Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 31 • íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki. Fremri röð frá vinstrii Sólveig Sigurðardóttir, Bryndís Valsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði, Rósa Hermannsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Karen Guðnadóttir. Efri röð frá vinstrii Auður Ólafsdóttir, Anna Kaja Þrastardóttir, Sigrún Þóarinsdóttir, Erna Lúðvíksdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Þóra Gunnarsdóttir, Sigrún Cora Barker, Ilelena Jónsdóttir, Anna Vignir og Albert Guðmundsson, þjálfari. Ljósmyndi Emili'a Björnsdóttir. Fyrstu meistararnir krýndirí gærkvöldi! SENN dregur til úrslita í flestum flokkum (slands- mótsins í knattspyrnu og í gærkvöldi voru fyrstu íslandsmeistararnir krýndir, Valsstúlkurnar, sigurvegarar í kvenna- flokki 1978. Fjögur félög tóku þátt í mótinu að þessu sinni og fór síðasti leikur mótsins fram á Valsvellinum í gærkvöldi og áttust þár við Valur og FH. Val nægði jafntefli til þess að verða meistari og lengi vel leit út fyrir að úrslitin myndu verða marka- laust jafntefli. En tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Ragnheiður Víkingsdóttir óvænt mark með skoti af löngu færi og gulltryggði Val íslandsmeist- aratitilinn. Lokatölurnar 1:0 fyrir Val, verðskuldaður sigur í leiknum og jafnframt verðskuldaður sig- ur í mótinu. Valur hlaut 10 stig en meistararnir frá í fyrra, UBK, komu næstir með 8 stig. í leikslok afhenti Ellert Schram formaður KSÍ ánægð- um og glöðum Valsstúlkum sigurlaunin. — SS. • Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði Vals tekur við bikarnum úr hcndi Ellerts B. Schram, formanns KSÍ á Valsvellinum í gærkvöldi. KR-ingarfá enga ágjöf KR-INGAR fá varla verðuga mót- herja pessar vikurnar og nú voru Það Ármenningar sem steinlágu og áttu aldrei möguleika á Því að stela stigi, hvað Þá tveimur. KR-ingar unnu 3—0 eftir að staðan hafði verið 2—0 í leikhléi. KR-ingar höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik, en ef frá er talinn Sverrir Herbertsson, fékk liðið sárafá góð færi. Sverrir fékk hins vegar þrjú og úr einu skoraði hann á 45. mínútu, eftir langt innkast Stefáns Arnar. Stefán skoraöi sjálfur fyrsta markið á 9. mínútu með góðu skoti eftir fyrirgjöf Birgis Guðjónssonar. Síðari hálfleikur var hálfgerð leik- leysa til að byrja með, en um miðbikið fóru KR-ingar að leika saman að nýju og skoraði þá Stefán Örn annað mark sitt og þriðja mark KR. Undirbúningurinn var fallegur og markið glæsilegt, þrumuskot í hornið fjær eftir að Vilhelm Fredriksen hafði lagt knöttinn fyrir hann eftir fyrirgjöf frá vinstri. Síðasta stundarfjórðung- inn höfðu KR-ingar síðan sömu yfirburðina og í fyrri hálfleik. Þeir hefðu getað bætt mörkum við með nokkurri heppni. Bestur hjá KR var Birgir Guðjónsson. — gg. STAÐAN STAÐAN í 2. deild oftir loikinn í Ka rkvoldi or þossii KR — Armann Iiaukar — Rovnir KR I»ór ÍHÍ Roynir Austri Haukar l»r»ttur Fylkir Armann ViislunKur 3-0 MAKKII.KSTU LEIKMENN. Svorrir Ilorhortsson KR Stofán ()rn Sivíurðssun KR Jón Lárusson l>ór hráinn Ásmundsson Ármanni Háhýsin nötruðu og bflar dælduðust HAUKAR og Reynir skildu jöfn á Hvaleyrarholtsvelli í gærkveldi, hvort liö skoraði tvö mörk. Reynie- menn voru hins vegar nær sigri, ef litiö er á færin, en knattspyrnan, sem leikin var, var Þess eðlis, að rúöur háhýsanna í kring nötruðu, er knötturinn skall á Þeim og bílar beygluðust á bílastæðum vallarins. Fyrri hálfleikur var jafn og þóf- kenndur, en þaö voru Haukar sem brutu ísinn og náðu forystunni, Árni Hermannsson skoraði. í síðari hálfleik gerðu Reynismenn harða