Morgunblaðið - 17.08.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978 *
Norrænu fóstrumóti
nýlokið í Finnlandi
K jartan Jóhannesson:
Vísitalan
og kaup-
gjaldsmálin
„Hætt verði að greiða verðlags-
uppbætur samkvæmt vísitöluút-
reikningi."
Kjartan Jóhannesson í Jörð 1.
hefti 1943.
„ ... meinsemdin sjálf, hefur
verið látin afskiptalaus, en alls
kyns skottumeðul eru notuð til að
ráða bót á sjúkdómseinkennunum
þ.e. verðbólgunni og fjármálaspill-
ingunni.“
Magni Guðmundsson í Morgun-
blaðinu 24. sept. 1947
„Það er óumdeilanlegt, að vísi-
tölukerfið hefur verið bölvaldur-
inn í íslenzkum efnahagsmálum."
Þórarinn Þórarinsson í Tíman-
um 30. júlí 1978.
„Nú búum við við brjálað
vísitölukerfi og brjálaða hringrás
efnahagslífsins, sem leitt hefur til
óðrar verðbólgu og alls þess
hryllings sem henni fylgir.“
Vilmundur Gylfason í Dagblað-
inu 11. ágúst 1978
Ymsum virðist nú ljósara en
áður, hver áhrif hið svonefnda
„vísitölukerfi" hefur á efnahag
þjóðarinnar. Kommúnistar og
nokkrir „nítjándu aldar“ hagfræð-
ingar munu þó ekki þeirra á
meðal, sbr. þýdda grein. eftir
Irving Kristol í Lesbók Morgun-
blaðsins 13. júní 1965. Greinin
heitir: „Tuttugasta öldin hófst árið
1945“. Þar segir svo m.a:
„Nýja hagfræðin — hagfræði 20.
aldarinnar — er svo nýstárleg frá
rótum, að við erum jafnvel enn
ekki farnir að gera okkur grein
fyrir því.“
Fjórum árum síðar en greinin
var birt varð „pappírsgullið" að
veruleika á fundi Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins 3. okt. 1969, sjá
Morgunblaðið 5. okt. 1969. Þannig
miðar í þekkingarátt.
Víst er kaupgjaldið ekki nema
einn þáttur fjármálanna, en sá
þáttur þarf líka að vera í lagi.
Spurningin er, hvort reynslan
hefur kennt nógu mörgum, að
kjarasamningar um kaupgreiðslur
bundnar framfærsluvísitölu fá
aldrei staðizt. Að halda fram öðru
er hagfræðiskekkja frá liðinni öld.
Reykjavík 14. ágúst 1978
Kjartan Jóhannesson
Karfavogi 34.
NORRÆNT fóstrumót var haldið
í Esbo í Finnlandi dagana
23.-27. júlí s.1. Þátttakendur
voru um 500, þar af 2 frá íslandi,
en yfirskrift mótsins var „För-
skoliararens roll i ett globalt
pcrspektiv“, sem hefur vcrið þýtt
„hlutverk fóstru í fjölþjóða
umhverfi.“
1 Fyrirlesarar voru frá öllum
Norðurlöndum nema íslandi, en
einnig frá Englandi og Bandaríkj-
unum. Rætt var um ýmis vanda-
mál varðandi þroska og uppeldi
barna í heiminum í dag og bar þar
margt á góma. Rita Liljeström
dósent við háskólann í Gautaborg
skipulagði efni mótsins og flutti
hún sjálf tvo fyrirlestra. Annar
fjallaði um það hvort barnið hefði
það betra nú en áður, en í hinum
fyrirlestrinum ræddi hún aðallega
efni út frá yfirskrift mótsins
„hlutverk fóstrunnar í fjölþjóða
umhverfi."
Nýr vigtarskúr
í Stykkishólmi
Stykkishólmi. IG. áMÚst.
FYRIR skömmu lauk byggingu
nýs vigtarskúrs við höfnina og
komu mcnn til að tengja vigtina
nú um daginn.
Einnig hefur verið gengið
snyrtilega frá öllu kringum vigtar-
húsið, sem er vandað og gott. Er
þetta merkur áfangi í Hólminum
og nú verður gamla vigtin tekin úr
notkun en hefir þjónað vel í mörg
ár og var kominn tími til að
endurbæta þetta allt saman.
Fréttaritari.
menn.
í mótslok voru hafðar hring-
borðsumræður, þar sem þátt tóku
tveir fulltrúar frá hverju land-
anna. Þar var rætt um efni
mótsins út frá aðstæðum í hverju
landi og reynslu hvers eog eins.
