Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 17 Bjartsýnn á áframhaldandi starfsgrundvöll leikhússins segir nýkjörinn formaður Leikfélags Akureyrar ílenÆigun I óulúuuitn f ciltelu Lítil aðsókn var í leikhúsið sl. vetur - Engirtn affastráðnu leikurum féiagsins hqfa sótt qftur um starf hjá féktginu vegna ágreinings sem kom upp áyfirborðið á aðaffundinum AAalfundut LtikftUp Akur.yi.r HWur n,lr,. h.ldinn V.rA h.nn nokkuA so,ulr,ur o, krmur <11 mrA .« m.rk. nokkur ipor i tOtu iAn Krixinuon. wm vrriA hcftar form.Aur fH.nim um érabii. ,.f ckki kollá.CT <11 rndurkjör. I fr.mboAi <11 focm.nm < h.m IUA voni þ.u S.,. Jómdöllir o, GuAmundur M.rnurv.n V.r kunnu,! um fr.mboA Sö,u nokkru fyrir .A.lfund, cn fr.mboA GuAmundar kom ckki fram fyrr cn á .A.lfundinum o, mun h.f. vcriA ákvcAiA k.öldinu áAur. NáAi GuAmundur kmninpr á .A.I fundmum, vcm v.r Qölmcnnur. br«. hlrypli illu blóöi i flcii. tf rkki .11. faitráAnu Irik.r. ffl.pim. S.,. o, Þórir Slrrnpimmon tó,Au ti/ úr féi.,inu Hr.« cftlr fundinn o, ilAar AAaliirinn Krr, d.l o, Aia Jóhanncidólllr. cn ckki cr bl.Ainu kunnup um nciri. f raf.r.ndi lljórn frl.plm. mcA Br.nju Bmrdiklvdóllur tcm Irlk- himtjóra. i.,Ai öllu f.ilráAnu n.rfifólki frl.,iim upp frá I dn- cmbcr ri. mc« 6 mán.A. fyrirvm., SiAar fcn,u .Ivinnulcik.r.mir i M|órn fH.,iim þvi áork.A, .« þcirrl uppiöpi v.r frcil.fl o, cr lcik ar.hópurinn á l.unum fr.m *A I icplcmbcr n.k. icikva,nlaðikapimcinbmdd E, rcrkrt lcp, rilavc,. cr jufl ckki tlcfm ouAur núvcrandi tliónur vfl lúi tkrcf lil falU. £ LcikfáU, rán. tf úwThcldúr ckki itl lcikár. Bf vtð leikhút, i.mhlifl. aukinni Aókn I þá nr lcikárifl I97S-76 mctár I tb- týninpr ffUpim, ugfii Guflmund- lókn hjá fíUpnu, co þá ifndum vifl ur •« lokum l.d KrinniluldiS o, Gterdfnn Bf NýkiOrin iliém .uf lým cfrir lcik- áS Það þarf ráðnir hjá féli*inu. lónu um uarf t6 kikhúiMjóraf^frt A^ítaHdólm)! 51 »cm hcfur numifl lcikhúifrufli i “V' Band.rikiunum, Oddi Björnnyni. _ . . Icikrnnkáldi. o« ErlinRÍ Hrildón- flnin | ryni, lctk.ra Aiaml GuAmundi B ICll 1 Mc,núttyni ci,i im i njóminni: í leikhúsið ormaóur. MU hor- . S,Xi, Guðmundut r ot Hremn Sktufiörfl. . . LcikféUr Akurryr.r hcf MagnuStOn *!” ■M*- SlLlcndinfur ncddi þcui mál vifl ný- cnmn und-lrknmj. þvlrf- fornunn fdcpim, Gufl- 5Í.,," Kom eins sX’HítsEs og köld *-**?*— gusa yfir mig - Segir Saga Jónsdóttir Í^Lu'í’jTftkk' •ókn E( cr rivr lilcndinfur hriöi umtund vifl Sfl(u vcrkcfmvrii# ri Jómdónur. tcm vcrifl hcfur fmtráfl- vcra hkuutoA, þi inn lcikan hjá fíUginu oj hún vu I faru, cn þcir fc framboAi lil fomunra á móli GuA- Pá rar Snpd NÝLEGA var haldinn aðal- fundur Leikfélags Akureyrar og kemur hann til með að marka nokkur spor í sögu félagsins að því er fram kemur í blaðinu íslendingi á Akur- eyri. Segir þar að Saga Jóns- dóttir og Guðmundur Magnús- son hafi verið í framboði til kjörs formanns, en Jón Krist- insson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hafi verið vitað um framboð Sögu með nokkrum fyrirvara, en framboð Guð- mundar hafi verið kynnt á fundinum. Síðan segir í íslendingi: „Náði Guðmundur kosningu á aðal- fundinum, sem var fjölmennur. Þetta hleypti illu blóði í flesta ef ekki alla fastráðnu leikara félagsins. Saga og Þórir Stein- grímsson sögðu sig úr félaginu strax eftir fundinn og síðar Aðalsteinn Bergdal og Ása Jóhannesdóttir, en ekki er blað- inu kunnugt um fleiri." í viðtalinu við blaðið