Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 29 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ^ijjurtío^aa'ii n vinnustað í kaffitíma og þá varð fagnaðarfundur í stuttum kaffi- tíma. Svona samband geta hinar hámenntuðu fóstrur ekki gefið, en auðvitað er munur á Ólafsvík og Stór-Reykjavík. Hin fagra og frjálslynda kona nútímans er að reyna að sniðganga móðurhlut- verkið, þetta háleita hlutverk, sem Guðs góða almætti skóp hana til. Benedikt Guðmundsson.“ • Sjúkra- dagpeningar „í Mbl. si. fimmtudag 27. júlí, er grein í Velvakanda eftir frú Þórunni Bernódusdóttur, Skaga- strönd. Þar gætir lítilsháttar misskilnings. Ég vil því gera smáathugasemd við greinina og gefa upplýsingar þær, sem beðið er um. Þegar menn veikjast og verða óvinnufærir af þeim sökum, geta þeir fengið sjúkradagpeninga. Sjúkradagpeningar eru reiknaðir út og greiddir hér á skrifstofunni. Reynt er að gera það jafnskjótt og læknisvottorð berast og umsókn er send inn. Þegar um langvarandi veikindi er að ræða, en bætur má greiða í allt að 52 vikur á hverjum 2 árum, þá koma læknisvottorðin venju- lega mánaðarlega og viðkomandi sjáklingi er send greiðsla í ávísun eða gíró. Þegar menn verða fyrir slysi eru öll vottorð send suður í trygginga- stofnunina og auðvitað tekur það sinn tíma, yfirleitt má reikna með 3—4 vikum frá dagsetningu vottorðs þar til sjúklingur fær greiðsluna. Hinsvegar er rétt að það komi fram, að ég hefi ekki þurft að kvarta undan afgreiðslu hjá tryggingastofnuninni og alls ekki seinagangi. Þegar dregist hefir, að slasað fólk fengi fullnaðaruppgjör er það hér um bil alltaf vegna þess að læknisvottorð hafa ekki verið send. Auðvitað eru til vafatilfelli, sem þarf að kanna vel og getur þess vegna dregist að ganga endanlega frá málinu. í umræddu tilfelli dróst síðari greiðsla til eiginmanns Þórunnar. Það er undantekningartilfelli, sem betur fer. Ástæðan er sú, að starfsmaður sá, er um tryggingarnar sér, þurfti að um- reikna allar bætur í júnímánuði vegna breytinga á útborgunum og svo aftur í júlíbyrjun. En embætt- ið er bara ekki betur mannað en þetta, að verði meira álag nokkra daga fer annað úrskeiðis. Það venjulega hjá okkur er, að slysa- dagpeningum er safnað saman og svo sendir út svona eftir hendinni. Ef komið er á skrifstofuna og spurt eftir greiðslunni og hún er komin, er hún að sjálfsögðu greidd. Slysa- eða sjúkradagpeningar eru ekki teknir upp í þinggjöld nema í samráði við bótaþega. Oft vilja safnast skuldir einmitt hjá þessu fólki og það er dýrt að greiða 3% dráttarvexti á mánuði. Ég bendi fólki á þetta og oftast semur það um greiðsluna. Fyrir hefir komið, að ekki hefur náðst í viðkomandi og er þá tekinn hluti upp í þinggjöld, honum skrifað bréf og bent á, hvað gert hefir verið og jafnframt sagt að sam- þykki hann ekki þetta, fái hann að sjálfsögðu endurgreiðslu. Vel má finna að þessum vinnubrögðum, en mér bara blöskra dráttarvextirnir og ég veit að fólk athugar ekki alltaf sinn gang í þessum málum. Auðvitað verða einhverjir til þess að snúa út úr þessu og tala um hörku í innheimtu. Verði þeim bara að góðu. Ég hefi yfirleitt ekki þurft að gera lögtak fyrir ógreidd- um gjöldum vegna þess að hér greiðir fólk gjöld þegar það getur. Ég bið Þórunni afsökunar á þessum drætti. Sem yfirmaður embættisins ber ég ábyrgð á honum. Ef hún eða einhverjir aðrir hér í umdæmi hafa eitthvað út á afgreiðslu skrifstofunnar að setja og vafalaust má þar margt að finna, þá bið ég þetta ágæta fólk að hafa tal af mér, skrifa mér eða koma með kvartanir sínar í blöðin, svo upplýsa megi málið frá báðum hliðum. Með virðingu, Jón ísberg.