Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 18

Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson á hefur forseti íslands orðið við kröfu Lúðvíks Jósepssonar og kommanna um, að hann geri tilraun til stjórnarmyndunar. Það mun áreiðanlega vekja mikla athygli víðar en á islandi. Lúðvík virðist treysta einna helzt á framsóknarmenn sem þriöja aðila og er það merkilegt eftir það sem á undan er gengið. Forseti íslands gerir kröfu til þess að hann myndi meirihlutastjórn. En um þessa nýju vendingu í íslenzkum stjórnmál- um var fjallaö í forystugrein Mbl. í gær og vísast til hennar, því má þó bæta viö, aö ekki er vitað, aö málefnaleg afstaða „verkalýðsflokk- anna" hafi breytzt, þannig að einna helzt viröist sem hér sé verið að svala pólitískum metnaöi formanns Alþýðubandalagsins. Þaö er ekki björgulegt útlitiö á íslandi, ef höfuöborgin og landið eiga að lúta stjórn kommúnista. Það setur áreiðanlega óhug að mörgum á 10 ára afmæli innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Kekkonen hefur ekki einu sinni treyst sér til að fela kommúnistum stjórnarforystu í Finn- landi. Því miður er þess ekki að vænta, að kratar geti séð við kommum — og því gæti voðinn verið vís. Þeir hafa leikið hvern afleikinn á fætur öðrum í pólitíska valdataflinu undanfarið. Það er rétt, sem Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Tímann í gær, að það sé ekki ástæða til þess að hafa neina sérstaka samúð með því, þegar ákveðnir launþegahópar ætla að ráða stefnunni í stjórnmálum landsins og eru jafnvel farnir að fást við stjómarmyndun, eins og Verka- mannasambandið. Ólafur Jóhannes- son sagði að vísu, að þetta væri kannski ekki meira en það, sem hefur veriö að gerast undanfarna mánuði, „þeir hefðu veriö að reyna að ráða stefnunni og kannski ráðiö henni". Hins vegar sagöist ráðherrann ekki vita, hvað það boðaði, að alþýðu- flokksmenn hættu jafn skyndilega og raun bar vitni við að ræða stjórnar- myndun við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, en þeir ruku úr viðræðunum um leið og ályktun Verkamannasambandsins um stjórnarmyndun Alþýðuflokks og Alþýöubandalags lá fyrir. Formaður Framsóknarflokksins kveöst samt vonast til þess, að kratar geri sér grein fyrir því sjálfir, hvað þeir ætlast fyrir, eins og hann kemst háöuglega að orði. Kannski er smávon til þess. Þaö er einnig rétt, sem Ellert B. Schram, alþingismaður, segir í at- hyglisverðri grein hér í Morgunblað- inu í gær, að nú viti öll þjóöin, „að Verkamannasambandiö er pólitískt fjarstýrt, sem hefur virt lög landsins aö vettugi, haldið uppi útflutnings- banni aö geðþótta formanns þess og tekið þátt í þeirri fáránlegu kröfu- gerð, að staðið yrði við samninga um aö fullar veröbætur komi á öll laun“. Þá bendir Ellert B. Schram einnig á þá furöulegu einkunn, sem Verka- mannasambandiö gefur Alþýöuflokki og Alþýöubandalagi, þegar stjórn þess talar um „verkalýðsflokkana" hann hefur nú lýst því yfir, að hann telji óeðlilegt, að samningarnir fari alfarið í gildi; aftur á móti eigi að tryggja fullar verðbætur á lægstu laun — og virðist hann nú vera miklu nær stefnu Sjálfstæöisflokksins og Morgunblaösins, svo að dæmi séu tekin, en sinna eigin manna í Alþýðubandalaginu, sem krefjast þess alfarið aö samningarnir taki gildi, og skiptir þá engu í þeirra huga, hvort Sóknarkona eða verkamaður fá 10.000 kr. kauphækkun en banka- stjórar og ráöherrar 100.000 kr. eins og verða mundi, ef