íslend- ing sagði Saga Jónsdóttir um aðalfundinn að þar hefði verið tekizt á um tvær stefnur, og vildi önnur stjórnin draga sam- an seglin og ráða helzt enga í fullt starf og segir Saga að þetta hafi verið reynt hjá félaginu á sínum tíma en ekki gefizt vel. „Það sem skeði á aðalfundin- um kom í raun eins og köld vatnsgusa yfir mann,“ segir Saga í íslendingi, „með tilliti til forsögunnar. Tveimur dögum fyrir aðalfundinn var haldinn óformlegur fundur í leikhúsinu þar sem þeirri stjórn, sem síðar féll var stillt upp. Þá féllst ég á að fara í framboð til formánns, þar sem enginn annar hafði fengizt til þess. Var þó búið að ræða við Marinó Þorsteinsson og Guðmund Magnússon, en þeir gáfu báðir afsvar. Hver hefur svo verið ástæðan fyrir kúvend- ingu þessara manna síðar veit ég ekki, en sennilega hefur sú stefna orðið ofan á að draga saman seglin. Það sýnir sig kannski bezt í því að nú, réttum mánuði áður en starfsemin á að hefjast, stendur félagið uppi leikhússtjóralaust og leikara- laust. Starfsemina þarf að skipuleggja fram í tímann. Leikstjórar og annað er til þarf er ekki gripið upp af götunni samdægurs og starfsemin á að byrja.“ I viðtali við Mbl. í gær sagði Saga Jónsdóttir að þeim hefði ekki litizt á þá stefnu er fram hefði komið að fækka ætti leikurum og rætt hefði verið um að leikstjórar væru lítið atriði og að leikhússtjóri þyrfti ekki nauðsynlega að vera leikhús- menntaður. — Við viljum leggja áherzlu á að þetta er atvinnu- leikhús en ekki áhugaleikhús, sagði Saga Jónsdóttir, en það verður ekki atvinnuleikhús verði fólk ráðið í hálfar stöður eins og talað hefur verið um. Við vildum fá okkar fulltrúa í stjórn eins og var en það fékkst ekki fram og við höfum því ekki áhuga á að sækja um starf aftur, en öllum leikurum og leikhússtjóra var sagt upp störfum. Okkur var óbeint sagt það á aðalfundinum að starfskrafta okkar væri ekki óskað og eitthvað talað um að við þættum ekki vera nógu góð söluvara. Guðmundur Magnússon ný- kjörinn formaður L.A. segir um stefnu nýju stjórnar félagsins að stefnt sé að því að fá fleiri áhorfendur með breyttu verk- efnavali. „Ég tel að aðsóknin hafi verið komin í lágmark á sl. leikári og tel tilgangslaust að halda úti sýningum fyrir 20—50 manns á sýningu. Þetta þýðir þó ekki að við ætlum að taka upp óvandað verkefnaval, síður en svo, en við munum reyna að finna hvað fólk vill raunveru- lega sjá og haga verkefnavali með hliðsjón af því. Það er engan veginn ætlun okkar að falla frá rekstri atvinnuleikhúss sem sýnir sig bezt í því að við höfum að mestu gengið frá samningum við Félag ísl. leikara einum og hálfum mánuði áður en þeir samningar renna — út,“ sagði Guðmundur Magnús- son í samtali við Islending. — Við höfum þegar ráðið leikara, sagði Guðmundur er Mbl. ræddi við hann í gær og reiknum við með að ráða eitt- hvert fólk í hálft starf auk þess sem við fáum fleira fólk til sérstakra verkefna þegar á þarf að halda. Ég er bjartsýnn á áframhaldandi starfsgrundvöll leikhússins, við höfum ráðið leikhússtjóra og æfingar eru að byrja. Leikhúsið hefur notið styrkja og er viss áhugi fyrir því hjá yfirvöldum að það starfi áfram. — Við erum sammála um það hér að auka breiddina bæði hvað snertir verkefnaval og leikara, sagði Oddur Björnsson þar sem Mbl. ræddi við hann í gær, en hann var þá staddur á fundi hjá L.A. Við erum farin í gang, sagði Oddur og munu æfingar hefjast uppúr miðjum mánuði, en nú