Morgunblaðið - 17.08.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
Matthías
Bjarnason
heilbrigðisráðherra:
Skil betur en áður
þá sem eiga bágt og
þjást af heilsuleysi
Samtal vid rádherrann um heilbrigðis- og tryggingamál
MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir nokkrum dögum
fyrrihluta viðtals við Matthías Bjarnason,
sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra. Var bar einkum fjallað um málefni
sjávarútvegs. Hér eftir fer síðari hluti viðtals-
ins, bar sem spurt er og spjallað um
heilbrigðis- og tryggingamál.
Stærsti útgjaldaliður
ríkissjóðsins
Sp.: Hvert er vægi lífeyris- og
sjúkratrygginga í heildarútgjöldum
ríkissjóðs?
Heilbrigðis- og tryggingamálin eru
mjög yfirgripsmikill málaflokkur og sá
málaflokkur, sem krefst mestra
útgjalda úr ríkissjóði, ef við miðum
við fjárlög yfirstandandi árs þá er
samkvæmt þeim ætlað að fari til
heilbrigðis- og tryggingarmála rúm-
lega 45 milljarðar af heildarútgjöldum
samkvæmt fjárlögum sem eru áætluð
138,5 milljarðar. Af útgjöldum til
þessa málaflokks fara liðlega 35,5
milljarðar til tryggingarmála, en 9,3
milljarðar til heilbrigðismála. í reynd
mun þessi upphæð þó verða allveru-
lega hærri vegna þeirrar miklu
verðbólgu sem hér geisar, því að
meginþorri þessara útgjalda fylgir
kaupgjaldi eins og ég mun koma að
síðar. Heildarútgjöld trygginganna
skiptist í tvær aðaltryggingar, annars
vegar eru það lífeyristryggingarnar og
hins vegar sjúkratryggingar. Lífeyris-
tryggingarnar fara eftir hækkun
kaupgjalds á hinum almenna vinnu-
markaði og eru miðaðar við ákveðinn
taxta Dagsbrúnar og er heimilt að
þær hækki innan 6 mánaða frá því að
kaupgjald almennt breytist. Á þess-
um 4 árum hef ég lagt á það áherzlu,
að lífeyristryggingar hækki nokkurn
veginn um leið og annað kaupgjald.
Hvað varðar tekjutrygginguna þá er
það komiö undir ákvörðun ríkis-
stjórnar hverju sinni, og ég hef lagt
á það höfuðáherzlu, að tekjutrygging
hækki hlutfallslega meira heldur en
hinn almenni elli- og örorkulífeyrir.
Frá pví aö núverandi ríkisstjórn tók
við og til 1. júní á pessu ári hefur
elli- og örorkulífeyrír hækkað um
263,5%, tekjutryggingin hefur
hækkað um 495,2% og tekjutrygg-
ingarmark elli- og örorkulífeyris að
viöbættri tekjutryggingu til sama
tíma hefur hækkað um 345,3%.
Tekjutryggingarmark með heimilis-
uppbót, sem tekin var upp á sl. ári
hefur hækkað um 423,9%, frítekju-
mark, þ.e. hámarksfjárhæð tekná
annarra en af lífeyri, sem ekki skeröir
réttindi tekjutrygginga, hefur hækkað
um 380% til 1. júní á þessu ári. En
í byrjun júlímánaðar voru gefin út
bráðabirgðalög, þar sem frítekju-
markið var hækkað verulega til þess
að skerða ekki rétt
tekjutryggingaþega, pannig að
hækkunin eftir útgáfu pessara
bráðabírgðalaga er 692% fyrir ein-
stakling og 516% fyrir hjón.
Á sama tíma hafa kauptaxtar
verkamanna hækkað um 261,6% og
kauptaxtar allra launþega um
252,7%. Á þessu sést, að elli- og
örorkulífeyrir ásamt tekjutryggingu
hefur hækkað mun meira en almennt
kaupgjald í landinu og þó alveg
sérstaklega til einstaklinga sem njóta
heimilisuppbótar. í lok vinstri stjórn-
arinnar var hámark tekjutryggingar
einstaklings 54,6% af elli- og örorku-
lífeyri en er nú 89,4%. Þannig hefur
hlutur þeirra sem verst eru settir verið
aukinn verulega á tímabili þeirrar
ríkisstjórnar sem setið hefur síðan í
ágúst 1974.
70% af rekstrarkostnaði
sjúkrahúsa launaliðir
Sp.: Hvað um sjúkrahúsakostnað-
inn?
