Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 Bifröst hóf Amer- íkuflutninga sína með 10% undirboði — segja Eimskipafélagsmenn STJÓRN Eimskipafélags íslands heldur því fram að Bifröst h.f. hafi hyrjað farmjíjaldastríð það, sem nú er upphafið milli þcssara tveggja skipafélaga aðaliega út af flutningum fyrir vamarliðið. í greinargerð sem Morgunblað- inu hefur borizt frá Eimskipa- félaginu er því haldið fram að í stað þess aö einbeita sér að því að flytja ísaðan fisk til útlanda og bifreiðir til íslands, eins og forráðamenn Bifrastar hafi látið í veðri vaka er þeir voru að fá fjármagn til skipakaupa sinna, þá hafi þeir í upphafi Ameríkuflutn- inganna stefnt svo hratt til varnarliðsflutninganna, að þeir hafi byrjað þá með 10% lægri farmgjaldatöxtum en þeim, sem þá voru í gildi milli varnarliðsins og Eimskipafélagsins. Morgunblaðið spurði Óttar Möller, forstjóra Eimskipafélags Islands hvort einhvers mótleiks væri að vænta af hálfu Eimskipa- félagsins við þeirri ákvörðun forsvarsmanna Bifrastar að lækka farmgjöld á öllum leiðum um 25%. Óttar svaraði því til, að Morgun- blaðið hefði fengið senda greinar- gerö frá stjórn Eimskipafélags Islands og við hana hefði hann engu að bæta. Sjá „Greinargerð Eimskip um vöruflutninga fyrir varnarliðið“ á bls. 18. Gjaldskrárnefnd: Landsvirkjun fái 25% hækkun - hitaveita 20% EKKI hefur enn verið tekin ákvörðun um þær hækkunar beiðnir. scm liggja fyrir frá Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykja- víkur. Eins og áður hefur komið fram hefur gjaldskrárnefnd lagt til að þessi fyrirtæki fái ekki að fullu þær hækkanir. sem þau óski og er málið nú til afgreiðslu hjá ríkisstjórninni. Landsvirkjun hefur óskað eftir að fá að hækka taxta sína um 35% en gjaldskrárnefnd leggur til að Kolmunni — spærlingur: Útflutnings- gjald fellt niður 1978 MATTHÍAS Bjarnason sjávarút- vegsráðherra greinir frá því í viðtali við Mbl. í dag,,sem birt er á bls. 10—11, að hann muni nota heimild sem Alþingi hefur veitt honum til að fella niður útflutn- ingsgjald af kolmunna og spærl- ingsafurðum allt þetta ár, til að örva veiðisókn í þessa fiskstofna. þeim verði heimiluð 25% hækkun. Þá hefur Rafmagnsveita Reykja- víkur óskað eftir því að fá að hækka taxta sína um 40% af væntanlegri hækkun Landsvirkj- unar að viðbættrí 8,3% hækkun vegna annars kostnaðar. Hitaveita Reykjavíkúr hefur óskað eftir að fá að hækka taxta sína um 25% en gjaldskrárnefnd leggur til að þeir fái að hækka um 20%. Tekinn með fíkniefni ENSKUR piltur var í fyrradag handtekinn á Keflavíkurflug- velli við komu til landsins og við leit kom í ljós að hann hafði meðferðis fíkniefni. Voru það tvær LSÐ-töflur og 2 grömm af hassi og þótti líklegt að þetta væri ætlað til eigin neyslu. Var pilturinn dæmdur til að greiða 46 þúsund króna sekt og er það nú í höndum Útlendingaeftir- litsins að taka um það ákvörð- un, hvort honum verður vísað úr landi. Gunnar Sveinsson framkvæmdastjóri og Ágúst Hafberg formaður með nýju miðana og bæklinginn. Félag sérleyfishafa kynnir nýja farmiða: Umhverfis ísland fyrir 18.720 krónur FELAG sérleyfishafa er nú um þessar mundir að fara af stað með sölu á nýjum tegundum farmiða. