Morgunblaðið - 17.08.1978, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGUST 1978
Funduðu við kertaliós
erfátæktin var sem mest
\ I>ESSU ári eru liðin 100 ár frá því að Manchestcr United, eða Newton Ileath eins og félagið hét í byrjun var stofnað og til að halda upp
á afmælið. lék liðið vináttuleik við hina gömlu félaga sína Real Madrid. Leikið var á Spáni og sýndi United þá meistaratakta. er sigur vannst.
1—0. I>að eru breyttir tímar frá því að liðin léku saman í fyrsta sinni í apríl 1957, en þá léku liðin heima og heiman í Evropuleik. Real
vann fyrri leikinn 3—1 og þeim síðari lauk með jafntefli. 2—2, en Real hafði engu að síður algera yfirburði. Þetta var á tímum argentínska
snillingsins Di Stcfano og hjá United voru ekki lakari karlar en Foulkes. Taylor. Rowley o.fl.
Þeir bræður Jommy og Brian hafa verið veigamiklir hlekkir í liði Manchester United
undanfarin ár. Á meðfylgjandi mynd fagna þeir sigri í ensku bikarkeppninni vorið
1977.
Öld liðin f rá því að enska stórlið-
ið Manchester Unrted var stofnað
LABBI
ÞJÁLFAR
HJÁ ÍA
SKAGAMENN hafa ráðið
Gunnlaug Iljálmarsson til að
þjálfa þriðju deildar lið ÍA og
1. flokk karla í handknattleik
á nasta keppnistímabili.
Binda Skagamenn miklar von-
ir við störf Gunnlaugs. en
handknattleiksiþróttin er f
miklum vexti í knattspyrnu-
ba-num Akranesi. í byrjun júlí
fóru tveir þjálfarar af Skagan-
um á viku þjálfaranámskeið í
Árósum. en námskeiðið var
haldið af danska handknatt-
leikssambandinu.
TEKST
WILKINS
AÐ SETJA
HEIMSMET?
ALÞIÓÐLEGT frjálsíþrótta-
mót fer fram á Laugardalsvell-
inum í kvöld. og hefst kl.
19.30. Athyglin mun beinast
að kringlukastinu en þar mun
fyrrverandi heimsmethafi Mac
VVilkins gera tilraun til að
endurheimta heimsmet sitt.
Keppt verður í mörgum
aukagreinum á mótinu. kúlu-
varpi. 100 m hlaupi. 100 m
grindahlaupi kvenna o.íl.
Úrslit
íþriöja
flokki á
morgun
ÚRSLITALEIKURINN í
þriðja flokki íslandsmótsins í
knattspyrnu fer fram á gras-
vellinum við Varmá í Mosfells-
sveit á morgun og heíst
leikurinn klukkan 19. Liðin
gerðu jafntefli í úrsiitakeppni
leikmanna þriðja flokks á
Húsavík um síðustu helgi og er
ekki að efa að hart verður
harizt í úrslitaieik liðanna
annað kvöld.
Golfkennsla
áAkureyri
ÞORVALDUR Ásgeirsson
golfkennari byrjar golf-
kennslu á Akureyri á föstu-
daginn. Kennir Þorvaldur
nyrðra til 24. ágúst. Þcir. sem
hafa áhuga á að kynnast
íþróttinni eða auka getu sína.
geta fengið upplýsingar á
Golfvellinum á Jaðri.
Árið 1878 stofnuðu nokkrir
náungar í Yorskhire Railway og
híbýladeild Carrige and Wagon
verksmiðjanna í Manchester
knattsp.vrnulið, sem var þá skýrt
Newton Heath og var völlur liðsins
á North Road Monsall. Völlurinn
var víðast hvar glerharður, nema
á köflum þar sem mýrafen var
ríkjandi. Lítið fór fyrir Newton
Heath fyrstu árin, en árin
1907—08 og síðan aftur 1910—11,
vann liðið fyrstu deildina og 1909
vann liðið FA bikarinn eftirsótta.