hríð að marki Hauka og rak þá hvert dauöafæriö annað, en öll voru þau misnotuö. Þegar 10 mínútur voru eftir jafnaði Ómar Björnsson fyrir Reynir, en hann hafði nýlega komið inn sem varamaöur. Mínútu síðar skoraði Sigurður Aðalsteinsson úr víti fyrir Hauka, en Sveinn Þorkels- son jafnaði á ný fyrir Reyni. Á síðustu mínútunni var Þórður Marelsson í dauðafæri, en skaut framhjá. Ekki hefði verið ósanngjarnt aö har.n tryggöi Reyni sigurinn. — 99- Sægur af HM mörkum á skjánum „VEGNA fjölda áskorana, munum við sýna í heild framlenginguna í leik Argentínu og Hollands og síðan verötaunaafhendinguna og fagnaðarlætin í leikslok, en pann pátt var ekki tími til aö sýna áöur en við fórum í frí.“ Þetta sagöi Bjarni Felixson um ípróttaÞáttinn á iaugardaginn. „Annars verður Þátturinn að mestu helgaður HM í Argentínu, ég mun sýna leikinn um 3. sætið milli Brasilíu og italíu næstum í heild og auk Þess syrpu par sem sjá má sæg af mörkum,“ sagði Bjarni ennfremur. Leikur Italíu og Brasilíu var hinn fjörugasti, italir náðu forystu í fyrri hálfleik, en Brasilíumenn mættu tvíefldir til leiks í Þeim síðari og tryggöu sér Þá bronsið með pví að skora tvívegis. Enska knattspyrnan hefst hinn 19. Þ.m. og viku síðar mun Bjarni sýna landsmönnum fyrsta leikinn, pó er vel hugsanlegt að hinn svokallaði Charity Shield leikur verði einnig á skjánum, en hann er viku fyrr. Þaö er pó allsendis óvíst ennpá hvort leikurinn sá verði til sýnis. — gg. Heimsfrægir íþróttamenn streyma á Reykjavíkurleikana í frjálsum IIINIR árlegu Reykjavíkurleik- ar í (rjálsum íþróttum verða að þessu sinni dagana 9. og 10. ágúst nk. og fara fram á nýja tartanvellinum í Laugardaln- um. Hér er um að ræða fyrsta íþróttamót, sem háð er á slikum velli hérlendis. í gær bættust fimm frábærir íþrótta- menn, allir frá Bandaríkjun- um, í þann hóp, sem þegar hafði boðað þátttöku. Fimm- menningarnir eru Steve Ridd- ick og Bill CoIIins, sem báðir hafa hlaupið 100 metra á 10 sekundum. Larrie Jessey, sem á 5,61 metra í stangarstökki, Tony Darden, sem á 45,2 sek í 400 m og 20,5 sek í 200 m og að lokum Ben Fields, sem stökk 2,28 metra í hástökki á móti í vikunni. Reykjavíkurleikarnir eru nú orðnir, ef þeir voru það ekki fyrir, sterkasta frjáls- íþróttamót sem fram hefur farið hérlendis og fer vegur þeirra greinilega vaxandi, því að keppendur á heimsmæli- kvarða eru farnir að hringja og fá að koma til leiks. Þeir, sem vitað er var fyrir að myndu keppa, eru þessir> Mac Wilkins, heimsmethafinn í kringlukasti. Charlie Wells, spretthlaupari, sem á best 10 sek í 100 m. Sex góðir millivegalengda- og langhlauparar koma frá Banda- ríkjunum og eru það þessir: Doug Brown 8:04,0 í 3000 m og 13:40,6 í 5000 m. Jim Crawford 3:40,2 í 1500 m, 8:01,2 í 3000 m og 13:35,4 í 5000 m. Tiny Cane 1:47,7 í 800 m og 3:39,1 í 1500 m. George Malley 3:40,2 í 1500 m og 7:59,8 í 3000 m. Mike Manke 1:48,5 í 800 m og 3:37,1 í 1500 m. Craig Virgin 3:46,1 í 1500 m, 7:54,9 í 3000 m og 13:25,4 í 5000 m. Evrópumeistarinn í kúluvarpi innanhúss, Finninn Reijo Stál- berg, verður meðal keppenda, svo og norski kringlukastarinn Knut Hjeltnes, sem á best 65,66 metra. Frá Sovétríkjunum koma fjórir íþróttamenn, þar af ein kona. Þeir eru: Nikolai Walahanowitsch, kúlu- varpari með um 20 metra best. Iwan Morgol, spjótkastari, sem kastaði 82,50 metra í fyrra. Michail Starowoitow, sprett- hlaupari sem á best 103, sek í 100 m. Irina Kowaltschuk, keppir í 400 og 800 m hlaupi og á heldur skárri tíma en íslenskar stöllur hennar. Steve Riddick • Vilmundur fær skemmtilega keppni á Reykjavíkurleikun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.