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að tilgangur- inn með þessum nýju miðum sé að sporna við þeirri þróun að ferðaskrifstofurnar skipuleggi ferðir á sínum cigin vegum í stað þess að beina ferðamönn- um inn á hið almenna sérleyfis- kerfi. Þessir nýju miðar eru kallaðir tímamiðar og hringmiðar. Tímamiðinn er nýjung í sérleyf- isakstri á íslandi. Hann gerir það kleift að ferðast með öllum sérleyfisbifreiðum á Islandi innan þeirra tímamarka sem miðinn segir til um. Miðarnir gilda frá einni viku upp í fjórar, og kosta þeir frá 20.800 krónum upp í 49.400 krónur. Hringmiðinn gerir það kleift að ferðast hringinn í kringum Island á eins löngum tíma og maður vill, einnig má hafa viðkomu þar sem maður óskar. Á þessum miða er einungis hægt að ferðast um hinn eiginlega hringveg. Miðinn kostar 18.720 krónur. Á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags sér- leyfishafa, og Ágúst Hafberg, formaður félagsins og formaður stjórnar þess, kynntu þetta nýja fyrirkomulag, kom það fram að í ár er aðeins verið að prófa þetta nýja kerfi. Þeir bjuggust þess vegna við því að á næsta ári yrði ýmislegt nýtt komið inn í þetta kerfi, svo sem barnafargjöld, hópfargjöld og fleira sem kæmi í ljós að á vantaði. I sambandi við nýju farmið- ana hefur félagið látið gefa út bækling fyrir erlenda ferða- menn. Bæklinginn hafa Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og Magnús Magnússon þýtt en Gunnar Sveinsson hefur samið hann. Hestamannafélögin Léttfeti og Stígandi í Skagafirði halda um næstu helgi árlegt hestamanna- mót sitt á Vindheimamelum. Ilefst dagskrá mótsins kl. 14 á laugardaginn með góðhestadóm- um og að þeim loknum fara fram undanrásir kappreiða. Á sunnu- daginn verður mótinu framhaldið kl. 14. Skeytin send án samráðs við stjórnir sambandanna „VIÐ höfum í dag haft sam- band við forsvarsmenn skák- sambanda bæði í Bandarikjun- um og Bretlandi og það er alveg greinilegt af samtölum við þá að þessar skeytasend- ingar þeirra Goiombeks og Edmondsons eru án samráðs við stjórnir skáksambanda f heimalöndum þeirra,“ sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, er blað- ið ræddi við hann í gær vegna framboðs Friðriks Olafssonar til forsetaembættis í FIDE en eins og kunnugt er sendu þeir Golombek, Edmondson og Lym frá sér skeyti þar sem þeir hvetja til þess að dr. Euwe verði endurkjörinn forseti FIDE. Einar sagði að Skáksam- bandið hér heima ætlaði að einbeita sér að þvf að hindra að dr. Euwe færi í framboð og hvetja skáksambönd f öðrum löndum til að senda til Amster dam mótmælaskeyti í stað stuðningsyfirlýsinga við fram- boð dr. Euwes. Einar sagðist hafa rætt við Morrison, framkvæmdastjóra bandaríska skáksambandsins, og spurt hann hvort það hefði verið í samráði við og með vilja bandaríska skáksambandsins, sem Edmondson sendi þessi skeyti. Morrison hefði svarað því til að hann hefði ekki heyrt um þetta mál. Hann kæmi alveg af fjöllum og þessar aðgerðir Edmondsons væru algjörlega án samráðs við stjórn sambands- ins. Bandaríkjamenn hafa ekki enn tekið formlega afstöðu í þessum framboðsmálum