Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 Greinargerð Eimskips um vöruflutninga fyrir varnarliðið: Otrúlegt að framkoma Bifrastar verði ábatasamleg þjóðarbúinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt greinargerð Eimskipafélags ís- lands vegna frétta um samkeppni Einskips og Bifrastar hf. um vöruflutninga fyrir varnarliðið og lækkun farmflutningsgjalda á Ameríkuleið í kjölfar þeirra> Um langt árabil fluttu erlend skipafélög allan þann varning bandaríska varnarliðsins, sem það þurfti að fá hingaö til Islands eða koma héðan með skipum. Fyrir tólf árum tókst Eimskipa- félaginu að fá þessa flutninga, sennilega m.a. vegna þess að erlend skipafélög töldu þá eina ekki nógu arðbæra. Eimskipafélaginu var mjög hag- kvæmt að fá flutningana fyrir varnarliðið þar sem þeir leiddu til stórbættrar nýtingar á flutninga- rými þeirra skipa, sem Eimskipa- félagið varð að nota til þess aö halda uppi mjög tíðum ferðum milli Islands og Ameríku til að annast flutninga á frystum ís- lenzkum fiskafurðum, sem fóru á markaði í Bandaríkjunum. Þessi ’’ aukna nýting flutningarýmisins leiddi til þess að unnt var að bjóða íslenzkum og erlendum viðskipta- vinum félagsins hagstæð farm- gjöld á siglingaleiðunum milli Islands og Ameríku. Auk þess sem varnarliðsflutningarnir bættu hag Eimskipafélagsins leiddu þeir til stóraukinna gjaldeyristekna fyrir þjóðina og gerðu það einnig mögulegt að flytja frystan fisk fyrir verulega lægri farmgjöld en ella. Hinar tíðu ferðir fiskflutn- ingaskipanna ollu því, að unnt var að anna varnarliðsflutningunum án þess að kaupa eða leigja til þeirra ný skip, en vegna alls þessa voru þeir þjóðinni mjög hagstæðir og um þá var gott samstarf og samkomulag milli varnarliðsins og Eimskipafélagsins. Fyrir alllöngu var um það rætt að varnarliðið myndi taka upp þá stefnu aukinna gámaflutninga, sem víðast hvar hefur átt auknum vinsældum að fagna. Hún hefur leitt til margvíslegra breytinga í flutningamálum, m.a. í gerð skipa og ákvörðunum flutningataxta. Eimskipafélagið bjó sig m.a. undir þetta með kaupum á einu skipi, sem sérstaklega var ætlað til flutninga á gámum. Þegar varnar- liðið tók til við að auka flutninga sína með gámum var auðsætt að setja varð nýja flutningataxta, sem tóku bæði mið af almennum töxtum gámaflutninga og þeirrar sérstöðu gámaflutninga varnar- liðsins, að þeim er skilað fylltum til félagsins og varnarliðið annast tæmingu þeirra á leiðarenda. Við ákvörðun taxtanna var einungis miðað við það eitt, sem ætla mátti að væri sanngjarnast í ljósi fenginnar reynslu, enda aldrei af Eimskipafélagsins hálfu til þess stefnt að gera varnarliðinu að greiða önnur farmgjöld en þau, sem hófleg máttu teljast hverju sinni. Hitt er það, að um þau farmgjöld gildir sú almenna regla beggja aðila, kaupenda og selj- enda, að réttur þeirra er jafn til endurskoðunar við breyttar að- stæður. í grein, sem birtist 2. þ.m. í Morgunblaðinu, er það haft eftir forráðamönnum Bifrastar, að þeir hafi í upphafi Ameríkusiglinga félagsins boðið varnarliðinu sömu flutningagjöld og Eimskipafélagið en síðar orðið að lækka þau vegna undirboðs Eimskipafélagsins. Hér er öllum staðreyndum öfugt snúið. Sannleikurinn er sá, að í stað