Morgunblaðið - 04.08.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978
Matthías
Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra
Staða útgerðar góð en blik-
ur á lofti fiskvinnslunnar
Morgunblaðið sneri sér nýverið til Matthíasar
Bjarnasonar, sjávarútvegs-, heilbrigóis- og trygg-
ingaráóherra, og bað hann að gera grein fyrir — í
stuttu máli — helztu áföngum eða nýjungum á
nýliðnu kjörtímabili í þeim málaflokkum, er undir
hann heyra, og hver staða þeirra er á líðandi stund,
m.a. með hliðsjón af næstu framtíð. Svör
ráðherrans varðandi málefni sjávarútvegs fara hér á
eftir. Heilbrigðis- og tryggingamál verða tekin fyrir
innan skamms.
Bág aðkoma
— Þegar ég tók viö starfi sjávarút-
vegsráðherra fyrir tæpum fjórum
árum var staðan mjög erfiö í öllum
greinum þessa málaflokks. Bátaflot-
inn var rekinn með miklum halla.
Togaraflotinn, einkum stóru togar-
arnir, höfðu ekki rekstrargrundvöll.
Frystiiðnaðurinn og aðrar greinar
útflutningsframleiðslu áttu við mikla
erfiðleika aö etja. Verðfall hafði orðið
á flestum mörkuðum okkar. En
verðlag á innfluttri vöru til sjávarút-
vegs — einkum olíu — fór sífellt
hækkandi. Það var því ekki glæsilegt
að taka við þessu starfi — eins og
mál horfðu við.
Gera þurfti víðtækar breytingar á
nær öllum sviðum sjávarútvegs. Og
þegar litið er yfir þessi fjögur ár sést,
að margt hefur áunnizt, þótt enn sé
mikiö ógert og standi enn tii bóta.
Það var mikið átak aö endurskoöa
sjóðakerfi sjávarútvegsins og lögfesta
nýtt útflutningsgjald. Með því var
sjóðakerfið skert um 4000 millj. kr. á
þeim tíma og sama hátt aukið
ráðstöfunarfé útgeröar og aflahlutar
sjómanna.
Mikill tími fór
í landhelgismálið
Sp.: En hvaö ber hæst í huga Þínum
á fjögurra ára ráöherraferli?
— Útgáfa reglugerðar, hinn 15. júlí
1975, um útfærslu fiskveiðilögsögu
okkar í 200 mílur, er vafalaust
stærsta og þýðingarmesta ákvöröun,
sem tekin var á þessum fjórum árum.
Þegar þessi reglugerð tók gildi, 15.
október sama ár, var okkur Ijóst, að
framundan var stórfelld og langvinn
barátta við erlendar þjóðir, sem sótt
höfðu sjóinn um aldaskeið á íslands-
miðum og lengst af veitt upp í
landsteina. Þaö fór gífurlegur tími af
störfum þessarar ríkisstjórnar í land-
helgismálið cg baráttuna fyrir
óvéfengjanlegum rétti okkar til veiði-
stjórnunar innan hinnar nýju fiskveiði-
lögsögu.
Þessari baráttu lauk með algjörum
sigri okkar og er mér minnisstæðast-
ur í því sambandi samningur okkar
við Breta, sem gerður var í Osló, oa
tryggði það að brezkir togarar hættu
alfariö veiðum við ísland 1. desember
1976. Nú er svo komið að við ráðum
sjálfir öllum fiskveiðum innan 200
mílnanna, sem eru alfarið í okkar
höndum, utan það að við höfum enn
samninga um fiskveiðar við þrjár
þjóðir, Færeyinga, Norðmenn og
Belga, um óverulegan hluta þess afla,
sem fæst hér. Lengst af hafa
útlendingar tekiö um og yfir 50%
heildarafla botnfisks á íslandsmiðum.
Árið 1971 var hlutdeild þeirra í
heildarafla 47.9%. Á sl. ári var þetta
hlutfall komið niður í 13.6% Og í ár
verður það varla meira en 6 til 7%.
Hvað þorskveiöarnar einar snertir
þá lætur nærri að hlutfall okkar
sjálfra í veiðinni muni verða 97% á
iíðandi ári.
Já, það má gjarnan skjóta því hér
inn í að fiskveiöilögsagan stækkaöi
við útfærsluna úr 216.000 ferkm. í
758.000 ferkm. — eða u.þ.b.
3,5-faldaðist.