en gert er ráð fyrir að ný stjórn verði kosin í sambandinu á næstunni og hún taki afstöðu í málinu en þess er ekki að vænta að þeir muni senda stuðningsyfirlýs- ingu við dr. Euwe fyrir 6. ágúst, þegar framboðsfresturinn renn- ur út. Högni Torfason, varaformað- ur Skáksambandsins, er nú staddur í Bretlandi vegna þessa máls og að sögn Einars hefur hann rætt við forsvarsmenn þeirra þriggja skáksambanda, sem þar eru og fékk hann alls staðar það svar að þessar skeytasendingar kæmu þeim mjög á óvart. „Forsvarsmenn Breska skáksambandsins, sem Golombek er fulltrúi fyrir hjá FIDE, segja hins vegar að hann fari sínu fram og hann ráði því sem hann ráða vill,“ sagði Einar. Skrifstofu- stjórinn látinn laus RANNSÓKN á máli skrifstofu- stjóra Rannsóknarlögreglu ríkis- ins er að sögn Ásgeirs Friðjóns- sonar, skipaðs rannsóknarlög- reglustjóra í málinu, ekki lokið og er enn beðið þess að Ríkisendur- skoðun ljúki athugun sinni á fjárreiðum Rannsóknarlög- reglunnar. Hefur Ríkisendurskoð- un þegar látið Ásgeir fá gögn um hluta málsins og sagðist Ásgeir vonast til að hann fengi það sem á vantaði sem allra fyrst. Skrifstofustjórinn var látinn laus eftir að hafa setið fjóra daga í gæsluvarðhaldi en hann hafði sem kunnugt er verið úrskurður í 21 dags gæsluvarðhald. Seldi fyrir 24 millj. kr. SKUTTOGARINN Dagstjarnan seldi 100 lestir af ísuðum fiski í Hull í gærmorgun fyrir 24 millj. kr. Meðalverð á kíló var kr. 241. r- Hestamannamót á Vind- heimamehim um helgina í kappreiðunum taka þátt nær öll bestu hlaupahross landsins og verða þarna m.a. saman komin hross, sem eiga íslandsmet í einum fjórum greinum og eru það skeiðhesturinn Fannar, Gjálp, sem á íslandsmetið í 250 metra stökki en keppir nú í 350 metrunum, Glóa, íslandsmethafinn í 350 metra stökki, og Faxi, sem á það íslandsmet sem nú er staðfest í 800 metra brokki, en nú mætir hann Funa, sem nýverið hefur slegið Islandsmetin í 800 og 1500 metra brokki. , I gæðingakeppninni verða ekki viðhafðir spjaldadóm- ar, heldur fá keppendur að sýna hesta sína með frjálsri aðferð og þriggja manna dómnefnd dæmir gæðingana. 80 hross boðin upp í Skaga- firði SÍÐDEGIS á laugardag eða kl. 5 verður haldið í Grófarrétt rétt norðan við Varmahlíð í Skagafirði uppboð á um 80 hrossum. Eru þetta hross í eigu Eiríks Valdi- marssonar bónda í Vallanesi í Seyluhreppi í Skagafirði og eru þetta flest ung hross. Það er hreppstjórinn í hreppnum, sem bíður hrossin upp að ósk Eiríks. Loðnan: Átján skip fá að fara til veiða á laugardag ÞAU loðnuskip sem enn voru á miðunum í fyrrakvöld eru nú öll komin til hafnar með afla, sum með fullfermi. Loðnunefnd hefur nú ákveðið að 18 bátar fái leyfi til að halda á miðin á laugardags- kvöld, en engu að síður verður meirihluti flotans enn að liggja f landi. Skipin, sem tiikynntu loðnuafla í fyrrakvöld og gærmorgun eru: Hrafn GK 600 lestir, Albert GK 850 lestir, Huginn VE 500 lestir, Helga RE 230 lestir, Gullberg VE 400 lestir, Helga 2. RE 450 lestir, Magnús NK 300 lestir, Húnaröst ÁR 300 lestir, Helga Guðmunds- dóttir BA 140 lestir og Kap 2. VE 450 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.