Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. AGÚST 1978
ÞoKar Ilazel var búin að jafna sig eftir „skotárásina“ var haldið af
stað í þjóðKarðinn.
Þetta geróist
197fi — Áttatíu og einn maður
tekinn af iífi í Súdan, allir
sakaðir um tilraun til stjórnar-
byltinnar.
1971 — Bandaríska geimfarið
Apollo 15 snýr aftur til jarðar
eftir sex daga rannsóknarför til
mánans.
1967 — Bandarískar orrustu-
flugvélar slá met með því að
fara í 197 árásarferðir til
Norður-Víetnam.
1944 — Öryggissveitir nasista
taka höndum Önnu Frank, 14
ára gamla, ásamt sjö öðrum
Gyðingum í felum í Amsterdam.
1922 — Bardagar brjótast út í
ítölskum borgum milli fasista
og sósíalista.
1916 — Danir selja Bandaríkja-
mönnum Virgin-eyjur fyrir 25
milljónir dollara eða um 6,5
milljarða íslenzkra króna á
núverandi gildi krónunnar.
1914 — Bretar segja Þjóðverj-
um stríð á hendur Bandaríkin
lýsa yfir hlutleysi.
1809 - Metternich prins verður
forsætisráðherra Austurríkis.
1789 — Franska aðalskerfið
afnumið.
Innlent. D. Hannes Finnsson
Moskva — 3. ágúst. — Reuter.
— bær fregnir berast nú af
brúöhjónunum Christinu Onass-
is og Sergei Kauzov, að þau
hyggist fresta fyrirhugaðri
brúðkaupsferð sinni tii Baikal
vatns í Síberíu þar til á laugar-
dag, þar sem Christina kveðst
þreytt. Þau hafa dvalizt á
heimili móður Kauzovs frá því á
þriðjudag. Meðfylgjandi mynd
var tekin eftir hrúðkaup þeirra.
Bandar ík j amenn
og Bretar vilja
aflétta þvingunum
Salishury. Rhódrsíu
3. áiíúst. Router.
STJÓRNIN í Salisbury var himin-
lifandi í dag yfir þeirri ákvörðun
fulltrúadeildar bandariska þings-
ins að aflétta efnahagslegum
þvingunum á Rhódesíu, ef lands-
kjörin stjórn tekur við völdum í
landinu fyrir áramót.
Þá vakti
yfirlýsing brezka íhaldsflokksins,
sem er í svipuðum dúr og
yfirlýsing fulltrúadeildarinnar.
mikla hrifningu meðal stjórn-
valda í Rhódesíu.
Talsmaður brezka íhaldsflokks-
ins í utanríkismálum, John Davies,
sagði í neðri deild þingsins í gær,
að ef bráðabirgðastjórninni væri
alvara þegar hún segðist ætla að
halda kosningar í landinu, þar sem
hver maður hefði eitt atkvæði, sæi
hann ekkert því til fyrirstöðu að
Bretar afléttu þeim efnahagslegu
þvingunum, sem verið hafa á
Rhódesíu.
Laker má fljúga
til Los Angeles
London 3. áKÚst. Al*.
BREZKA loftferðaeftirlitið
ákvað í dag að veita Sir Freddie
Laker leyfi til að fljúga til Los
Angeles. en Laker hefur barizt
hatrammlega fyrir þessu leyfi. bá
ákvað brezka loftferðaeftirlitið
að losa um ýmsar reglugerðir í
sambandi við faþegaflug.
Viðskiptaráðherra Bretlands,
Edmund Dell, tilkynnti að ákveðið
hefði verið að hafna beiðni flug-
félagsins British Caledonian um
leyfi til áætlunarflugs til Los
Angeles, og veita fluglest Lakers
leyfið í staðinn, en brezka loft-
ferðaeftirlitið hafði mjög mælt
með því.
Adam Thomson, forstjóri
British Caledonian, sagði er ljóst
var hver mundi fá leyfið, að
leyfisveitingin væri sér mikil
vonbrigði, en Laker var hins vegar
kampakátur
Talsmaður brezka loftferða-
eftirlitsins tilkynnti í dag að
nokkrar „óvenjulegar ákvarðanir
til bráðabirgða" yrðu teknar til að
koma í veg fyrir að þúsundir
manna létu fyrir berast í tjöldum
við flugvelli Lúndúnarborgar og
við aðrar farmiðasölur.
Allt að 1500 manns hafa staðið í
biðröð eftir miðum með „fluglest“
Lakers og sumir hafa þurft að bíða
í fimm daga eftir miðum. „Því
hefur brezka loftferðaeftirlitið
ákveðið að leyfa Laker að flytja
farþega með „fluglestinni" í venju-
legum áætlunarflugvélum," sagði
talsmaðurinn.
Hann bætti við, að loftferða-
eftirlitið mundi heldur ekki hafa
neitt á móti að „standby“-farþeg-
um yrði leyft að ferðast í auðum
sætum fyrsta farrýmis, en hingað
til hefur það ekki þótt við hæfi.
VEÐUR
víða um heim
Amsterdam 20 skýjaö
Apena 35 léttskýjaó
Beriín 25 léttskýjað
BrUssel 22rigning
Chicago 26 skýjað
Frankfurt 25 rigning
Genf 24 rigning
Helsinki 26 léttskýjaö
Jóhannesarborg 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 26 léttskýjað
Lissabon 26 téttskýjað
London 17 rigning
Los Angeles 27 heiðskírt
Madrid 30 heiöskírt
Malaga 30 léttskýjaó
Miamí 30 rigning
Moskva 27 heiöskírt
New York 26 rigning
Ósló 28 skýjað
Palma 28 skýjaó
París 20 skýjað
Reykjavík 10 súld
Róm 26 skýjað
Stokkhólmur 30 léttskýjað
Tel Aviv 28 léttskýjað
Tókýó 31 skýjað
Vancouver 25 léttskýjað
Vínarborg 26 skýjað
c 4. agust
Fjárhagsaðstoð við
Sýrland felld niður
Washington. 3. ágúst. AP.
