Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
19
í tilefni af þeim umra*ðum. sem að undanförnu hafa farið fram hér í
MorRunblaðinu um stöðu blaðsins og samskipti þess við Sjálfstæðisflokkinn er
hér endurhirt Rrein. sem Eyjólfur Konráð Jónsson. fyrrverandi ritstjóri
MorRunblaðsins. ritaði í 50 ára afmadisblað MorRunblaðsins hinn 2. nóvember
1903. í Rrein þessari er lýst viðhorfum ritstjóra hlaðsins til samskipta þess við
Sjálfstæðisflokkinn or almennrar þróunar þess næstu árin á eftir. í öllum
meRÍnefnum hefur á þeim 15 árum. sem liðin éru. verið fvlRt þeim huRmyndum.
sem fram koma í grein Eyjólfs Konráðs Jónssonar. or raunar höfðu mótað stefnu
blaðsins or þróun í nokkur ár áður. Hún fer hér á eftir í heild. Nánar verður
fjallað um þetta efni í Ileykjavíkurbréfi MorRunhlaðsins á morjíun. Ritstj.
SAGAN er rakin. Við segjum frá
aðstæðum í dag. Og loks eiga ýmsar
afmælisgreinar, sem birtast í þessu blaði
og framhaldi þess næstu daga, að vera
framtíðarspár. Höfundarnir voru beðnir
að láta hugann reika og vera ekki alltof
fræðilegir. Þetta þrennt, og ekki sízt það
síðastnefnda, hef ég í huga, þegar ég rita
þessa grein.
Einhver hefur sagt, að lýðræðisskipu-
lag væri óhugsandi án dagblaða. Þau
hefðu verið grundvöllur þess. Er þar
auðvitað átt við það, að án blaðanna væri.
útilokuð sú frjálsa skoðanamyndun,
byggð á stöðugum og réttum upplýsing-
um, sem lýðræðið útheimtir. Ef þetta er
rétt, sést, hve mikil stjórnmálaþýðing
dagblaðanna er, ekki einungis vegna
hinna eiginlegu stjórnmálaskrifa, heldur
ef til vill öllu fremur vegna hinnar
daglegu fræðslu og upplýsinga, sem þau
veita.
Hér skal ekki farið langt út í þá sálma
að ræða um hinar almennu fréttir, þótt
þær í eðli sínu geti flestar hverjar haft
stjórnmálalega þýðingu og áhrif á
framvindu þjóðmála. Þannig getur slysa-
frétt orðið til þess að gripið er til nýrra
öryggisráðstafana, afbrotafréttir vekja
upp umræður um refsilöggjöf, aflafréttir
hafa áhrif á fjármálaráðstafanir, fréttir
af vaxtahækkun geta aukið sparifjár-
myndun o.s.frv. I stuttu máli verður látið
nægja að benda á, að fréttirnar á að segja
og verður að segja, ef þær á annað borð
eru þess eðlis, að þær eiga erindi til
almennings. Og þær verður að segja
óbrenglaðar, þótt menn geri sér grein
fyrir því, að þær geti verið skoðanamynd-
andi — eða öllu heldur einmitt vegna þess
að þær geta haft og eiga að hafa áhrif.
Fréttaþjónusta íslenzkra blaða hefur
jafnvægi milli stjórnmálastuðnings,
góðrar blaðamennsku og traustrar fjár-
málastjórnar. Enginn þarf að ætla, að
ætíð hafi verið auðvelt verk eða árekstra-
laust að sameina þetta þrennt. En í dag
viðurkenna þeir, sem að flokksins hálfu
sóttu á, fúslegast allra hið ómetanlega
starf þeirra tveggja manna, sem óþarft er
að nafngreina, en hvor á sínu sviði unnu
þau störf og tóku þær ákvarðanir, sem
gerðu Morgunblaðið að „stórveldi“, eins
og andstæðingunum er tamt að nefna
það.
Svo mikið um söguna. En hvernig er
stjórnmálaskrifum háttað í dag? Og hvað
skyldi framtíðin bera í skauti sínu?
Ef við leitumst við að svara þessum
spurningum, getum við a.m.k. fullyrt eitt
með vissu: Sama svarið getur ekki átt við
þær báðar. Eg vona að vísu, að Morgun-
Eyjólfur Konráð
Jónsson:
Blöðin
— Þessi hefur a.m.k. orðið raunin með
þau blöð, sem íslenzku stjórnmálaflokk-
arnir gefa út.
En þá spyrja menn: Er Morgunblaðið
mikið frjálslyndara? Gagnrýnir það
nokkurn tíma gerðir Sjálfstæðisflokks-
ins? Leyfir það frjálsar umræður um
hann, stefnu eða forustu hans?
Eg leyfi mér að fullyrða, að Morgun-
blaðið hafi lengst af verið mun frjáls-
lyndara í þessu efni en andstöðublöðin og
eigi velgengni sína meðfram því að þakka.
