Morgunblaðið - 15.07.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978
25
Hljómplötusala:
Útlit fyr-
irgottár
HLJÓMPLÖTUR eru í eðli sínu
nokkuð sveiflukennd verslunar-
vara en sala þeirra hefur þó
aukist nokkuð hérlendis síðasta
árið. Til að afla nánari frétta af
þróuninni 1977 — 1978 ræddi
viðskiptasíðan við þá Steinar
Bérg hjá Karnabæ og Halldór
Ástvaldsson verslunarstjóra í
Fálkanum.
Steinar Berg sagði, að talsverð
aukning hefði verið í plötusölunni
í ár miðað við sama tíma í fyrra
en megineinkennin í þróuninni
væru þó þau, að plötusalan hefði
færst til færri aðila og samkeppn-
in jafnframt aukist milli þeirra.
Varðandi íslensku plöturnar sagði
hann að 1977 hefði ekki verið gott
ár en nú á þessu- ári hefði þetta
breyst til batnaðar. Meiri og betri
vinna er nú lögð í íslensku
framleiðsluna og væri hún því
bæði betri og dýrari í framleiðslu,
og sem dæmi mætti nefna að á
síðasta ári voru gefnar út um 60
LP plötur (12 laga) og náði aðeins
ein þeirra meira en 10.000 eintaka
sölu. Steinar sagði að kassettusal-
an hefði opnað ný markaðssvæði
og hefði því ekki dregið úr
plötusölunni eins og fyrst var
ætlað. Um framtíðarhorfurnar
vildi Steinar sem minnstu spá þar
sem markaðurinn væri sveiflu-
kenndur og ávallt væri erfitt að
spá fyrir um áhrif ýmissa
þróunareinkenna erlendis á
íslenska markaðinn.
Ilalldór Ástvaldsson hjá
Fálkanum sagði að salan í heild
gengi betur en á sama tíma í fyrra
og væri t.d. augljóst að Disco-línan
héldi ennþá velli meðal yngri
kynslóðarinnar. Fyrir utan ný lög
væri nú meira en áður um það að
gömul vinsæl lög væru endurút-
gefin. Klassísku verkin seljast
hægar en nokkuð jafnt og er við
spurðum Halldór um áhrif Lista-
hátíðar þá sagði hann að þau
hefðu ekki verið teljandi þó svo
þeir hjá Fálkanum reyndu ávallt
að vera vel undir þær búnir.
Islenska útgáfustarfsemin hefur
verið mjög mikil en þær seljast
misjafnlega vel enda er markaður-
inn misjafnlega stór fyrir mis-
munandi hljómplötur. Kassettu-
salan er mest að sumrinu og það
er okkar reynsla að hún hafi ekki
dregið úr plötusölunni eins og
óttast var í upphafi. Halldór
sagðist vera nokkuð bjartsýnn á
framtíðina miðað við þróunina
fyrri hluta þessa árs og kvað ekki
ástæðu til annars meðan hægt
væri að bjóða viðskiptavinunum
nægilega mikið úrval.
Sameiginlegt
átak til lausnar
EINS OG all flestum er kunnugt
eiga skipasmíðastöðvar um allan
heim við mikinn rekstrarvanda
að stríða í dag. Lindö-skipasmiða-
stöðin í Danmörku, sem er stærst
sinnar tegundar þar í landi,
hefur nýlega gert rammasamn-
ing við starfsmenn sína 4500 að
tölu sem tryggir samkeppnisað-
stöðu fyrirtækisins og þar með
atvinnuöryggi starfsmannanna
að minnsta kosti fram eftir árinu
1980.