FULLTRÚADEILD bandaríska
þingsins samþykkti í dag með 280
atkvæðum gegn 103 að fella niður
fjárhagsaðstoð við Sýrland. Að-
stoðin nemur 90 milljónum doll-
ara (23,4 milljarðar króna) og
var felld niður vegna átakanna
milli sýrlenzka herjdns og hers
kristinna manna í Líbanon.
héldu því fram að Sýrland yrði enn
háðara Sovétríkjunum, nú þegar
samþykkt hefur verið að fella
niður fjárhagsaðstoðina við land-
ið.
T) /
biskup 1796 — Eldgos í Kverk-
fjöllum 1717 — Jökulhlaup
fylgja gosi í Öræfajökli verða
þremur að bana drjíþa búfénað
og eyða lönd 1727 — Fyrsta
erlenda knattspyrnuheimsóknin
1919 — Dr. Aljechin teflir við
íslenzka skákmenn 1931 — F.
Stefán Eiríksson 1862.
Afmæli á í dagi Percy Bysshe
Shellv, brezkt skáld
(1792-1822).
Orð dagsinsi „Friðurinn kemur
innanfrá, ' leitaðu hans ekki
annars staðar“ Buddha 563—483
f. Kr.
„Sýrlendingar hafa haldið uppi
stórskotahríð á varnarlausa íbúa
Líbanons og hafa hundruð manna
fallið og mörg þúsund særzt eða
misst heimili sín“, sagði fulltrúa-
deildarþingmaðurinn Ed Der-
winski. Derwinski flutti tillöguna
um að aðstoðin við Sýrland yrði
felld niður.
Fulltrúadeildarþingmaðurinn
Jonathan Bingham bar fram
tillögu þess efnis að aðstoðin yrði
skorin niður um helming, en sú
tillaga fékk lítinn hljómgrunn.
Andmælendur niðurfellingarinnar
Rússar
sekta 2
blaðamenn
Moskva. 3. áKÚst. Routcr.
SOVÉZKUR dómstóll sektaði í
dag tvo bandaríska blaðamenn
um 85 dollara (22,100 krónur),
fyrir að neita að draga til baka
greinar, sem þeir skrifuðu um
réttarhöld yfir andófsmönnum
í Sovétríkjunum. Blaðamenn-
irnir, Craig Withney og Harold
Piper, voru ekki viðstaddir er
dómurinn var kveðinn upp.
Ný uppljóstr-
un um Nixon?
Las VcKas — Nevada.
3. ájíúst. AP.
RÓBERT Maheu, sem citt sinn
var einn af aðstoðarmönnum
auðkýfingsins Howards Hughes,
sagði á miðvikudag. að á sínum
tíma hefði hann verið leigður út
af samkeppnisaðilum gríska
skipakóngsins Ari Onassis til að
koma óorði á hann.
Hann segir að þetta hafi verið
um 1960, þegar Nixon var varafor-
seti. Nixon og núverandi forseti
hæstaréttar Bandaríkjanna,
Warren Burger, sem þá var
starfandi í bandaríska dómsmála-
ráðuneytinu, hafi verið helztu
forgöngumenn að ófrægingarher-
ferð á hendur Onassis, þegar
Maheu hafi lagt á borð fyrir þá
tölur um gífurlegan gróða Onassis
af olíuflutningum frá Saudi-
Arabíu til Bandaríkjanna.
Hazel seíur vært. eftir að þjóðgarðsverðir hafa skotið í hana
nokkrum deyíilyfspílum.
Fíll lék lausum
hala í Englandi
Sextán ára gamall og tveggja
og hálfs tonns þungur fíll, að
nafni Hazel, slapp út úr Þjóð-
garðinum í Windsor f Englandi
á þriðjudag í siðustu viku.
Hazel var ekki alls kostar
ánægð með tilveruna í garðin-
um og því brauzt hún þaðan út,
er tækifæri gafst. Tvöföld
stálgirðingin var fflnum engin
hindrun og himinlifandi yfir
frelsinu þusti Hazel út f skóg-
lendið í kringum þjóðgarðinn.
Er flótti fílsins var ljós var
þegar í stað hafizt handa við að
ná strokufanganum og menn
vopnaðir deyfilyfsbyssum héldu
af stað á eftir dýrinu. í 16
klukkustundir lék Hazel lausum
hala, en þá náðu þjóðgarðsverð-
ir henni aftur. Þeir skutu
nokkrum deyfilyfspílum í fílinn,
sem hneig niður jafnskjótt og
lyfið tók að verka. Þá var aðeins
eftir að teyma Hazel heim í
þjóðgarðinn aftur og reyndist
það auðvelt verk.
Gert er ráð fyrir að þjóðgarð-
urinn verði lokaður í nokkurn
tíma, meðan unnið er að þyí að
lagfæra girðinguna, sem Hazel
braut niður á flóttanum. Þess
má geta að Hazel var áður í eigu
sirkuss Billy Smarts, svo ekki er
ólíklegt að einhverjir Islending-
ár hafi séð hana í sjónvarpi.