Síðan fór að syrta í álinn og
félagið rambaði á barmi gjald-
þrots. Einn stjórnarfundur fór
fram í kertaljósi, vegna þess að
rafmagnið var tekið af húsakynn-
unum. Átti félagið ekki fyrir
reikningnum. Var sá fundur hald-
inn til þess að ræða hvernig borga
bæri reikninginn. Árið 1894 féll
liðið niður í aðra deild, aðeins ári
eftir að nýr völlur hafði verið
vígður á Bank Lane, síst betri
völlur heldur en á North Road.
Hér var það einkum fnykur frá
nærliggjandi efnaverksmiðjum,
sem gerði knattspyrnu illmögu-
lega.
Harry nokkur Stafford var
fyrirliði liðsins um þessar mundir
og átti hann hund einn gífurlegan
vexti. Sagan segir að hundurinn
hafi þvælst að heiman og hafnað
að lokum hjá vellauðugum brugg-
ara, John Henry Davies að nafni.
Stafford og Davies urðu síðan
perluvinir og Dávis bjargaði fjár-
málunum.
Old Trafford, hinn frægi leik-
vangur Manchester United, var
tekinn í notkun árið 1910 og var
kostnaðurinn áætlaður um 60.000
sterlingspund, sem þótti ægiupp-
hæð í þá daga. Allt fram í seinna
stríð, barðist félagið í bökkum
fjárhagslega, en James nokkur
Gibson, klæðskeri bjargaði því,
enda átti hann sand af seðlum.
Gibson varð síðan stjórnarmaður
hjá United.
Árið 1941 var gerð loftárás á
Manchester og þýsk herflugvél
sem ætlaði að varpa sprengju á
verksmiðju nærri Old Trafford,
missti marks og hæfði þess í stað
völlinn og gereyðilagði hann.
Þökkuðu þá menn fyrir að ekki var
leikur í fullum gangi.
Upp úr þessu fór sól Manchester
United ört hækkandi, Matt nokkur
Busby var ráðinn framkvæmda-
stjóri og hann hóf uppbygginguna
ásamt fyrrnefndum Gibson og
Jimmy Murphy, velskum manni,
sem hann gerði að sérlegum
aðstoðarmanni sínum.
Busby tók við mjög efnilegu liði,
þar var að finna kappa eins og
Rowley, Mitten, Pearson og Carey,
unglingana Aston, Morris og1
Walton og síðan keypti Busby hinn :
sköllótta útherja Delaney frá
Celtic. Delaney var lokastykkið í
púsluspil Busby og þetta lið
sigraði í FA bikarnum árið 1948,
vann Blaekpool 4—2 í leik sem er
eftirminnilegur þeim er sáu.
Allt lék í lyndi og árið 1952
vannst sigur í deildakeppninni. Þó
að margir álitu, að þetta væri
besta liðið sem Manchester United
gæti nokkru sinni teflt fram, var
Busb.v ekki á þeirri-skoðun og'
njósnarar hans voru eins og gráir
kettir um allar Bretlandseyjar.
Duncan Edwards var meðal þeirra
er kom fram á sjónarsviðið á
miðjum sjötta áratugnum. 1.
deildarkeppnin vannst á nýjan leik
árið 1956 og United bókaði sig í
Evrópukeppnina að ári. United
komst í undanúrslit, en tapaði þar
fyrir Real Madrid og hafa síðan
verið mikil tengsl milli þeirra
félaga.
I febrúar sama ár, varð Munich
flugslysið fræga og meðal þeirra
sem létust, voru 8 leikmenn
Manchester United, þ.á m. stór-
stjarnan Duncan Edwards. Meðal
þeirra er lifðu slysið af var Bobby
Charlton er síðar varð lykilmaður
liðsins. Eftirfarandi vor komst
United í úrslit FA bikarsins og var
rétt svo að þeim tækist að skrapa
saman liði til þess eins að tapa
fyrir Bolton, en allur heimurinn
var á bandi United.
Nú varð uppbyggingin að byrja
aftur frá grunni og til skjalanna
komu menn eins og Denis Law,
keyptur frá Ítalíu, og George Best.
United voru nærri sínu besta árið
1966, en mistókst engu að síður í
Evrópukeppninni. Busby varð afar
sár við, enda hélt hann að
tækifærið væri farið. Svo var þó
eigi og liðið sigraði Benfica í
úrslitum keppninnar, 4—1 árið
1968, varð fyrsta enska liðið til
þess að vinna titilinn eftirsótta og
Busby var sleginn til riddara fyrir
vikið.
