Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 21

Morgunblaðið - 17.08.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1978 21 26:??? Um hljómsveitina, Reykjavíkur- svæðið og landsbyggðina Blmi LandsbyKgðarmenn segja gjarnan að Sinfóníu- hljómsveitin þjóni aðeins Reykjavíkursvæðinu. En gerir hún það í raun? Sigurður Bi Hún þjónar Reykjavíkursvaeðinu og þjónar ekki! Við höfum aðeins 26 klukkustundir að moða úr í viku hverri, þar af fer mikill tími í æfingar. Við vildum gjarnan heimsækja skóla, verksmiðjur og sjúkrahús á Reykjavíkur- svæðinu en tímaskortur hamlar því, já, og fjárhagurinn se.n er ekki svo beysinn. Miðað við ' núverandi rekstrarfyrirkomulag er þetta ekki hægt. Þrátt fyrir örðugleika höfum við leitast við að heimsækja nágrannabyggðir t.d. Akranes, Selfoss og Garða- bæ. Þorsteinni Ef hljómsveitin þjónar ekki tilgangi sínum á Reykjavíkursvæðinu þá gerir hún það hvergi. Blm. En þjónar hljómsveitin leikaferð geta hljóðfæraleikarar ekki neitað. Viðleitni hljóðfæra- leikara til að drýgja tekjur sínar stendur allavega ekki í vegi fyrir auknum umsvifum á höfuðborgarsvæðinu. Blm. Er hægt að ryðja þessari hindrun úr vegi að fullu og öllu? Gunnar. Já, að sjálfsögðu, með lífvænlegri launum. Blm. Yrði hljómsveitin þá ekki þyngri „haggi“ ú þjóðinni en nú þegar er orðið? Gunnar. Aukin starfsemi yki aðsókn að tónleikum hljómsveit- arinnar — öllum til heilla. Um SÍ og löndin handan hafsins Blm. Stendur til að auka umsvif hljómsveitarinnar á erlendum vettvangi á einn eða annan hátt? Sigurður B. Við höfum farið í tónleikaferð til Færeyja, annað ekki. Samskipti við útlönd hafa verið rædd á fundum yfirstjórn- arinnar, en fjárskortur hindrað framkvæmdir. Þorsteinn. Það er tómt mál að Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Að neita að leika á hljómleikum Sigurður B.i Ég hef stundum óskað eftir tónleikum eftir hádegi, þegar flestir hljóðfæra- leikaranna sinna kennslustörf- um, en heyrt háværar mót- mælaraddir. Svörin eru þá þessi: „Er þetta ekki hægt á heppilegri tíma?“ eða „ég þarf að kenna." Það er engin furða þótt maður haldi sig innan hefðbundinna marka þegar viðbrögðin eru slík. Gunnar. Þessar kvartanir hafa komið fram þegar um fyrirvaralausar aðgerðir er að ræða. Aðeins þá! Enda erum við samningsbundnir í vinnu frá 8 á morgnana til 5 á daginn. Sigurður I.i Ég tek undir þessi orð Gunnars og bendi á, að oft er starfsemi hljómsveitar- innar skipulögð frá degi til dags, eða aðeins viku í senn. Erlendis fá hljóðfæraleikarar mánaðar- áætlun þar sem hver einasta mínúta er skipulögð. Ef svona væri að málum staðið hér væri hægur vandi að gera „óhugsandi" hluti. Fyrirvarinn er eina krafa hljóðfæraleikar- anna. Sigurður B.i Ég bendi á að þrátt fyrir góðan fyrirvara hef ég oft fengið synjun þegar eitthvað sérstakt hefur staðið til. • # UM SINFONIU HLJÓMSVEIT ÍSLANDS Önnur grein ieika eina vikuna, og hljóðrita fyrir útvarp hina. Þetta nær engri átt til lengdar. Það er leikur einn að koma meiri hraða í starfsháttu hljómsveitarinnar. Þorsteinn. Það er sjálfsagt að halda barnatónleika, en ekki ástæða að gera mjög mikið af því. Börn eiga ekki mikið erindi á tónleika fyrr en þau eru komin á gelgjuskeið. Að kenna fólki, og þar með börnum, að