Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 29 fclk f fréttum Réðust inn í rœðismanna skrifstofu í Chile + Þessi fréttamynd er frá SAN Juan á Puerto Rico. Þar gerðist það fyrir nokkru að maður og kona réðust inn í ræðismannsskrifstofu Chile og tóku þar tvo gísla og var ræðismaður- inn sjálfur annar þeirra. Kröfðust þau þess að landi þeirra, sem árið 1950 gerði tilraun til þess að ráða Truman þáverandi Bandaríkja- forseta af dögum, yrði látinn laus. Eftir 17 klst. umsátur lögreglunnar gáfust þau upp. Það er lögfræðingur konunnar Nydia Esther Cuevas, sem sést leiða hana (sá skeggjaði) fram og af- henda lögreglunni. + Þó að þeir séu pólitískir trúbræður, eru litlir kær- leikar með þeim um þessar mundir. — Til vinstri er flokksleiðtoginn albanski Enhver Hoxha, en til hægri hinn nýi leiðtogi Kínversku þjóðarinnar Hua Kuo-Feng. Hoxha hefur nú tekið harða afstöðu gegn Hua Kuo- Feng, sakar Kínverja um imperialisma og hefur tekið afstöðu með Víetnömum í deilunni við Kínverja. + Leikko|nan piane Keaton, sem hlaut Óskars-verðlaun fyrir kvik- myndaleik sinn, vakti á sér athygli um daginn í veitingasal einum í New York. — Hafði hún brostið í hávaðasaman grát, þar sem hún sat yfir súpudiski ásamt manni nokkr- um. — Og síðan hlaupið á dyr í allra ásýnd — þokkalegt það. Það ku hafa komið í ljós að maðurinn hafði boðið henni hlutverk í kvikmynd en hún hafði ekki áhuga á þessu hlutverki. Hallgrímur Sæmundsson: Bókmenntir — ójú! „... tia lingvo, kiu inspiris tiujn versojn, estas io granda kaj ne povas formorti", — tungumál, sem oröið hefur kveikja að þessum kvæðum, er eitthvað stórfenglegt og langt frá því að vera feigt —. Þannig komst Frakkinn Gaston Waringhien að orði í formála að ljóðasafninu „Kvaropo" — Fjórmenningar — sem út kom á esperanto fyrir röskum aldarfjórð- ungi. A orðum hans má sjá, að hann hefur litið á þetta ljóðasafn sem mikinn viðburð í sögu esperantobókmennta og þeir sem til þekkja vita, af því sem síðar hefur gerst, að bjartsýni hans var á rökum reist. Þrír af fjórmenningunum, en þó einkum tveir, hafa komið mjög við sögu esperanto-bókmennta síðasta aldarfjórðung, en það eru Skotarn- ir William Auld og John Francis; Auld með ljóðaskáldskap sínum en Francis með smásagnagerð og nú síðast með skáldsögunni „La Granda Kaldrono", en þetta 600 blaðsíðna verk, sem hlotið hefur lof ritdómenda, fjallar einkum um líf nokkurra skoskra hermanna og aðstandenda þeirra í báðum heim- styrjöldunum. Það er oft ástæða til að vitna í Gaston Waringhien, þegar fjallað er um bókmenntir á esperanto, en mér komu tilvitnuð orð hans í hug, þegar ég sá fullyrðingu annars Frakka, Léon LeOnetti, í viðtali í Morgunblaðinu þ. 6. júlí síðastlið- inn. Leonetti svarar spurningu blaðamanns um esperanto þannig: „Ég hef engan áhuga á því. Það eru engar bókmenntir skrifaðar á esperanto." En er þessu nú virki- lega þannig varið? Hvað er þá boðið til kaups í 250 blaðsíðna bóksöluskrá Alþjóðlega esperanto- sambandsins 1977—78? Um hvað fjallar 200 blaðsíðna kafli í yfirlitsritinu „Esperanto en Perspektivo“ undir nafninu „Literaturo" (bókmenntir)? Hvernig gat Margaret G. Hagler varið 436 blaðsíðna doktorsritgerð við Háskólann í Indiana og titlað hana „Esperanto language as a literary medium" (Esperantotung- an sem bókmenntamiðill)? Skyldi hún í ritgerð sinni leitast við að sanna að bókmenntir séu ekki til á esperanto? Ég er helst á ekki. Ætli hrifning Þórbergs Þórðar- sonar af esperanto hefði orðið sú sem raun ber vitni ef engar bókmenntir væru til á málinu? Svar við þeirri spurningu er að finna í riti Þórbergs „Alþjóðamál og málleysur" í kaflanum „Esper- anto sem bókmenntamál". Eins og kunnugt er hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að forma alþjóðlegt hjálparmál, en þær eru nú velflestar að mestu gleymdar. Esperanto þefur hins vegar staðist próf reynslunnar og ég held að varla sé of djúpt tekið í árinni, þótt fullyrt sé, að esperanto hafi haldið velli vegna þess að á því hafa verið skrifaðar bókmenntir og sú bókmenntahefð hefur haldist óslitin allt frá því að höfundur málsins, dr. Zamenhof reit sín f.vrstu verk á því, frum- samin og þýdd. En hvernig stendur á því að maður eins og Léon Leonetti, sem „hefur á eigin spýtur lært tungu- mál allra Evrópuþjóða nema tveggja, Ungverja og Finna“ skuli setja fram slíka staðle.vsu? Ætli honum hafi ekki einfaldlega orðið á sú skyssa, sem margan fjölfræð- ing hendir, að telja sig hæfan, vegna þess hvað hann veit mikið, að dæma einnig um það sem hann skortir þekkingu á? Svona fullyrð- ingu hefði hann t.d. aldrei sett fram um íslensku, til þess skortir hann nauðsynlegt þekkingarleysi í því efni. Það er annars síður en svo meining mín að fara að munn- höggvast við góöan gest og gaman var að lesa þetta viðtal. Hefði þó verið mikill ánægjuauki okkur hvunndagsmönnum i málakunn- áttu, að viðtalið hefði verið nokkru fyllra. Forvitnileg er t.d. áðferð Leonettis að hefja kynni sín á tungumáli með því að lesa heila bók án þess að nota hjáipargögn. Trúlega hefur Salka Valka verið á við nokkrar krossgátur. Gera má ráð fyrir að tiltölulega auðvelt sé fyrir Fransmann að lesa bók t.d. á katalónisku, ég tala nú ekki um þegar hann er latínumaður og spönskukunnandi. Hitt hefði verið fróðlegt að heyra, hvernig gekk með fyrstu bókina á máli Baska eða Waiesbúa. Megum við kannski eiga von á öðru viðtali? Með þökk fyrir birtinguna. Ilallgrímur Sæmundsson. /---------------------------\ Ath. breyttan opnunartíma Opið alla daga kl. Verið velkomin L i Blómaval Nylon leguefni 6—180 mm Legubronze 25—150 mm Ryðfrítt stál í stöngum 3/16—2 “ Gúmmíþétti í rúllum og plötum meö og án striga Kopar og eirplötur 0,70—1,5 mm G.J.Fossberg vélaverzlun h.f., Skúlagötu 63, sími 18560.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.