Samkeppnishæfnin er fyrst og
fremst fólgin í því að með
samkomulaginu fæst meiri vissa
um útgjaldahlið fyrirtækisins en
það bætir stjórnun alla og leiðir
einnig til raunhæfari tilboða til
útgerðaraðila. Launakerfið, sem
samið var um, er nokkurs konar
blanda af akkorði og bónus þannig
að ef skip er byggt á skemmri tíma
en greinir í samkomulagi aðila þá
fá þeir, sem við verkið hafa unnið,
ákveðinn kaupauka sem er í
hlutfalli við tímasparnaðinn. Ef
bygging skipsins tekur hins vegar
lengri tíma þá er hámarksfrá-
dráttur 1.75 D.kr. pr. klst. og má
segja að það sé ákveðið öryggisnet
fyrir launþegana. En það er ekki
eingöngu launakostnaðurinn sem
Lindö skipasmíðastöðin hefur
þurft að ráða bót á. Nú eru öll
innkaup gerð þar sem ódýrast er
hverju sinni en ekki endilega
verslað við þann sem keypt var af
í gær, ferðast er á almennum
farrýmum í stað fyrstu farrýma
áður, almenningsvagnar notaðir í
stað leigubíla og símakostnaður
skorinn stórlega niður m.a. með
því að biðja viðkomandi að hringja
í fyrirtækið í stað þess að
starfsmaðurinn hringi aftur. En
hvers vegna hefur þessi hagræðing
ekki átt sér stað fyrir löngu? spyr
sjálfsagt einhver. Ástæðan er
einfaldlega sú, segir einn forustu-
manna Lindö, að enginn fékkst til
að ræða nauðsynlegar breytingar
fyrr en ár var liðið frá því síðasta
pöntun barst til fyrirtækisins.
Neyðin kennir naktri konu að
spinna — ekki satt?
Lofsvert
framtak
Allt of oft hefur niðurrifsstarfs-
semin verið í fyrirrúmi þegar
fjallað hefur verið um málefni
atvinnuveganna í fjölmiðlum. Það
er því vert að vekja athygli á að
þakka Ríkisútvarpinu það framtak
sem það hefur sýnt með því að
flytja nú fasta þætti um t.d.
sjávarútvegsmál, iðnaðarmál og
landbúnaðarmál. Er hér um aukn-
ingu að ræða hvað varðar fréttir
úr atvinnulífinu í útvarpi og er
vonandi að þetta sé ekki stundar-
fyrirbrigði heldur verði þetta
stefnan í framtíðinni.
Gunnar Karlssoni
FRELSISBARÁTTA
SUÐUR ÞINGEYINGA OG
JÓN Á GAUTLÖNDUM.
498 bls.
Ilið ísl. bókmf. Rvík, 1977.
FRELSISBARÁTTA suður-þing-
eyinga og Jón á Gautlöndum er
fimm hundruð síðna rit í allstóru
broti, reist á ýtarlegum rannsókn-
um og geysinákvæmt. Það fylgir
að »heimspekideild Háskóla Is-
lands telur ritgerð þessa hæfa til
varnar við doktorspróf í heim-
speki.« Þó slíkt væri hvergi nefnt
mætti renna grun í að hér væri á
ferðinni doktorsritgerð. Prófrit-
Fundasaga
gerðir eru alltaf samdar undir
nokkru ósjálfráðu taumhaldi og
bera þess merki. Rannsóknar-
skyldan er sett á oddinn. Á hinn
bóginn þykir ekki hæfa að höfund-
ur slái um sig með glæsilegri rit-
leikni. Blaðamaður, svo dæmi sé
tekið, getur leyft sér það sem
doktor ekki má: hann getur leyft
sér að vera skemmtilegur. Ritgerð
Gunnars Karlssonar er því að
ýmsu leyti dæmigerð doktorsrit-
gerð — enginn skemmtilestur.
Doktor má sá einn heita sem
lærður er. Og lærdómur kostar
bæði vinnu og peninga. Mann
svimar að hugsa til allra þeirra
vinnustunda sem liggja að baki
verki sem þessu. Eljusemi höfund-
ar verður ekki í efa dregin. En
hver borgar? Höfundur gerir
skilmerkilega grein fyrir því í
formála: »Gautlandaætt... hét
mér mjög verulegum fjárstyrk til
að skrifa bók af þessari gerð. Við
þau fyrirheit var staðið dyggi-
lega.« Síðar segir höfundur að
styrkir Gautlandaættar hafi dugað
sér »lengst til framfærslu« auk
þess sem hann hafi fengið »veru-
lega styrki úr Vísindasjóði.« Og
enn síðar í formálanum upplýsir
hann að »Ólafur Jónsson ritstjóri
og Helgi Þorláksson sagnfræðing-
ur hafa fylgst með ritun bókarinn-
ar af hálfu Gautlandaættar.«
Ánægjulegt er að heyra að stór-
ættaðir efnamenn skuli nú vera
teknir að styrkja fræðimenn til
rannsókna og ritstarfa. Mættu
fleiri höfðingjaættir huga að þessu
úrræði til að halda á loft minningu
genginna forfeðra.
