Morgunblaðið - 17.08.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGUST 1978
11
Fórnarlamb svoneíndrar klasasprenjíinKar. Ilún virkar þannig að hún dreiíir iirlitlum nálum yfir
fórnarlambið. en nálarnar eru hannaðar þannig að þær smjúga hægt og rólega í gegnum likamann
og orsaka ha'gan dauða. Erfitt er að greina nálarnar. jafnvel þótt fórnarlambið sé gegnumlýst.
— á mörkum Afríku
og Mið-Austurlanda
a baráttu fyrir lífi sínu
Allir skólarnir eru munaðarleysinKjaskólar. Biirnin þar líkjast
einna helst fulltíða fólki. þótt ennþá séu þau ung að aldri.
þar liggi heil fjölskylda, eða
jafnvel íbúar heils þorps, allt
eftir fjölda minnismerkjanna
hverju sinni.
Landið virðist við fyrstu sýn
vra mannlaust, því þegar ekið er
í gegnum landið er hvergi fólk
að sjá. En segja má að Eritrea
sé þjóð næturinnar. Þegar
skyggja tekur, kemur fólkið í
ljós, næstum eins og það komi
upp úr jörðinni. Undir morgun
gera skæruliðarnir óvinunum
fyrirsát og áður en nær að birta,
flytja þeir hina látnu og særðu
í skjól.
Börnin fara í skólann í rökkri
og bændurnir vinna á ökrum
sínum í tunglsljósi. í norður-
hluta landsins hefur verið byggð
upp iðnaðarborg, en hún er að
metu leyti neðanjarðar. Þar eru
til dæmis verksmiðjur og málm-
steypuver og segja má að þarna
hafi sjálfmenntaðir menn og
konur, synir og dætur bænda og
hirðingja, komið af stað sinni
eigin iðnbyltingu.
I vopnaverksmiðjunni eru
vopn frá ýmsum löndum tekin í
sundur og rannsökuð, en síðan
eru fjöldaframleiddar eftirlík-
ingar af þeim. I málmsteypunni
hefur flak af sovézkri flugvél
verið notað til ýmissa hluta, til
dæmis hafa verið framleidd úr
því vopn, vatnsfötur, eldavélar
og önnur eldhúsáhöld, en auk
þess margs konar vélarhlutar. í
verksmiðju, er aðallega séð um
framleiðslu á rafmagnsvörum,
eru framleidd útvarpstæki í
nákvæmri eftirlíkingu af þekkt-
um vörumerkjum á Vesturlönd-
um og á trésmíðaverkstæðinu
eru smíðuð skólaborð, hækjur og
útHmir á fólk, svo eitthvað sé
nefnt. I fataverksmiðjunni vinn-
ur fjöldi fatlaðra hermanna við
framleiðslu á einkennisbúning-
um, barnafötum og fánum, sem
nota á þegar landið verður
sjálfstætt, en það segja þeir að
hljóti að verða bráðlega.
„Við höfum enga þörf fyrir
getnaðarvarnir, eða annað af
því taginu, því hér er ekkert
fólksfjölgunarvandamál. Hér
fæðast varla nógu mörg börn, til
að koma í staðinn fyrir þau sem
deyja, þannig að reynt er að
veita stórum fjölskyldum stuðn-
ing eftir mætti," sagði kennslu-
konan í einum skólanna, sem
flestir eru neðanjarðar. í skól-
anum var aðeins til ein skrifbók
og tveir blýantar, en nemend-
urnir voru fimmtíu og þurftu
þeir að skiptast á um að nota
þessa hluti.
Flestir skólarnir eru
munaðarleysingjaskólar og eru
börnin þar undir ströngum aga.
í rauninni líkjast þau einna
helzt fulltíða fólki, þótt ennþá
séu þau aðeins börn að aldri. I
skólanum læra börnin margt,
sem komið getur þeim að gagni
í hinni hörðu lífsbaráttu þeirra,
en kann að koma Vesturlanda-
búum undarlega fyrir sjónir. Til
dæmis er þeim kennt að þegar
þau lenda í loftárás á opnu
svæði eiga þau að læðast áfram
í hnipri og í einfaldri röð,
þannig að sem fæstir í röðinni
verði fyrir skoti. Þegar börnin
verða 14 ára eru þau beðin um
að gerast sjálfboðaliðar í hern-
um, vitandi það að minna en
helmingur þeirra hefur ein-
hverja lífsvon.
En lítum nú á batavonir
særðra og sjúkra. Helztu lyfin
eru að verða uppurin í landinu
og birgðir hafa ekki verið
endurnýjaðar. Sjúkrahúsin eru
einnig mjög vanbúin tækjum og
lítið framboð er af sérmenntuðu
fólki til starfa í þeim. í einu
sjúkrahúsinu var til dæmis ekki
til einn einasti sjúkrakassi, en
fyrir utan var verið að þvo notuð
sárabindi, sem síðan verða
notuð aftur og aftur, en þvotta-
ílátin voru matarpottarnir úr
eldhúsinu. Hópur barna sá um
að binda um sár hinna særðu, en
kunnátta þeirra var vissulega
ekki upp á marga fiska, aðeins
viljinn til að reyna að gera vel.
Sum sjúkrahúsin eru í rökum
neðanjarðargöngum, og smit-
hættan er gífurleg. Smit er því
eitt helzta banamein hinna
særðu. I Eritreu eru aðeins
þrjár skurðstofur og þrettán
læknar til að sinna hinum
þremur og hálfri milljón íbúa
landsins.
Þeir eru mjög vanbúnir að
læknisáhöldum og þurfa að gefa
inn lyf, sem orðin eru allt of
gömul.
I einu tilfellinu þurfti ungur
læknir að horfast í augu við það
vandamál að skera úr um það
hvor sjúklingurinn af tveimur
skyldi fá eina skammtinn af
bakteríudrepandi lyfi, sem var
eftir. Ánnar sjúklingurinn var
ungur drengur, sem orðið hafði
fyrir sprengjukúlu, en hinn var
grindhorað barn, mjög þjáð af
berklum. Batahorfur drengsins
voru mun betri, þannig að
honum var gefið inn lyfið, en
barnið dó.
Ástandið í Eritreu er því
vissulega slæmt, og mikil þörf
er á aðstoð. Það virðist þó ætla
að verða erfitt fyrir hin vest-
rænu lönd að koma sér saman
um það í hvaða formi sú aðstoð
eigi helzt að vera, en vonir
standa þó til að úr rætist innan
tíðar.
Þýtt og endursagt.
Allurbúnaður fyrir lokuð sjónvarpskerfi
í fyrirtæki og verslanir.
Verð ótrúlega hagstætt.
Sjónvarpsvélar frá kr.115.000.-
Upplýsingar hjá tæknimönnum okkar.
heimilistæki sf
TÆKNIDEILD — SÍMI: 24000