Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
166. tbl. 65. árg.
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
EANES tilnefni
for sætisr áðherr a
Lissahon — 3.ágúst. — AP.
I.EIÐTOGAR miðdemókrata og
sósial-demókrata hafa lagt bless-
un sína yfir þau áform Eanesar
forseta Portúgals að útnefna
sjálfur forsaetisráðherra bráða-
birgðastjórnar hafi Mario Soares
og miðdemókrötum ekki tekizt að
setja niður deiiur sínar um næstu
helgi. þannig að flokkar þeirra
verði áfram við völd og að endi
verði þannig bundinn á stjórnar-
kreppuna í landinu.
Soares og flokksmenn hans
segja að fresturinn fram að helgi
sé alltof stuttur til þess að hægt sé
að ná samningum, og eina lausnin
í sjónmáli sé því sú að Eanes velji
sjálfur þann, sem veitt geti
bráðabirgðastjórn forstöðu.
Soares sagði í dag, að „forseta-
stjórn" gæti reynzt lýðræðinu í
landinu skeinuhætt, og óhjá-
kvæmilega fæli slík lausn í sér
aukið miðstjórnarvald.
Flokksleiðtogar í Portúgal telja
öll tormerki á því að hægt sé að
efna til kosninga á næstunni, þar
sem kjörskrár séu úreltar og
kosningaréttur fjölmargra yrði
þannig fyrir borð borinn.
Dollarinn sveiflast
Lundúnum. 3. ÚKÚst. AP.
BANDARÍKJADALUR féll gagn
vart evrópskum gjaldmiðli í dag,
eftir að hafa heldur hjarnað við að
Karpov
vann
ANATOLY Karpov, handhafi
heimsmeistaratitilsins í skák,
vann i dag fyrstu skákina í
heimsmeistaraeinvíginu. Þetta
var áttunda skákin i einvíginu, en
þeim sjö. sem tefldar hafa verið
hingað tii, hefur öllum lokið með
jafntefli. Viktor Korchnoi, sem
hafði svart að þessu sinni, gaf
skákina eftir 28 leiki. Dr. Zukhar,
hinn sovézki dularsálfræðingur,
sat á fimmta bekk í áhorfendasln-
um. og hafði ekki augun af
skákmönnunum meðan þeir sátu
að taflinu. Sjá bls. 18.
undanförnu, en dæmið snerist hins
vegar við samanborið við japanskt
jen. Þegar gjaldeyrismarkaði í
Japan var lokað í dag stóð
dalurinn í 188.85 jcnum í stað
184.65 í morgun.
í Sviss komst bandaríkjadalur í
lágmark og varð gengi hans 1.6910.
Við þessa miklu lækkun greip um sig
algjört kaupæði í Sviss og eftirspurn
frá öðrum löndum óx að sama skapi.
Svo mikil ólga varð á svissneskum
gjaldeyrismarkaði af þessum sökum,
að forráðamenn seðlabankans þar
sögðu algjört öngþveiti ríkjandi.
ísrael:
Prinsinn á Egilsstaðavelli
Karl Bretaprins kom hingað til lands í gær. Hann kom með einkaflugvél frá Bretlandi og lenti á
Egilsstaðavelli síðdegis. Á flugvellinum tóku á móti prinsinum vinur hans Brian Booth, leigjandi Hofsár,
og kona hans og urðu fagnaðarfundir eins og sjá má á myndinni, en þar sést prinsinn heilsa frú Booth en
eiginmaðurinn horfir brosandi á. Karl prins fór rakleitt til Hofsár, þar sem hann mun stunda laxveiðar
nokkra næstu daga.
Loftárásir í hefndarskyni
fyrir sprengiutilræði
Brirút — Tcl Avív — 3. áKÚst — AP
PLFP.þau öfgasamtök Palestínu-
araba, sem lúta stjórn George
Habash, hafa lýst ábyrgð á
hendur sér vegna sprengjutilræð-
isins á Karmcl-torgi í Tel Avív í
morgun þar sem 49 særðust og
einn lét lífið. ísraelsmenn gerðu í
dag loftárás á bækistöð
Palestínumanna í Suður Líbanon
í hefndarskyni. Fregnum ber
ekki saman um hvort manntjón
hafi orðið í árásinni, en líkur
benda til að fjórir hafi látið lífið
að minnsta kosti.
Sprengjan, sem sprakk á mark-
aðstorginu í miðri Tel Avív, var
heimatilbúin og var hún falin
undir stafla af barnafötum á
söluborði. Naglar og stálflísar
þeyttust í allar áttir er sprenging-
in varð, með þeim afleiðingum að
maður nokkur lézt samstundis en
af þeim 46, sem særðust, eru þrír
Árás í PLO-bækistöð í París:
2 myrtir og 3 særðir
París — 3. ájíúst — AP — Rcuter.
