Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 + ADALHEIÐUR BERGSDÓTTIR, Drépuhlíð 32, Reykjavik, andaöist 1. ágúst. Edda Carlsdóttir, Páll Pálsson. + Faöir okkar, ÞORSTEINN SNORRASON, Hvassafelli, lézt í sjúkrahúsi Akraness, 2. ágúst. Snorri Þorsteinsson, Gísli Þorsteinsson. + Eiginmaður minn. faðir og stjúpfaðir RÓGNVALDUR SIGURJÓNSSON, vélstjóri, (frá Seyöisfirði) Garöavegi 11, Keflavik, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. ágúst ki. 2. Juliana Jónsdóttir, Sigurfríö Rögnvaldsdóttír, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir. Í Móðir mín, ARNDÍS JÓNSDÓTTIR, andaðist 3. ágúst. Jarðarförin ákveðin að Breiðabólstað í Fljótshlíö, laugardaginn 12.8. kl. 2. e.h. Fyrir hönd aöstandenda. Eggert Ó. Sigurósson Smáratúní. Móðir okkar, + KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kaupakona, Túngötu 23, Keflavík, sem lést 28. júlí, verður jarðsungin laugardaginn 5. ágúst kl. 2 eftir hádegi fra Keflavíkurkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á slysavarnarfélagiö eöa sjukrahus Keflavíkur. Guðmundur Jóhannsson, Ingi Þór Jóhannsson, Halldoðr Jóhannsson. + Elsku faðir okkar ÁRNI SKÚLASON, f.v. forstjóri, Hrannarstíg 3, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hins látna er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ragnheióur Árnadóttir Sigríöur E. Arnadóttir. + Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍDUR JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi húsmóöir Hlíöarendakoti veröur jarösungin frá Hlíöarendakirkju í Fljótshlíö, laugardaginn 5. ágúst kl. 2. Sigríöur Arnadóttir, Ólafía Arnadóttir, Hákon í. Jónsson. + Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR, Eggert Ólafsson, Stefanía Markúsdóttir, Gylfi Þór Ólafsson, Kristín Gestsdóttir, Siguröur Ólafsson, Hólmfriöur Bjartmarsdóttir og barnabörn. + Þökkum öllum sem auösýndu samúð og hluttekningu viö andlát og jarðarför EINARS BEINTEINSSONAR, Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Elliheimilisins Grund fyrir alúö og umhyggju honum sýnda í langri legu. Systkinin. Brúarsmíði yfir Víðidalsá stcndur nú yfir og samkvæmt upplýsingum hjá Vegagcrð ríkisins verður brúin fullgcrð í september n.k.. ef allt gengur að óskum. Brúin verður 70 metra löng og spannar yfir þrjú bil á fjórum stöplum. Skv. vegaáætlun verður kostnaður af brúargerðinni um 88 milljónir króna og mun sú áætlun að siign Einars Hafliðasonar koma til með að standast. Ljósmynd Snorri Snorrason. Minning - Hjörtur Þór Gunnarsson Fæddur 5. febrúar 1962. Dáinn 26. júlí 1978. MinninKa myndirnar skína við mildustu þakkarKjiirð. É)? si«ni yfir saLnvina þína. síðustu hvíluna á jörð. L.B. í geislum sumarsólar kveðjum við ungan vin okkar Hjört Þór Gunnarsson, son hjónanna Höddu Hálfdánardóttur og Gunnars Jóhannessonar, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði. Þótt okkur, sem með honum höfum dvalið síðastliðna tvo vetur, hafi verið það ljóst, að ævi hans yrði ekki löng, þá á maður alltaf jafn erfitt með að trúa því, að kallið sé komið. Árin urðu ekki nema sextán, sem þessi prúði drengur fékk að dvelja hér á jörð. En þau síðustu voru erfið, þar sem hann var bundinn við hjólastól vegna sjúkdóms síns. Aldrei heyrðist æðruorð af hans munni, en gleðin ríkti því sterkar yfir öllu, sem fyrir hann var gert. Hann gladdist yfir því að fara í skólann sinn, Öskjuhlíðarskólann, þar sem mikið var fyrir hann gert. Og þar átti hann félaga og vini meðal kennara, nemenda og starfsfólks, því öllum þótti vænt um þennan brosmilda dreng. Hann hlakkaði sérlega til að fara í teikningu og söng, því söngur var hans gleði, og hafði hann mikla ánægju af segulbandinu sínu. Það ríkti líka gleði og gagnkvæmur skilningur með honum og félögun- um á Fjölskylduheimilinu að Selbrekku 32, þar sem hann hefur dvalið, meðan skólatími hans var síðastliðna þrjá vetur. I Reykjadal var hann á sumrum og allir þar minnast hans með hlýju og þökk. En hans stærsta gleði var að vera heima hjá foreldrum sínum og bræðrum, þar sem allt var gert til