þess að einbeita sér að því að flytja ísaðan fisk til útlanda og bifreiðir til íslands, eins og forráðamenn Bifrastar létu í veðri vaka þegar þeir voru að fá fé til skipakaup- anna, þá stefndu þeir í upphafi Ameríkusiglinganna svo hratt til varnarliðsflutninganna, að þeir hófu þá með farmgjaldatöxtum, sem voru 10% lægri en þeir, sem þá voru í gildi milli varnarliðsins og Eimskipaféiagsins. Að vísu varð hér síðar á breyting, en hún haggar í engu þeirri staðreynd, að upphaf samkeppni Bifrastar við Eimskip um varnarliðsflutningana var 10% undirboð Bifrastar frá flutningatöxtum Eimskipafélags- ins. Eimskipafélagið hefur jafnan reynt að láta varnarliðið njóta réttlátra farmgjaldataxta og tíðra ferða, og mun enn halda þeirri stefnu óbreyttri. Flutningarnir eru félaginu hagstæðir og þess vegna mun það kappkosta að fá að auðfundið, en við öðrum svar- leikjum leikur hvítur í næsta leik f4 og hefur góða stöðu). 13. f4 — Rc4,14. f5 — gxf5,15. Rxf5 - Hg8 8. einvígisskákin Ilvítti Karpov Svart. Korchnoi Spánski leikurinn (Opna vörnin). 1. e4 - e5,2. Rf3 - Rc6,3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. (H) - Rxe4 (Korchnoi reynir enn einu sinni uppáhaldsleikvörn sína í Spánska leiknum, opnu vörnina sem er tvíbent afbrigði og ekki á færi neinna að tefla nema þeirra sem vel eru að sér í fræðunum. Korchnoi beitti þessu afbrigði í 2. og 4. skákinni en varð lítið ágengt. Báðir keppendur reyna í þessari skák að breyta til frá þessum skákum). 6. dl - b5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 — Be6, 9. Rbd2 (Hér breytir Karpov taflmennsku sinni frá fyrrnefndum skákum, en þá lék hann í bæði skiptin 9. c3) 9. — Rc5, 10. c3 — g6! (Þessi leikur er af sérfræðingum talinn upphaf ófaranna. Korchnoi er, eins og áður hefur verið vikið að, mikill sérfræðingur í þessari byrjun og þessu afbrigði og hefur ritað í handbækur ritgerð um þetta afbrigði. Þar hefur hann sjálfur mælt með fram- haldinu 10. — d4! sem hann telur að leiði a.m.k. til tafljöfn- unar. Korchnoi beitti þessum leik í 2. skákinni og mikið rétt; leikurinn leiddi til tafljöfnunar án mikilla erfiðleika. En nú sækist Korchnoi eftir meiru og þessvegna tektrr hann þá áhættu aö reyna fyrir sér með nýjum leik, en Karpov er vandanum vaxinn og finnur fljótlega snöggan blett á taflmennsku Korchnois. Eftir framhaldið 10. — d4! hefði áframhaldið getað orðið 11. Bex6 — Rxe6, 12. Rb3 — dxc3, 13. Dc2! ? með óljósu tafli) 11. De2 - Bg7, 12. Rd4! (Hér fórnar Karpov peði sem Korchnoi hefði betur hafnað en hann er þekktur fyrir það að þiggja einmitt slíkar peðsfórnir og treysta á varnarhæfileika sína). 12.... — Rxe5. (Ótrúlega djarfmannlega leikið hjá Korchnoi sem reynist honum örlagaríkt. Fyrir peðið fær nú Karpov óstöðvandi sókn. Síðsti leikur hvíts var mjög öflugur og viðunandi svar hjá svörtum ekki (Korchnoi hefur nú galopnað taflið á kostnað kópgsstöðunn- ar, sem er orðin vægast sagt varhugaverð. Karpov notfærir sér ótrygga stöðu kóngsins á lærdómsríkan hátt. Karpov hafði er hér var komið sögu eytt 45 mínútum en Korchnoi 50 mínútum, en frá og með 16. leik fóru keppendur að hægja ferð- ina). 