu
Það sérkenni lýðháskóla, sem
alla jafna þykir hvað mestum
tíðindum sæta, er í því fólgið, að
skólar þessir leggja engin próf-
verkefni fyrir nemendur, hvorki á
námstímanum né við leiðarlok. Sú
er sannfæring lýöháskólamanna,
studd langri reynslu, að valfrjálst
nám, án þess þrýstings, sem próf
Ilcimir Steinsson rektor
hafa í för með sér, reynist mörgum
ungmennum og raunar fólki á
öllum aldri næsta heillavænlegt.
Með þessu er engum steini varpað
að þeim skólum, er iðka próf. Hinu
er haldið fram, að við hlið slíkra
skóla sé þörf fyrir próflausar
menntastofnanir, þar sem nem-
endum gefst kostur á að staldra
við og styrkja sig í einstökum
greinum að eigin vali ellegar íhuga
sitt ráð við lestur nýstárlegra
fræða. Að lokinni slíkri viðdvöl er
nemandinn hæfari til þess en fyrr
að bregða á leik á skeiðvelli hins
almenna skólakerfis og reyndar á
vinnumarkaði einnig. Nemandinn
hefur hvílst frá þeirri streitu, sem
einkennir þjóðfélag samtímans.
En hvíld frá streitu merkir ekki
hið sama og hvíld frá námi.
Reynsla lýðháskólanna sýnir ein-
mitt, að það nám án streitu, sem
iðkað er innan veggja þeirra, getur
í ýmsum tilvikum orðið árangurs-
ríkara og markvísara en hinn
harðasti próflestur.
Veganesti og
brautargengi
Þótt engin próf séu tekin á
eiginlegum lýðháskólum, fer því
fjarri, að nemendur hverfi þaðan
á brott allslausir. Við lok náms-
tímans er hverjum og einum
afhent námsferilsvottorð, þar sem
gerð er grein fyrir því, hvað
hlutaðeigandi hefur stundað
vetrarlangt. Jafnframt hlýtur
hver sá, sem þess óskar, umsögn
eða meðmæli frá skólanum, og er
þar einkum gerð grein fyrir þeim
framförum, sem nemandinn hefur
tekið. Gögn þessi hafa veitt
mörgum nemanda brautargengi í
þeim löndum þar sem lýðháskólar
eru rótgrónir, en hið sama hefur
einnig orðið uppi á teningnum hér
á landi. Auk þessa hefur nemand-
inn heim með sér að veganesti
ýmis þau efni, er áður voru nefnd,
og draga mætti saman í hugtakinu
„persónuþroski".
Víðsýni og fjölskyggni
Með hinu síðast greinda er
komið að því stefnumiði lýð-
háskóla, sem telja má grundvöll
þeirra allra. Lýðháskólar eru
starfræktir með ýmsum hætti og
studdir af sundurleitum aðilum.
En eitt markmið eiga þeir sam-
eiginlegt og það er þetta að leiða
nemendur fram á þann sjónarhól,
er horfa má af til allra átta. Vilji
forystumenn menntastofnunar
raunverulega efla lýðháskóla,
hljóta þeir að opna allar gáttir og
bjóða velkomið sérhvert það við-
horf, er kynnir sig af háttvísi og
sanngirni. Með þeim hætti einum
fá víðsýni og fjölskyggni dafnað,
— og þar með sú mennska, sem
lýöháskólum öllu öðru fremur er
ætlað að standa vörð um. En sú
mennska er uppistaða þess
bræðralags skólasystkina, kenn-
ara og vina, sem er aðalsmerki
lýðháskólahreyfingarinnar um
Norðurlönd öll.
Hcimir Steinsson.
Amnesty fórnarlamb
eigin velgengni
GÓÐUR mælikvarði á vaxandi
áhrifamátt Amensty Inter-
nationai siðan samtökin urðu
til í kjölfar greinar í Observer,
er að samtökin hafa hlotið
Nóbelsverðlaun og að greinar-
gerðir þeirra eiga mikinn þátt
í að móta stefnu Bandaríkj-
anna f utanríkismálum.