Bðkmennlir
eftir ERLEND
JÖNSSON
Á eftir formálanum fer inn-
gangur þar sem höfundur gerir
nákvæma grein fyrir verki sínu og
segir þá meðal annars að tilgangur
sinn með samningu ritsins hafi
verið að »gera ýtarlega rannsókn
á félagsstarfi þingeyinga á síðari
hluta 19. aldar, komast að því hvað
væri sérkennilegt við félagsmenn-
ingu þeirra, hvort finna mætti
sannfærandi merki um að þeir
hefðu tekið öðrum fram og — ef
svo væri, hvenær og hvers vegna.«
Þá getur höfundur þess sem áður
hefur verið skrifað um sama efni:
»Enginn hefur eiginlega reynt að
taka félagshreyfingu þingeyinga
fyrir í heild fyrr nema helst
Þorsteinn Thorarensen í bók sinni
Gróandi þjóðlíf. Markmið hans
virðist í stórum dráttum hið sama
og mitt, þótt aðferðir okkar til að
nálgast það séu ólíkar, og einmitt
þess vegna tek ég oft skýrt fram
ef ég er ósammála Þorsteini um
mikilvæg atriði.«
Ekki er ofmælt að aðferðir
þeirra Þorsteins og Gunnars séu
ólíkar. í raun og veru er um að
ræða tvenns konar mismunandi
sagnaritun. Þorsteinn Thoraren-
sen hafði lengi verið blaðamaður
er hann tók að setja saman sögurit
sín hin miklu. Sú kann að hafa
verið orsökin til að hann skrifaði
Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum:
VERDTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: Kaupgengí Yfirgengi miðaö
við innlausnarverö
pr. kr. 100.- Seðlabankans
1967 2. flokkur 2707.94 46.6%
1968 1. flokkur 2358.37 29.7%
1968 2. flokkur 2218.03 29.0%
1969 1. flokkur 1652.57 28.9%
1970 1. flokkur 1517.81 68.7%
1970 2. flokkur 1106.15 28.7%
1971 1. flokkur 1040.42 87.0%
1972 1. flokkur 907.05 28.7%
1972 2. flokkur 776.11 67.0%
1973 1. flokkur A 593.67
1973 2. flokkur 548.83
1974 1. flokkur 381.20
1975 1. flokkur 311.66
1975 2. flokkur 237.85
1976 1. flokkur 225.25
1976 2. flokkur 182.91
1977 1. flokkur 169.87
1977 2. flokkur 142.30
1978 1. flokkur 115.96
VEÐSKULDABRÉF X.
Kaupgengi pr. kr. 100.
1 ár Nafnvextir: 26% 79-
2 ár Nafnvextir: 26% 70-
3 ár Nafnvextir: 26% 64-
x) Miöaö er viö auðseljanlega fasteign.
Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF
RÍKISSJÓÐS: Söiugengi pr. kr. 100-
1973 — B 513.44 (10% afföll)
1974 — D 388.22 (10% afföll)
388.22 (10% afföll)
HIÍRPfniMMféM bUUMM HR
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjatgötu 12 —- R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 2 05 80.
OpiS frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.
svo ljóst og læsilega og alþýðlega
um efnið og með svo sterkri
áherslu á aðalatriðum að engu var
líkara en blaðamaðurinn hefði
þekkt söguhetjur sínar persónu-
lega og verið viðstaddur þá atburði
sem hann greinir frá en síðan
fengið tíma til að vega og meta
hvort tveggja úr sögulegri fjar-
lægð. Rit Gunnars Karlssonar er
hins vegar akademískt. Frumgögn
skoðuð ofan í kjölinn og víða svo
grannt leitað að fátt sýnist munu
hafa skotist undan. Ég nefni sem
dæmi þá afarnákvæmu grein sem
hann gerir fyrir bænaskrám þing-
eyinga.