samningarnir tækju gildi. Guðmundur J. Guðmundsson virðist vera að sjá að sér í þessum efnum, enda varð hann fyrir mikilli gagnrýni á sínum tíma, þegar hann krafðist þess alfariQ, aö hátekjumenn fengju miklu meiri launahækkanir með vígorðinu „samningana í gildi“ heldur en skjólstæöingar hans í verkalýðs- félögunum. Ellert Schram segir ennfremur í grein sinni: „Og hvaðan kemur forystu þessara samtaka (Verka- mannasambandsins) vald til þess aö þeir gefa út yfirlýsingar um, að tveir stjórnmáiaflokkar í þessu landi geti betur unnið að hagsmunum verka- manna heldur en aðrir flokkar? Það hefur aldrei verið í verkahring að hámark þessa skrípaleiks eða skemmtifarsa sé það, að Alþýðu- flokkurinn lætur stjórnast af ósk- hyggju Verkamannasambandsins og leikbrögöum Alþýöubandalagsins, eins og hann kemst að orði. „Eftir margra vikna þóf og síðan hatursskrif í garö Alþýöubandalagsins hyggst Alþýöuflokkurinn taka heljarstökkiö aftur á bak og láta teyma sig enn á ný út í vafasamar viðræður viö Alþýöubandalagiö." Undir lok greinar sinnar segir Ellert réttilega, aö fólk ætlist til þess, aö stjórnmálamenn sýni manndóm en standi ekki í maraþonviðræðum um ekki neitt, eins og hann kemst aö orði: „Almenningur er orðinn þreyttur á pólitískri refskák kokhraustra loddara. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja ekki stuöla aö endanlegri upplausn og leiða Glistrup til valda á íslandi, þá eiga reyndari og ábyrgari menn í öllum flokkum aö taka höndum saman og binda enda á þann farsa, sem hefur nú staðið alltof lengi yfir,“ segir alþingismaðurinn að lokum. Sigurvegarar kosninganna, þeir sem kalla sjálfa sig „verkalýös- flokka", notuðu u.þ.b. 4 vikur til þess að komast að engri niöurstöðu um stjórnarmyndun. Nú er þess krafizt, að þeir hefji enn eitt samskrafiö undir forystu Lúðvíks Jósepssonar og auðvitað mun hann ráða mestu um En hvað sem því líður þá blasir það nú við, að frystihúsin eru óðum að stöðvast, atvinnuleysi aö skapast í landinu eftir kosningar enda þótt á því hafi ekki örlað allt síöastliðiö kjörtímabil og varnaðarorð þeirra, sem vöruðu við ótakmörkuðum kaupgjaldshækkunum umfram getu framleiðsluatvinnuveganna að veröa aö óhugnanlegri staöreynd; kvíöi og áhyggjur grafa nú um sig meðal launþega, ekki sízt þeirra sem starfa í frystiiðnaðinum. Þeir sjá nú, hvaö stefna Verkamannasambandsins og hinnar „ábyrgu" verkalýðsforystu er aö leiöa yfir þá. En á sama tíma og allt þetta öngþveiti blasir viö í þjóðfélaginu rembist Alþýöubanda- lagið eins og rjúpa viö staur og heldur í efnahagstillögur, sem jafnvel Magnús Kjartansson segist ekki skilja. En á næstu grösum stendur lausnarinn á sínum pólitíska haug, Lúðvík Jósepsson, og hefur ráð undir rifi hverju! * En þetta sirkusástand getur ekki haldizt öllu lengur hér á landi. Fólkið er farið að hafa ógeð á vinnubrögð- um hinna æfðu stjórnmálamanna, það er hætt að hlæja. Virðing Alþingis er í veði og hinir ábyrgari í rööum allra flokka veröa aö snúa bökum saman og mynda stjórn, sem hefur frjálshyggju lýöræöisaflanna í fyrirrúmi. Til þess voru kosningar haldnar, að þeir öxluðu byrðarnar og leystu vandann, sem við blasir. Hinn 1. sept. nk. á grunnkaup að hækka um 3%, auk vísitöluhækkun- ar, og mun láta nærri, aö kaupgjald hækki þá um 11 —14%, en gæti jafnvel farið upp í 17% hækkun, og sér hver heilvita maður, í hvert óefni stefnir, ekki sízt með tilliti til þess, að frystihúsin eru að stöðvast hvert af öðru og