Á undanförnum árum hefur kostn-
aðúr við sjúkratryggingarnar stórlega
aukizt, fyrst * og fremst er, að
kostnaðaraukningin af þeirri miklu
verðbólgu sem hér er og launahækk-
unum. En það mun láta nærri, að um
70% af heildarrekstrarkostnaði
sjúkrahúsa og heilsuhæla e£y laun,
ennfremur veldur kostnaðarhækkun
aö sífellt fleiri sjúkrahús, er verið að
taka í notkun og nýjar deildir með
aukna sérfræði.
Sé litið á 5 ára tímabilið 1/1 ’73 til
31/12 ‘77 verða verulegar breytingar
og aukning á fjölda sjúkrarúma á
sjúkrahúsum. Á almennum sjúkra-
húsum fjölgaði sjúkrarúmum úr 1859
í 2196, á hjúkrunarheimilum úr 582 í
699 og á endurhæfingastofnunum úr
270 í 304. Alls er aukning á þessu
tímabili úr 2711 í 3199 eða um 18%.
Þá hefur göngudeildastarfsemi
verið aukin mikið á þessu tímabili og
á starfsemi þeirra að minnka eftir-
spurn eftir sjúkrahúsvist.
Viölagatrygging
íslands
Sp.: Viltu nefna einhverjar nýjung-
ar í löggjöf á sviði tryggingar- og
heilbrigðismála?
Af öðrum málum sem snerta
tryggingar tel ég, að merkasta
löggjöf, sem hefur verið sett á þessu
kjörtímabili í þeim efnum séu lögin
um viðlagatryggingu íslands, sem
tryggir fyrir náttúruhamförum, s.s.
jaröskjálfta, snjóflóða, skriðufalla og
eldgosa. Sú trygging hefur þegar
sannað gildi sitt og það kemur
fljótlega að því, að þær tryggingar
þurfa endurskoðunar við, því að þetta
var frumsmíð og nýmæli þegar til
þessara trygginga var stofnað. Á
síöasta þingi var lögfest aldurslaga-
trygging fiskiskipa, sem er algert
nýmæli hér á landi og ég á von á því,
að sú trygging eigi eftir að verða
útveginum til mikils hagræðis við að
losna viö gömul og úrelt skip, þannig
að það sé ekki haldið eins og oft
hefur verið gert að gera við það sem
oröið er gamalt og úr sér gengið von
úr viti og það verði til þess að þegar
fram líða stundir þá verði flotinn yngri
en hann er nú. Þá hafa einnig verið
endurskoðuð lögin um vátryggingar-
starfsemi og þar nokkru breytt frá því
aö þau lög tóku gildi.
Um almannatryggingalögin al-
mennt hafa verið gerðar breytingar
og nú síðast á þessu þingi og þar hafa
verið tekin upp nokkur nýmæli eins
og varðandi ferðakostnað, tannlækn-
ingar og fleiri atriði, sem of langt mál
er að telja hér upp. Hins vegar eru
lögin um almannatryggingar í sífelldri
endurskoöun, því að þar er alltaf
eitthvað nýtt að koma til sögunnar og
þar þarf alltaf að vera að breyta og
lagfæra það sem fer miður og fengin
er reynsla af.
Endurskoðun lífeyrissjóðanna er
enn ekki lokið og þar af leiðandi hafa
litlar grundvallarbreytingar verið
gerðar á lífeyristryggingum almanna-
trygginga.
Á sviði heilbrigðismála hefur verið
unnið að margvíslegri löggjöf á þessu
kjörtímabili og ætla ég aðeins að telja
upp það helzta, en það hefur tekið
okkur langan tíma. Lög um heilbrigð-
isþjónustu voru sett árið 1973 og þau
tóku gildi 1. janúar 1974, en þó ekki
að öllu leyti, því að veigamikill kafli
þeirra laga tók ekki gildi þá, en
Alþingi frestaði ákvörðun fram-
kvæmija. Á þeim kafla var talið rétt
að gera mjög veigamiklar breytingar
frá fyrri löggjöf og sömuleiðis að
breyta þessum lögum með fenginni
reynslu síðustu þriggja ára og varð
þetta frumvarp að lögum fyrir lok
síðasta þings, enda lagði ég á það
höfuðkapp að koma þeirri löggjöf
fram. Ég tel, að með þeim lögum
komi nú að öllu leyti til framkvæmda
lögin um heilbrigðisþjónustu, sem
voru í mótun um langt árabil.