erum við að ræða verk- efnavalið. Leikarar verða 5 eða jafnvel fleiri og er verið að ganga frá því endanlega, en það er a.m.k. enginn skortur á þeim. Njótum ekki lengur lánafyrirgreiðslu segir forstjóri Breiðholts um erfiðleika fyrirtækisins Nokkrir fjárhagserfiðleikar steðja nú að byggingarfyrirtæk- inu Breiðholti hf. og sagði Sigurð- ur Jónsson forstjóri í viðtali við Mbl. að þeir stöfuðu af þvi að lánafyrirgreiðsla lánastofnana til fyrirtækisins hefði verið stöðvuð og því gert að greiða upp skuldir sínar við þær. Fyrir stjórn verkamannabústaða liggur bréf frá Breiðholti hf. þar sem er m.a. stungið upp á því að nýtt fyrirtæki taki við byggingu verkamannabústaðanna í Breið- holti og á fundi stjórnar verka- mannabústaða f dag verður væntanlega tekin ákvörðun um erindi þess bréfs. — Málið er nú svo komið að við njótum hvergi fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og Breiðholt hf. á nú í nokkrum erfiðleikum eins og mörg önnur íslenzk fyrirtæki. Ástæðan er að sú fyrirgreiðsla sem við höfum haft hjá lánastofn- unum er ekki fyrir hendi lengur, við urðum að greiða allt upp strax, það var skrúfað fyrir, sagði Sigurður Jónsson forstjóri Breið- holts hf. í samtali við Mbl. er spurzt var fyrir um stöðu fyrir- tækisins. — Breiðholt hefur á undanförn- um árum byggt á þriðja þúsund íbúða í Reykjavík, þær ódýrustu sem byggðar hafa verið. Félagið hefur eignazt ýmsa hatursmenn sem reynt hafa að grafa undan því síðustu 2—3 árin. Er þetta ákveð- inn hópur manna sem notar til þess furðulegustu aðferðir. — Við höfum staðið við okkar hlut í byggingu verkamanna- bústaðanna, en við ætluðum að létta á okkur svolítið t.d. með því að selja steypustöð okkar, en það hefur ekki tekizt. Ýmsar aðrar leiðir eru í athugun, en við munum ekki gera minnstu tilraun til að koma okkur undan skyldum okkar ef illa fer. Við eigum miklar eignir og ég veit ekki hvort mörg Nokkrir steypubflar frá Steypustöð Breiðholts hf. hafa verið teknir úr umferð vegna skulda fyrirtækisins á opinberum gjöldum. Ljósm. Rax. Frá Steypustöð Breiðhoits hf.. en hana hefur fyrirtækið reynt að selja. fyrirtæki gætu staðið undir því að lokað væri fyrir alla lánafyrir- greiðslu hjá þeim. Skuldir fyrir- tækisins eru líka nokkrar, Gjald- heimtan þarf sitt og hefur hún þegar tekið tæki okkar í sína vörzlu, þá skuldum við launatengd gjöld og lítils háttar laun, sem verða greidd í dag eða á þriðjudag, og erum við að vinna að lausn þessara mála nú. — Við teljum hefð fyrir því að þurfi fyrirtæki af einhverjum ástæðum að hætta við verk sem boðið hefur verið út, þá sé leitað til annarra sem buðu í verkið og því teljum við einkennilega að því staðið ef nýtt fyrirtæki á að taka við byggingu verkamannabústað- anna, sagði Óttar Örn Petersen framkvæmdastjóri Verktakasam- bands íslands í samtali við Mbl. — Það er lögð á það áherzla að menn haldi atvinnu sinni og ég vil vekja á því athygli að enginn missir vinnu þótt eitthvert þeirra fyrirtækja, sem bauð í verkið upphaflega, taki nú við, vinnan er að sjálfsögðu ekki lögð niður, heldur myndu starfsmenn einung- is vinna hjá öðru fyrirtæki. — Ég tel það líka rangt gagn- vart þeim fyrirtækjum sem buðu í verk þetta nú fyrir áramótin ef leita á nýrra tilboða í verkið, því þegar liggur fyrir á hvaða verði þau fyrirtæki sem upphaflega buðu myndu vilja ljúka verkinu, sagði Óttar Örn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.