Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 Samanlögð gjöld nema tæplega 3,1 milljarði SjvATTSKRÁIN í Suðurlandsum- i mi verður lögð fram í dag og eru álögð gjöld samtals að upphæð 3.091.756.577 á 7.125 einstaklinga og 466 félög og stofnanir. Af þessari upphæð nemur tekjuskattur á einstakl- inga kr. 1.063.435.036 og hækkar frá fyrra ári um 69,5% en tekjuskattur félaga nemur 111.020.543 kr. og hækkar um 26%. Utsvör eru nú í fyrsta sinn lögð á af skattstofunni í öllum sveitar- félögum umdæmisins og nema þau samtals 1.096.446.800 og hækka um 66,6% frá fyrra ári, en þá vantaði inní útsvör frá 5 sveitarfélögum. Hæstan tekjuskatt einstaklinga eiga að greiða: Brynleifur Steingrímsson, Selfossi kr. 3.584.591, Sigfús Kristinsson, Selfossi 3.449.210, Ísleifur Hall- dórsson, Stórólfshvoli • 3.322.233, Magnús Sigurðsson, Eyrarbakka 3.149.887, Þórhallur Ólafsson, Hveragerði 2.843.857. Hæst samaníögð gjöid greiða: Sigfús Kristinsson, Selfossi 10.884.604, Brynleifur Steingríms- son, Selfossi 5.848.456, ísleifur Halldórsson, Stórólfshv. 5.446.875, Magnús Sigurðsson, Eyrarbakka 5.427.146, Þórhallur Ólafsson, Hveragerði 4,870.818. Hæstan tekjuskatt bera þessi félög: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi 26.350.677, Vörðufell hf. Hruna- mannahr. 5.353.000, K. Richter hf., Hellu 5.270.456, Suðurverk sf., Hvolsvelli 4.646.082, Vélgrafan sf., Seifossi 4.546.998. Hæst samanlögð gjöld bera þessi félög Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi 44.200.595, Kaupfélag Arnesinga, Selfossi 41.125.287, Meitiliinn hf., Þorlákshöfn 40.434.740, Kaupfélag Rangæinga, H.volsvelli 17.332.009, Glettingur, Þorlákshöfn 12.402.350. Fursvarsmenn Alþýðubandalags- ins, þeir Ragnar Arnalds og Kjartan ólaísson koma af fundi með Geir og Gunnari. Ljósm. ói.K.M. fjölmiðium. Við létum auðvitað í ljós okkar viðhorf í þessum efnum og vöktum athygli auðvitað á þeim tillögum sem við höfum lagt fram í sambandi við efnahagsvandann margnefnda, en svo skiptumst við á skoðunum vítt og breitt," sagði Kjartan. Hann kvaðst líta svo á að forustumenn Sjálfstæðisflokksins mundu að loknum þessum könn- unarviðræðum gera upp við sig hvort þeir telji ástæðu til að gera Sumarloðnal977: Útflutnings- verðmæti 6 milljarðar ÞAÐ kemur fram í viðtali við Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, sem birt er á bls. 10 og 11 í Mbi. í dag, að heildarverðmæti loðnuafurða á sl. ári, 1977, var 16 milljarðar og fjögurhundruð og níu milljónir. Þar af var andvirði sumarveiddrar loðnu, eða afurða unninna úr henni, rétt rúmlega sex milljarðar króna, en sumarveiði loðnu er nýlegt fyrirbæri í þjóðar- búskap okkar. Þá kemur það ennfremur fram að útflutningsverðmæti síldarafurða 1977 var 3.185 m. kr. Þar af var saltsíld fyrir 2.555 m. kr., fryst síld fyrir 604 m. kr. og mjöl úr síldarúrgangi 26 m. kr. Krafla: Nyhdaboruðog gert við holu 11 ÁKVEÐIÐ hefur verið að verja þeim 350 milljónum. sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið að útvega til lagfæringa á borholum við Kröflu, til að gera við holu 11 og láta bora eina nýja holu. Eiga þessar framkvæmdir að hefjast undir næstu mánaðamót og verð- ur borinn Dofri, sem nú er við borun fvrir Hitaveitu Reykjavík- ur skammt frá Hótel Esju fluttur norður. AIls hefur ríkisstjórnin samþykkt að útvega allt að 500 milljónir króna til endurvinnslu og lagfæringa við Kröflu og auk holanna verður unnið að lagfær- ingum á gufuveitunni og unnið að lagfæringum í stciðvarhúsinu. Einar Tjörvi Elíasson, fram- kvæmdastjóri Kröflunefndar, sagði að hann hefði upphaflega Veðrið um helgina GERT er ráö fyrir aö hægbreytileg átt verði á öllu landinu um helgina, sennilega verður þurrt og sólar- glæta í innsveitum á Norður- og Austuriandi en víðast skýjað á Suður- og Vesturlandi og sums staðar súld að næturlagi. Þar sem verður skýjað veröur hitinn á daginn 10 til 14 stigen í innsveitum fyrir norðan 15 til 18 stig. gert tillögu um að lagfæra þrjár holur en hann hefði byggt tillögur sínar á gömlum ög í sumum tilvikum röngum upplýsingum. Niðurstaðan hefði orðið sú að láta endurvinna holu 11 og bora nýja á því svæði, sem jarðvísindamenn telja að mestar líkur séu til þess áð besta gufan fáist. Er það í suðruhlíðum Kröflu, ekki langt frá holu 9, sem er besta holan í notkun nú. Veröur hafist handa við að lagfæra holu 11 og