fólk að verða atvinnulaust með þeim rekstrargrundvelli, sem nú ríkir. Það sjá því allir, hvað verða mun um næstu mánaðamót. Þá á einnig að ákveða búvöruverö, eins og kunnugt er, en fiskverð ekki fyrr en 1. okt. Það segir þó ekkert, því að auðvitað fer enginn bátur á veiðar eftir 1. sept. nema frystihúsin taki á móti afla til verkunar. Síðasta ályktun Verkamannasam- bandsins hlýtur að verða til þess, að ýmsir skoði hug sinn um það, hvort hún merki í raun og veru aö verið sé að vísa því fólki úr sambandinu, sem er ekki í „verkalýðsflokkunum" tveimur. Við eigum að stefna að meiri umhyggju fyrir verkafólkinu, en miklu meira aðhaldi að „fínu“ mönnunum, sem nota það í pólitískri refskák sinni, bæði í Verkamannasambandi íslands og öðrum launþegafélögum. Verkamannasambandiö er nú bert að því að vera ekki hagsmunasam- tök, heldur pólitískt tæki manna eins og Lúðvíks Jósepssonar. Ætli þjóöin gæti ekki haft eitthvað við slíka þróun að athuga, ef efna þyrfti til nýrra kosninga? Stjórn eða skrípaleikur eins og flokksmenn engra annarra stjórnmálaflokka hér á landi eigi aðild að launþegasamtökum. Þetta er auðvitað frekleg móðgun við allan þann fjölda fólks, sem styður Fram- sóknarflokkinn, en þó einkum Sjálf- stæöisflokkinn, og á bæöi aðild aö Verkamannasambandinu og öðrum launþegafélögum. Sjálfstæðismenn stjórna jafnvel nokkrum launþega- félögum og hafa haft mikil áhrif á þingi ASÍ, eins og öllum er kunnugt. Margir sjálfstæðismenn eru í Verka- mannasambandinu og ætti enginn að vita það betur en formaöur þess, Guðmundur J. Guðmundsson, enda hefur hann fram að þessu einatt haft gott samstarf við verkalýðssinnaöa sjálfstæðismenn, ekki síöur en félaga sína í röðum Alþýðubandalagsins. Nú hefur Guðmundur J. Guðmundsson að vísu snúið við blaðinu og virðist hvorki hafa stefnu Alþýðuflokksins né Alþýöubandalagsins á stefnuskrá Verkamannasambandsins, því að hagsmunasamtaka né heldur opinber stefna þeirra aö lýsa yfir stuðningi við einstaka stjórnmálaflokka. Laun- þegasamtök eru stofnuð til að þjóna faglegum og félagslegum hagsmun- um umbjóðenda sinna, en ekki að taka þátt í flokkslegri stjórnmálabar- áttu“. Þetta eru orð í tíma töluð og hárrétt og ekki síður framhaldið í grein Ellerts, þegar hann fullyrðir, að nú eigi „að beita verkalýðshreyfing- unni grímulaust fyrir vagn útvalinna flokka" og þá sé stutt í það „að óvandaðir verkalýðsforingjar beiti sér leynt og Ijóst með eða móti réttkjörn- um ríkisstjórnum hér á landi. Vfirlýs- ing Verkamannasambandsins er reyndar staöfesting á því, sem margir hafa haldið fram, að aðgerðir Verka- mannasambandsins nú í vetur og vor höfðu það aö aðalmarkmiði að koma fráfarandi ríkisstjórn frá. Ekki af faglegum ástæðum heidur flokkspóli- tískum. Á þessu er mikill munur“. Ellert B. Schram segir ennfremur, þessar viðræður, því að hann er einvaldur í Alþýðubandalaginu og eini flokksforinginn á íslandi nú um stundir, sem heldur flokki sínum í járngreipum. Lúðvík stjórnar í anda alræðisins og er þeim alþýðubandalagsmönnum ekki sízt um það kunnugt. Það er kannski ekki út í hött, að svo sé, því að hann er langhæfasti stjórnmála- maður þeirra, sleipur pragmatisti og slyngur samningamaður, enda þótt rætur hans hafi verið austur við Svartahaf, a.m.k. meðan hann stjórn- aði kommúnistadeildinni á Norðfiröi. En þjóðin er orðin þreytt á þessu málæði öllu og þá ekki sízt maraþon- viðræðum „verkalýðsflokkanna", sem leiddu einungis til hatursskrifa