Morgunblaðið - 15.07.1978, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.07.1978, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 Fragtflug frá Bretlandi: Stórfelld aukning DAVID Cadman er Iramkvæmda- stjóri fyrirtækisins Ncatworth Ltd. í Brctlandi cn það hcfur sérhæft sig í fraktfluKsviðskipt- um við íslcnska aðila. Ilann hefur í nfu ár haft samskipti við íslcnsk fyrirtæki og stofnaði Ncatworth 1973 eftir að allir viðskiptavinir hans hcricndis höfðu lýst yfir stuðningi við þá fyrirætlan hans að hcfja eitfin starfscmi. 1973 annaðist Neatworth flutn- ing á um 500 kg á viku en í dag flytur fyrirtækið að meðaltali um 1500 ks á viku, aðallega fatnað og plötur og er það stærsti aðiii David Cadman framkvæmda- stjóri. Góður árangur sinnar tegundar í Bretlandi í dag. Cadman sagði í viðtali við Við- skiptasíðuna, að hér væri um mikið magn að ræða þegar tekið væri tillit til hins mikla fjölda fyrirtækja í fraktflugsþjónustu og einnig stærðar íslenska markaðar- Íns Megináherslan hefur frá upphafi verið lögð á hið persónu- lega samband bæði við aðila í Bretlandi og á íslandi, og væri nú svo komið að hann væri oft fenginn til að kaupa vörur fyrir íslenskar verslanir og hafi þannig sparað þeim dýrar utanlandsferðir og tíma. Þá hefur fyrirtækið einnig dreift upplýsingum til breskra fyrirtækja um þær reglur sem í gildi eru hér á lapdi varðandi innflutning. Neatworth hefur notfært sér bæði þjónustu Flugleiða og Iscargo en helzti ókosturinn við hið síðarnefnda væri sá að flytja þyrfti allan varning til' Rotterdam fyrst þar sem hann færi um borð í flugvél en helsti ókosturinn við Flugleiðir væri sá að þeir tækju farþegaflug- ið fram yfir vöruflutninga og því hefði oft komið til óþægilegs biðtíma i London. Annars væri það sameiginlegt með báðum þessum aðilum að þeir lofuðu meiru en þeir gætu staðið við. Um fram- tíðaráformin sagði David Cadman að markmiðið væri að auka flutninga Neatworth til Islands úr 1500 kg á viku upp í 2500 kg fyrir næstu áramót og væri þá miðað jafnt við aukningu meðal núver- andi viðskiptavina og nýrra. Flug- fraktin kemur sér best fyrir þá aðila sem versla t.d. með hvers konar tískuvöru og þá sem verða fyrir óvæntum rekstrarstöðvun- um. Það er hins vegar nauðsynlegt að bera saman fleira en farmgjöld- in þegar meta á kosti flugfraktinn- ar framyfir skipsfrakt. I flugfrakt- inni væri t.d. umbúðakostnaður minni, afhendingartíminn styttri og kæmi það bæði fram í minna birgðahaldi og greiðari sölu og þar með væri hægt að tryggja tekjur sem ella kæmu seinna eða alls ekki til fyrirtækisins sagði David Cadman að lokum. Þróun skipasmíða Á myndinni sem fylgir texta þessum má sjá þróun skipasmíðaiðnaðarins í heiminum á árunum frá 1960 til 1977. Greint er á milli allra fyrirliggjandi pantana, pantana sem ekki er byrjað á, skipa í smíðum auk þeirra sem lokið var við á hverju ári. Neðst er sýnd hver þróunin var í skipum ónothæfum annaðhvort vegna aldurs eða eftirspurnarskorts. Ekki er hægt að segja annað en að árangur Vest- ur-Þjóðverja í baráttu gegn verðbólgunni sé allgóður. Hækkun framfærsluvísitöl- unnar frá júní 1977 til júni 1978 er 2.5% og er víst óhætt að fullyrða að það sé með því lægsta sem þekkist. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁU— ATHAFNALlF. Færeyingar semja við Rússa Fiskvciðisamningur hefur ný- Icga verið gerður milli Færcyinga og Rússa og ef marka má fréttir frá Danmörku virðast framdur vorir vera ánægðir með þennan samning. Til að ná þcssu marki hafa þeir gengið þvert á stefnu Efnahagsbandaiagsins várðandi fiskvciðisamninga og cinnig hafa þeir fengið sjávarútvegsmálaráð- herra Sovétríkjanna tvisvar í hcimsókn. Niðurstaðan er í stórum drátt- um sú að Rússar fá heimild til að veiða allt að 60 þús. tonn af kolmunna við Færeyjar en þeir fá hins vegar heimild til að veiða allt að 8000 tonnum af þorski í Barentshafi auk næjuveiða þar. Eitt af þeim atriðum, sem Færey- ingar lögðu hvað mesta áherslu á, var að ná samkomulagi um tilraunaveiðar hvers konar og tókst þeim að ná því inn í samkomulagið. Nú þegar hafa Færeyingar gert fiskveiðisamn- inga við Island, Noreg, Efnahags- bandalagið auk Rússa og innan skamms munu þeir hefja viðræður við Kanada. Einn samningamanna Færeyinga taldi ekki ósennilegt áð það hefði getað haft áhrif á niðurstöðu samninganna að Rúss- ar hefðu viljað tryggja sér rétt til siglinga innan færeysku landhelg- innar þó svo aldrei hefði það borið á góma á meðan samningaviðræð- urnar fóru fram. En frændur vorir virðast vera all góðir samninga- menn því að í kjölfarið á nýjum fiskveiðisamningi tókst þeim að ná samningum við Rússa um sölu ullar- og skinnavara til Sovét. Erlendar vörusýningar IIÉR AÐ ncðan er listi yfir nokkrar erlcndar vörusýningar sem haldnar verða í haust. Listinn er engan veginn tæmandi og því cr þcim, sem áhuga hafa á frekari upplýsingum, bent á að hafa samband við ferðaskrifstofurnar sem veita frekari upplýsingar og alla nauðsynlcga fyrirgreiðslu. Ágúst: 18-24 Hljómflutningstæki Dússeldorf 27-29 Sept.: Herrafatnaður Köln ísl. þátttaka 10-13 IGEDO-fatasýn. Dússeldorf 10-13 Tískuvikan, fatasýning Oslo 14-17 Scand. Fashion Week Kaupm. höfn ísl. þátttaka 17-20 MAB Intern. Menswear Fair London 15-20 IKOFA, matvælasýn. Múnchen 15-21 Photokina, ljósmyndavörur Köln 27-1/10 Glervörur Dússeldorf 30-3/10 Okt.: SPOGA, íþróttav. Köln 1-5 Tískuvikan, fatasýn. Múnchen 18-23 Bókasýning Frankfurt 20-26 IGEDO, fatasýn. Dússeldorf 25-28 Nóv.: Fish-Expo, sjávarútvegur Boston Isl. þátttaka 9-15 Elektronika, rafiðnaður Múnchen 13-18 SIAL, matvælasýn. París 20-26 Norfishing, fiskveiðitækjasýning Oslo Isl. þátttaka 21-24 Interstof, álnavara Frankfurt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.