Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGUST 1978 1 Útgefandi ttUnbiU^ hl. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinaaon. Ritatjórar Matthíaa Johanneaaen, Styrmir Gunnaraaon. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundaaon. Fróttaatjóri Björn Jóhannaaon. Auglýaingaatjóri Baldvin Jónaaon Ritatjórn og afgreióala Aðalatræti 6, aími 10100. Auglýaíngar Aóalatræti 6, aími 22480. Áakriftargjald 2000.00 kr. ó mónuói innanlanda. 1 lauaaaölu 100 kr. eintakió. \ Nýjungar í veiðum og vinnslu — fiskvernd Það kemur fram í viðtali við Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra, sem birt er í Mbl. í dag, að hlutdeild útlendinga í heildarafla á íslandsmiðum hafi verið um 48% á árinu 1971 en oftsinnis áður farið yfir helming hans. Þetta hlutfall var komið niður í 13,6% á sl. ári ög fer að líkum niður í 6 til 7% á þessu ári. Hlutfall okkar sjálfra í þorskafla á Islandsmiðum 1978 er áætlað 97%, þrátt fyrir óverulegar veiðiheimildir Færeyinga, Norðmanna og Belga, sem enn eru í gildi. Sú stjórnargjörð, sem hæst ber í sögu fráfarandi ríkisstjórnar, er útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur, er kom til framkvæmda 15. október 1975. Þá fór í hönd strangur tími baráttu fyrir því að fá þær þjóðir, sem veitt höfðu á Islandsmiðum um aldaraðir, til að virða hina nýju landhelgi. Með samkomulagi, sem gert var við Breta í Ósló 1976, var íslenzkur sigur í landhelgisstríðum endanlega viðurkenndur. Brezki veiðiflotinn hélt alfarinn af íslandsmiðum 1. desember 1976. Og í endaðan veiðisamning við V-Þjóðverja hurfu þeir einnig úr fiskveiðilandhelginni í kjölfar Bretanna. Hreinsun hinnar nýju fiskveiðilandhelgi af erlendri veiðisókn var mikilvægt skref í nauðsynlegum fiskverndaraðgerðum. En gripið var til margháttaðra annarra aðgerða. I tíð fráfarandi sjávarútvegsráðherra hefur möskvi í botnvörpu og flotvörpu tvívegis verið stækkaður, fyrst úr 120 mm í 135 mm, síðar í 155 mm. Stór veiðisvæði hafa verið friðuð um lengri eða skemmri tíma ýmist fyrir öllum veiðum eða botnvörpu-, flotvörpu- og dragnótarveiðum. Settar voru nýjar reglur um lágmarks- stærðir fisktegunda í afla. Síðast liðin tvö ár hefur og verið beitt tímabundnum veiðistöðvunum, sem náð hafa til allra veiðiskipa, þó mest hafi verið að gert í því efni gagnvart togaraflotanum. Sérstakir veiðieftirlitsmenn hafa verið ráðnir til að fylgja eftir að lögum og reglugjörðum um fiskvernd sé hlýtt. Fiskverndarreglur hér við land eru strangari en þekkjast annars staðar í veröldinni. Sjávarútvegsráðherra hefur og beitt sér fyrir margháttuðum nýjungum í sambandi við fiskileit, fiskveiðar og vinnslu. Tilraunaveiðar og vinnsla hafa gefið góða raun og hafa þann megintilgang að beina veiðisókn að fiskstofnum, sem ekki eru fullnýttir. I þessu sambandi skal fyrst nefna sumarveiði loðnu, sem var nýjung. Útflutningsverðmæti sumarveiddrar loðnu á sl. ári voru rúmlega sex milljarðar króna og hafa því verulegt gildi bæði fyrir þjóðarbúskapinn og atvinnulíf einstakra sjávarplássa. Rækjuleit hefur og borið allverulegan árangur, einkum það sem af er þessu sumri. Kolmunnaveiði er og athyglisverð nýjung, sem gefið hefur góða raun, einkum fyrir Austfjörðum nú í sumar. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að nýta lagaheimild til að fella niður útflutningsgjöld af kolmunna- og spærlingsafurðum allt þetta ár, til að stuðla frekar að veiðum þessara fisktegunda. Síldveiðar eru á ný að verða gildandi í þjóðarbúskapnum. Útflutningsverðmæti síldarafurða voru yfir 3 milljarðar á sl. ári. Fiskverndaraðgerðir og nýjungar í veiðum og vinnslu, sem fráfarandi sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir, eiga eftir að hafa vaxandi þýðingu í íslenzkum þjóðarbúskap. Frá Kotum í Bakkasel Það er annað að kveðja í Kotum en komast í Bakkasel", kvað Davíð Stefánsson fyrir nokkrum