16. Rxc4 — dxc4 (Korchnoi hugsaði sig um í 35 mínútur en hann ákvað að drepa með drottningarpeðinu. Ljóst er að hefði Korchnoi drepið með b-peðinu skapast ákveðnir veik- leikar á drottningarvæng og hefðu valdið svörtum ekki minni erfiðleikum). 17. Bc2 - Rd3,18. Bh6! - Bí8 (Svartur er þegar í nokkurri klípu ef t.d. 18. — Bxh6,19. Rch6 - Hg7, 20. Rxf7!). 19. Hadl - Dd5, 20. Bxd3 - cxd3, 21. Hxd3 - Dc6, 22. Bxf8 - Db6, 23. Khl - Kxf8, 24. DÍ3 - He8, 25. Rh6 - Hg7, Loksins sigur í 8. skákinni Skák Gunnar Gunnarsson skrifar um 8. einvígisskákina 26. Hd7!! (Glæsilega leikið! Svartur er mát ef hann þiggur hrókinn: 26 ... Bxd7, 27. Dxf7 - Hxf7, 28. Hxf7 mát. Svartur reynir að mæta þessari óvæntu heimsókn hróksins en þá dynur yfir lokaflétta skákarinnar sem minnir á fallega skákþraut). 26 ... IIb8, 27. Rxí7!! - Bxd7 28. Rd8!!og svartur gafst upp því hann verður mát á f8 með drottningunni hvort sem hann leikur kóng á g8 eða e8. Glæsileg lok hjá Karpov. Korchnoi getur dregið þann lærdóm af þessari skák að betra sé að fara hægt í sakirnar með tilraunaleiki eins og þann 10. í þessari skák og láta frekar Karpov koma næst með slíka leiki. Með þessum fyrsta sigri í einvíginu færist fjör í keppnina sem vonandi verður til þess að við fáum loksins að sjá fleiri skemmti- legri og æskilegri skákir. Harry Golombek skrifar fyrir Morgunblaðiö: Endurbótin reyndist Korchnoi illa KORCHNOI var mættur við taflborðið um tveimur mínútum fyrir byrjun 8. skákarinnar, sem tefld var í dag. Karpov kom á staðinn nokkrum sekúndum áður en skákklukkurnar voru settar í gang og þegar Korchnoi ætlaði að heilsa honum með handa- bandi neitaði Karpov þverlega. Stuttu síðar lét Alexander Roshal, blaðafull- trúi Karpovs, frá sér fara yfirlýsingu þar sem sagði, að Karpov neitaði að heilsa Korchnoi oftar fyrir skákirnar, vegna móðgandi hegðunar og ummæla hans um Karpov. Korchnoi tefldi opna afbrigðið á móti spánska leik meistarans og er það í þriðja sinn í einvíginu, sem hann gerir það. Karpov tefldi nú öðru vísi en í 2. og 4. skákunum og lék í 9. leik Rd2 í stað Rc3 áður. í 10. leik lék Korchnoi g6 og virðist svo sem hann hafi hér verið að reyna eitthvað nýtt, en leikur þessi kom síðast fyrir í skák þeirra Lashdan og Ulverstad í Bandaríkjunum 1946. Þá lék Ulverstad fyrst g6 og síðan Rc5. Korchnoi, sem skrifar um þetta afbrigði í bókinni „Badsfords Encyclopaedia of Chess Openings", sem prentuð var í London 1974, merkti við þennan leik með !? Við lok 8. skákarinnar hefur Korchnoi eflaust getað sleppt upphrópunarmerkinu. Askorandinn hélt áfram að tefla afbrigðið á sama hátt, sennilega vegna þreytu eftir 7. skákina. Næstum án nokkurrar hugsunar og vissulega án þess að hugsa fram í tímann reyridi hann að skapa sér möguleika á gagn-sókn, með því að drepa e-peðið með riddara sínum. Þetta var ekki aðeins áhættusamur leikur, heldur einnig ófullnægjandi og því var hann aðeins að bjóða hættunni heim, þar sem Karpov er mjög fær að notfæra sér afleiki annarra. Á örskammri stundu hrundi vörn Korchnois. Karpov lauk skákinni með fallegri drottningarfórn og Korchnoi gafst upp, þegar mátið var óumflýjan- legt. Heimsmeistarinn hefur því tekið forystuna 1—0 og stigið fyrsta mikil- væga skrefið í vörn titils síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.