Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 vlH> MORö-íJKi- K'Aff/nu (() GRANI göslari „Komdu fljótt. pabhi, við crum í leik sem heitir Örkin hans Nóa.“ ---\ \\ COMWHACtW ..Ék er hræddur um að þú hafir víxlað leiðslunum eitthvað.“ „Pabbi þinn er að leita að veiðistönginni sinni“ Barnið, mamma og pabbi „Man ég litla drenginn, labba um tún og haga. Man mig núna enginn, ekki er öll mín saga. Það er mikið búið að kasta hnútum á milli manna og kvenna útaf ræðu sr. Þóris Stephensen í Dómkirkjunni 17. júní s.l. og alls staðar er hlaupið yfir kjarna málsins, sem er móðurástin og móðurskyldan, en það var þessi bjarti og sjálfsagði uppcldisgeisli, sem Dresturinn brá barna á loft. lega og mikið. Það var oft þröngt í búi hjá henni þegar ég var á þriðja og fjórða ári. Mamma hafði mig á brjósti til þriggja ára aldurs (og man ég það vel). Þá varð hún að fá áburð hjá Sigvalda Kaldalóns til að venja mig af. Móðurást móður til barns og móðurást barns til móður, það er sá fyrsti kærleikur, sem Guðs góða almætti hefur gefið mannlegu lífi. Ást karlmanns til eiginkonu er öðrum lögmálum háð og konan elskar manninn sinn á annan hátt en barnið sitt, þó er þetta hvert öðru háð, ein samfella: Barn, móðir og faðir. Það var í júnímánuði s.l. að ég gekk framhjá leikvelli áföstum dagheimili barna. Sá ég þá dreng einmana og skælandi. Eldri telpa kom til hans og vildi hugga hann. Drengurinn grét áfram og hrópaði á mömmu, sem hann sagði að væri í vinnu. Eg leit á klukkuna og sá að betta myndi batna bráðum, því BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar hönd norðurs var lögð upp í spili dagsins virtist sagn- hafa sem sigla mætti beint af augum. En skyndilega kom hahh í bátinn og segja má. að spilarinn hafi þá látið krók koma á móti bragði. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. D7 H. Á83 T. 9652 L. 10642 Vestur S. - H. KG765 T. KDG4 L. KD83 Austur S. G1094 H. 102 T. 10873 L. G95 Suður S. ÁK86532 H. D94 T. Á L. Á7 Vestur opnaði á einu hjarta og eftir tvö pöss stökk suður í fjóra spaða. Hinir höfðu ekki meira um málið að segja og vestur spilaði út tígulkóng. Spilið virtist upplagt, nánast klæðskerasaumað. Gefa mátti slag á lauf og tvo á hjarta. Suður tók fyrsta slaginn en þegar hann spilaði lágum spaða kom í ljós, að austur átti öruggan trompslag og þá voru góð ráð dýr. Auðvitað var hugsanlegt, að austur ætti hjarta- kónginn en vestur hafði þó opnað í litnum svo það var ekki beint sennilegt. Sjá lesendur hvort hugsanlegt er, að suður geti náð tveimur slögum á hjarta? Okkar maður var ekki á því að gefast upp. Hann var staddur í borðinu á spaðadrottningu í öðrum slag og spilaði hjartaþristi. Austur lét tvistinn og frá hendinni lét suður níuna. Djúpt svínað og góður undirhúningur. Vestur fékk á gosann og reyndi tíguldrottning- una. Suður trompaði og tók ás og kóng í spaða. Og þegar hann spilaði síðan hjartadrottningunni var áttan í borðinu orðin mikil- vægasta spilið. Tían var orðin blönk og tveir slagir öruggir á litinn. Unnið spil. COSPER 7807 Og hér kemur svo allur völlurinn á ofsahraða. Ég er yngstur af átta börnum foreldra minna. Foreldrar mínir fengu engan barnalífeyri, enga hjálp frá því opinbera, en oft góðan stuðning frá velstæðu frændfólki. Faðir minn var sjómaður mikinn hluta af ári hverju, en mamma bjó í húsinu sínu heima með tvær kýr og 40—50 ær. Mamma átti sauðfjár- markið og það var alltaf skráð á hennar nafn í markaskrána. Pabbi vildi flytja á mölina. Mamma sagði: „Nei, ég flyt ekki á mölina með öll börnin," og þá var það afgreitt. Ég elskaði mömmu bæði inni- skammt var til hættutíma. En hvar voru fóstrurnar? Jú, ein eða