Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 36

Morgunblaðið - 15.07.1978, Síða 36
AUÍÍLÝSINCÍASÍMINN EK: 22480 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1978 Frystihúsin á Suðurnesjum: Uppsagnir í næstu viku? í fróttatilkynningu frá fundi frystihÚNaeÍRenda á Suðurnesj- um, sem birtist f Morgunblaðinu í (jær. er saj?t að 5 frystihús hafi þegar stöðvazt og nokkur dregið úr rekstri vegna þeirra erfið- leika, sem frystiiðnaðurinn eigi við að búa. Helgar- veðrið VEÐURSTOFAN sajfði þær fréttir í gær, að horfur væru á litlum veðurbreytinj'um á landinu næstu dajja. Á suð- vestur-horninu má búast við áframhaldandi súld á köflum. Reykvíkinj;ar oj; aðrir fbúar höfuðborj;arsvæðisins verða því að fara austur fyrir fjall ef þeir vilja komast í sól um helgina. Veður hefur verið með bezta móti í Vestur-Skaftafellssýslu að undanförnu, hitinn á Kirkju- bæjarklaustri fór í 19 stij; í j;ær. Það getur hins vej;ar orðið erfitt fyrir íbúa vestan Mýr- dalssands að komast í veður- sæluna fyrir austan sandinn, því rok er mikið á sandinum og má búast við að vegurinn verði illfær um helgina. Á Norðurlandi hefur verið þurrt veður og góðir dagar á Akureyri. Hitinn þar fór upp í 18 stig í vikunni. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær frá Huxley Ólafssyni, hafa þessi frystihús verið að komast í þrot frá því í fyrra, er erfiðleikarnir fóru að gera vart við sig. Huxley kvað erfiðleika frystihúsanna hafa hafizt fyrir alllöngu og hafi húsin síðan verið að smátýnast úr lestinni. Vegna þeirra erfiðleika, sem nú steðja að, kvað Huxley engar uppsagnir hafa átt sér stað enn í frystihúsum á Suðurnesjum, en fyrirsjáanlegt væri að uppsagnir yrðu í næstu viku. Uppsagnir yrðu að koma með viku fyrirvara og yrðu þær ekki gerðar fyrr en sennilega á miðvikudag og fram undir helgina þá. Islandsmótið é Hellu stendur nú yfir og keppa 9 svifflugmenn é jafn mörgum svifflugum. Morgunbladið bré sér í svifflugið og résaði daglangt um loftin blé yfir Rangérvöllunum. Vélin é myndinni svífur yfir Þríhyrningi í hlíðauppstreymi en í fjarska sést Eyjafjallajökull. í vélinni er Sigurbjarni Þórmundsson, en nénar segir fré íslandsmótinu í svifflugi é bis. 3. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins: Krefst skýrra svara um ástæður neitunarinnar „ÉG mun krcfjast skýrra svara af hálfu Alþýðubandalagsins á þessu næsta furðulcga neitunar- bréfi og eftir að þau eru fengin mun ég taka ákvörðun um næsta skref í sambandi við stjórnar- Mikill mannfjöldi er á Þingvöllum IIELDUR viðraði illa á Lands- móti hestamanna á Skógarhólum í gær, en veður var þó að mestu þurrt og sólar naut ekki við. Stöðugur straumur fólks var á mótið í gær og var áætlað að þangað væru komnir um 7 þús- und manns. Mótinu verður fram haldið í dag og á morgun. 1 dag verða m.a. hross á sölumarkaði mótsins kynnt og lýst verður dómum kynbótahrossa. Þá fara fram kappreiðar. Á morgun verða verð- laun veitt í einstökum greinum, en dagskrá sunnudagsins hefst með helgistund í Hvannajgá, þar sem biskup Islands predikar við helgi- stund. myndunarviðræður,“ sagði Bene- dikt Gröndal eftir fund þing- flokks og flokksstjórnar Alþýðu- flokksins í gær. Bcnedikt sagði að eftir könnunarviðræður Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins kæmi Alþýðuflokksmönnum „það spánskt fyrir sjónir að sjá í bréfinu talað um að enginn málefnagrundvöllur sé fyrir hendi“. Spurningu um það hvort hann teldi þá að Alþýðubandalag- ið hefði verið að blekkja Alþýðu- flokkinn með könnunarviðræðun- um svaraði Benedikti„Ég vil ekki segja neitt um það. En neitunar- bréf þeirra gefur okkur tilefni til að bera fram ýmsar spurningar um það hvað þeir cigi við og það á þá eftir að koma í ljós hvort þeir eru fyrst og fremst að fullnægja einhverjum pólitískum sjonarmiðum sem þeir taka fram yfir þjóðarhag á þessari stundu.