og brígzlyrða. Þessir flokkar eru raunar orðnir að athlægi og má mikið vera, ef þeir hafa ekki unnið „pyrreusar“-sigur í síðustu kosning- um, en það mun að sjálfsögöu koma í Ijós. Lúðvík Jósepsson á Bessastöðum: Forsætisráðherra- stóllinn ekki skilyrði Fortekur ekki fyrir viðræður við Sjálfstæðisflokkinn „Jú, þetta er stór stund,“ sagði Lúðvík Jósepsson, íor- maður Alþýðuhandalagsins, þegar hann kom af fundi forseta íslands á Bessastöð- um um kl. 3.30 í gær og hafði þá verið falið að hafa forystu um viðræður stjórnmála- flokkanna um myndun meirihlutastjórnar. Svo bætti hann við með hálfkær- ingii „En þetta hefur svo sem skeð áður.“ Lúðvík kvaðst nú mundu taka upp viðræður við for- svarsmenn hinna flokkanna. Hann kvað vera ljóst, að það væri grundvallaratriði fyrir því, að þessi tilraun til stjórnarmyndunar tækist, að samstaða gæti tekizt milli Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins. Hann dró ekki dul á að Alþýðubandalagið kysi helzt að fá Framsóknar- flokkinn í samstarf með hinum flokkunum tveimur og nú þyrfti að fá úr því skorið hvort grundvöllur gæti orðið fyrir meirihlutastjórn þess- ara aðila eftir það sem á undan væri gengið. Lúðvík kvaðst þó ekki vilja útiloka neinn möguleika og ekki fortaka fyrir að einnig kynni svo að fara að leitað yrði til Sjálfstæðisflokksins til að láta reyna á hvort þar gæti náðst samstaða, ef fyrri kosturinn brygðist, en Lúðvík tók fram, að það'væri ekki líklegt að hann tæki að sér að mynda stjórn, sem hefði sömu stefnu og fráfarandi ríkis- stjórn. Um framvinduna sagði Lúðvík, að hann gerði ráð fyrir að menn byrjuðu að tala sig saman þegar í dag, og þegar Mbl. náði aftur tali af Lúðvík í gærkvöldi hafði hann reifað viðræður á óformlegan hátt bæði við Ólaf Jóhannesson og Benedikt Gröndal, sem báðir hafa tekið jákvætt í málaleitan Lúðvíks um viðræður þessara aðila. Þá kvað Lúðvík og áformað að halda þingflokksfund þeirra alþýðubandalagsmanna í dag, fimmtudag og miðstjórnar- fundur væri fyrirhugaður á föstudagskvöld. Lúðvík sagði ennfremur er hann svaraði fyrirspurnum blaðamanna á Bessastöðum, að hann teldi mjög mikilvægt að gerð yrði rækileg athugun á því hvort launþegasamtökin vildu siga óbeinan þátt í því að skera á þann hnút, sem nú væri upp kominn, og kvaðst mundu taka þetta atriði til sérstakrar athugunar, ekki sízt vegna þess að honum Lúðvík Jósepsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. hefði borizt á skrifstofu flokksins fjöldi skeyta og bréf frá launþegafélögum með áskorunum um að verkalýðs- flokkarnir tækju við stjórn- inni. Lúðvík kvað engan veginn sýnt, að hann yrði forsætis- ráðherra, þótt honum tækist að mynda meirihlutastjórn, því að slíkt væri ekkert skilyrði af hans hálfu og kvaðst Lúðvík mundu una því vel að láta forsætisráðherra- stólinn af hendi, ef honum tækist að koma saman stjórn er hann væri bærilega ánægð- ur með. Lúðvík sagði að þegar eftir að hann hefði leitað til forsvarsmanna Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins um viðræður mundi hann snúa sér til forystumanna verkalýðshreyfingarinnar til að heyra skoðanir þeirra. Lúðvík sagði, að það lægi í augum uppi að hann gæti ekki verið ýkja bjartsýnn á að honum tækist að leysa þetta verkefni sitt, af hendi því að þegar væri búið að reyna helztu möguleika til meiri- hlutastjórnar en hann kvaðst mundu hraða tilraun sinni eftir megni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.