njóta tónlistar er hlutverk skóla landsins, ekki Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Blm. En er ekki ástæða að styrkja sambandið milli tón- listaruppaienda og hljómsveit- arinnar? Þorsteinn. Vissulega. Blm. Er fulltrúi tónmennta- kennara til staðar í nefndum hljómsveitarinnar. eða á öðrum vettvangi þar sem skoðana- skipti um hljómsveitina eiga sér stað? Sigurður I. Snorrason landinu öllu eins og nafn hennar gefur til kynna? Gunnar. Það vantar mikið upp á að svo sé. Hljómsveitin þjónar Reykjavíkursvæðinu vel innan takmarkaðs ramma, en ætti að færa út kvíarnar. Áskriftartónleikarnir eru hins vegar alltof einhliða. Auk þeirra ættu að vera skólatónleikar, æskulýðstónleikar og fjöl- skyldutónleikar. Mér finnst engu að síður að ríkið, sem er einn þriggja rekstraraðila hljómsveitarinnar, ætti að fá meira fyrir sinn snúð, þ.e. með tónleikum úti á landi. Hring- ferðin í fyrra gaf góða raun. Hljómsveitinni var alls staðar vel tekið. Sigurður B. Við megum ekki gleyma því að hljóðfæraleikar- arnir stunda kennslustörf í Reykjavík. Oft á tíðum geta þeir ekki sinnt ferðalögum út á land, og jafnvel ekki heimsótt ná- grannabyggðir. Þorsteinn. Þeir, eins og flestir Islendingar, lifa ekki af einum starfslaunum. Einnig er vert að geta þess að erfitt er að ferðast til ýmissa staða nema á haustin og vorin. En þessa starfsemi þarf engu að síður að auka. Sigurður I. Það má ekki vanþakka störf hljóðfæraleikara í tónlistarskólum borgarinnar. Þar eru þeir ómissandi. Gunnar. Ég vil víkja aftur að landsbyggðarmálum: Vinnu- skylda hljóðfæraleikara S.í. er frá því kl. 8 til 5 alla daga, einnig laugardaga. Ef stjórn hljómsveitarinnar ákveður tón- Gunnar Egilsson Sigurður Björnsson tala um utanlandsferðir á með- an aðeins 59 hljóðfæraleikar- anna eru fastráðnir. Blm. En hvaða hagur væri í auknum samskiptum við út- lönd? Þorsteinn. Það væri sterkur leikur í menningarlegu tilliti, og hollt og æskilegt fyrir meðlimi, hljómsveitarinnar. Gunnar. Ferðir hljómsveitar- innar til útlanda myndu stór- lega auka hróður íslands sem menningarþjóðar. Erlendir gestir á tónlistarhátíðum hér- lendis hafa allir lokið upp einum munni um ágæti tónlistarstarfs- ins. Flestir undrast gæði hljóm- sveitarinnar. Að ná til fleiri Blm. Hvað er hægt að gera til að ná til víðari hlustendahóps? Sigurður B. Við gætum hald- ið fleiri tónleika í Reykjavík og úti á landi, en það er vandkvæð- um bundið. Blm. Hvernig þá? Sigurður B. Ég hef aðeins úr 26 vinnustundum að moða á viku, og yfirvinna er illa séð, eins og getur nærri. Blm. En er þá ekki hægt að verja þessum 26 klukkústund- um á fjölbreyttari hátt? Sigurður B. Það er hugsan- legt. En hljómsveitin hefur skyldur gagnvart Utvarpinu. Það fer mikill tími í upptökur fyrir það. Blm. Hversu mikill? Sigurður B. Það er misjafnt. Blm. En er tímaskiptingin ekki undir framkvæmdastjór- anum komin? Eru ekki mögu- leikar á að verja timanum öðruvísi? Sigurður B. Það er hugsan- legt — en þarfnast undirbún-, ings. Gunnar. Ég vil í beinu fram- haldi af þessum orðaskiptum ítreka það sem ég sagði í upphafi. Ef hljómsveitin væri ríkisrekin yrðu starfshættir eðlilegri. Þá gæti Útvarpið beinlínis keypt hljóðritanir eftir hendinni. Nú bindur Útvarpið hljómsveitina