Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 11 „Andalæknarnir velta milljónum II UNDANFARIN ár hafa Filippscyjar stöðugt laðað til sín fleiri og fleiri erlenda ferðamenn. Filippseyjar hafa vafalaust upp á ýmislegt að bjóða sem ferðamenn sækjast eftir, en þó eiga hinar svo nefndu andalækningar senni- lega mestan þátt í vinsældum Filippseyja sem ferðamanna- staðar nú seinni árin. Á hverju ári streyma stöðugt fleiri þúsundir ferðamanna til Manila til að fá lækningu við sjúkdómum sfnum Illar tungur segja að ef þessi hópur af fólki, sem til landsins kemur til að leita sér lækninga, myndi minnka verulega. yrði flug- félagið á Filippseyjum. „Philippine Air Lines“, fyrir miklum fjárhagserfiðleikum, þannig að mikið er í húfi að halda uppi ferðamanna- straumnum til landsins. En hvað er það sem þessir filippísku andalæknar geta, og fær svo marga til að borga háar fjárupphæðir til að komast til þessa lands? Það er fullyrt að andalæknarnir geti læknað hvaða sjúkdóm sem er með guðdómlegum krafti. Furðulegt er að sjá mannlega veru fjar- lægja bólgukýli, gallsteina eða nýrnasteina án þess að nota til þess nokkur tæki. Þegar fólki eru sýndar kvikmyndir og Ijósmyndir af þessum lækningum er eðlilegt að margir velti því fyrir sér hvort það geti ekki ennþá gerst kraftaverk. í mörg ár hafa þessir hlutir verið ræddir fram og aftur og borin fram rök og mótrök við andalækningunum. Reynt hefur verfð að útskýra hvað þarna gerist íraunveruleikanum, en eins og margir vita er það jafnvel erfiðara en að afsanna hlutinn algerlega. Fyrir um það bil 5 árum fór bandaríski skurðlæknirinn William A. Nolen til Filippseyja í því skyni að reyna að rannsaka málið sjálfur. Hann heimsótti nokkra þekkta andalækna, eins og til dæmis Tony Agpaoa, sem hefur um 10 til 15 milljónir íslenskra króna í tekjur á mánuði. Aðrir frægir anda- læknar, sem Nolen ræddi við, voru David Oligani, Joe Mergado og Josephine. Eftir ferðina til Filippseyja gaf Nolen út bókina sem á enskri tungu nefnist „Healing", en þýða mætti sem „Lækning- in“. Að margra dómi líktist þessi bók einna helst sakamála- sögu, þar sem sannleikurinn er afhjúpaður í bókarlok. I bókinni er sagt frá margskonar furðu- legum „skurðaðgerðum", sem Nolen sjálfur var viðstaddur. Þar kemur fram að lækninga- aðferðirnar breytast ekki mikið þótt um mismunandi sjúkdóma sé að ræða. Lækningin fer venjulega þannig fram að sjúklingurinn leggst á bekk, þar sem andalæknirinn rannsakar hann og notar til þess berar hendurnar einar. Þegar guðleg- ar hendur hans nálgast hinn sjúka stað í líkama mannsins, skrá þær niður sjúkdóminn. Hendur andalæknanna gegna því svipuðu hlutverki og rönt- gentæki okkar Vesturlandabúa. Þegar sjúkdómurinn hefur verið staðsettur og skilgreindur undirbýr aðstoðarstúlka aðgerðina. Hún leggur baðmullarkúlur á stærð við hænuegg nálægt hinum sjúka og stillir flösku með tærum vökva við hliðina á rúminu. Þá er allt tilbúið fyrir aðgerina. Áhorf- endurnir, sem flestir eru sjúklingarnir sem bíða eftir að röðin komi að þeim, fylgjast ákafir með öllu. Því næst biður andalæknirinn stutta bæn, en frá bæninni fullyrðir hann að hinn yfirnáttúrulegi kraftur komi. Andalæknirinn hreinsar sjúka staðinn með tæra vökvan- um úr flöskunni og byrjar að nudda staðinn. Síðan þrýstir hann húðinni í tvo hluta og hefur góða skoru þar á milli. Skyndilega sést ekki lengur ysti hlutinn á fingri andalæknisins, og virðist sem hann sé kominn lengst inn í líkama sjúklingsins. Þessi ályktun áhorfenda staðfestist þegar dökkruður vökvi byrjar að leka út á milli fingra andalæknisins. Enn betur staðfestist þó þetta þegar stuttu seinna kemur í ljós eldrauður hlutur í annarri hendi andalæknisins og kippir hann honum með sigrihrósandi hreif- ingu burt. £etta er kýlið sem olli sjúkdómnum, og andalæknirinn hefur fundið — og sönnunar- gagnið fyrir því að aðgerðin hafi heppnast. Nú er aðeins eftir að þurrka burt blóðið af líkama sjúklingsins og þegar því er lokið lítur sjúklingurinn undrandi upp og virðist hissa á því að aðgerðin tók ekki nema örfáar mínútur og hann fann ekki hið minnsta til. Líkami hans er nú laus við sjúkdóminn. Er þetta kraftaverk — eða hvað? Ennþá undarlegri er augna- aðgerð sem dr. Nolen lýsir í bók sinni. Eftir örstutta þuklun á svæðinu umhverfis augað stendur andalæknirinn allt í einu með augað í höndunum, eins og ekkert væri eðlilegra. Hann dregur það út um 7—8 sentimetra frá augnatóftinni og þurrkar af því með vasaklút, á svipaðan hátt og menn þurrka framrúðuna í bíl, en setur síðan augað á sinn stað aftur. Því næst reisir sjúklingurinn sig upp og blikkar augunum og hrosir bakklátleea til anda- læknisins, stendur upp og fer. Svo, einfalt var það nú. Fólk sem einhvern tíman hefur haft samband við anda- lækna hefur margar aðrar svipaðar sögur að segja. Þær hafa síðan orðið til þess að fjöldi fólks streymir til Filippseyja í von um að fá bót meina sinna. En getur það verið að hægt sé að lækna hvers kyns sjúkdóma á þennan hátt? Sjúkdóma sem læknar á Vesturlöndum hafa ekki getað ráðið við, eða þá að þeir þyrftu að gera mun erfiðari og hættulegri aðgerðir til að geta læknað þá? Flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á anda- lækningum í dag benda í þá átt að þær séu einungis vel útfærð- ar sjónhverfingar. I nýlegri bandarískri blaðagrein segir James Randi, bandarískur sjón- hverfingamaður, frá því hvernig hægt sé á mjög einfaldan hátt að látast opna líkama sjúklings og fjaríægja kýli. En blekkingin styrkist þegar blóðlitur vökvi kemur í ljós, því hvað er eðlilegra en að það blæði þegar líkaminn er opnaöur. Rannsóknir á þessum hlutum hafa þó sýnt að það er ekki Filippísk skurðaðgerð. Engin tæki eru notuð — aðeins hendurnar. raunverulegt mannablóð sem þarna kemur í ljós, heldur eitthvað annað. Hvað það er getur verið breytilegt hjá anda- læknum en venjulega er um dýrablóð að ræða, sem þá hefur verið komið fyrir í höndum andalæknisins á einhvern hátt, áður en aðgerðin hefst. Margir nota þó einhvern annan vökvá, sem líkist mannablóði. Rannsóknir hafa einnig sýnt að innyflin, sem koma í ljós við þessar andalækningar, eru yfir- leitt úr dýrum, og þá oftast úr kjúklingum. í einu tilfelli var verið að fjarlægja nýrnasteina úr kanadískum sjúklingi. Hon- um tókst að koma við nýrna- stein, sem verið var að fjarlægja og fullyrti hann á eftir að þarna hefði ekki verið um neinn nýrnastein að ræða, heldur sykurmola. Þó er yfirleitt ekki auðvelt að rannsaka þessa hluti, því um leið og andalæknirinn hefur sýnt áhorfendum það sem um er að ræða tekur aðstoðar- stúlkan við því og brennir það í flýti. Eru þá filippísku andalækn- ingarnar eingöngu skottulækn- ingar og aðalsjónarmið anda- læknanna að blekkja fólk til þess að hafa af því fé? Reynslan hefur sýnt að þegar um er að ræða alvarlega lífræna sjúk- dóma fá sjúklingar ekki bata og þá ber vissulega að taka sterka afstöðu gegn andalækningum. Það er ekki rétt að villa þannig um f.vrir sjúku fólki og telja því trú um að það muni fá bata, ef það getur svo ekki orðið. Hvað er það þá sem veldur því að fólk borgar stöðugt hærri fjárupphæðir til að komast til Filippseyja? Á því hlýtur að vera til einhver skýring. Vissu- lega eru til sjúklingar sem snúið hafa heim aftur og fengið bata. En það eru sjúklingar sem eru hrjáðir af annars konar sjúk- dómum, sem þá lýsa sér þannig að þeir.koma í köstum, eins og til dæmis vissar tegundir af migrene. Einnig er til fjöldi annarra sjúkdóma sem filippísku andalæknarnir geta ráðið bót á að einhverju leyti. Það eru til dæmis sjúkdómar af sálfræðilegum toga spunnir, en í því sambandi má nefna heila- kvikssjúkdóma og ýmsa tauga- sjúkdóma. Á þessum sjúkdóm- um geta andalæknarnir jafnvel betur ráðið bót, en venjulegir læknar, sem oft geta ekki fundið likamlega orsök fyrir sjúkdóm inum. I okkar þjóðfélagi eru þess konar sjúkdómar því miður oft ekki viðurkenndir sem eigin- legir sjúkdómar, og sjúklingar sem þjást af þessum sjúkdómum oft litnir öðrum augum en aðrir sjúklingar. Þrátt fyrir allt verður fólk Framhald á bls. 23 frjáls verzlun eina íslenzka viöskiptaritiö, nú í nýjum búningi. d - * Til Frjálsrar verzlunar, Ármúla 18, Rvk Óska eftir að gerast áskrifandi. Áskriftarsímar 82300 og 82302. Nafn........... Heimilísfang. Sími.........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.