Ennfremur var samþykkt ályktun
mótsins, en niðurlag hennar hljóð-
ar á þessa leið:
„Norrænar fóstrur verða að
skilja aðstæðurnar í þjóðfélagi’því,
sem börn okkar alast upp í. Sá
skilningur verður einnig að ná til
þeirra staðreynda, að iðnaðarþjóð-
félög hagnast á þróunarlöndunum.
Við berum ábyrgð á því, að börn
í þróunarlöndunum njóta ekki
almennra mannréttinda. Við verð-
um að miðla þessum skilningi til
þeirra barna, sem við ölum upp,
svo þau öðlist vilja og þekkingu til
þess að breyta eigin lífskjörum og
annarra."
• Fóstrufélag íslands er aðili að
samnorrænu fóstruráði og flyst
skrifstofa þess á milli landa með
ákveðnu millibili. Um næstu ára-
mót kemur hún til íslands og
verður það því Fóstrufélagið hér,
sem mun halda næsta mót, en það
verður í námskeiðsformi, segir í
fréttatilkynningu frá Fóstrufélagi
íslands.
Einar sýnir á Eskifirði
EINAR Helgason. myndlistarmaður frá Akureyri, heldur sýningu í
Valhöll á Eskifirði um næstu helgi. Sýningin verður opnuð á föstudag
klukkan 20 og á laugardag og sunnudag vcrður hún opin írá klukkan
13-23.
Helgi Þorgilssýn-
ir í Gallerí SÚM
Blaðamenn
í flugslysi
Windhoek. SV-Afríku, Namihíu, 16.
ágúst. Reuter.
LEIGUFLUGVÉL með blaða-
menn innanborðs sem voru í
fylgd með sérlegum sendifulltrúa
Sameinuðu þjóðanna, Martti
Ahtisarri. brotlenti í norðurhluta
Namibíu í dag og vitað er að tveir
af sjö blaðamönnum um borð, svo
og flugmaðurinn. slösuðust.
Slysið varð á flugvelli við
smábæinn Opuwa. Sjónvarvottar
segja að vélin sem var af Cessna-
gerð hafi verið að hefja sig til
flugs, en sveigt skyndilega, senni-
lega til þess að forðast árekstur
við DC-3 vél Ahtisaari sem var á
hrautinni. Sjúkraflugvél flutti
hina slösuðu til Odangua og
þaðan til Windhoek. Hinir slös-
uðu voru suðurafrískir blaða-
Karl prins
fékk 68 laxa
KARL Bretaprins hélt heim-
leiðis í gærmorgun írá Egils-
stöðum, en þangað var hann
séjttur af brezkri herflugvél.
Prinsinn var ákaflega ánægð-
ur með dvölina í Hofsá að
þessu sinni sem fyrr, og hafði
hann á orði þegar hann fór, að
koma á ný næsta sumar, að því
er Morgunhlaðinu var tjáð í
gær.
Laxveiðin gekk með ein-
dæmum vel hjá prinsinum
þann tíma sem hann dvaldist
við Hofsá og fékk hann alls 68
laxa. Sá minnsti var 4 pund, en
sá stærsti 18 pund.
FÖSTUDAGINN 18. ágúst 1978
kl. 20, opnar Ilelgi Þorgils
Friðjónsson myndlistarsýningu í
Gallerí SÚM. Vatnsstíg 3B,
Rcykjavík.
Helgi Þorgils er fæddur i
Reykjavík 1953. Hann útskrifaðist
frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands vorið 1976. Stundaði fram-
haldsnám í Hollandi við De Vrije
Academie Pcychopolis í Haag, og
Jan Van Eyck Academie í
Maastricht.
Þetta er þriðja einkasýning
Helga Þorgils. Þær fyrri voru:
Gallery OUT-PUT, Rv'k. ‘75, og
Galerie LÓA, Haarlem í Hollandi
‘78. Að auki hefur hann tekið þátt
í fjölda samsýninga, á Islandi og
víða erlendis.
©
INNLENT
Á sýningunni í Gallerí SÚM eru
19 verk, sem sum hver eru í
mörgum hlutum. Það eru málverk
og teikningar, stimplaverk, grafík
og bækur. Flest verkin eru unnin
á þessu ári.
Sýningin í Gallerí SÚM er opin
daglega frá kl. 16—22. Henni lýkur
þann 27. ágúst n.k.
