Morgunblaðið - 17.08.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1978
25
Guðríður Gísladótt-
ir—Minningarorð
Guðríður Gísladóttir var fædd í
Reykjavík 3. desember 1916. For-
eldrar hennar voru Guðrún Ein-
arsdóttir og Gísli Sveinsson,
þáverandi lögmaður við landsyfir-
réttinn, síðar sýslumaður, alþing-
ismaður og sendiherra.
Árið 1918 fluttist Guðríður með
foreldrum sínum austur til Víkur
í Mýrdal, en þar var sýslumanns-
setur Skaftfellinga. í Vík ólst hún
upp í skjóli góðra foreldra. Frænd-
garður var stór í sýslunni og vinir
margir.
Að bernskuárum liðnum í Vík
leitaði Guðríður sér mennta í
Reykjavík og erlendis. Hún hafði
næmt eyra fyrir íslenzkri tungu og
lipran penna og náði fljótt góðu
valdi á erlendum málum, en það
varð henni til brautargengis í
blaðamannastarfi, sem hún rækti
í mörg ár ásamt húsmóðurstörf-
tímans rás tók hún við þætti, sem
hún hafði algerlega veg og vanda
af um árabil og var bæði vinsæll
og vandaður. Þessi þáttur spann-
aði hvaðeina, sem að heimilishaldi
laut og var með menningarsniði
svo sem vænta mátti. Skrif
Guðríðar þurfti aldrei að yfirfara;
smekkvísi hennar var óbrigðul og
aldrei brást, að Guðríður kom
nákvæmlega á réttum tíma með
það, sem henni hafði verið trúað
fyrir.
Guðríður var dóttir Gísla
Sveinssonar alþingismanns, sem
var á sinni tíð þjóðkunnur gáfu-
maður og arfurinn leyndi sér ekki.
Guðríður var kynborin eins og
menn hefðu sagt til forna. En nú,
þegar hún er öll, minnist ég þess
aldrei að hafa spurt hana um
skólagöngu. Þess gerðist aldrei
þörf. Það lá alltaf ljóst fyrir, að
Guðríður Gísladóttir var mennta-
kona og hámenntuð í beztu merk-
ingu þess orðs. Hún var ein þeirra,
sem gerir hvern mann ögn betri og
maður er þakklátur fyrir að hafa
kynnst.
Gísli Sigurðsson.
um.
Árið 1941 giftist Guðríður dr.
Finni Guðmundssyni. Þau eignuð-
ust tvær dætur, Helgu og Guð-
rúnu. Báðar hafa þ‘ær gifst og
eignast börn. Maður Helgu er
Björn G. Ólafsson en Guðrún var
gift Anthony Yates. Undanfarna
mánuði fékk Gúðrún leyfi frá
störfum til þess að sjá heimili
foreldra sinna borgið eftir að
móðir hennar varð alvarlega veik.
Guðríður vissi vel að hverju dró en
lét sér ekki bregða. Hún lést 12.
desember og verður borin til
grafar í dag.
Við dr. Finnur höfum verið
trúnaðarvinir allt frá mennta-
skólaárum og tengsl aldrei rofnað.
Það varð okkur gleðiefni að konur
okkar skyldu eiga lund saman, en
þær urðu mjög nánar vinkonur.
Við hjónin sendum skyldfólki
Guðríðar Gísladóttur einlægar
samúðarkveðjur. Missir fjölskyld-
unnar var þó mestur, því að
Guöríður var burðarás hennar,
eins og gegnri húsfreyju sæmdi.
Við hjónin söknum sárt góðrar
vinkonu, en fremur öðru þökkum
við forsjóninni að hafa átt hana að
vini.
Jón Á. Gissurarson.
Vissulega er það ótímabært að
þurfa að stinga niður penna til að
minnast. Guðríðar Gísladóttur,
sem nú er látin fyrir aldur fram.
Á þeim liðlega 20 árum, sem ég hef
séð um eða ritstýrt blöðum, hafa
skapazt kynni við margt ágætis-
fólk utan blaðamannastéttarinnar,
sem lagði blöðunum lið og starfaði
í rauninni meira og minna við
blaðamennsku, enda þótt það starf
færi fram annarsstaðar en á
ritstjórnarskrifstofum blaðanna.
Guðríður Gísladóttir var þar á
meðal.
Kynni okkar og samstarf á
sjötta áratugnum varð með þeim
hætli, að Guðríður gekk til liðs við
Vikuna, sem ég ritstýrði þá. Hún
var eiginkona Finns Guðmunds-
sonar fuglafræðings; hafði verið
húsmóðir og ekki unnið annað
starf utan heimilis. Helga dóttir
þeirra hjóna hóf sinn blaða-
mennskuferil á unga aldri á
Vikunni og ugglaust hafa kynni
okkar Guðríðar hafizt vegna þess.