En jafnframt þvf að vaxandi
vonir eru bundnar við störf
samtakanna eftir að þau hlutu
Nóbelsverðlaun og voru tekin
undir smásjá, hefur gagnrýnin
á þau vaxið að sama skapi.
Harðasta og skaðlegasta árásin
var gerð sl. vor. Arás sem
Amnesty tók svo aivarlega, að
deild f einu landi taldi sig
tiineydda að svara henni opin-
berlega og í smáatriðum.
Sú gagnrýni kom fram í grein
Stephens nokkurs Milier í hinu
virta bandaríska mánaðarriti
Commentary, sem Bandaríska
gyðingaráðið gefur út. Greinin,
sem birt var sem gagn í
Þingtíðindum, hefur gefið and-
stæðingum samtaksnna byr
undir vængi, því þeir telja að
þar hafi verið dregnir fram
annmarkar þessara mann-
réttindasamtaka og opinberiega
komið fram það sem margir
hugsuðu í hljóði. Þetta hefur
valdið talsmönnum Amnesty
áhyggjum, því þeir segja að
Miller, sem er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fræðsluáætlana
við Úthlutunarstofnun til
mannúðarmála, hafi misskilið
hlutverk Amnesty og byggt árás
sína á yfirborðskönnun á starf-
semi þess.
Helzta gagnrýni Millers er að
Amnesty haldi óaflátanlega
áfram að safna gögnum um
misgerðir hægri stjórna, en líti
undan meðan vinstri stjórnir á
borð við Kambódíustjórn komist
upp með þjóðarmorð.
Upplýsingar hans virðast
byggðar á ársskýrslu samtak- ;
anna fyrir árið 1977, þar sem
hann hefur uppgötvað að miklu
meira rými er eytt í stjórnvöld
sem eru á hægri væng en allar
vistri stjórnir til samans.
Hann sakar Amensty um að
vera hallt undir skoðanir sem
ríkjandi eru almennt í alþjóða-
málum. Með því að telja línu-
fjölda er fellur í hlut hverrar
þjóðar, telur Miller sig finna
mat Amnesty á mannréttindum
í því landi. í ársskýrslunni 1977
finnur hann að Sviss er vert
tveggja greina, en Norður Kórea
er aðeins einnar greinar virði.
Hann vekur athygli á því, að
14 samviskufangar hafi verið
teknir upp á arma samtakanna
í Bandaríkjunum, en aðeins 25 á
Kúbu, þar sem viðurkennt er að
pólitískir fangar skipti þúsund-
um. Jafnmargar blaðsíður, eða
hálf fimmta síða, eru helgaðar
Kína og Singapore; en hálf
fimmta blaðsíða skýrir frá
ástandinu í Suður-Kóreu á móti
tveimur blaðsíðum um
Kambódíu.
Með löngum gagnrýnilista,
þar sem m.a. er staðhæft að
Amnesty hirði meira um
hungurverkfall í Israel en
„blóðugustu byltingu sögunnar"
í Kambódíu, dregur Miller þá
ályktun að „erfitt sé að forðast
þá niðurstöðu að einhver stefna
eða að minnsta kosti einhvers
konar meðvitað viðhorf standi
að baki þeirri vaxandi tilhneig-
ingu að hvísla lágt þegar málið
snýst um Víetnam, Kúbu, Kína
og Kambódíu, en hrópa af krafti
þegar komið er að Argentínu,
Chile, Filippseyjum og Suður-
Kóreu.
Sé þetta rétt, þá eru ásakanir
Millers mjög alvarlegar.
Amnesty hafnar þeim algerlega
og í smáatriðum, þar sem segir
að Miller telji Amnesty sýnilega
stóra skriffinnskustofnun með
mikil fjárráð, sem fáist við að
meta mannréttindabrot um víða
veröld og beri framferði eins
lands saman við annars.
Þegar stefnuskrá Amnesty er
lesin, sést að fyrsta boðorðið þar
á blaði er að starfið verði að
vera „óháð pólitískum viðhorf-
um“ og erfitt væri að finna
pólitíska hlutdrægni í störfum
þessara 200.000 ólaunuðu
meðlima, sem starfa í frístund-
um sínum í yfir 100 löndum.