Busby hætti sem framkvæmda-
stjóri sama ár, vildi hætta á
toppnum og þá má segja, að á
ýmsu hafi farið að ganga hjá
United. Liðið fór að skipta um
framkvæmdastjóra, eins og meðal-
maðúr skiptir um sokka og þeim
darraðadansi lauk með því að liðið
datt ofan í aðra deild. Þá var
nýtekinn við Tommy nokkur
Docgerty, litríkur náungi svo ekki
sé meira sagt. En hann var þó
frábær við stjórnina og hann
stýrði liðinu upp í fyrsti deild á ný
strax næsta keppnistímabil. Og
hvílík breyting hafði orðið á liði
United, aðeins markvörðurinn
Alec Stepney var eftir úr röðum
stórliðsins, sem vann Evrópubik-
arinn 1968 og rambaði síðan á
barmi 2. deildar uns þeir féllu
fyrir fimm keppnistímabilum síð-
an. Docherty eyddi feiknalegum
upphæðum í nýja menn og það bar
árangur og síðustu árin hefur liðið
verið meðal þeirra bestu í Eng-
landi og unnið FA bikarinn 1977
eftir að hafa sigrað Liverpool í
hörkugóðum úrslitaleik.
Docherty var síðan rekinn undir
lok síðasta keppnistímabils og
Dave Sexton tók við. Hann hefur
gert umdeildar breytingar á liðs-
skipaninni og eru nú ýmsar blikur
á lofti varðandi framtíð ýmissa
þekktustu leikmanna liðsins, m.a.
Stuart Pearson og Jimmy Green-
hoff.
Eigi að síður er alltaf reiknað
með United meðal fremstu liðanna
og þrátt fyrir þá ólgu sem virðist
vera undir yfirborðinu eins og er,
er liðið meðal þeirra sem flestir
veðmangarar spá að verði í
baráttunni um Englandsmeistara-
titilinn, enda ekki annað sæmandi
liði sem heitir Manchester United.
(Þýtt og endursagt — gg.).
! Ein milljón í ,
i mfnus hjá FRÍ
I NÝAFSTAÐNIR Reykjavíkurleikar í frjálsum íþrúttum voru á
| flestan hátt mjög vel heppnaðir, en þeir voru einnig að sama skapi
■ mjög kostnaðarsamir fyrir Frjálsíþróttasamhandið. Morgunblað-
' ið halði í gaer samband við Örn Eiðsson, formann FRÍ, og innti
| hann eftir íjárhagslegri útkomu leikanna.
I — Tap varð á Rcykjavíkurieikunum og nemur það um cinni
milljón króna. sagði Örn. — Þetta tap er mun meira en við
I bjuggumst við. Þó svo að tvö þúsund manns hafi komið til að
| fylgjast með mótinu samanlagt báða dagana dugði það ekki fyrir
kostnaði. Nettó hagnaður okkar af aðgangseyri nam 1.3
I milljónum króna.
| — Nú hefur því verið íleygt að erlendir frjálsfþróttamenn fái
, greitt fyrir að taka þátt í mótum scm þessum og það enga
1 smáaura. Tölur eins og hálf milljór. króna fyrir stærstu
| stjörnurnar hafa verið nefndar. Þurftuð þið að grciða bandarísku
I keppendunum fyrir að koma hingað og keppa?
— Nei, þess þurftum við ekki og fréttir um slíkt eru algjörlega
I úr lausu lofti gripnar. Hins vegar greiddum við að sjálfsögðu
j flugfar þeirra frá Evrópu, hótelkostnað, sem er mjög mikill, og
1 dagpeninga, sem ekki var mikil upphæð. Ég hef ekki trú á að
I þessir menn fái greiðslur fyrir að keppa á mótum annars staðar
| eins og sagt er.
— Mac Wilkins kemur t.d. hingað öðru sinni og aldrei hefur
I hann minnst á greiðslur einu orði. Dvöl hans hér greiðum við
| og dagpeninga ásamt flugfargjaldi hingað, ekki annað, sagði Örn
, Eiðsson, formaður FRÍ. að lokum. — ÞR