Og fyrir tæpum þremur árum auglýsti
það beinlínis eftir ádeilugreinum í
greinaflokk, sem vera skyldi frjáls
vettvangur umræðna um hin marghátt-
uðu þjóðfélagsvandamál og hefur síðan
birt fjölda slíkra greina, (of fáar þó,
vegna þess að nógu margar góðar greinar
hafa ekki borizt), bæði í þessum dálkum
og síðar jafnframt í blaðinu sjálfu, því að
skilningur hefur stöðugt farið vaxandi á
réttmæti og nauðsyn slíkra umræðna.
Allt bendir þetta til þess, að stjórn-
málaskrif Morgunblaðsins muni halda
áfram að þróast í átt til aukins
frjálslyndis, þótt ekki sé auðvelt að spá
neinu um það, hvort blaðið verður
einhvern tíma alveg óháð, líkt og erlendu
stórblöðin — né heldur hvenær það þá
yrði. Forusta Morgunblaðsins á þessu
sviði mundi vafalaust hafa þau áhrif, að
andstöðublöðin reyndu að feta í fótsporin,
eins og þau hafa áður gert varðandi
fréttaþjónustu og fleira. En það eðli
þeirra og uppbygging, sem áður er getið,
mundi verða þeim fjötur um fót.
Hugleiðingar sem þessar ritar eindreg-
inn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins
þó auðvitað ekki, án þess að leitast við að
gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif slík
þróun mundi hafa á mátt flokksins og
sigurlíkur stefnu hans. Og mér er nær að
halda, að hvort tveggja mundi aukast.
Skal reynt að rökstyðja það. Geri ég mér
þó grein fyrir því, að ekki munu allir
sammála þeirri röksemdafærslu, a.m.k.
ekki ungi maðurinn, sem eitt sinn tók sér
fyrir hendur að sanna, að Morgunblaðið
væri hálfkommúnískt og sendi okkur
sönnunargögnin, sem voru fjöldi úrklippa
úr blaðinu, þar sem rétt var skýrt frá
orðum Krúsjeffs og annarra kommún-
og st jórnmálin
farið vaxandi og þau gera sér í stöðugt
ríkari mæli grein fyrir nauðsyn þess að
flytja réttar fregnir. Oumdeilt er, að í því
efni hefur Morgunblaðið ætíð haft
forustuna, og á því hefur velgengni þess
ekki sízt byggzt. En þrátt fyrir þessa
ánægjulegu þróun verður að segja þá
sögu eins og hún er, að í blaðaútgáfu hafa
menn yfirleitt ekki ráðizt hér á landi til
þess fyrst og fremst að flytja réttar
fréttir eða óháðar skoðanir, heldur til
styrktar ákveðnum þjóðfélagsöflum eða
flokkum. Morgunblaðið er þó undantekn-
ing. Það var upphaflega stofnað sem
fréttablað og hefur lengi búið að því.
Þrír stjórnmálaflokkar hafa lengi gefið
út jafn mörg dagblöð til útbreiðslu stefnu
þeirri, sem hver um sig fylgir. Þessi blöð
flytja að vísu fréttir, en af illri nauðsyn.
Án fréttanna mundu þau ekki seljast.
Þess vegna eru þær teknar í þjónustu
flokksins, sem þarf að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri, oft með ærnum
kostnaði. Þessu er á annan veg varið með
Morgunblaðið. Það hefur að vísu dyggi-
lega stutt Sjálfstæðisflokkinn og af þeim
stuðningi hafa blaðið og flokkurinn haft
gagnkvæman styrk. En eigendur og
ráðamenn blaðsins hafa gert sér grein
fyrir því, að fyrst þurfti að gefa út
dagblað, sem réttnefnt var því nafni, og
gat aukizt og batnað af eigin rammleik.
Síðan gat það eflt stuðninginn við
sameiginlegar hugsjónir Sjálfstæðis-
manna.
Ákvarðanir hafa af þessum sökum ekki
verið teknar á Morgunblaðinu út frá
þröngum flokkssjónarmiðum. Þar hefur
verið leitazt við að halda heilbrigðu
blaðið verði ætíð nægilega íhaldssamt til
þess að þar geti aldrei orðið snöggar
umbyltingar og enginn einn eða fáir
menn geti kollvarpað því, sem á er byggt.
En hitt er víst, að um kyrrstöðu verður
aldrei að ræða. Þróunin heldur áfram og
þar verða mörg öfl að verki.
Vera má, að hálfrar aldar saga
stjórnmálaskrifa Morgunblaðsins segi
okkur lítið um það, hver þróunin muni
verða næstu 50 ár. En stefnan síðari árin,
viðhorf áhrifamanna í dag og erlend
reynsla ætti að geta gefið nokkra
vísbendingu er við leitumst við að
skyggnast inn í framtíðina.