tvær að gleðja sig á gosdrykkjum í lítilli fjarlægð. Sumar konur líta með van- þekkingu og misskilningi á þá hlið málsins að koma barninu sínu fyrir hjá dagmömmu. Síðast liðinn vetur vann ég hjá ágætu fiskiðju- veri í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Margt vinnandi fólk var þar og þá einnig ungar og giftar konur sem eiga börn. Þær komu ávallt barninu sínu fyrir hjá dagmömmu, vinkonu sinni, og þessi dagmamma (ég nefni ekki nöfn) kom oft með börnin, sitt eigið og vinkonunnar á Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 31 ungskap. Hún hafði áhuga á kirkjutónlist og siing í kórnum og maðurinn hennar var alveg ótrúlega duglegur og sam- vizkusamur maður. — Ivarsen, sagði Bo Roland þreytulega — var ekki dugleg- ur og samvizkusamur. Ilann var smásmyglislegt Ittilmenni. Ilvernig hann hefur farið að því að vinna sig upp í að verða yfirmaður söluskrifstofu okkar er mér ráðgáta. Sölumaður verður að geta umgengist annað fólk. Án þess að skeyta um orð hans hélt Judith Jernfeidt áfram. — En hún hefur auðvitað orðið fyrir ýmsu mótlæti, sem hefur haft áhrif á hana. ÖII þessi dauðsföll í fjölskyldu hennar. Og svo þessi skyndi- lega taugaspenna sem I>(J hefur nú sett okkur í. I»að cru alls ekki allir sem geta tekið því. — Nei. sagði Christer Wijk — það er sjaldnast þægilegt að vera stillt upp augliti til auglitis við skugga fortíðarinn- ar. — Fortíðin. sagði hún. — Þetta var allt orðið svo fjar lægt. En nú þrengir það sér að okkur. Aftur. Hún dreypti á sérríinu og sagði hijóðlega en með áher/Iu. — Já. það var voðalegur tími! Komið var fram við okkur eins pg glæpahyski af öllum hér. Ég veit ekki hvernig við förum að því að afbera það ef við cigum að fara í gegnum þann hrvlling á nýjan leik. - En... — Já. ég veit það... ég veit það er ekki nema rétt og eðlilegt. Það kannski er ein- hver okkar morðingi Matta. Bo Roland Norre) sem hafði barið fingurgómunum óþolin- móður í borðplötuna hætti því skyndilega og hreytti út úr sér. — Þú getur séð um þig. ÉG fyrir MITT leyti hef mjög fullkomna fjarvistarsönnun. Lögregluforinginn starði þrumu lostinn á manninn scm hafði komið með þessa sér stæðu yfirlýsingu. — É veit ekki hvort þú villt vera svo vinsamlegur að skýra fyrir mér. hvað þú átt við með þessu. — Ég hafði fullkomna og pottþétta fjarvistarsönnun, sagði forstjórinn þverlega. — Ég var í Stokkhólmi þennan dag, þegar morðið var framið, það er að segja sjötta nóvem- ber. — Ef það hefði verið ég, sagði Christer með áherzlu á hverju orði— sem fyllti eftir ladismolana hans Matta Sand- or með eitri hefði ég líka gætt þess að hafa langt á milli mín og súkkulaðimolanna. — llvað í fjáranum . . — Það er fullkomlega fárán- legt að vera að hrjóta hcilann um svokallaðar fjarvistarsann- anir þegar um eiturmorð er að ra'ða og það hlýtur þú sjálfur að skilja. Svo held ég annars þú ættir að hætta þessum fíflalát- um áður en ég missi algerlega þolinmæðina með þér. Áður en meiri æsingur hlypi í viðstadda kom stuttnefjuð þjónustustúlka með matseðil- inn. En Bo Roland var enn jafn önugur og skeytti nú skapi sínu á stúlkukorninu. — Ég vil ekki sjá neitt af því sem er hér á matseðlinum. Ég vil tala við Klemensson. — Herra Klemensson er ekki við í augnahlikinu. Forstjóri A/S Skoga I’roduet tók þetta vitanlega sem per- sónulega svívirðingu. — Hvað er hann ekki? Nei, nú hef ég aldrei heyrt annað eins. Ilvað hefur hann hugsað sér að vera lengi í burtu? — Það... hann minntist ekki á það. sagði stúlkan vesældarlega. — En ég get beðið kokkinn að koma. — Tja... nei... Ég fer út í eldhús til hans. Það saknar mín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.