Fimm skip
med loðnu
LOÐNUVEIÐI var ckki eins góð
í fyrrinótt og síðustu þrjá dag-
ana. en frá kl. 17 í fyrradag fram
til kl. 17 í gær tilkynntu fimm
skip um afla, samtals 3590 lestir.
Þær fréttir bárust aí loðnumiðun-
um norður af Vestfjörðum í
gærkvöldi, að nokkur skip hefðu
fengið góð köst þar.
Skipin sem tilkynntu um afla í
fyrrinótt og í gær eru þessi:
Víkingur AK 1350 lestir, Hilmir
SU 530, Stapavík SI 550, Gísli Árni
RE 600 og Eldborg GK 560 lestir.
21. ágúst hreyfingin:
„Bregða herstöðvaandstæðingar skildi
fyrir ógeðslega búka Kremlarkeisara”
Herstöðvaandstæðingar með útifund á mánudag
Umferðar-
f ræðsla á
Akranesi
UMFERÐARFRÆÐSLA fyrir 5
og 6 ára börn verður í fjölbrauta-
skólanum á Akranesi n.k. mánu-
dag 21. ágúst kl. 10 árdegis. Þar
verða börnunum fengin verkefni,
ennfremur verður þeim sýnd
kvikmynd og brúðuleikhús kemur
í Jieimsókn.
MORGUNBLAÐINU heíur borizt
opið bréf frá „21. ágúst hreyfing-
unni“ til miðnefndar Samtaka
herstöðvaandstæðinga. í þessu
bréfi er veitzt að Samtökunum
fyrir að hafa ekki viljað taka þátt
í sameiginlegum mótmælaaðgerð-
um n.k. mánudag 21. ágúst þegar
þess er minnst að 10 ár eru liðin
frá innrás Sovétríkjanna í
Tékkóslóvakiu.
I þréfi 21. ágúst hreyfingarinnar
segir að hreyfingin berjist gegn
allri heimsvaldastefnu — einnig
þeirri sovésku, en það geri Samtök
herstöðvaandstæðinga ekki, og' í
lok bréfsins segir: „En um leið og
við styðjum þessar aðgerðir og
hvetjum liðsmenn okkar til þátt-
töku í þeim, áteljum við það
harðlega, að þið í miönefndinni
skuluð neita að taka upp baráttu
gegn hætt^legustu óvinum ís-
lenzkrar og tékkneskrar alþýðu —
hinum tveim heimsvaldasinnuðu
risaveldum — Bandaríkjunum og
Sovétríkjunum. Við eigum erfitt
með að sjá hvernig þið ætlið að
verja það fyrir félögum í SHA að
þið skuluð efna til vísvitaðs
klofnings um aðgerðir 21. ágúst.
Við vorum svo sannarlega reiðu-
búnir til viðræðna og málamiðl-
ana. Það kom mjög skýrt fram í
samstarfstilboði okkar. Vinnu-
brögð ykkar gagnast ekki kúgaðri
alþýðu Tékkóslóvakíu, heldur eru
þau þegar allt kemur til alls vatn
á myllu verstu óvina hennar,
sovésku heimsvaldaseggjanna.
Þeir sem kynna sér afstöðu ykkar
hljóta að spyrja sig þeirrar
spurningar, hvort klofningstil-
burðir ykkar séu til komnir vegna
óskarinnar um að brjóta niður allt
baráttusinnað andheimsvaldastarf
hérlendis, eða vegna óskarinnar
um að bregða skjöld fyrir ógeðs-
lega búka Kremlarkeisara, sem
verða nú fyrir æ harðari gagnrýni
og ásökunum vegna framkomu
sinnar í garð alþýðu í heiminum."
Þá hefur Morgunblaðinp borizt
fréttatilkynning frá Samtökum
herstöðvaandstæðinga, þar sem
segir, að samtökin hafi ákveðið að
gangast fyrir útifundi fyrir fram-
an sovéska sendiráðið mánudaginn
21. ágúsL n.k. til að mótmæla
innrás Varsjárbandalagsins í
Tékkóslóvakíu og veru sovéska
hersins þar. Fundurinn hefst kl.
17.30.
UTSALA HJÁ VERKSM.SÖLU
20% AFSLÁTTUR AF VERKSMIÐJUVERÐI
BARNA- DOMU- & HERRABUXUR
PILS — TOPPAR — EFNI.
Verksm.salan
SKEIFAN 13 — SUÐURDYR