Sennilegt er þó að almennt
séu ungir hugsjónamenn í fullu
starfi í London, sem vinna við
rannsóknastörf og útgáfustarf-
semi, vinstri sinnaðir.
En allar upplýsingar, sem
einhver einn starfsmaður safn-
ar, eru yfirfarnar af að minnsta
kosti einum öðrum í þeirri
ákveönu deild, áður en þær eru
birtar.
Að vissu marki hefur
Amnesty orðið fórnarlamb sinn-
ar eigin velgengni. Starfsliði í
fullu starfi hefur fjölgað um
helming, upp í 30 manns í
London, þó það dugi engan
veginn til að mæta kröfunum,
sem nú eru gerðar til samtak-
anna. Hvar. sem mannréttindi
eru brotin í heiminum, eiga
menn nú von á að heyra frá
Amnesty. En auðvitað verður
starfsfólkið að marka sér for-
gangsverkefni vegna tak-
markaðs efnahags. Einn starfs-
maður er kannski að vinna að
upplýsingaöflun í allt frá 2—3
löndum og upp í 20 lönd á sínu
ábyrgðarsvæði. Þannig hefur
Kína verið tekið sem mikilvæg-
asta landið til rannsókna í
Asíudeildinni, á kostnað
annarra, þar á meðal Kambódíu.
En sá heimshluti er mjög
dreginn fram í gagnrýni Millers.
Vandinn í sambandi við brot á
mannréttindum í Kambódíu er
mikill. Þar er einfaldlega um að
ræða skort á upplýsingum, sem
kemur í veg fyrir frekari
rannsóknir, segir Amnesty.
Hvað eftir annað hefur verið
lagt að stjórnendum að veita
upplýsingar, sem ekki hefur
verið svarað.
Samtökin hallast að því í
hlutleysis- og nákvæmnisskyni
að byggja skýrslur sínar á
viðtölum við flóttamenn einum
saman. Ásakanir um brot á
mannréttindum eru rannsökuð
þegar þeirra verður vart og
Amnesty leggur á það áherslu
að samtökin hafi enga aðstöðu
til að meta framkomu einnar
þjóðar í samanburði við aðra,
jafnvel þó þau hefðu hug á því.
Það, sem Amnesty leggur
mesta áherslu á að mótmæla, er
þessi „talnaleikur" Millers.
Dregnir eru fram gallarnir á
mati á efni ársskýrslunnar með
línutalningu einni saman, og
lagt út af því: af 20 línum um
Sviss eru 12 um ástæðurnar
fyrir því að ekki er hægt að bera
undir atkvæði fyrr en á árinu
1980 meðferð á rétti manna til
að hafa skylduþjónustu af sam-
viskuástæðum, þar sem 7
línurnar um Norður-Kóreu
fjalla um algera ritskoðun á öllu
sem fjallar um mannréttindi.
Við höfum tekið 25 fanga upp
á okkar arma á Kúbu, segja
samtökin, af þeirri einföldu
ástæðu að ekki eru fleiri tilfelli
fyrir hendi, sem eru í þann
stakk búin.
En Dick Oosting, varafram-
kvæmdastjóri Amnesty
International viðurkennir að
samtökin eigi í vaxandi erfið-
leikum. „Við eigum við vanda-
mál að stríða, ekki síst eftir
Nóbelsverðlaunin," segir hann.
„Sífellt reynist meiri erfiðleik-
unt bundið að uppfylla það sem
búist er við af okkur. Kannski
höfum við hlotið viðurkenningu
of fljótt, og e.t.v. hefðum við alls
ekki átt að hljóta hana.“
„Þeir sem saka okkur um að
gera tvennskonar kröfur, leggja
sjálfir á tvenns konar mat. Við
tökum til hendi hvar sem
nauðsyn krefur og möguleikar
eru á því. Þetta fólk ætti að
leggja mat á störf okkar á heilu
ári, með því að athuga hvað við
höfum gert og líta á allt það sem
við höfum gefið út.“
Orðstír samtakanna er samt
það sem Amnesty lætur sig
einna mestu varða. „Óáreiðan-
leiki hangir yfir höfði okkar eins
og Damoclesarsverð. Ein mistök
og samtökin líða fyrir þau, segir
Oosting að lokum.