“ Þessir hringdu . . skoðunum foreldranna, þ.e. þau ekki látin ein um að mynda sér sínar eigin skoðanir, þá komist þau ekki hjá því að verða kristin. En hins vegar er það svo að börn sem fá að vera í friði með að mynda sér sínar eigin skoðanir snúa sér frekar að húsum heil- brigðrar skynsemi og kjósa hana heldur. Og fyrir þessu hef ég mína • Skynsemisflótti? Finnur Lárusson. „Eb.Eb. skrifar pistil um trú sína (Velv. *2/8) og gagnrýnir gamanþáttinn Allt í gránum sjó, sem mér finnst mjög þakkar- verður og skemmtilegur. Eb.Eb. segir í greinarlok „Hvor á að hafa betur, Kristur eða hinn?“ Ég býst við að þar eigi hann við þann vonda. Mér þykir þó réttara að það sé heilbrigð skynsemi, sem mælir á móti öllu þessu fornaldarþrugli. Eb.Eb. talar um góða kirkjusókn. Það getur staðist, en mér finnst það nú vera svo að sé börnum innrætt kristin trú samkvæmt SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í V-Þýzkalandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Kellers, sem hafði hvítt og átti leik, og Meissl. HÖGNI HREKKVÍSI ©1978 MtNnikt 8yai, U „Ertu að reyna að byrja eitthvað?" S^5 SIG6A V/öGÁ fi -Í/LVERAIs/ Siglufjörður: Ounnum afla skip- að til útflutnings Sinluíiröi. 2. ásúst. í GÆR var verið að flytja fisk úr fiskvinnsluhúsi bormóðs ramma í Siglufirði um borð í Sævíkina, en áformað er að skipið sigli með um 60—70 tonn til Bretllnds. Þessum afla var landað fyrir nokkrum ídögum, en þar sem ekki hefst undan við vinnslu aflans er gripið til þess ráðs að senda hann á markað erlendis. Miklir hitar hafa verið að undanförnu í Siglufirði og ekki hefur það bætt stöðuna í þessum efnum. Þá er Dagný frá Siglufirði lögð af stað í söluferð til Bretlands með 150 tonn sem fengust á 5'/2 sólarhring og einnig kom Fontur við í Siglufirði á leið til Bretlands. - m.j. Ráðleggingar til f erðamanna frá landvörðum eigin reynslu og ýmissa annarra., Mér þykir það skiljanlegt að Eb.Eb. kjósi að hafa bréf sitt undir dulnefni sökum þess að ég býst ekki við að allir sannkristnir vilji viðurkenna skynsemisflótta sinn. Mér þykir mjög skiljanlegt að þessi trú hafi átt gott uppdráttar fyrrum þegar fólk átti í þrenging- um og erfiðleikum." EIN MESTA ferðahelgin fer í hönd á íslandi. Landverðir nátt- úruverndarráðs benda ferðafólki á eftirfarandi fyrir verzlunar- mannahelgi. í Mývatnssveit er tjöldun aðeins leyfð á tjaldsvæði við Reykjahlíð og skólann á Skútustöðum. Grjóta- gjá er nú um 60 stiga heit og því óhæf til baða. í Bjarnarflagi og nágrenni er jörð heit og sprungin, og j)ví hættuleg allri umferð. I Skaftafelii kann svo að fara að grípa þurfi til takmarkana á tjaldsvæðinu og mun það auglýst í útvarpinu. Ferðamönnum, sem hug hafa á að tjalda í Skaftafelli um helgina, er bent á að hlusta á tilkynningar á föstudag og laugar- dag. Frá þjóðgarðinum við Jökulsár- gljúfur eru þær fréttir helstar, að vegurinn milli Dettifoss og Vesturdals er nú ófær öllum bílum vegna úrkomu að undanförnu. Frá Nýjadal bárust þau tilmæli til ferðafólks á fólksbílum, að leggja ekki á Sprengisánd, því árnar verða oft ófærar. í Herðubreiðarlindum eru ákveðin tjaldsvæði og er óheimilt að tjalda utan þeirra. í Öskju nær bílaslóðin inn að Vikraborgum, en þaðan er gengið inn að vatninu. Frá Hveravöllum hafa komið kvartanir um að fólk brjóti hrúður úr hveraopum eða kasti steinum í hverina. Er slíkt með öllu óheimilt. í Þórsmörk og Landmanna- laugum eru helstu vandamál akstur utan vega, og hefur mjög borið á gáleysislegum akstri þar í KOMNIR AFTUR Vinsælu trékloss- arnir komnir aftur, margar nýjar geröir. Póstsendum. V E R Z LU N I N GEísiP! H 23. Hxf6! (Vinnur lið) Dxg6 (Eða 23. ... Dxf6 24. Dh7+ - Kf7 25. Hfl) 24. Hxg6 - gxh4 25. Be5 - IIf7 26. Hfl og svartur gafst upp, enda er hann manni undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.