I fyrstu voru störf Guðríðar á
Vikunni bundin við þýðingar, en
þær fullnægðu ekki þrá hennar
eftir því að skrifa sjálfstætt og í
t
Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma
JÓHANNA G. GÍSLADÓTTIR,
Yrsufelli 15,
lést sunnudaginn 13. ágúst. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju
mánudaginn 21. ágúst ki. 10.30.
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna
Oddur Sigurðsson.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma.
ELÍNA INGA HARALDSDÓTTIR,
Hrafnhólum 6,
lést í Landspítalanum aö morgni 16. ágúst. Fyrir hönd barna, tengdadætra
og barnabarna,
Steingrímur Jóhannesson.
Maöurinn minn, +
VALDIMAR TÓMASSON,
Vik í Mýrdal,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn 18. ágúst kl. 2. 11. ágúst, verður jarösettur frá Víkurkirkju,
Fyrir hönd aöstandenda. Sigríður Ólatsdóttir.
t
Jaröarför mannsins míns
INGIMARS KR. MAGNÚSSONAR
húsasmiöameistara
fer fram frá Akraneskirkju í dag fimmtudaginn 17. ágúst kl. 14.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Bóthildur Jónsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns,
BJÖRNS BJÖRGVINSSONAR,
löggilts endurskoöanda,
veröur gerö frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst kl. 10.30.
Erla Jónsdóttir
t
Maöurinn minn,
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON,
Bröttugötu 12A, Vestmannaeyjum
veröur jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. ág. kl. 2 e.h.
Blóm vinsamlegast afbeöin.
Margrét Stefánsdóttir og börn.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg vinn í verzlun með mönnum, sem blóta og lastmæla
Guði. Eg finn, að þetta truflar trúarlíf mitt. Finnst yður eg
ætti að hætta að vinna þarna?
Það er áreiðanlega ekkert rangt við starf yðar. Það
er heiðarlegt að vinna. Það nýtur virðingar bæði Guðs
og manna. Það væri hörmulegt, ef allir kristnir menn
yfirgæfu vinnustaði sína, til þess eins að þeir gætu
verið með öðrum kristnum mönnum. Öðru máli
gegndi, ef starf yðar samrýmdist ekki kristnum
sjónarmiðum.
Eg vil gefa yður ráð, sem eg held, að gæti orðið yður
að gagni. Lítið svo á, að einmitt á þessum vinnustað sé
yður veitt tækifæri til þess að flytja fagnaðarerindið
mönnum, sem vilja ekki hlusta á predikara. Þér eigið
að vera vottur Guðs á þessum stað, og ef þér notið
þetta tækifæri af trúmennsku, gefur Guð yður annað
meira verkefni.
Yður ber að láta þá vita, að Jesús Kristur sé
Drottinn yðar og frelsari. Ef þér fynduð vinnustað,
þar sem allir væru yður sammála, hvar hefðuð þér þá
tækifæri til að vitna? Þegar þér kynnizt gáleysi og
guðleysi þessara manna, ættuð þér líka að þakka Guði
fyrir þá breytingu, sem hann hefur komið til vegar í
lífi yðar.
+
Útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur
SIGRÍDAR HJÖRLEIFSDÓTTUR
Bogahlíö 24,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 10.30 f.h.
Ágúst Guömundsson,
Sigríður Ágústsdóttir, Grímur Brandsson,
Atli Ágústsson, Þóra Sigurjónsdóttir.
t
Eiginkona mín,
GUDBJÖRG SIGURDARDÓTTIR,
Sléttahrauni 32,
lézt 13. þ.m.
Kveöjuathöfn fer fram í Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 18. ágúst kl. 10.30.
Jarðarför fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 19. ágúst
kl. 16.00.
Fyrir hönd sona, tengdadætra, barnabarna, systur og annarra vandamanna.
Jón Vigfússon.
+
Útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
INGVA JÓNSSONAR
fré Ljérskógum,
Sunnubraut 2, Grindavík,
veröur gerö frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. þ.m. kl. 14. Ferð frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30.
Guörún Jóeladóttir, synir, tengdadntur og barnabörn.
+
Útför systur okkar,
ÞÓRUNNAR PÉTURSDÓTTUR,
sjúkraÞjélfa,
Álfaskeiöi 40, Hafnartiröi
er lést á Landspítalanum 8. ágúst veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. ágúst kl. 1.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin. Þeim sem vildu minnast hennar
er bent á kvenfélagiö Hringinn í Hafnarfirði eöa aörar góðgeröarstofnanir.
Aöalheiður Pétursdóttir,
Sigríóur Pétursdóttir,
Karl Pétursson.
+
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát
og útför
GUDRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
fré Hlíðarendakoti,
Sigríður Árnadóttir,
Ólafía Árnadóttir,
ættingjar og vandamenn.