TVEIR vopnaðir arabar ruddust inn í bækistöðvar PLO í París í
morgun og myrtu einn af hinum hófsamari Iciðtogum samtakanna og
samstarfsmann hans. Morðingjarnir voru vopnaðir vélbyssum og
handsprengjum og að sögn lögreglunnar lézt Izziddin Qualaq eftir að
14 byssukúlur hæfðu hann, en annar starfsmaður PLO varð fyrir
handsprengju með þeim afleiðingum að báðir fætur hans tættust
undan honum og lézt hann af sárum si'num skömmu síðar. Þrír aðrir
starfsmenn í skrifstofu PLO, sem er við Boulevard Haussmann og á
næstu grösum við íslenzka sendiráðið í miðborg Parísar, særðust illa í
árásinni. Lögreglan náði öðrum morðingjanum á flótta en hinn
gómuðu starfsmenn Arababandaiagsins, sem er með skrifstofu í sama
húsi og PLO, og eru nú báðir í vörzlu lögreglunnar.
Arásin átti sér stað um Ieið og
franskir lögreglumenn með bar-
áttu gegn hryðjuverkamönnum
sem sérgrein fjölmenntu við útför
félaga síns sem féll í skotbardag-
anum í írakska sendiráðinu í París
á mánudaginn var. Að sögn
lögreglunnar hafa arabarnir hald-
ið því fram við yfirheyrslur í dag
að þeir séu félagar í þeim hópi
Palestínuskæruliða, sem hafi að-
,setur í Baghdad, höfuðborg íraks,
og hlíti forystu Abu Nidals. Hér er
um að ræða þekktan hóp, sem
meðal annars hefur það á stefnu-
skrá sinni að berjast gegn Yasser.
Arafat, og virðist að undanförnu
hafa verið að taka að sér forystu í
hryðjuverkastarfsemi Palestínu-
araba. Áður en yfirheyrslurnar í
dag hófust var hringt til franskrar
fréttastofu og því haldið fram að
samtök útlægra Palestínuaraba
hefðu staðið fyrir árásinni á
skrifstofur PLO í morgun, og
hefðu sömu samtök borið ábyrgð á
bardaganum í írakska sendiráðinu
um daginn. Sá sem hringdi sagði
ekki til nafns, en ólíklegt þykir að
sami aðili beri ábyrgð á báðum
árásunum, meðal annars vegna
þess að hagsmunir árásarmanna
stangist augljóslega á, en írak
styður ljóst og leynt þau öfl innan
PLO, sem berjast gegn hinum
hófsamari, eins og þeim sem
Arafat er fulltrúi fyrir. Líklegt er
því að árásin í dag sé í hefndar-
skyni fyrir árásina á mánudaginn.
Þetta er í fimmta skipti á
jafnmörgum dögum sem í odda
skerst milli stríðandi afla meðal
Palestínuaraba. Qualaq hefur veitt
Parísarskrifstofu PLO forstöðu s.l.
sex ár, en fyrirrennari hans lét
lífið þegar tímasprengja sprakk á
heimili hans. Frönsk yfirvöld hafa
fordæmt morðið á Qualaq og
samstarfsmanni hans, og var í
opinberri yfirlýsingu þeirra í dag
farið vinsamlegum orðum um
samstarfsvilja hans.
alvarlega meiddir. Karmel-torgið
er einn fjölfarnasti staður borgar-
innar og fljótlega eftir að spreng-
ingin varð handtók lögreglan
marga Araba, sem þar verzla og
grunur leikur á að séu í slagtogi
við hryðjuverkasamtök.
Bækistöð Palestínuaraba, sem
Israelsmenn gerðu loftárás á, er
skammt fyrir sunnan Sídon. Þar
hafa engir hafzt við um alllangt
skeið, en talið er að nokkrir
óbreyttir borgarar hafi orðið fyrir
sprengjum.
Fréttamenn ræddu við tvær
konur, sem liggja særðar í sjúkra-
húsi í Tel Avív eftir sprengjutil-
ræðið. „Mér datt í hug að kaupa
boli á barnabörnin mín,“ sagði
Rahel Ovadia, sem er sextug að
aldri og særðist illa á handlegg,
„svo ég fór að þessu borði.
Skyndilega heyrði ég dynk, og sá
fólk liggja í kringum mig á víð og
dreif, en mér tókst að halda mér á
fótunum." Suzanne Eluh er 42ja
ára ekkja frá Haifa, en maður
hennar fórst þegar Palestínuarab-
ar sprengdu flutningabíl í loft upp
í Eilat fyrir átta árum. „Ég fór að
borðinu og allt í einu var eins og
fæturnir væru höggnir undan mér.
Dóttir mín fór að veina og andlit
hennar var atað blóði. í reykjar-
kófinu varð allt svart...“
Fyrir rúmu ári særðust 11
manns í sprengjutilræði á sama
stað í Tel Avív.