á klafa viku eftir viku, þannig að hún getur sig hvergi hreyft. Þorsteinn. Hljómsveitin er hvorki bundin á klafa af Út- varpinu, Reykjavíkurborg né ríkinu. Ég bendi jafnframt á að Útvarpið vinnur stórmerkt starf með því að koma hljómsveitinni á framfæri við þjóðina. Blm. Ef hljómsveitin er ekki bundin á klafa af Útvarpinu — hver bindur hana þá? Sigurður B.. Ég svara þessu eins og áður: Ég hef aðeins 26 vinnustundir á viku úr að moða. Þær hrökkva skammt! Gunnar. Á 26 klukkustundum er hægt að gera ótal hluti! Þorsteinn. Ég vil skjóta því hér að til fróðleiks, að það er gert ráð fýrir að hljóðfæraleik- ararnir noti 14 klukkustundir á viku til að æfa sig og undirbúa fyrir tónleika. Þannig er vinnu- vikan alls 40 klukkustundir. Gunnar. Ég lysi því aftur á móti yfir sem formaður starfs- mannafélagsins að hljóðfæra- leikararnir hafa aldrei neitað að leika t.d. á síðdegistónleikum ef þeir hafa verið gefnir upp með fyrivara. Við höfum neitað í örfáum tilvikum, og þá bent á klausu í samningum okkar sem gerir ráð fyrir a.m.k. 24 stunda fyrirvara! Sigurður B.i Ég held fast við það sem ég sagði áðan. Um æsku- lýðstónleika Blm. Hvað er gert til að glæða áhuga yngstu hlustendanna á æðri tónlist? Sigurður B.i Við höfum reynt að halda tónleika fyrir yngstu kynslóðina og aðra sérhópa. Sjálfsagt er hægt að gera meira af slíku. En ég bendi enn einu sinni á þessar 26 klukkustundir sem ég hef til umráða. Fastir áskriftartónleikar hálfs- mánaðarlega eru tímafrekir í undirbúningi. Sigurður I.i Það er ekki nóg að halda barnatónleika, þá þarf að undirbúa og það í samráði við menntakerfið. Slík samvinna er engin sem stendur. Og um þessar 26 klukkustundir sem framkvæmdastjóranum verður svo tíðrætt um hef ég þetta að segja: Þær mætti nýta betur, einnig til tónleikahalds fyrir börn og unglinga. Oft erum við að undirbúa fasta áskriftartón- Þorsteinn Ilannesson Þorsteinn. Nei. Hins vegar sé ég ekkert því til fyrirstöðu ef forsvarsmenn þessarar stéttar sýndu því áhuga. Gunnar. Barna- og fjöl- skyldutónleikum eru gerð góð skil í magni en ekki gæðum! Þá ætti að skipuleggja með engu minni alúð en aðra tónleika. Auðvitað ætti nefnd skipuð sérmenntuðum mönnum að stjórna og skipuleggja þá. Svo er ekki nú. Auka ætti samvinnu. Tónmenntakennarar landsins þyrftu að vita að hausti hver yrðu viðfangsefni S.I. á barna- tónleikum komandi vetrar. Sigurður I.i Vil benda á að við erum að tala um tónleikagesti framtíðarinnar. Því betur sem að þeim er búið því bjartara verður um að litast á komandi árum. Sigurður B.. Það er vafalaust rétt að barnatónleikar hafa ekki verið undirbúnir sem skyldi. En ég vísa þessari gagnrýni frá mér. Ég ákveð aðeins hvenær tónleikarnir eru haldnir. Það er í verkhring annars manns að sjá um að þeir fari rétt fram. Ég nefni engin nöfn. Þorsteinn. í raun er öll kennsla í hinum nýja grunn- skóla tilraunakennsla og í deiglunni. I þau þrjú ár sem ég hefi verið í yfirstjórn S.I. minnist ég þess ekki að náms- stjórar, eða aðrir frammámenn í tónmenntakennslu, gerðu okkur grein fyrir hlutverki hljómsveit- arinnar í tónlistaruppeldi þjóð- arinnar. Það verður að setja starfinu ákveðnar skorður. Annars ber það ekki árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.