Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
5
Húsnæðisrnálastofnunin;
1250 milljónir
greiddar næstu
3 mánuði
I ágúst, september og októ-
ber-mánuði næstkomandi munu
koma til greiðslu 5 lánveitinga
Húsnæðismálastofnunar ríkisins,
samtals að fjárhæð um 1250
milljónir króna, er húsnæðismála-
stjórn tók ákvörðun um á fundum
sínum hinn 11. og 21. júlí sl.
Lánveitingar þær, sem hér um
ræðir, eru þessar:
1) Frumlán (þ.e. .1. hluti) eru
veitt til greiðslu eftir 25. ágúst nk.
þeim lánsumsækjendum til handa,
sem áttu fullgildar og lánshæfar
umsóknir fyrirliggjandi hjá stofn-
uninni fyrir 1. júlí sl. og höfðu sent
henni fokheldisvottorð vegna
íbúða sinna fyrir þann tíma. —
Samtals nemur þessi lánveiting
um 360 milljónum króna.
2) Miðlán (2. hluti) eru veitt til
greiðslu eftir 10. ágúst nk. þeim
umsækjendum til handa, sem
fengu frumlán sín greidd eftir 10.
febrúar 1978. — Samtals nemur
þessi lánveiting um 340 milljónum
króna.
3) Lokalán (þ.e. 3. hluti) eru
veitt til greiðslu eftir 20. septem-
ber nk. þeim umsækjendum til
handa er fengu frumlán sín greidd
eftir 20. september 1977 og miðlán
sín greidd eftir 1. apríl sl. —
Samtals nemur þessi lánveiting
um 81 milljón króna:
Allar ofangreindar lánveitingar
eru veittar til húsbygginga.
5) Lán til kaupa á eldri íbúðum
(G-lán) eru veitt til greiðslu eftir
1. október nk. þeim umsækjendum
til handa, er sóttu um þau á
tímabilinu 1. janúar — 1. apríl sl.
— Samtals nemur þessi lánveiting
um 340 milljónum króna.
Frá og með 1. október sl. til 1.
apríl sl. hefur stofnunin þar með
veitt lán til kaupa á eldri íbúðum,
samtals að fjárhæð um 500 millj-
ónir króna.
Leiklist á
myndlistar-
sýningu
EINS og fram hefur komið í
fréttum stendur nú yfir myndlist-
arsýning þeirra Friðriks Þórs
Friðrikssonar og Steingríms Ey-
fjörð Kristmundssonar að
Kjarvalsstöðum. I dag, sunnudag,
verður flutt leiksýning í sýningar-
salnum, sem að hluta er unnin
útfrá áhrifum af verkum sýning-
arinnar. Flytjendur eru þátttak-
endur á leiklistarnámskeiði sem
Gallerí Suðurgata 7 stendur nú
fyrir undir stjórn Árna Péturs
Guðjónssonar frá leikhópnum
Kröku í KaupmannahOfn. Leiksýn-
ingin hefst kl. 16.00.
l/M
78
15% afsláttur af:
□ gallabuxum □ flauelsbuxum □ canvasbuxum □ bolum □ stutterma
blússum □ kjólum □ pilsum
□ mittisjökkum dömu og herra
□ vestum □ plastregnkápum ofl.
Ofsalegt úrval af fatnaöi Sumar- og ferðaskór í úr-
fyrir verzlunarmannahelg- vali.
Ap^ tIzkuverzlun unga fólksins
Wkarnabær
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155