áratugum, hafandi í huga heiðarveg milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Það er annað að lofa gulli oggrænum skógum í kosningabaráttu en leiða þjóðina út úr aðsteðjandi efnahagsvanda. Sigurvegarar kosningabaráttunnar reiddu hvorki í handraða sínum samstöðu um stjórnarmyndun né úrræði í aðkallandi úrlausnarefnum. Alþýðubandalagið hefur allt frá lyktum kosninga verið á harðahlaupum undan hvers konar þjóðfélagslegri ábyrgð. Það brá sér í gervi Þrándar í Götu í stjórnarmyndunartilraunum Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokksins, hvort heldur sem reynd var nýsköpunarstjórn eða „vinstri" stjórn. Það neitaði jafnvel að ræða fyrri kostinn. Og í þeim síðari var boðið upp á 10 milljarða efnahagsgat að sögn beggja viðræðuflokka þess. A þessu tvennu er e.t.v. ekki ýkja mikill munur. Nú hefur forseti íslands falið Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar. Hann mun fyrst kanna möguleika á samstarfi allra þeirra flokka, sem fengu kjörna þingfulltrúa, þ.e. til myndunar þjóðstjórnar, er hafi það að meginmarkmiði að leysa vandann í efnahagsmálum, ráða niðurlögum verðbólgunnar og vinna að jöfnuii kosningaréttar með breyttri kjördæmaskipan eða breytingu á kosningalögum. Slík stjórn yrði naumast langlíf, enda yrði hún mynduð til skamms tíma með framangreind verkefni að höfuðviðfangsefnum að sögn Geirs Hallgrímssonar. Að þeim tíma liðnum yrði efnt til nýrra kosninga og mynduð ný ríkisstjórn. Engin leið er að spá um, hvern veg til tekst um þjóðstjórnarmyndun, en forystumenn sumra annarra flokka hafa látið í ljós efasemdir um þessa tilraun. Hins vegar er það þingræðisleg skylda þjóðkjörinna fulltrúa að mynda starfhæfa ríkisstjórn og aðstæður í þjóðfélaginu, einkum að því er varðar útflutningsatvinnuvegi okkar, gera þessa skyldu enn brýnni. Járn skal í eldi brýna og nú reynir á þinglið allt, hvort það reynist þeim vanda vaxið, sem þjóðin hefur trúað því fyrir. Fari þjóðstjórnarmyndun út um þúfur eru ekki margir kostir óreyndir. Utanþingsstjórn er neyðarúrræði sem yrði þungur áfellisdómur um vanmátt Alþingis, eftir sögulegar kosningar. Þess verður að vænta að forystumenn flokkanna geri nú heiðarlega tilraun til að ná samstöðu um aðsteðjandi vandamál þjóðarinnar. Þeir þingmenn, sem ekki þora að axla ábyrgð dvalar sinnar í þingsölum, sem m.a. felst í ábyrgri stjórnarmyndun, ei;<a ekkert erindi í þessa æðstu stofnun þjóðarinnar. Heybrækur eiga að tylla sér niður annars staðar en við stýri þjóðarskútunnar. Þar þarf menn sem þora að leiða þjóðina yfir öxnadalsheiði aðsteðjandi erfiðleika niður í Bakkasel öryggis og velfarnaðar. „Furðulegt að ekki skyldi takast að miða okkur út fyrr” — sagði Andri Heiðberg í sam tali viðMbl, „VIÐ trúðum því ekki, að svo langur timi gæti liðið þar til hjálp bærist' og eiginlega fannst okkur Ásgeiri ótrúlegt, að við lifðum á 20. öldinni þennan tíma, sem við biðum. Þarna vorum við aðeins 25 km. frá byggð og okkur fannst aldeilis makalaust, að engin allra þeirra flugvéla, sem fiugu þarna yfir og við heyrðum til í neyðarsendinum skyldi veita okkur athygli eða geta miðað okkur út,“ sagði Andri Heið- berg í samtali í gær, er Mbl. mennheimsóttu hann á slysa- deild Borgarspítalans. Andra leið þá eftir atvikum vel en er með skaddaða hryggjarliði og brákuð rifbein, eins og fram hefur komið. Þyrlan er talin ónýt og hafin er rannsókn á orsök bilunar. Andra sagðist síðan þannig frá aðdraganda slyssins og vistinni meðan á bið stóð: „Klukkuna hefur vantað um tíu mínútur í tíu á mánudagskvöld- ið, þegar ég tók eftir, að eitthvað var að þyrlunni og þá átti ég um 4 km. leið eftir að þeim stað, sem Ásgeir Gunnarsson mæl- ingamaður var á. Var síðan ætlunin að fljúga áleiðis niður að Reykholti, þar sem við höfum haft næturstað í sumar. Frá því að ég tók eftir biluninni í þyrlunni og þar til ég nauðlenti hafa ekki liðið nema örfáar