reynt að loka efra kerfinu í henni og að því loknu verður vinna hafin við nýju holuna. Þá er áætlað að verja 60 til 70 milljónum til að byggja yfir skiljustöðina, viðgerða á gufuveit- unni og lagfæringa á ýmsum göllum á gufuveitunni sem komið hafa í Ijós við reksturinn. Svip- aðri upphæð verður varið til viðgerða inni í stöðvarhúsinu. Sem kunnugt er liggur raforku- framleiðsla nú niðri í Kröflu- virkjun en gert er ráð fyrir að virkjunin fari á ný í gang í október, þegar lagfæringu á holu 11 er lokið og þá geti hún framleitt 7 til 8 megawött. Við tilkomu nýju holunnar gæti framleiðslan farið upp í 13 megawött að sögn Einars en allt fer það þó eftir því hvernig til tekst við þá borun. Þyrluslysið: Annað stétekrúfu- blaðið datt af LJÓST ER nú að orsök þess að Andri Heiðberg varð að nauð- lenda þyrlu sinni við Álftakrók skammt norðan við Eiríksjökul á mánudagskvöld var sú að annað blað stélskúfu þyrlunnar losnaði af og féll til jarðar. Vegna miðflóttaaflsins rifnaði hitt blað- ið einnig af ásamt gírkassa, sem er í stélinu. Kom þetta fram í samtali við Skúla J. Sigurðsson, deildarstjóra hjá Flugmálastjórn- inni, en hann fór í gær að þyrluflakinu og skoðaði það fyrir hönd Flugmálastjórnar ásamt öðrum. Skúli sagði að Andri hefði ekki átt annars úrkosta en nauðlenda þar sem hann var staddur og hann hefði haft mjög takmarkaða stjórn á þyrlunni. Hann lenti niður í stórgrýti og halla en þyrlan hefur skorðast á milli steina og brotnað mjög illa. Sagði Skúli að hún virtist gjörónýt. Aö sögn Skúla er eftir að rannsaka hvers vegna skrúfublaðið losnaði og verður það gert á næstunni. Sjá „Furðulegt að 'ekki skyldi takast“ viðtal við Andra Heiðberg á bls. 16. Þjóðstjórnarhugmyndin reifuði Þeir Einar Ágústsson, Geir Hallgrímsson, ólafur Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen í upphafi fundar forsvarsmanna Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Áfram þreifað á þjóð- stjórnarhugmyndinni Engar niðurstöður úr könnunarviðræðum forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gær FORMAÐUR Sjálfstæðisflokks- ins og varaformaður, þeir Geir Ilallgrímsson og dr. Gunnar Thoroddsen, munu halda áfram f dag að reifa hugmyndir sjálf- staðismanna um myndun þjóð- stjórnar við nokkra aðila, en í gærdag áttu þeir viðræður við forsvarsmenn hinna þriggja stjórnmálaflokkanna. „Þetta voru fyrst og fremst könnunar- viðræður og ekki til þess stofnað að út úr þeim kæmu neinar niðurstöður,“ sagði Geir Hall- grimsson í samtali við Mbl. í gær. Hann kvað verða séð til með framhaldið eftir viðræðurnar í dag. Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson, formaður og varafor- maður Alþýðuflokksins, gengu á fund forsvarsmanna Sjálfstæðis- flokksins árdegis, en eftir hádegi voru haldnir fundir með Ólafi Jóhannessyni og Einari Ágústs- Skattskrá Suðurlands lögð fram í dag: syni, formanni og varaformanni Framsónarflokksins, og þeim Kjartani Ólafssyni og Ragnari Arnalds, varaformanni Alþýðu- bandalgsins og formanni þing- flokks þess, en Lúðvík Jósefsson, formaður flokksins, er staddur úti á landi sem stendur. Kjartan Ólafsson, sagði í sam- tali við Mbl. í gær um fundinn: „Þeir Geir og Gunnar kynntu okkur hugmyndir Sjálfstæðis- flokksins um myndun fjögurra flokka stjórnar með svipuðum hætti og Geir hefur áður gert í formlega tillögu um stjórnar- myndunarviðræður á þessum grundvelli. Alþýðubandalagið myndi ekki taka neina afstöðu til þátttöku í slíkum viðræðum fyrr en erindi þessa efnis bærist þeim. Reyndar kvað Kjartan þá Alþýðu- bandalagsmenn hafa ákaflega litla trú á því að málefnaleg samstaða næðist með öllum flokkunum fjórum og auðvitað megi öllum vera ljóst að Alþýðubandalagið muni aðeins taka þátt í ríkisstjórn að það geti sætt sig við þann málefnagrundvöll, er slík stjórn byggði á. Kjartan Jóhannsson, sagði að viðræður þeirra Benedikts við forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu staðið um klukkustund án þess að þær leiddu til neinnar niðurstöður heldur málin rædd vítt og breitt. Þingflokkur Alþýðu- flokksins myndi að öBum líkindum taka afstöðu til þessara hugmynda í dag, föstudag. Ólafur Jóhannesson vildi ekkert láta uppi um viðræður þeirra Einars Ágútssonar við forsvars- menn Sjálfstæðisflokksins en kvað þjóðstjórnarhugmyndina mundi verða rædda á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.