Fyrir allmörgum árum var sú grund-
vallarbreyting gerð á frásögnum frá
Alþingi, að tekið var að skýra frá
sjónarmiðum andstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins í Morgunblaðinu og reynt að
gefa sem réttasta mynd af umræðum á
þingi. Síðan fetuðu önnur blöð að nokkru
leyti í fótsporin. Þegar þetta gerðist var
Bjarni Benediktsson, núverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, ritstjóri. Hann
hefur síðar haft orð á því, að einn
ánægjulegasti vottur viðreisnarinnar
væri sá, að dregið hefði úr pólitísku valdi
og fólkinu hefði verið fengin yfirráð
málefna, sem áður voru í höndum
stjórnmálamanna.
I þjóðhátíðarræðu sinni í sumar vék
Olafur Thors, forsætisráðherra, að hinum
illvígu stjórnmálaskrifum íslenzkra dag-
blaða og gat þess, að í nágrannalöndunum
gæti varla heitið, að á því bæri í
dagblöðunum, svo að til lýta væri, að
kosningar væru fyrir dyrum, og þó væri
þar mikil kosningaþátttaka.
Orð þessara tveggja mikilhæfu stjórn-
málaleiðtoga fara ekki óséð fram hjá
fólki. Og þegar þeir, sem sjálfir standa í
fremstu víglínu stjórnmálabaráttunnar,
vara við óhóflegum stjórnmálaátökum,
hlýtur slíkt frjálslyndi að hafa áhrif á
málgagn þeirra. Sannleikurinn er líka sá,
að margir eru þreyttir á því naggi og
nuddi, sem fær of mikið rúm í stjórn-
máladálkum dagblaðanna, líka þeir, sem
finnst þeir til neyddir að svara skætingi
í svipuðum dúr.
En erlenda reynslan? Hún hefur víðast
orðið sú, að hrein flokksblöð hafa lognazt
út af. Fólkið hefur viljað kaupa blöð, sem
reynt hafa að brjóta málin til mergjar
óháð því, hvort það hentaði einum flokki
eða öðrum þá stundina. Þar með er þó
ekki sagt, að þessi blöð séu stefnulaus.
Þvert á móti taka þau yfirleitt skelegga
afstöðu til mála í ritstjórnargreinum
sínum, og áhrifamestu blöðin fylgja vel
grundvallaðri meginstefnu, þótt þau séu
óháð. En það, sem mest er um vert: Þau
eru opin fyrir rökræðum og mismunandi
sjónarmiðum. Þau útiloka ekki allt nema
hinn eina „sannleika."
Hrein flokksblöð * eru ekki ginnkeypt
fyrir slíkum skrifum. Þeirra hlutverk er
einfaldlega ekki að ljá þeim rúm. Það
getur meira að segja orðið til að rugla
menn í ríminu og þannig verið í beinni
andstöðu við markmiðið — að fá sem
flesta til að aðhyllast málstaðinn, til að
trúa „hinum eina sannleika". — Eða hví
skyldu flokkarnir leggja á sig erfiði og
útgjöld til þess að sérvitringar geti látið
móðan mása?
istaleiðtoga. Þótti hinum unga manni
óþarft að koma slíkum óhróðri á
framfæri við auðtrúa almúgann.
Þótt þróunin yrði í sömu átt og
hugrenningar mínar hér að framan, yrði
Morgunblaðið að sjálfsögðu ætíð mál-
svari Sjálfstæðisstefnunnar, þeirrar meg-
inhugsjónar, að frelsi til orðs og æðis geti
eitt megnað að færa einstaklingunum, og
þar með þjóðinni í heild, farsæld og
hamingju. Það mundi áfram styðja
einkaframtak samhliða þeim félagslegu
umbótum, sem nægja til að hér megi
ávallt ríkja réttlátt þjóðfélag. Þar að auki
mundi það styðja og styrkja þá heilbrigðu
utanríkismálastefnu, sem íslendingar
hafa markað og fylgt. Af þessu leiðir að
sjálfsögðu, að Morgunblaðið og Sjálf-
stæðisflokkurinn yrðu sammála í grund-
vallaratriðum og í meginefnum sömu
skoðunar um markmiðin.
Hins vegar er ekki víst, að í einstökum
atriðum þyrfti ritstjórnin að vera
sammála þeim leiðum, sem forusta eða
meirihluti áhrifamanna ákvæði að fara.
Blaðið mundi gagnrýna sumar ákvarðan-
ir flokksins og athafnir eða athafnaleysi
einstakra forustumanna og kynni jafnvel
að benda á, að stefna sú, sem einhver
annar flokkur hefði í ákveðnu máli, væri
heppilegri. Þannig mundu ekki einungis
áhrif blaðsins á stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins aukast, heldur líka á stefnu annarra
flokka og meðal fylgjenda þeirra sem
eðlilega væru næmari fyrir skoðunum
Framhald á bls. 23