En hvað verður um kjarna
málsins í öllum þessum aragrúa
smáatriða? Hvers konar heildar-
mynd heldur maður eftir að lestri
loknum? Því miður verður hún
ekki að því skapi skýr sen hún er
gerð úr ótal dráttum: Fundir voru
haldnir, fundargerðir skráðar,
málin rædd utan funda, bréf
skrifuð, haft samband við menn
utan héraðs og jafnvel erlendis —
allt þetta blasir við á síðu eftir
síðu í bókinni. Leiti maður á hinn
bóginn svara við heiti bókarinnar
— »frelsisbarátta« og svo fram-
vegis — liggja þau ekki á lausu.
Höfundur reynir að svara því
sjálfur en verður tregt um svör.
Þegar öllu er á botninn hvolft
reynist ekki svo auðvelt að útskýra
hvað var »sérkennilegt við félags-
menningu« þingeyinga eða »hvort
finna mætti sannfærandi merki
um að þeir hefðu tekið öðrum
fram ...« Tóku þeir yfirleitt öðr-
um fram?
»Líklega er hluti af skýringunni
fólginn í efnahagsaðstæðum,« seg-
ir höfundur undir lok ritgerðar
sinnar, »og þyrfti því að kanna
rækilega atvinnuhætti og efna-
hagslíf ekki aðeins í þessu héraði
heldur með nánum samanburði við
alla landsbyggðina.« — Sem sagt
efni í aðra bók!
Höfundur drepur á skoðun
Þorsteins Thorarensens að vakn-
ing hafi hafist meðal þingeyinga
þegar Tryggvi Gunnarsson kom
heim frá útlöndum, ungur maður,
og tók að boða verklegar framfarir
fyrir sýslungum sínum og segir að
skoðun Þorsteins sé »talsvert
sannfærandi eins og hún er sett
fram í Gróandi þjóðlífi.« Að
athuguðu máli hafnar hann henni
samt, meðal annars á þeim fors-
enduni að Tryggvi hafi horfið
snemma úr héraði og síðan haft
lítil áhrif heima í Þingeyjarsýslu.
Um skoðun Þorsteins treystist ég
hreint ekki að dæma, en eigi að
síður sýnist mér Gunnar hafna
henni á hæpnum forsendum:
maður getur komið af stað hreyf-
ingu og síðan orðið viðskila við
hana sjálfur, þess eru mörg dæmi.
Það takmarkar að mínum dómi
svigrúm höfundar að hann —
tískunnar vegna hygg ég —
forðast persónusögu, afsakar jafn-
vel á einum stað að hann verði að
bregða lítillega út af því, það er að
segja í kaflanum um Jakob Hálf-
dánarson. I lokakafla bókarinnar
gerist hann þó svo persónulegur að
rekja ævisögu sjálfrar aðalsögu-
hetjunnar. »Höfðinginn á Gaut-
löndum« heitir sá kafli. Er sú saga
mætavel og hispurslaust sögð en
hefði að mínum dómi farið betur
innan um aðra kafla bókarinnar —
úr því að bókin er á annað borð
kennd við Jón á Gautlöndum.
Niðurstaðan verður sú að þetta
rit sé að talsverðum hluta safn til
sögu fremur en saga, en sem slíkt
er það auðvitað allrar virðingar og
athygli vert. Aðeins vantar í
verkið þriðju víddina, það er að
segja dýptina. Nítjánda öldin var
persónulegur tími með sterkri
sjálfsvitund einstaklinga. Hún
uppfóstraöi einstaklingana við svo
mismunandi aðstæður að þeir
urðu hver öðrum ólíkir og skildu
sérkenni sín ekki eftir heima þó
þeir færu á fund, síður en svo. Það
hygg ég að Gunnar Karlsson geri
sér Ijóst. Vafalaust hefði hann
getað skrifað læsilegri sögu; sögu
sem hefði ekki verið jafnþurr og
þessi er — svona mestan part að
minnsta kosti. En látum það vera
útrætt mál; nú er nóg komið urn
þingeyinga á nítjándu öld.
Allnokkrar furðuskýrar gamlar
myndir eru prentaðar í bókinni og
hefðu mátt vera fleiri.