sekúndur og þetta gerðist á svo skömmum tíma, að erfitt er að gera sér grein fyrir því. Ég var hins vegar ekki búinn að vera nema örskamma stund einn við þyrluna, er Ásgeir kom til mín lafmóður af hlaupunum; mér fannst hann vera ótrúlega fljótur í förum. Hann hafði séð þyrluna hrapa og tók á rás, er hann sá reyk stíga upp. Hann hefur alltaf meðferðis lítið tjald, sem hann sló upp og gat ég skreiðzt í það og þar létum við fyrirberast þessa tæplega tvo sólarhringa." — Biðtíminn? Við héldum nú í upphafi, að þetta yrði aldrei Iöng stund, en það fór upp í þetta, tæpa tvo sólarhringa, þótt ótrúlegt sé. Þrjár talstöðvar voru í þyrlunni en þær eyðilögð- ust í lendingu, en neyðarsendir fór hins vegar í gang um leið og þyrlan nauðlenti. í gegnum hann heyrðum við í fjölda flugvéla, en einhvern veginn tókst þeim ekki að miða okkur út. Á öðrum degi, miðvikudegi, vorum við orðnir vonlitlir um að geta náð sambandi í gegnum neyðarsendinn og upp úr hádegi þann dag lagði Ásgeir af stað til byggða að sækja bíl til að ná í mig. Um sjöleytið þegar hann var kominn langleiðina niður eftir sá hann flugvél á sveimi og skömmu síðar lenti hún hjá tjaldinu okkar. — „Nei, ég vil ekki segja, að ég hafi verið mjög kvalinn en verkjaði auðvitað undan meiðsl- unum og gat ekki legið lengi í sömu stellingum. Með því að velta mér á magann og fara á fjóra fætur gat ég skriðið út úr tjaldinu og hreyft mig aðeins á þann hátt og leið miklu skár á eftir," sagði Andri. — „Veður var einmuna gott allan þennan tíma, við vorum vel klæddir og höfðum nægan mat með okkur þótt ekki væri hann mikill. Við örvæntum aldrei og héldum hugarró okkar, en eins og ég segi var alveg furðulegt, að ekki skyldi takast að miða okkur út fyrr,“ sagði Andri Heiðberg að lokum hress í bragði. Keppa á skák- mótum í N oregi FIMM skákmenn héldu í morgun til þátttöku í alþjóðlegu skákmóti í Noregi, sem ber heitið „Scandi- navia Grand-Prix Ibsen Jubilée 1978“, og fer fram í Skien 4. til 8. ágúst. Skákmennirnir, sem fara á þetta mót, eru Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari, Haukúr Angantýsson, Jón Kristinsson, Jóhann Hjararson og Ásgeir Överby. Tefldar verða níu umferðir á mótinu og er búizt við mikilli þátttöku og þá fyrst og fremst Norðurlandabúa. Dagana 11.—18. ágúst fer fram í Gausdal í Noregi, alþjóðlegt mót og verða margir stórmeistarar og alþjóðameistarar þátttakendur þar. Þeir Guðmundur Sigurjóns- son, Haukur Angantýsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson taka allir þátt í þessu móti. JónL.fer ekki á skák- skóla Botvin- iks í sumar EKKERT verður úr því að Jón L. Árnason heimsmeistari sveina í skák fari á skákskóla Botviniks í Moskvu eins og fyrirhugað hafði verið. Stafar það af því að ágúst-námskeið skólans fellur niður af ótilgreindum ástæðum. Skáksambandi íslands barst í gær bréf frá dr. Alster sem hér var aðstoðarmaður Horts í einvíginu við Spassky og í bréfinu er Jóni L. Árnasyni boðið á allsterkt mót í Tékkóslóvakíu um næstu áramót. Ennfremur hefur dr. Max Euwe skrifað SÍ og tjáð að hann hafi óskað eftir því við hollenzka mótshaldara að Jóni L. yrði boðið í mót. Landskeppni Færeyinga r og Islendinga í skák TÍU manna hópur færeyskra skákmanna er væntanlegur til íslands á morgun, laugardag, og verður landskeppni Islands og Færeyja í skák háð á Eskifirði og Akureyri á næstunni. Landskeppnin hefst með hrað- skákkeppni á Egilsstöðum á sunnudag, keppnin heldur síðan áfram á Stöðvarfirði. Á mánudagskvöld fer fram fyrri hluti aðalkeppninnar og verður lið Islands skipað austfirzkum skák- mönnum. Síðari umferðin verður tefld á Akureyri n.k. fimmtudag og skipa þá norðlenzkir skákmenn íslenzka liðið. Keppnin nú er hin þriðja í röðinni og hafa Islendingar sigrað í tvö undanfarin skipti. Keppt er um farandbikar sem Flugleiðir h.f. gáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.