“ „Ég á von á bréfi frá Benedikt," sagði Lúðvík Jósepsson er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. Sagði Lúðvík að Benedikt hefði hringt í sig og tilkynnt honum að bréf væri á leiðinni. „Mér skilst að efni þess sé einhver samþykkt sem þeir gerðu í dag og að þeir óski eftir svörum okkar við ýmsum hlutum. Við munum að sjálfsögðu svara þessum spurningum. Það fer eftir Framhald á bls. 20. Árni Friðriksson fann fallega loðnu: Fyrstu bátarnir komnir á miðin FYRSTU loðnubátarnir voru væntanlegir á miðin norður af Vestfjörðum í gærkvöldi, en þar hafði rannsóknaskipiö Árni Frið- riksson fundið loðnutorfur fyrr um daginn. Hins vegar er mikill ís á þessum slóðum og getur hanr. „Sama gamla hræðslan að grípa fólkið” Stóraukin sala á sjónvörpum og heimilistækjum síðustu dagana STÓRAUKIN sala hefur verið á sjónvarpstækjum og heimilis- tækjum hjá verzlunum í Reykjavík núna síðustu tvær til þrjár vikurnar. Til þcss að kanna þetta nánar hafði Morg- unblaöið samband við nokkrar 1 verzlanir sem þessa hluti selja. Hjá Gunnari Ásgeirssyni sagði sölumaður sjónvarpstækja okkur það, að mun meira væri spurt um sjónvörp en verið hefði þó svo að nú væri sjónvarpslaus mánuður, og taldi hann að það stafaði tvímælalaust af því að fólk væri hrætt við verðbreyt- ingar á næstunni. Birgir Helgason hja Nesco tjáði Morgunblaðinu að miklu meiri sala væri á sjónvarps- tækjum en venjulegt mætti teljast í þesum mánuði og væri salan ekki minni en.hina mán- uðina. Birgir taldi að söluaukn- ingin stafaði af því að fólk væri hrætt við verðbreytingar og flestir reiknuðu með einhverjum gengisbreytingum á næstunni. Vilberg Sigurjónsson hjá Radíóstofu Vilbergs og Þor- steins sagði, að þeir hefðu ætlað að hafa það rólegt í júlímánuði þar sem, þeir hefðu ekki búist við mikilli sölu vegna sumar- leyfis sjónvarpsins. Raunin hefði þó verið önnur og nánast hefði kaupæði gripið fólk, þann- ig að salan væri miklu meiri en eðlilegt gæti talist. Taldi hann að þetta stafaði af ótta við það að tækin hækkuðu verulega á næstunni. Hjá Karnabæ fengum við þær upplýsingar hja Þorsteini Daníelssyni, að sjónvarpstækin seldust mjög vel og að salan hefði tekið kipp fyrir um það bil viku og væri hún óvenjulega mikil miðað við að nú væri sjónvarpslaus mánuður. Sagði hann að þetta stafaði sennilega af því, að fólk óttaðist gengis- breytingar. Birgir Steindórsson hja Heimilistækjum tjáði blaðinu að þeir seldu nú mun meira af heimilistækjum en venjulega og það væri augljóslega gengisfell- ingarhugur í fólki. „Söluaukn- ingin hófst um mánaðamótin og héldum við að hún myndi detta strax niður, en raunin hefur orðið önnur því salan eykst stöðugt." „Það hefur selst mikið af heimilistækjum og þá helst ísskápum og frystikistum núna Framhald á bls. 20. valdið erfiðleikum. að því er Iljálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur og leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni tjáði Mbl. Að sögn Hjálmars er ísinn mun meiri á þessum slóðum en hann kvaðst hafa gert sér grein fyrir, ísröndin úti af Vestfjörðum liggur frá austri til vesturs á móts við landgrunnsbrúnina frá Barða- grunni og norðaustur á móts við Kögurkantshólfið en í sundinu milli lands og ísrandarinnar er töluverður rekís og stakir jakar, sem valda erfiðleikum. Á þessum slóðum reyndi Árni Friðriksson fyrir sér í fyrrakvöld Framhald á bls. 23 Pylsur og bjúgu hækka VERÐLAGSNEFND heimilaði í gær hækkun á taxta þvottahúsa og verði unninnar kjötvöru. Heimilað var að taxti þvotta- húsanna hækkaði um 13% en hækkun á unninni kjötvöru er á bilinu 15 — 18%. Vínarpylsur hækka t.d. úr kr. 1339 kg í 1541, kindabjúgu úr 1253 í 1447 kr., kjötfars úr 806 í 957 kr. og kindakæfa úr kr. 1540 í 1822 krónur kílóið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.