Ég minnist margra sem töldu aö 50
mílna fiskveiðilögsagan myndi nægja,
en nú hlýtur öllum að vera Ijóst að
ekki er hægt að koma við virkri stjórn
veiðanna og friðunaraðgerðum meö
minna en 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Ef vel ætti að vera þyrftum við að
geta haft veruleg áhrif á veiðar og
friðunaraðgerðir að strönd Aust-
ur-Grænlands. Þá nægir að benda á
karfaveiðar utan 50 mílnanna, kol-
munna- og rækjumið á Doksen-
banka, að ég tali ekki um loðnuveið-
arnar, sem nú sem oft áður eru
stundaðar langt út fyrir 50 mílur.
Fiskverrsdaraögeröir
okkar sjálfra
Sp.: En hvað um fiskverndunaraö-
gerðir okkar sjálfra?
— Hreinsun landhelginnar af
erlendri veiðisókn var að sjálfsögðu
mikilvægasta fiskverndaraðgerðin.
En samhliða höfum viö tekið upp
mjög ströng ákvæði um stjórnun
veiða til verndar ofveiddum eöa
fullnýttum fiskstofnum. Ég vil benda á
að á þessu tímabili hefur möskvi í
botnvörpu og flotvörpu tvívegis verið
stækkaður, fyrst úr 120 mm. í 135
mm. og síðar í 155 mm.
Þá hafa verið friðuö mikil veiði-
svæði um lengri eða skemmri tíma,
ýmist fyrir öllum veiöum eöa botn-
vörpu, flotvörpu og dragnótaveiöum.
Settar hafa verið nýjar reglur um
lágmarksstærðir fisktegunda, og
sérstakir veiðieftirlitsmenn hafa verið
ráðnir til þess að fylgja eftir að lögum
og reglum um fiskvemd sé hlýtt.
Ennfremur hafa veiðar veriö stööv-
aðar tiltekin tímabil sl. 2 ár meö
setningu reglugerðar í hvert sinn. Þær
takmarkanir hafa náö til allra veiði-
skipa að meira eöa minna leyti — en
þó ber ekki að neita því, aö mestar
hafa takmarkanir verið gerðar gagn-
vart togaraflotanum.
Á þessu sviöi hafa íslendingar
gengið mun lengra en aðrar fiskveiði-
þjóðir og eru reglur sem við þekkjum
til. Lögin um fiskveiðilandhelgi íslend-
inga vóru endurskoðuð á þessu
tímabili og ný löggjöf samþykkt á
árinu 1976. Allar takmarkanir' á
veiðum hafa byggzt á samvinnu og
umsögn hagsmunaaöila í sjávarútvegi
en helztu umsagnaraðilar
sjávarútvegsráðuneytisins hafa veriö
Hafrannsóknarstofnunin og Fiskifélag
íslands.
Styrr um fram-
kvæmd fiskverndar?
Sp.: En hefur ekki staðið styrr
milli ráðuneytis og Hafrannsóknar-
stofnunar um framkvæmd pessara
mála?
— Þaö er rétt aö ég hefi ekki í
öllum atriðum farið að ábendingum
Hafrannsóknarstofnunar. Þau örfáu
skipti, sem þetta hefur borið viö, hafa
vakið umtal. Hitt hefur vafizt þögn-
inni, að fiskifræðilegum ábendingum
vísindamanna hefur í flest öllum
tilfellum verið fylgt. Það hefur verið
gert í öllum tilfellum varðandi skel-
fiskveiðar, humarveiðar, síldveiðar og
allt, er lýtur aö veiðarfærum, eftirlit
með þeim — og algjörlega í sam-
bandi við lokun svæöa. Hinsvegar
hefi ég ekki alfarið farið að tillögum
þeirra, hvað viðvíkur þorskveiðum.
Ég tel það æskilegt að vísindamenn
séu varkárir í mati sínu á stærð
fiskistofna. En hinsvegar veröur
ráðherra aö líta á þessi mál öll frá
fleiri sjónarmiðum en einu. Þar koma
efnahagslegar staðreyndir þjóðarbú-
skaparins á líöandi stund inn í
myndina. Atvinnulegar staðreyndir
sjávarplássa um gjörvallt landiö,
atvinnuöryggi sjómanna og land-
verkafólks. Fram hjá slíkum atriðum
er ekki hægt aö líta.
Ég hefi gert mér far um, samhliða
því að fara eftir ábendingum fiski-
fræðinga að því marki, sem aðrar
aöstæður leyfa, að hafa samband við
marga þá, sem stundað hafa sjó
áratugum saman, fengið álit þeirra á
þeim breytingum sem oröið hafa á
fiskveiðum og stærð fisks og stöðu
mála yfirleitt.Ég hefi reynt að byggja
ákvarðanir mínar á sem áreiðanleg-
astri upplýsingaöflum, bæði frá
lærðum aðilum og hinum, sem
reynsluna hafa gegnum starf sitt á
sjónum.