að gleðja og bæta. Öll sú ástúð og umhyggja, sem þau sýndu honum alltaf, var ómetanlegur gleðigjafi, og andlit hans ljómaði, er þau komu í heimsókn eða voru að fara með hann heim. Við, sem trúum á Guð almáttug- an, trúum því, að fegurð himinsins opnist fyrir þeim, sem héðan fara. Því veit ég, að þessi ungi vinur okkar á góða heimkomu. Þakkir skulu honum færðar fyrir öll hans gæði og björtu brosin, sem hann gaf okkur, sem með honum vorum í Selbrekku 32 veturna 1976-1977 og 1977-1978. Margar samverustundir verða okkur ógleymanlegar og munu kenna okkur, að af veikum mætti er margt framkvæmanlegt, ef viljinn er fyrir hendi. Þvílíka þrautseigju sýndi Hjörtur þessa tvo vetur, að það vakti okkur oft mikla undrun. Við kveðjum hann og þökkum honum allt. Foreldrum hans og bræðrum vottum við innilega samúð okkar og biðjum Guð að blessa þeim minninguna um góðan dreng, sem fetaði ævibraut sína á vegi kærleikans. Blessuð sé minning hans. Guðmunda Ilansen. Brynhildur Axfjörð —Minningarorð Fædd 2. febrúar 1891. Dáin 25. mars 1978. J>ú vildir feKÍn íórna þcim fátækustu mcst oft vcrja alt hið vcika oK varnarlausa hcst.“ SiK. M. Hún var að sauma litla flík, er kallið kom, kallið, sem allra bíður. Brynhildur gekk hröðum skrefum um götur Ákureyrar til síðasta dags, bein i baki með reisn í svip og fasi, því yfir henni var mikill gerðar þokki. Brynhildur var fædd að Saurbæ í Eyjafirði 2. febrúar 1891. Dóttir hjónanna Sigfúsar Einarssonar Axfjörð og Kristínar Jakobsdóttur Björnssonar, prests í Saurbæ frá 1884 til 1916, af hinni kunnu Húsafellsætt. Séra Jakob Björns- son var ástsæll af söfnuðum sínum og svo mikill greiðamaður, að hann vildi öllum gott gera. Enn þann dag í dag er gestrisni hans og göfugmennska rómuð. Kona séra Jakobs var Sólveig Pálsdóttir frá Gilsbakka í Öxarfirði, annáluð hannyrðakona. Hafa margir niðjar frú Sólveigar hæfileika á því sviði. Þar var Brynhildur ekki afskipt því allt lék í höndum hennar og afköstin eftir þvi. Brynhildur ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum á Krónustöðum í næsta nágrenni við afa og ömmu í Saurbæ. Björn var næstur Brynhildi að aldri. Hann er trésmiður, búsettur á Akureyri. Næst er Þórveig húsfreyja í Reykjavík og síðan Friðjón múr- arameistari, látinn fyrir nokkrum árum. Brynhildur var félagslynd. Oft minntist hún æskudaganna í Eyjafirði í hópi margra frænd- systkina og vina. Yfir þeim árum var gleði er hún geymdi í þakklát- um huga og hélt tryggð við það fólk alla tíð. Kristín og Sigfús Axfjörð flytja til Skagafjarðar með fjölskyldu sína árið 1913. Þar kynntist Brynhildur manni sínum Snorra Jónssyni frá Heiði. Þau eignuðust þrjú börn. Jakob múrari, kona hans var Jóhanna Ólafsdóttir, bæði látin. Sigfús Axfjörð búsett- ur á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur. Yngst er Steinunn búsett í Reykjavík, maður hennar er Bragi Kristjánsson forstjóri. Eftir nokkurra ára búskap í Skagafirði, flytja Brynhildur og Snorri til Ákureyrar og þar andaðist Snorri árið 1939. Brynhildur starfaði hjá Akur- eyrarbæ í mörg ár og aðstoðaði jafnfrámt tengdadóttur sína meðan börnin voru lítil. Marga flíkina saumaði hún á hópinn sinn og einnig á vandalausa því engum gat hún neitað. Brynhildur vann mikið fyrir bindindi og starfaði í stúku fjölda ára. Hún var í Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju og Kv. Hlíf. Hún átti þann félagsanda að vera ætíð viðbúin og glöð að geta lagt góðum málum lið. Brynhildur dvaldi oft í Reykja- vík hjá dóttur sinni og fjölskyldu og öðrum vinum. Þeir tímar voru henni miklir gleðigjafar, hún þurfti að fylgjast með niðjunum. I fyrrasumar fór hún í heimsókn til elskulegs dóttursonar er var við nám í Vínarborg. Sú ferð var Brynhildi ljós á vegi til æviloka og ánægjulegt var að heyra hana segja þá ferðasögu. Langri vegferð er lokið hér í heimi. Með þessari síðbúnu kveðju er Brynhildi þökkuð samfylgd, vinátta hennar var ætíð sú sama. Megi geislar hins eilífa ljóss umvefja hana á nýrri vegferð. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.